Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Qupperneq 9
MÁNUDAGUR 12. APRÍL 1999 27 DV r Iþróttir unglinga Lfkt og í 5. flokki voru Gróttustelpur mjög áberandi á mótinu í 6. flokki og unnu verðlaun í öllum þremur flokkunum. Grótta vann því alls 5 verðlaun í 5. og 6. flokki, þar af 3 gull. Það er því ekki hægt annað en hrósa Seltirningum fyrir frábært starf og glæsilega frammistöðu í vetur. FDríi'AR Verðlaunalið í 6. flokki kvenna A-liða. Fremst eru íslandsmeistararnir úr Fram, í miðröð er Gróttuliðið sem varð í öðru sæti eftir hörkuúrslitaleik og í efstu röð eru Valsstúlkur sem urðu í 3. sæti. ■ •• íslandsmót 6. flokks kvenna í handbolta: Umsjón Óskar Ó. Jónsson Sigurlið B-liðs Gróttu. Liðið stóð sig frábærlega í vetur og vann allar 4 umferðirnar. Hér til vinstri er A-lið ÍR í 5. flokki kvenna sem vann sigur á Vina- móti ÍR á dögunum. Liðið tapaði hvorki leik né fékk mark á sig, gerði einungis eitt markalaust jafntefli en vann alla aðra leiki án þess að fá á sig mark. Á þesari mynd er B-lið ÍR í 5. flokki kvenna sem vann sigur í keppni B-liða. Lið- ið stóð sig afar vel og vann alla leiki sína með markatöluna 15-3. Vinir í leik - tvöfalt hjá ÍR Helgina 20. til 21. mars var haldið Vinamót ÍR í knattspyrnu 5. flokks kvenna en keppt var í Seljaskóla. Sex lið mættu til leiks í B-liðum og fimm lið voru hjá A-liðum. Félögin sem mættu voru ÍR, Víkingur, FH, Fylkir Stjaman og Fram. Mótið er mikilvægur viðauki við æfingar og keppni í þessum flokki enda njóta stelpurnar sín best inni á vellinum í harðri en jafnframt prúðri keppni. ÍR-ingar tóku höfðinglega móti gestum sínum en sýndu þeim þó enga miskunn inni á vellinum og það fór svo að heimamenn unnu báða flokka og töpuðu ekki leik. A-lið ÍR vann 3 leiki og gerði eitt jafntefli og var með markatöluna 10-0 en B-liðið vann alla sýna fimm leiki með markatöluna 15-3. Röð A-liða: ÍR, Víkingur, FH, Fylkir og Stjarnan. Urslitin í Eyjum A-lið A-riðill 1. Fram, 2. Valur, 3. ÍBV, 4. Stjarnan, 5. FH. B-riðill 1. Grótta, 2. Haukar, 3. HK, 4. ÍR. Undanúrslit Fram-Haukar ..................6-4 Grótta-Valur..................9-5 Leikur um 3. sætið Haukar-Valur .................4-9 Úrslitaleikur Fram-Grótta ..................6-4 1. sœti Fram, 2. sœti Grótta, 3. sœti Valur. B-lið A-riðiU 1. Grótta, 2. Stjarnan, 3. FH, 4. HK, 5. Valur. B-riðill 1. Fram, 2. ÍBV, 3. Haukar, 4. ÍR. Undanúrslit Grótta-ÍBV ...................9-4 Fram-Stjarnan.................9-3 Leikur um 3. sætið ÍBV-Stjarnan..................3-5 ÚrsUtaleikur Grótta-Fram ..................9-6 1. sœti Grótta, 2. sœti Fram, 3. sœti Stjarnan. C-lið Úrslitariðill HK 4 3 1 0 25-12 7 Fram 4 3 0 1 30-13 6 Grótta 2 4 1 2 1 21-24 4 Haukar 4 1 1 2 11-19 3 Grótta 1 4 0 0 4 10-29 0 1. sœti HK, 2. sœti Fram, 3. sœti Grótta 2. Grótta og Fram eru lið ársins í yngstu flokkum í handbolta kvenna. Alls unnu þessi félög 10 verðlaun í vetur, fimm hvort. Grótta vann 3 gull og Fram 2 auk þess sem Framarar áttu einir lið í öllum 6 undanúrslit- um A-, B- og C-liða í bæði 6. og 5. flokki kvenna. Þar er unnið mikið dugnaðarverk sem skilar sér eflaust fljótt. Úrslit íslandsmótsins í 5. flokki fóru fram úti í Eyjum og það var mikið fjör og gaman þar helgina 19. til 21. mars þegar öll bestu félögin voru mætt til að keppa um ís- landsmeistaratitlana. Fram, Grótta og HK unnu þá að lokum. Fram vann Gróttu í jöfnum og skemmtilegum úr- slitaleik A-liða en hjá B-liðun- um snerust hlutverkin við og Grótta fagnaði sigri eftir að hafa lagt Fram að velli. Unnu bæði allt Bæði þessi lið, Fram í A-lið- um og Grótta í B-liðum unnu allar umferðimar í vetur og eru því óumdeildanlega bestu liðin og verðugir íslandsmeist- arar í 6. flokki 1999. HK sló aft- ur á móti báðum þessum liðum við í keppni C-liða og vann úrslitariðilinn en Fram varð í 2. sæti og Grótta í því 3. Nú þegar þessi vetur er liðinn má ekki slá slöku við, allir geta gert betur og það er ljóst að æfi þessar stelpur af jafnmiklum krafti á næsta ári verður gciman að sjá þær standa sig enn betur á komandi vetri. -ÓÓJ Hér að ofan eru verðlaunalið í flokki C- liða. Efst er lið Gróttu 2, sem varð í 3. sæti, þá Framliðið sem varð í öðru sæti og fremst er HK sem varð íslands- meistari í 5. flokki kvenna í handbolta 1999.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.