Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Blaðsíða 8
* 26 MÁNUDAGUR 12. APRÍL 1999 Iþróttir Tryggja eistu stóðhesta fyrir milljónir króna Hákon Hákonarson kynnti tryggingarnar á landsmótinu á Melgerðismelum. DV-mynd E.J. Margir hestamenn hafa lent í þeirri aðstöðu að eignast skyndilega stólpagæðing eða kynbótahross. Verðmæti gripsins verður tölu- vert og eigandinn fær áhyggjur af því að hesturinn drepist og verð- mætin séu fyrir hí. Áður fyrr var erfitt að tryggja slíka kostagripi en nú býður ís- lenska vátryggingarmiðlunin (ísvá) hestamönnum tryggingu á hrossin fyrir 3-4°A tryggingarandvirðisins. „Þegar ísland gerði samning um aðild að EES lá ljóst fyrir að erlend vátryggingarfyrirtæki geta verið með rekstur á íslandi án þess að vera þar með aðstöðu," segja þeir Hákon Hákonarson og Valdemar Johnsen hjá ísvá. „ísvá var stofnuð árið 1996. Fyrir- tækið er ekki vátryggingarfyrirtæki í þeim skilningi heldur miðlari fyr- »ir vátryggingar, leitar hagstæðustu tilboða fyrir viðskiptavini sína, jafnt á Islandi sem erlendis og gefur þeim kost á að kaupa tryggingu. Hákon er hestamaður og þegar hann kom inn i fyrirtækið sá hann að þama var óplægður akur og við fóram að skoða tryggingar á hestum af alvöru. Tryggingar á hestum hafa verið mjög dýrar til þessa á íslandi og fyrstu tilboðin sem við fengum að utan vora ekki hagstæð að okkar dómi. Við sendum skýrslu til útlanda um íslenska hestinn og sýndum full- trúum ffá Trentwick-fyrirtækinu í London aðstæður sem íslenskum hestum er boðið upp á. Undruðust er hestarnir stóðu kyrrir Við fóram með tvo Breta austur fyrir fjall, að Hvoli í Ölfusi, til Ólafs H. Einarssonar sem þar rekur hestabú, og undruðust Bretarnir margt sem þeir sáu. Til dæmis vora þeir alveg hlessa er þeir sáu að hest- arnir stóðu kyrrir er farið var á bak þeim. Bretarnir sáu að íslenski hesturinn er allt öðravísi en þeir er- lendu, minni, léttari og yfirhöfuð betur á sig kominn. Við fengum betra tilboð, tilboð sem við teljum mjög gott og lækkaði iðgjaldið frá því sem var. Við getum því boðið hestaeigend- um iðgjald frá 3-4% af vátrygging arupphæð og hugsanlega lægri upp- hæð ef mörg hross era tryggð. Stöðluð trygging er líftrygging á hesti. Ef hann drepst af veikindum eða slysi eða er felldur af mannúð- arástæðum er hann borgaður út. Tryggingartaki ákveður sjálfur hve hann vill tryggja hestinn fyrir háa upphæð. Innifalinn er í trygging- unni flutningur innanlands. Auk þess getum við útvegað aðr- ar tryggingar, svo sem tryggingu á stóðhesti sem verður ófrjór vegna veikinda eða slyss eða skaðar kyn- færi sín. Það er því hægt að tryggja eistu stóðhesta fyrir skemmdum. Einnig er hægt að tryggja keppn- is- eða sýningarhross. Þau era þá tryggð fyrir veikindum eða slysum sem valda því að hrossin nýtast ekki í það sem þeim er ætlað, svo sem sýningar eöa keppni. Ýmiss konar útgáfur eru á trygg- ingunum. Það er hægt að tryggja hross tímabundið, til dæmis hryss- ur í stóðhestagirðingu og seld hross á ferðalögum. Hrossaeigandi selur hross til útlanda og hann getur tryggt það á ferðalaginu öllu, jafnt innanlands, á leiðinni utan og í út- löndum. Hæsta beiðni sem við höfum feng- ið er 15 milljónir króna en það mál er ekki'útkljáð. Hæst tryggða hross- ið hjá okkur er tryggt fyrir 3 millj- ónir króna en við erum til í að tryggja hross á hvaða upphæð sem er. Skilmálamir eru staðlaðir Ll- oyds-skilmálar en Trentwick-fyrir- tækið, sem við erum miðlarar fyrir, er mjög stórt fyrirtæki, hluti af bandarísku endurtryggingarfyrir- tæki,“ segja þeir félagar. -EJ Verðum að finna félaginu fjárhagslegan grundvöll - segir Kristinn Guðnason Leikur og gleði á sýningu Fáks Einnig þarf að fjalla um loforð um styrk til markaðsátaks innanlands sem við fengum hjá Framleiðni- sjóði, en þaðan fengum við einnig milli sjö og átta miljóna króna styrk til rannsóknar á sumarexemi og gildir sá styrkur til þriggja ára. Finna verður próf til að kanna hvaða hestar séu líklegir til að fá sumarexem og einnig bóluefni við sjúkdómnum. Rannsóknirnar verða gerðar jafnt innanlands sem utan. Einnig þarf að útbúa leið- beiningar um meðferð hrossa til að forðast sumarexem. Margt annað mun koma upp og verður rætt jafn- óðum“, segir Kristinn Guönason. -EJ Skartklæddir kvenriddarar Fáks í opnunaratriði. - engir stórkostlegir toppar en breiddin mikil Hestamannafélagið Fákur hélt ár- legar sýningar í Reiðhöllinni um helgina. Sýnt var í Reiðhöllinni á fóstudags- og laugardagskvöld og síð- asta sýningin var á sunnudeginum. Var sunnudagssýningin frábragðin hinum fyrri tveimur að því leyti að meiri áhersla var lögð á sýningar barna og unglinga, leik og gleði. Reiðhöllin hefur tekið stakka- skiptum að innan og er hin glæsileg- asta. Þátttaka kynbótahrossa í reiðhall- arsýningum hefur aukist smám sam- an á undanfórnum árum og þykir mörgum hesteigendum kostur að geta sýnt stóðhesta sína á vorin þar sem von er á margmenni enda hafa þeir jafnan dregið að áhorfendur. Hrossakostur var mjög góður. Engir stórkostlegir toppar en breidd- in mikil. Það er orðið sjaldgjæft að sjá illa ríðandi knapa á stórmóti eða sýningum á Islandi enda er valið í sýningar strangt. Sýningar í Reiðhöllinni drógust oft á langinn á fyrstu árunum en sýningahaldarar hafa greinilega lært af þeim mistökum því hvert atriði tók nú skamman tíma og stóðst tíma- áætlun. -EJ Sigurbjörn Bárðarson með afkvæmasýnlngu. Hann er lengst til vinstri, þá Sigurbjörn yngri, sem er 5 ára og einn yngsti sýnandi í Reiðhöllinni til þessa, og Sylvía og Sara. DV-myndir E.J. Aðalfundur Félags hrossabænda verður haldinn á morgun. Seturétt eiga 49 fulltrúar 1.800 félagsmanna. „Þetta er i fyrsta sinn sem aðal- fundurinn er haldin að vori til,“ segir Kristinn Guðnason, formað- ur félagsins. „Það er margt sem þarf að ræða. Fyrst og fremst þarf að ræða fjárhagslega afkomu fé- lagsins. Það gengur ekki lengur að vera háðir tilviljanakenndum styrkjum. Við verðum að Finna fé- laginu íjárhagslegan grandvöll svo við getum gert langtíma áætlanir. Framtíðar- sýn Ágústs Sigurðs- sonar - í stóðhestariti Síðar í þessari viku kemur út rit Hrossaræktarsamtaka Suður- lands, með upplýsingum um tæplega eitt hundrað stóðhesta. Jón VUmundarson er ritstjóri ritsins, en þetta er fjórða árið í röð sem ritið kemur út. „Þarna era upplýsingar um alla stóðhesta í eigu hrossarækt- arsambanda á íslandi og einnig fjöldi stóðhesta í einkaeign," segir Jón. „Töluverð aukning varð á fjölda hestanna í fyrra, en fjöld- inn er svipaður nú. Birtar era ættir hestanna, hæsti dómur og kynbótamat, og fylgir hverjum hesti mynd. Einnig verða nokkr- ar stefnumarkandi greinar. Til dæmis mun Ágúst Sigurðsson, nýráðinn landshrossaræktar- ráðunautur, skrifa um fundar- ferðir sínar og Kristins Guðna- sonar um landið í vor og fjaUa um hrossaræktunaiframtíðar- sýn sína. Ritið er opið öllum stóðhests- eigendum og hefur reynst mjög vinsælt meðal hestamanna. Verð er 1.000 krónur," segir Jón. -EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.