Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Blaðsíða 4
22
MÁNUDAGUR 12. APRÍL 1999
íþróttir
DV
Handar- og nefbrotinn
„Prins“ í vandamálum
- rotaði þó Paul Ingle í 11. lotu og hélt titlinum
Prince Naseem Hamed varöi enn og aftur
heimsmeistaratitil sinn í flaðurvigt hnefa-
leika um helgina er hann rotaði Paul Ingle í
11. lotu.
Sigur Prinsins var tæpari en oftast áður.
Undir lok bardagans sótti Ingle mjög í sig
veðrið og Prinsinn var illa leikinn. Ingle
hafði nefbrotið hann og að auki sagði Prins-
inn eftir bardagann að hann væri handar-
brotinn. En stórkostlegt högg í 11. lotu rotaöi
Ingle og dómarinn stöðvaði bardagann.
í upphafi hafði Prinsinn yfirburði og sló
Ingle í gólfið. Bretinn var þó harður af sér og
sótti jafnt og þétt í sig veðrið.
Ég get ekki verið annað en ánægður með
þennan sigur. Ingle er mjög snjall hnefaleik-
ari og hann gaf sig allan í þennan bardaga.
Ég reyndi ýmislegt nýtt í þessum bardaga
sem gekk vel, til dæmis skrokkhöggin. Ég er
að byrja að vinna með nýjum þjálfara og
þetta á allt eftir að batna. Nýji þjálfarinn er
miklu betri en sá gamli,“ sagði Prince Na-
seem Hamed eftir að sigurinn var í höfn.
Paul Ingle er enginn aukvisi í hringnum.
Fyrir bardagann gegn Prinsinum hafði hann
keppt 21 sinni og unnið alltaf.
Prinsinn vann heimsmeistaratitilinn 1995
og titilvörnin gegn Ingle um helgina var
númer tólf. Aldrei áður á ferlinum hefur
Prinsinn þó komist í meiri vandræði. Og
aldrei hefur Prinsinn gengið út úr hringnum
eftir bardaga með brotið nef og hönd. -SK
Prince Naseem Hamed komst í hann krappan um helgina en fagnaði þó tólfta heimsmeistara-
titli sínum á ferlinum en titilinn vann hann fyrst árið 1995. Reuter
Herdís Sigurbergsdóttir er alls ekki á því að leggja árar í bát og ætlar að halda áfram af fullum krafti í handboltanum. Hér er hún ásamt manni sínum, Jörundi
Áka Sveinssyni, og dóttur þeirra hjóna, Sigrúnu Maríu Jörundsdóttur.
Herdís Sigurbergsdóttir, handknattleikskona 1998:
ekki södd
- veltir því fyrir sér að fara í atvinnumennsku á komandi leiktíð
Undanúrslit 1. deildar
kvenna í handknattleik
hefjast í kvöld þegar
Stjarnan leikur gegn Val.
Fram mætir síðan FH á
morgun.
DV fékk Herdísi Sigur-
bergsdóttur, handknatt-
leikskonu ársins 1998 og
leikmann Stjörnunnar, til
þess að spá í spilin fyrir úr-
slitakeppnina en hún hefur
þurft að horfa á félaga sína
spila vegna meiðsla sem
hún hlaut í janúar er hún
sleit hásin i landsleik gegn
Rússum.
Fram-FH, 2-1
„Þarna mætast nú ekkert
smá ólík lið, æskan á móti
ellinni. Það kom mjög á
óvart að Fram skyldi tapa
fyrir ÍBV í öðrum leiknum
en það má samt ekki
gleyma því að þær gerðu
einmitt það í næstsíðasta
leik deildarkeppninnar. En
Framstúlkur áttu tvo
heimaleiki og það skipti
máli. Þær vantar stöðug-
leika og það sýndi sig í 8
liða úrslitunum. Það tel ég
vera mesta veikleika Fram-
liösins núna.
FH er á alveg blússandi
siglingu, þær ná allar
virkilega vel saman. Ég
geri ráð fyrir því að það
komi til þriðja leiks í
þessari viðureign. Mín J ;
tilfinning er samt sú að
Fram fari í úrslitaleik-
inn en ef FH spilar 5-1
vöm allt frá byrjun
getur allt gerst.“
Stjarnan-Valur,
2-0
„Ég spái því að
Stjarnan vinni
þessa leiki, 2-0.
Stjaman er með mik
iö reynslumeira lið
heldur en Valur
og veit hvað til
þarf. Ef fé-
lagar
mín-
ir í Stjömunni spila góðan
leik og halda haus þá sigrar
þær ekkert lið.
Valur er í stöðugri upp-
leið og hefur nær alveg
sloppið við meiðsl. Rússinn
Alla Gorkina er að koma
betur inn í leik liðsins held-
ur en hún gerði í upphafi,
auk þess sem leikmenn eins
og Gerður Beta (Jóhanns-
dóttir) er að blómstra núna
í lokin.
Skórnir eru ekki á
leiðinni á hilluna
Sögur hafa veriö á
kreiki um þad aö þú œtlir
aö leggja
skóna
á hilluna, er þaö rétt?
„Nei, nei, nei, langt í frá.
Ég hef æft gríðarlega vel
þrátt fyrir meiðslin sem
hafa kennt mér margt og ég
varð að taka stóra ákvörðun
um það hvað væri fram
undan. Það var þvílík
pressa utan frá að gera rót-
tækar breytingar, og sífelld-
ar spumingar um það hvort
það ætti að fara að fjölga í
fjölskyldunni. En það er
ekki á dagskrá, bara svo
það sé á hreinu. Hugur
minn stefnir að því að gera
enn betm í handboltanum
en ég hef gert og ég á mörg
ár' ofHr í hnlfannm T Huo or
södd á handbolta - ég er það
alls ekki - ég á svo margt
eftir.“
Rétti tíminn til að
breyta til
Nú ert þú búin aö vinna
allt sem hugsast getur í
boltanum hér heima. Hef-
ur þú eitthvaö hugleitt aö
reyna fyrir þér erlendis?
„Já, ég get ekki neitað því
að ég hef vissulega velt því
fyrir mér í gegnum tíðina
hvort ég ætti ekki einhverja
möguleika á því. Mér finnst
að ég sé loks tilbúin til þess
að láta á
það
reyna hvað ég kemst langt
og hef verið að hugleiða það
núna í meiðslunum. En að
sjálfsögðu er það lykilatriði
að ég fái mig góða og ég ein-
beiti mér að því.
Mér finnst ég standa á
ákveðnum tímamótum. Ég
er orðin 28 ára gömul
þannig að það er nú eða
aldrei. Dóttir mín er að
byrja í skóla í haust og ég
þarf að taka tillit til þess. Ef
ég fengi tækifæri til þess að
fara út í atvinnumennsku
þá mun ég skoða það dæmi
vel.“
Og þá eitthvert sérstakt
land?
„Danmörk, Noregur eða
Þýskaland, þetta heillar allt,
en þá fyrst og fremst Dan-
mörk.“
Hvaö meö félaga þína í
Stjörnunni?
„Félagar mínir í Stjörn-
unni hafa staðið sig vel án
mín og sýnt að það að eng-
inn er ómissandi. Þess
vegna gæti það verið rétti
tíminn núna að
breyta til,“
sagði Her-
dís Sigur-
bergs-
dóttir.
-ih
Katrín á
heimleið
Katrín Jónsdóttir, knatt-
spymukona úr Breiðabliki, sem
leikið hefur með norska liðinu
Kolbotn sl. tvö ár, mun koma
heim og
leika með
bikarmeist-
uram
Breiðabliks í
sumar.
Hún verð-
ur þó ekki
með liðinu
allt tímabilið
en vegna
heimsmeistaramóts kvenna, sem
fram fer í Bandaríkjunum í sum-
ar, er óvenjulangt sumarfrí í
norsku knattspymunni og mun
hún því ná að leika með liðinu
nokkuð fram í júlímánuð.
-ih
Aron og félagar
komnir í úrslit
Aron Kristjánsson og samherj-
ar hans i danska liðinu Skjern
tryggðu sér um helgina réttinn
til að leika um danska meistara-
titilinn í handknattleik.
Liðið sigraði Fredriksberg í
undanúrslitum, 25-22, í síðari
leik lið-
anna en
Skjem
vann
fyrri
leikinn
með einu
marki.
Aron
skoraði
þrjú
mörk
leiknum.
Anders Dal Nielsen, þjálfari
Skjern, hefur náð frábæram ár-
angri með liðið í vetur en það
hafði aldrei áður leikið i úrvals-
deildinni. Ekki er ennn þá ljóst
hvaða liði Skjem mætir í úrslit-
um. Það verður annaðhvort Vir-
um eða Kolding.
-JKS
Barcelona er meö
meö sterka stööu
Badel Zagreb og Barcelona
skildu jöfn, 22-22, í fyrri leik lið-
anna í úrslitum meistaradeildar
Evrópu í handknattleik í Zagreb
í gær. Saracevic jafnaði fyrir
Badel skömmu fyrir leikslok.
Bolic skoraði 5 mörk fyrir Badel
en Guijosa 6 mörk fyrir
Barcelona.
Síðari leikur liðanna verður í
Barcelona um næstu helgi og þar
er liðið ósigrandiú langan tíma
-JKS