Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Side 7
24
MÁNUDAGUR 12. APRÍL 1999
MÁNUDAGUR 12. APRÍL 1999
25
íþróttir
FH (io) 23
Fram (13) 25
0-3, 3-4, 6-6, 6-11, 7-13 (10-13), 10-14,
12-18, 16-19, 19-19, 20-23, 22-23, 23-25.
Mörk FH: Valur Arnarson 9/4, Lárus
Long 6, Guðmundur Pedersen 5/2,
Hálfdán Þórðarson 2, Guðjón Áma-
son 1.
Varin skot: Magnús Ámason 12/2.
Mörk Fram: Guðmundur H. Pálsson
5, Björgvin Björgvinsson 5, Gunnar
Berg Viktorsson 4/2, Oleg Titov 4/2,
Njörður Ámason 3, Róbert Gunnars-
son 2, Magnús A. Amgrímsson 1,
Kristján Þorsteinsson 1.
Varin skot: Sebastian Alexanders-
son 16/2.
Brottvisanir: FH 14 mín., Fram 8
min.
Dómarar: Anton Pálsson og Hlynur
Leifsson, höfðu ágæt tök á leiknum
en vom fullbráðir á sér aö dæma.
Áhorfendur: Um 1500.
Maður leiksins: Sebastian Alex-
andersson, Fram.
Aftureld. (16)30
Haukar (8) 22
1-0, 3-1, 7-2, 9-3, 10-4, 12-5, 14-7,
(16-8). 16-11, 21-12, 22-15, 26-17, 28-19,
29-20, 30-22.
Mörk Aftureldingar: Bjarki
Sigurðsson 11, Sigurður Sveinsson 5,
Jón Andri Finnsson 5/2, Maxim
Trúfan 3, Einar Gunnar Sigurðsson 2,
Gintas 2, Magnús Már Þórðarson 2.
Varin skot: Bergsveinn Berg-
sveinsson 28/1.
Mörk Hauka: Óskar Ármannsson
7/5, Þorkell Magnússon 6, Einar
Gunnarsson 3, Einar Jónsson 1,
Halldór Ingólfsson 1, Siguröur
Þórðarson, Jón Karl Bjömsson 1/1.
Varin skot: Magnús Sigmundsson 9,
Jónas Stefánsson 3.
Brottvísanir: Afturelding 6 mín.,
Haukar 12 min.
Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og
Ólafur Haraldsson, sæmilegir.
Áhorfendur: Um 700.
Maður leiksins: Bjarki Sigurðsson,
Aftureldingu, átti hreint stór-
kostlegan leik í alla staði.
Haukar (12) 27
Aftureld. (17)26
1-0, 2-2, 2-5, 3-10, 6-11, 9-16 (12-17),
12-18, 15-20, 16-22, 19-22, 21-23, 22-25,
27-25, 27-26.
Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson
10/3, Einar Gunnarsson 3, Þorkell
Magnússon 2, Petr Baumruk 2, Sigur-
jón Sigurðsson 2, Óskar Ármannsson
2, Einar Jónsson 2, Jón Freyr Egils-
son 2, Sigurður Þórðarson 1, Kjetil
Eliertsen 1.
Varin skot: Magnús Sigmundsson
13.
Mörk Aftureldingar: Jón Andri
Finnsson 8/3, Bjarki Sigurðsson 7,
Einar G. Sigurðsson 4, Savukynas
Gintaras 3, Sigurður Sveinsson 3, Al-
exei Troufan 1.
Varin skot: Bergsveinn Bergsveins-
son 17/4.
Brottvísanir: Haukar 16 mín, Aftur-
elding 18 mín.
Dómarar: Bjarni Viggósson og Val-
geir Ómarsson. Voru ekki i öfunds-
verðu hlutverki. Gerðu sín mistök en
sluppu í heild þokkalega frá sinu.
Áhorfendur: Um 900.
Maður leiksins: Halldór Ingólfs-
son, Haukum.
Hasarleikur
Annar leikur Hauka og Aftureldingar
við Strandgötuna á föstudagskvöldið
var ótrúlega sveiflukenndur og mikill
hasarleikur þar sem spennustig leik-
manna var við suðumark. Mosfellingar
virtust á öruggri leið með að tryggja
sér 2-0 sigur i einvíginu.
Lokakaflinn var æsispennandi og þegar
Sigurður Þórðarson jafnaði fyrir
Hauka, 25-25, ætlaði allt um koll að
keyra í Strandgötunni. 1 kjölfarið
fylgdu tvö Haukamörk til viðbótar. Sig-
urður Sveinsson minnkaði muninn í
eitt mark 40 sek. fyrir leikslok og
Haukamir náðu að halda boltanum út
leiktímann þrátt fyrir enga ógnun að
marki Mosfellinga sem urðu óðir út í
dómarana í leikslok fyrir að dæma
ekki leiktöf á Haukana fyrr en 1 sek-
únda var eftir.
Halldór Ingólfsson átti frábæran leik
fyrir Hauka og Magnús Sigmundsson
lokaði marki sínu á lokakafla leiksins
þegar mest lá við. Bergsveinn, Bjarki
og Jón Andri Finsson léku best Mosfell-
inga og Gintaras var góður meðan hans
naut við.
-GH
Iþróttir
Sigurgleði Aftureldingar var ólýsanlega í leikslok og leikmenn stigu stríðsdans. Nú eru erfiðir leikir framundan en það kemur f Ijós eftir viðureign Fram og FH hver mótherji liðsins verður í úrslitum mótsins.
DV-mynd ÞÖK
Andrei Astajev reynir markskot að marki FH um helgina. A innfelldu myndinni er hart barist um boltann. Þriðji leikur liðanna fer
fram í Framhúsinu í kvöld. DV-myndir ÞÖK
„Fram átti skilið að vinna"
- sagði Kristján Arason. „Sáttur við mína menn,“ sagði Guðmundur
„Það var ekkert fyrir okkur annað að gera en að gefa allt í þetta
enda vildum við ekki fara í sumarfrí strax. Það var að duga eöa drep-
ast fyrir okkur og ég held að við höfum sýnt ákveðinn karakter með
því að vinna þennan leik. Vörnin lagði grunninn að þessum sigri og
það munaði auðvitað heilmiklu fyrir okkur að fá Titov aftur inn í
vamarleikinn. Eftir þennan sigur tel ég okkur eiga mjög góða mögu-
leika á að klára þetta dæmi í Safamýrinni," sagði Gunnar Berg Vikt-
orsson, leikmaöur Fram.
„Ég er mjög sáttur vió leik minna manna. Við fórum yfir mjög
margt eftir fyrsta leikinn og sáum að við yrðum að endurskipurleggja
leik okkar og breyta um hugarfar. Ég sá það strax að strákamir voru
tilbúnir og þeir héldu þetta út gegn góðu liði FH og á sterkum heima-
velli. Við náðum upp mjög góðri vöm og sóknarleikurin var lengst af
í góðu lagi. Þaö var auðvitað slæmt að missa niður 6 marka forskot í
síðari hálfleik en einhvem veginn fannst mér aldrei aö við myndum
tapa þessum leik. Ég get ekki neitað því að tilkoma Titovs í vömina
breytti henni til batnaðar. Hann er ekki í góðu formi og það má segja
að hann hafi spilað þennan leik meira að vilja en mætti. Hann sýndi
ótrúlegan kartakter og hjálpaði okkur mjög mikið. Ég met möguleika
okkar á að klára þetta einvígi til jafns á við FH. Ég vona þessi odda-
leikur verði jafn og spennandi og að betra liðið vinni,“ sagði Guð-
mundur Guðmundsson, þjálfari Fram.
„Framarar áttu skilió aó vinna þennan leik. Þeir voru betri og
voru með fmmkvæðið allan tímann. Við náðum að vísu að jafna í
seinni hálfleik en við náðum ekki að nýta það tækfifæri sem við feng-
um til að komast yfir. Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik varð okkur eig-
inlega að falli. Hann brást illa og þeir skoruðu auðveld mörk úr hraða-
upphlaupum á okkur. Framarar vom að spila góða vörn en sóknar-
menn mínir voru of ragir og ógnuðu ekki nóg. Þess vegna komu ekki
þessi færi sem við vorum að fá í fyrsta leiknum. Við eigum heihnikið
inni en þrátt fyrir það tel ég möguleika Framara á að komast í úrslit-
in meiri en hjá okkur. Viö höfum samt ekki sagt okkar síðasta orð,“
sagði Kristján Arason, þjálfari og leikmaður FH, við DV eftir leikinn.
-GH
Rússinn Oleg Tiov hefur
ekki sagt sitt síðasta orð í ís-
lenskum handknattleik eins og
margir héldu en þessi frábæri
leikmaður hefur verið meira
og minna frá í allan vetur
vegna bakmeiðsla. Frammi-
staða hans í vörn Framara vó
þungt á metunum þegar þeir
bláklæddu mættu í Kaplakrik-
ann og lögðu FH-inga, 23-25, í
öðrum leik liðanna í undanúr-
slitun Nissandeildarinnar í
handknattleik á laugardaginn.
Þar með náðu Framarar að
knýja fram oddaleik sem háð-
ur verður í Safamýrinni í
kvöld.
Titov hóf þó leikinn ekki
vel. Hann brenndi af vítakast í
upphafi leiks en það breytti
því ekki að Framarar mættu
vel stemmdir til leiks og skor-
uðu 3 fyrstu mörkin. En segja
má að það hafi verið lán í
óláni fyrir Framara þegar
Björgvin Björgvinsson fékk að
líta sína aðra brottvísun um
miðjan fyrri hálfleik en hann
hafði fram að því leikið í
miðju vamarinnar.
Guðmundur Guðmundsson,
þjálfari Fram, tók þá til bragðs
að skella Titov inn í vömina í
stöðu Björgvins og þetta her-
bragð Guðmundar lukkaðist
vel. Tiotv kom inn á í stöðunni
6-6 og Framarar náðu að
breyta stöðunni í 11-6, sér í
vil. FH-ingum gekk illa að
finna glufur á sterkri 6:0 vöm
Framara sem skilaði Safamýr-
arliðinu nokkmm hraðaupp-
hlauðum í fyrri hálfleik.
Framarar virtust ætla að
sigla örugglega fram úr FH-
ingum í síðari hálfleik og það
fór um margan stuðnings-
mann FH þegar staðan var
orðin 12-18 í upphafi seinni
hálfleiks. En eins og í mörgum
leikjum úrslitakeppninnar
urðu miklar sviptingar þegar
á seinni hálfleikinn leið. Með
gríðarlegri baráttu og snjöll-
um leik Vals Arnarsonar náðu
FH-ingar að jafna metin í 19-19
með marki Guðjóns Ámason-
ar 14 mínútum fyrir leikslok.
Jöfnunarmarkið skomðu FH-
ingar tveimur leikmönnum
færri og í næstu sókn Framara
var dæmdur ruðningur á
Björgvin. FH-ingar virtust
vera á leið að snúa töpuðum
leik sér í vil en Framarar vom
ekki á sama máli. Þeir spýttu í
lófana og komust í þriggja
marka forskot þegar 6 mínút-
ur vom til leiksloka og þá
foyrstu létu þeir ekki af hendi.
Það var einkum og sér í lagi
sóknarleikurinn sem varð FH-
ingum að falli í þessum leik en
þeim gekk illa að eiga við 6:0
vöm Framara. Guðjón Áma-
son, lykilleikmaður FH-liðsins
í úrslitakeppninni, náði sér
aldrei á strik og sömuleiðs
Knútur Sigurðsson sem komst
ekki á blað. Þessu máttu FH-
ingar alls ekki við. Láras Long
hélt heimamönnum á floti í
fyrri hálfleik og í þeim síðari
tók Valur Amarson við. Vörn
FH-inga var góð á köflum, þó
ekki eins sterk í undanfómum
leikjum, og Magnús Árnason
stóð fyrir sínu í markinu.
Framarar mættu í
Kaplakrika til að selja sig dýrt
og það gerðu þeir svo sannar-
lega enda bauð staðan ekki
upp á annað fyrir þá. Vömin
með Titov sem besta mann var
aðail liðsins og þá var Sebasti-
an mjög traustur á milli stang-
anna. Guðmundur Helgi Páls-
son og Björgvin Björgvinsson
léku vel í sókninni og Gunnar
Berg Viktorsson sýndi allt
annan og betri leik heldur en í
fyrsta leik liðanna í Safamýri.
Margir höfðu á oröi eftir þann
leik að Fram-liðið væri karakt-
erlaust og baráttulaust en þá
hluti afsönnuðu leikmenn
Fram í þessum leik. Með til-
komu Titovs og sigursins í
Kaplakrika hljóta leikmenn
Fram að öðlast aukið sjálfs-
traust sem getur orðið þeim
dýrmætt veganesti í slag lið-
anna i í kvöld þar sem blóð,
sviti og tár munu sjálfsagt
renna í stríðum straumum á
fjölum íþróttahússins í Safa-
mýri.
-GH
í úrslitin gegn Fram eða FH eftir sigur gegn Haukum í gærkvöld, 30-22
Afturelding tryggði sér í gærkvöld sæti í úrslitum
úm íslandsmeistaratitilinn i handknattleik með þvi
að sigra Hauka í þriðju viðureign liðanna, 30-22, að
Varmá í Mosfellsbæ. Það ræðst í kvöld hverjir verða
mótherjar Aftureldingar í úrslitum eftir viðureign
Fram og FH í Framhúsinu.
Haukar áttu ekkert svarl við stórkostlegum
varnarleik Aftureldingar. Mosfellingar mættu
fullkomlega tilbúnir í leikinn og höfðu undirtökin
frá upphafi til enda. Mosfellingar skoruðu fyrsta
mark leiksins, Haukar jöfnuðu metin, og siðan ekki
söguna meir. Heimamenn áttu leikinn það sem eftir
lifði, sýndu allar sínar bestu hliðar.
Sóknarleikurinn var í öllum regnboganslitum.
Bjarki Sigurðsson átti hreint stórkostlegan leik,
skoraði ellefu mörk úr tólf skotum, varði þrjú skot
í vörninni og átti fjórar stoðsendingar.
Varnarleikur Aftureldingar var gríðarlega þéttur
pog þegar Mosfellingar hafa fyllt slíkan múr þá
hlýtur markvarslan að fylgja og það vantaði ekkert
á það hjá Bergsveini Bergsveinssyni sem varði 28
skot og þar af eitt vitakast.
Mosfellingar ekki auðunnir í þessum ham
Aftureldingarliðið er ekki auðunnið í þessum
ham. Haukarnir máttu síns lítils gegn
Mosfellingum. Þeir lentu fljótlega fimm mörkum
undir og náðu aldrei að vinna sig út úr því. I
hálfleik munaði átta mörkum en í byrjun síðari
hálfleiks breyttu þeir vörninni í 3-3 sem skilaði
þremur mörkum í röð en lengra komust þeir ekki og
urðu að lokum að sætta sig við átta marka ósigur.
Þremur Haukamönnum fengu kælingu á sömu
mínútunni og má segja að þá hafi allir möguleikar
liðsins verið úr sögunni.
Bjarki Sigurðsson og Bergsveinn Bergsveinsson
fóru fremstir í flokki Aftureldingar og áttu stóran
þátt í þessum glæsta sigri. Liðið í heild sinni lék
geysilega vel og það án Gintaras sem hefur stjórnað
leik liðsins eins og herforingi í allan vetur. Hnna
kom ekkert við sögu í leiknum eftir meiðslin sem
hann hlaut í öðrum leik liðanna í Hafnarfirði á
föstudaginn var. Óvíst er hvort hann verður leikfær
í næsta leik en hvíldin fékk hann gær.
Breidinn er mikil í Aftureldingar-liöinu en það
kom berlega í ljós í gærkvöld. Stöðu Gintarars tók
Maxim Trúafn og gerði það með miklum sóma. Það
fer tvímælalaust framtíðarmaður í liðinu. Vörnina
var frábær og átti sér stað mikil fótavinna en menn
voru á fullu allan leikinn.
Haukarnir fundu sig engan veginn
Óskar Ármannsson var þeirra besti maður og
Þorkell Magnússon var ágætur. Markmennirnir
komust aldrei í takt við leikinn. Vörnin var hriplek
i fyrri hálfleik og í hálfleik var munurinn þvílíkur
að þeir áttu ekki viðreisnar von. Það munaði mikið
um það að þeir Halldór Ingólfsson og Einar Jónsson
náðu sér ekki á strik.
-ih
Inn a reynslubankann
„Við vorum aldrei tilbúnir í þennan leik. Afturelding átti toppleik frá
byrjun en við fundum ekki taktinn í fyrri hálfleik. Við komum mjög vak-
andi i seinni hálfleik, minnkuðu muninn í fjögur mörk og þeir voru orðn-
ir taugastrektir. Við fengum þá þrjá brottrekstra í röð og leikurinn var bú-
inn. Strákamir em búnir að setja heilmikið inn á reynslubankann, reikn-
uðu fáir með okkur svona langt og við verðum með sterkara lið á næsta
vetri. Við verðum tilbúnir þá,“ sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka
,eftir leikinn í Mosfellsbæ.
-ÓÓJ
Þetta var bara forsmekkurinn
„Þetta var frábær leikur hjá okkur og nú héldum viö út all-
an leikinn. í fyrsta leiknum leystum við ekki vömina, í öðr-
um leiknum aðeins í 30 mínútur en nú spiluðum við vömina
í 60 mínútur og þetta er vömin sem við ætlum að spila í kom-
andi leikjum. Við höfum verið vaxandi í hverjum leik og þetta
er forsmekkurinn af því sem koma skal.
Ég hef meiri trú á Fram í kvöld en þó eiga FH-inga alveg
eins möguleika," sagöi Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftureld-
ingar, brosandi út að eyrum eins og flestir Mosfellingar eftir
frábæran leik. -ÓÓJ
Frábær heimavöllur í Mosó
„Þetta var fantagóð vöm, troðfullt hús, og það gekk allt upp. Þegar 6-
0 vömin virkar eins og í dag áttu þeir ekki möguleika," sagði hetja Aft-
ureldingar Bergsveinn Bergsveinsson. Aðspurður um hvort hvort Fram
eða FH fari áfram í kvöld, svaraði Bergsveinn.
„Ég vil ekki óska neinu liði tapi í undanúrslitum og þvi bara að vona
að betra liðið vinni leikinn í kvöld.
Þessi leikur sýnir okkur að við erum með rosalega góðan heimavöll,
þar sem við erum enn taplausir í úrslitunum og við höfum frábært fólk
hér í Mosfellsbænum sem styður við bakið á okkur.
-ÓóJ
- gerði gæfumuninn þegar Fram tryggði sér
oddaleik með sigri gegn FH í Kaplakrika, 23-25
Oleg Titov