Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Blaðsíða 10
28 MÁNUDAGUR 12. APRÍL 1999 íþróttir i Þrir á palli. Frá vlnstri: Michael Schumacher, Mika Hakkinen og Heinz-Harald Frentzen. Reuter eSchumacher fær bað frá sigurvegaranum og ekki er að sjá að samkomulagið sé slæmt. Ruter ,Hér er það Heinz-Harald Frentzen sem varð í þriðja sæti, sem er baðaður í kampavíni af þeim Hakkinen og Schumacher. # Brasilíumaðurinn Ricardo Zonta, ökumað- ur BAR-liðsins, lenti í miklu óhappi á laugardag og gat hann ekki keppt af þeim sökum. Nú er ljóst að meiðsl hans eru mun meiri en fyrr var haldið og jafnvel líkur á þvi að hann missi af tveim næstu keppnum, San Marino og Monaco. BAR lenti í fleiri óhöpp- um um helgina. Heims- meistarinn Jaques Vill- eneuve varð að láta sér lynda að ræsa síðastur vegna mistaka liðsins í eldsneytisblöndu. Var þvi tími hans ógildur og hann færður aftast í rásröðina. Villeneuve varð 28 ára á föstudag og hélt BAR-liðið því afmælisveislu honum til heiðurs, og mættu yfir 100 manns. Afmælisbarn- ið lét ekki sjá sig því þaö var ekki ánægt með bilanir og fór upp á hótel- herbergi til að ná úr sér fýlunni. Griöarlegur áhugi var á keppninni í Brasilíu og talið að 200 þúsund áhorf- endur haíl fylgst með. Hinum þekkta breska ökumanni, Damon Hill, tókst ekki að klára keppn- ina í Brasilíu. Jordan-bif- reið hans bilaði eftir að- eins 10 hringi. Hill tókst heldur ekki að ljúka fyrstu keppni ársins og upphaf keppnistímabils- ins er því að verða hrein martröð fyrir hann. Allir bestu ökumennimir tóku aðeins eitt viðgerð- arhlé og tókust þau öll mjög vel. Brautin í Brasilíu var mjög erflð og varasöm. Margar beygjur eru á brautinni og bílarnir runnu mjög til í beygjun- um. Mjög margir bílar féUu úr leik. .sk/ÓSg Flnnlnn Mika Hakkinen ■ fyrsta sætinu en Rubens Barrichello, sem ók á heimavelli og hafði forystuna lengi vel, er íöðru sæti. Michael Schumacher á rauða Ferrari-bílnum er þriðji. Reuter Myndin var tekin nokkrum sekúndum eftir að bílarnir lögðu af stað frá rásmarkinu. Mika Hakkinen er fyrstur. Reuter Mika Hakkinen veifaði finnska fánanum í sigurvímunni eftir sigurinn í Brasilíu í gær. Sagt eftir keppnina í Brasilíu í gær: „Ég hélt að þetta væri alveg búið“ - sagði Mika Hakkinen eftir að sigur var í höfn „Ég er himinlif- andi með sigurinn. Um tíma lenti ég í miklum vandræðum og ég verð að viður- kenna að ég hélt að þetta væri alveg búið hjá mér. Girkassinn bilaði og ég datt niður í þriðja sætið. Ég veit ekki hvað kom ná- kvæmlega fyrir en það var sama hvað ég reyndi að gera til að koma bílnum i gir, þaö gekkekki lengi vel,“ sagði Finninn Mika Hakkinen eftir að hann hafði tryggt sér sætan sigur í Formula 1 keppninni í Brasilíu í gær. „Ég var vel hvattur af aðstoðarfólki minu á viðgerðarsvæöinu og mér var sagt að halda stöðugt áfram að reyna að koma bílnum í gír. Það tókst að lokum,“ sagði Hakkinen og var greinilega í sjöunda himni. Hakkinen var mjög sáttur Finninn var greini- lega mjög sáttur við árangur sinn og bætti við: „Þetta gat orðið mun verra. Ég hefði hæglega getað lent í þriðja eða fjórða sæt- inu. Við höfðum gert nákvæma áætlun um viðgerðarhlé í þess- ari keppni og þetta gekk allt saman upp. En Schumacher var harður og erfiður að þessu sinni sem oftar og hann verður ekki auðveldur við að eiga í næstu keppnum," sagði Mika Hakkinen. Við getum báðir verið bjartsýnir Þjóðverjinn Mich- ael Schumacher var ekki sáttur við að ná aðeins öðru sætinu enda keppnisskapið óvenjumikið. „Ég gerði bókstaf- lega allt sem ég gat til að halda öðru sætinu. Ég get sagt með góðri samvisku að ég gerði mitt besta. Það að hafna í öðru sæti í annarri keppni árs- ins er árangur sem er í lagi. Og ég held að við Mika Hakkinen getum báðir verið bjartsýnir fyrir kom- andi átök í sumar," sagði Schumacher. Á síðustu bens- índropunum Heinz H. Frentzen náði þriðja sæti meö miklum naumindum. „Ég sá að bensinið var alltaf að minnka og þegar ég varð bensínlaus var ég ekki viss um að mér hefði tekist að tryggja mér þriðja sætið. En sem betur fer tókst það og ég er ánægður," sagði Frentzen. -SK Fjörug tímataka Tímatakan á laugardag byrjaði með miklum látum því von var á rigningu og vildu flestir ökumenn byrja á þurri brautinni áður en færi að rigna og hún yrði hál eins og svell. En það rigndi aldrei og þegar flestir höíðu komið út voru McLaren-ökumennimir búnir að smella sér á toppinn með Hakkinen efstan á blaði og nokkuð ljóst að enginn myndi ógna honum nema Coulthard, félagi hans. Margir vom í miklum vandræðum með að fá nægilegt grip í hjólbarðana sem eru bæði harðari og með einni rauf meira í framhjóli fiá þvi á síðasta ári. Harðasta baráttan var um þriðja sætið, á milli Michaels Schumachers og heimamannsins Rubens Barricheilo á Stewart Ford sem hefur tekið stórstígum framfómm frá því í fyrra þegar liðið var nánast í botnbaráttunni en er nú komið í baráttuna um efstu sætin í tímatökunni. „Ég hef verið að bíða eftir góðum bíl allan þann tíma sem ég hef verið í Formula 1 og þetta er hann," sagði Barrichello eftir að hafa tekið þriðja sætið af Ferrari-ökumanninum Schumacher. „Hringur-inn sem ég ók í dag (laugardag) var einn sá besti sem ég hef ekið á ævinni en ég var ekki síðri í fyrra og lenti þá í 13. rásmarki sem sýnir að ég þarf góðan bíl.“ Schumacher varð að iáta sér lynda fjórða sætið, heilli sekúndu á eftir besta tíma Hákkinens og ekki er ljóst hvort Ferrari muni geta minnkað bil þeirra og McLaren Mercedes þegar líður á árið. „Ég er að áttas mig betur og betur á bílnum og finn það að við eigum enn eftir að bæta frammistöðu hans,“ sagði Hakkinen eftir tímatökuna. Coulthard var rétt á hæla hans á tímatöflunni og er ljóst að barátta þeirra á næstu mótum kemur til með að verða spennandi. Barrichello varð svo þriðji á undan Schumacher. Fisicella á Benetton var svo fimmti og sló út Jordan-menn sem voru í sjöunda og áttunda sæti á eftir Eddie Irvine í sjötta. Hákkinen sem einnig var á fiemsta rásstað í fyrsta móti ársins, þríbætti tima sína á laugardag og sannaði að hann er konungur tímatakanna og í ellefta sinn á ferli sínum ræsti hann fremstur. -ÓSG írinn Eddie Irvine var einbeittur í tímatökunni á laugardag en komst þó ekki í fremstu röð. Reuter Mika Hakkinen ræðlr málin við David Coulthard, félaga sinn Ricardo Zonta frá Brasilíu eyðilagði bíl sinn í tímatökunni á hjá McLaren, fyrir keppnina í Brasilíu. Reuter laugardag á heimavelli. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.