Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Page 8
30 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1999 Sport DV Eva B. Hlöðvers- dóttir, fyrir- liði og leik- stjórnandi Gróttu/KR, fagnar hér óg- urlega að fá fyrsta bikarinn undir merkjum Gróttu og KR. Eva og félagar unnu KA, 21-19, í úrslitaleik. Eva kemur upp- haflega úr KR. Hún var tekin úr umferð allan leikinn en tókst samt að skora 5 mörk. Eva átti frábæran leik í undan- úrslitunum gegn FH. íslandsmeistarar Fjölnis í 10. flokki karla. Þeir unnu KR, 63-62 í æsispennandi úrslitaleik. Fjölnisliðið var komið 20 stigum undir en sýndu ótrúlegan sterkan karkater og komu aftur og tryggðu sér titilinn. KR-ingar tóku tapinu mjög illa en þeir unnu þennan fiokk í fyrra í svipaðri dramatík. Hjalti Vilhjálmsson (til vinstri), Geir Þorvaldsson fyrirliði og Helgi Jóhannsson voru liði sínu afar mikilvægir í úrslitleiknum með Fjölni gegn KR. Hjaiti fór ískaldur á vítalínuna í lok leiksins og skoraði öruggglega og tryggði mönnum sínum titilinn. Hjalti gerði 29 stig í leiknum og tók 12 fráköst, Helgi átti 8 stoðsendingar og stal 4 boltum. Fjölnir vann KR, 63-62. - hjá Gróttu/KR eftir sigur í bikarúrslitum 2. flokks kvenna •Vi A dögunum fór fram hörkuúrslitleikur í bikarkeppni 2. flokks kvenna í Víkinni. Til úrslita léku Grótta/KR og KA en liðin eru uppist- aðan í meistaraflokkum félaganna. Grótta/KR lagði FH að velli í undanúrslitum í hörkuleik en KA vann á sama tíma léttan sigur á Fram. Grótta/KR vann á endanum, 21-19, eftir að hafa haft 14-10 forustu í leikhléi. i Fyrir fram mátti búast við sigri Gróttu/KR en KA sendi aðeins lið í bik- * arkeppnina í ár sökum álags á þessar ungu stelpur sem eru sumar líka að spila með 3. og 4. flokki. Grótta/KR á aftur á móti í mikillri keppni við Val og FH um sig- ur á íslandsmótinu i 2. flokki. Leikurinn byrjaði jafnt en fljótlega náði Grótta/KR forustu sem stúlkurnar létu ekki af hendi. KA gafst aldrei upp og náði, með því að taka lykilleikmenn Gróttu/KR, þær Evu B. Hlöðversdóttur og Eddu Hrönn Kristinsdóttur úr umferð, að trufla nokkuð sóknarleik liðsins. Katrín Tómasdóttir og Þóra Hlíf Jónsdóttir í narkinu komu í þeirra stað og léku báðar vel. Hjá KA lék Þóra B. Ottesen frábærlega í markinu, varði 15 skot, þar af 3 víti, og þær Anna Pálsdóttir og Eyrún Karlsdóttir voru allt í sóknarleik liðsins ásamt Heiðu Valgeirsdóttur. KA kvartaði mikið undan dómgæslunni enda dæmdi annar dómarinn umdeilda dóma undir lok- in en það tekur það samt ekki frá Gróttu/KR-liðinu að það var betra og vann langþráðan sigur á alvörumóti en tími KA mun örugglega koma á næstu árum, enda liðið mjög efnilegt. Stefnan að vinna tvöfalt Bikarmeistarar Gróttu/KR í 2. flokki kvenna. Þetta var fyrsti titill félaganna frá því að þau sameinuðust undir merkjum Gróttu og KR. „Við spiluðum versta leik okkar í vetur en þær sinn besta. Það var mikið taugastress og þær hefðu getað náð okkur en nú er bara að fara alla leið og stefna að því að vinna tvöfalt," sagði Eva B. Hlöðversdóttir, fyririiði Gróttu/KR, eftir leikinn. Eva hefur æft frá því að hún var 13 ára þegar hún flutti í vesturbæinn. Hún byrjaði í marki en segist hafa farið út því það sé miklu skemmti- legra að horfa á eftir boltanum í netið í stað þess að fá hann i netið hjá sér. Eva var einnig í fótbolta en hún er ásamt fleiri leikmönnum 2. flokks, lykil- menn 1 meistaraflokki Gróttu/KR sem stóð sig mjög vel í vetur. Þær voru flestar sam- an i 3. flokk hjá KR og tókst þá að vinna en það var orðið langþráð að vinna loksins eitthvað með Gróttu/KR. Mörk Gróttu/KR: Katrín Tómas- dóttir 6, Eva B. Hlöðversdóttir 5/4, Edda Hrönn Kristinsdóttir 3/1, Harpa Ingólfsdóttir 3, Kristín Þórö- ardóttir 2, Sigríður B. Jónsdóttir 1, Hulda Ásmundsdóttir 1. Þóra Hlíf Jónsdóttir varði 18 skot Mörk KA: Anna Pálsdóttir 6, Eyrún Karlsdóttir 4, Heiða Valge- Hann er flottur, bikarinn. Ragna K. Sigurðardóttir, Harpa Ingólfsdóttir og Edda Hrönn Kristinsdóttir irsdóttir 4, Asdís Sigurðardóttir vjrða fyrir sér nýjustu viðbótina í bikarsafn Gróttu og KR en jafnframt þá fyrstu sem stúlkurnar fá Ottensen varði 15/3 skot undir sameinuðum merkjum félaganna. Grótta /KR er enn með í íslandsmótinu en þar mætir liðið -ÓÓJ FH-stúlkum í undanúrslitum en Valsstúlkur mæta Völsungi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.