Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 4
Formaður Landssamtaka vistforeldra í sveitum er með tvo drengi í fóstri: hefur gert kraftaverk á börnum Landssamtök vistfoneldna í sveitum heita samtök fólks sem tekun bönn inn á heim- ili sín til lengri eða skemmni dvalan en sumardvöl en þó algengust. Félagan í samtökunum geta boðið til sín bönnum á öllum aldni og kynnt lífið í sveitinni fynin þeim. Samtökin telja að í mörgum til- vikum geti slík dvöl forðað bömum frá því að lenda í vandræöum síðar meir. Eftir því sem næst verður komist hafa um 150 böm dvalið i sveit á vegum samtakanna til lengri eða skemmri tíma, allt frá einni viku upp í þrjá mánuði. Samtök þess voru stofnuð 1989 og hétu þá Félag fósturmæðra í sveitum. Nafn- inu var hins vegar breytt þegar hlutur bænda í samtökunum jókst og samtökin urðu meðlimir í Bændasamtökum íslands. Til að komast í samtökin þarf að hafa lok- ið námskeiöi sem félagiö heldur með aðstoð endurmenntunardeildar Bændaskólans á Hvanneyri. Ásta Ólafsdóttir á Skúfslæk í Villinga- holtshreppi er formaður samtak- anna og fóstrar auk þess tvo drengi, Einar Karl Héðinsson, 14 ára, og Stefán Elvuson, 7 ára. Einar Karl hefur verið i fóstri hjá Ástu í fimm ár og hefur einkum tekið ástfóstri við hestana. Stefán kom hins vegar á Skúfslæk sl. haust og hefur eink- um gaman af sauðfé. Ásta segir að börnin sem vistuð eru komi flest frá félagsmálastofh- unum og hafi því mörg hver veikan bakgrunn. „Það er því mjög mikil- vægt að þau kynnist heilbrigðu, daglegu lífi í sveitunum úti í náttúr- unni með fólkinu og dýrunum." Hún segist hafa heyrt það frá félags- fræðingi hjá Reykjavíkurborg að menn hafl séð ótrúlegar breytingar á sumum börnum og mætti jafnvel segja að kraftaverk hafi orðið á sumum þeirra. Ásta segir mikilvægt að börnin séu send til dvalar í sveit um leið og einhver hættumerki fari að sjást en ekki að bíða eftir að eina úr- ræðið sé stærri og stærri geðdeildir þar sem afvegaleidd ung- menni mynda hópa, sjálfum sér og öðrum til mikillar hættu. Bömin hafa mjög gott af sveitadvöl, að mati Ástu. „Þau fá að kynnast nýju um- hverfi, fá svör við ótal spumingum og hafa tíma til að vera þau sjálf. í sveitinni em þau laus við allt stress og áreiti og upplifa ró og öryggi. Þau tala um bæinn sinn, dýrin sín, og sveitina sína. Og mörg þeirra koma ár eftir ár.“ Það er nokkuð aug- ljóst þegar horft er á drengina tvo að sveita- dvölin hefur farið vel í þá. Hér hafa þeir skotið rótum, stundað nám af kappi og fengið út- rás fyrir athafnaþörf sína. Stefán var sérstaklega hress og var á vappi í kringum okkur meðan við spjöll- uðum saman. Einar Karl var hins vegar töluvert rólegri og minna fór fyrir honum en báðir virtust hinir viðkunnanlegustu strákar og nutu sín greinilega vel í sveitinni. Ásta segir að fjárveitingar til sumardvalar hafi verið skomar mjög niður hin síðari ár. Hún telur að ef fósturbömum í sveit fjölgar myndu biðlistar eftir ýmiss konar meðferð styttast umtalsvert. „Ég tel að það þyrfti að stórauka fjárveit- ingar til barnavemdarmála, senda bömin miklu yngri í sumardvalir á sveitaheimili og tengja með því barnið við heimili sem gætu veitt þeim skjól síðar eftir þörfum," segir hún. Ásta segir að næsta skref sé að kynna samtökin fyrir fólki í sveit- um og fá fleira fólk til að taka á móti bömum til dvalar í sveit. Hún vonast til að LVS, Bamaverndar- stofa íslands og félagsmálastofnan- irnar í landinu geti komið fleiri bömum og ungmennum til hjálpar með nánu og góðu samstarfi. „Til þess vil ég leggja mitt af mörkum," segir Ásta að lokum. -HI Freyja Imsland var fjögur sumur í vist á Skúfsiæk: Freyja Imsland, sem nú er á sautj- ánda ári, er ein þeirra sem dvöldu í sveit sem barn, Paö er mat hennar sjálfrar og foreldra hennar að sveitadvölin hafi haft góö áhrif á hana og farið vel í hana. BÆNDUR • HESTAMENN Vélsmiöja KÁ hf, á lager af galvanhúðuðum festingum á rör. Tilvalið í innréttingasmíði í hesthúsum og fjósum. Þá eigum við á lager lausagönguboga í fjós, bæði 1" og 1,25" rör. Eigum á lager keðjukastdreifara, 3 rúmmetra. Vélsmiðja KÁ hf. Austurvegi 3-5 • 800 Selfoss • sími 482 1980 • fax 482 2039 eins Svo mikil eru áhrifm að hún hefur nú sótt um nám og stefnir að því að verða dýralæknir. Þegar blaðamaður spyr hvemig það vildi til að Freyja var send í sveit horfir hún strax á móður sína, Ragn- heiði Kristjánsdóttur, og segir: „Hún veit það betur en ég.“ Þessi skýring kemur dálítið flatt upp á undirritað- an en Ragnheiður útskýrir síðan málið. „Þegar Freyja var 10 ára talaði hún um að hana langaði til aö fara í sveit. Við hlustuðum nú lítið á það því að í okkar tíð þurfti maður að þekkja einhvem sem þótti nógu vænt um mann til að geta tekið krakkann. Síðan vildi það til að ég átti erindi í Bændahöllina og Freyja fór með mér. Einhvem veginn tókst henni síðan aö koma málum þannig fyrir að við vomm farin að blaða í möppum og velja handa henni bæ til aö dvelja á.“ Þama var reyndar komið nálægt hausti en þó vildi svo til að það var laust pláss að Skúfslæk og Freyja var þar í vist síðustu vikuna í ágúst. Það furðulega er að Freyja man aldrei eft- ir að hafa haft neinn sérstakan áhuga á sveitinni. Þá útgáfú segist hún að- eins hafa frá foreldrum sínum. Ragn- heiður telur þó að hluta af áhuganum megi rekja til þess að hún fór á reið- námskeið hjá íþrótta- og tómstimda- ráöi Reykjavíkur og þótti það mjög gaman. Freyja bætir því við að hún hafi einnig alltaf verið mikill dýra- vinur og verði hálfómöguleg ef hún komist ekki í snertingu við dýr. Freyju líkaði vistin á Skúfslæk það vel að hún fór aftur til sumardvalar í hálfan mánuð sumarið eflir. Það vom einkum hestamir sem heilluðu hana. „Ég var mest í kringum hest- ana og líkaði strax mjög vel við þá. Það má eiginlega segja að síðan hafi ég verið viðloðandi bæinn og við höf- um haldið sambandi síðan.“ Páll Imsland, faðir Freyju, telur einnig að kosturinn við Skúfslæk sé sá aö þama séu margar tegundir dýra. Freyja tekur undir það. „Fyrir utan þessi hefðbundnu dýr, þ.e. kýr, kindur og hesta, era þama páfagauk- ar, hænsni, hundar og fleiri dýr.“ Freyja viðurkennir að henni hafi nú ekki alveg litist á bæinn þegar hún sá hann fyrst. „Það var ekkert skemmtilegt skilti við bæinn þegar við komum þar að og við urðum að spyrja hvort þetta væri Skúfslækur. Á meðan óskaði ég mér að þetta væri nú ekki Skúfslækur en svo reyndist þetta vera rétti bærinn. Mér féll hins veg- ar mjög vel við fólkið og bæinn og það var mjög notaleg lífsreynsla að vera þama,“ segir hún. Freyja gerði ýmislegt sér til dund- urs í sveitinni. „Ég fór nokkuð á hestbak og lék mér við dýrin. Svo fékk ég það verkefni að sjá um hæn- Freyja Imsland. DV-mynd E.ÓI. umar, gefa þeim fóður og tína egg. Það vora eiginlega engir aðrir krakk- ar þarna á minu reki þegar ég kom þangað fyrst. Síðan fjölgaði verkun- um og síðasta sumarið sem ég var þama, þrettán ára gömul, mjólkaöi ég helminginn á móti heimasæhmni. Nema á mánudagsmorgnum, þá fékk ég að sofa út,“ segir hún. Hún tekur reyndar fram að það sumar hafi hún meira verið sem vinnukraftur en í eiginlegri vist. Ragnheiður segist hafa tekið eftir því þegar hún kom aö Skúfslæk að samvinnan á heimilinu væri á allt öðm plani en í þéttbýli. „í borginni stjóma foreldramir heimil- inu og ráðskast með allt og krakkarn- ir gera ekkert annað en að sjá um sig og sín mál. Á þessum bæ vora upp- komin böm og unglingur og þar vann fólk saman að öllum verkum, hvort sem það var að vinna fjósverk- in eða sjá um sumarbömin. Svona skyldur væri ekki hægt að bjóða borgarbörnunum upp á. Mér finnst þaö meiriháttar að bamið mitt skuli fá aö kynnast þessu.“ Freyja dvaldist alls í fimm sumur á Skúfslæk eða þangað til hún hafði aldur til að fara í unglingavinnuna. Hún segir að ferðum í sveitina hafi fækkað nokk- uð eftir það þó að fjölskyldan eigi reyndar sumarþústaö í næstu sveit við Skúfslæk. Helstu áhrifin sem sveitadvölin hefur að mati Freyju er aö sjóndeild- arhringurinn víkkar. „Ég held að það sé mjög hollt fyrir krakka að komast í snertingu við náttúruna, sérstak- lega þar sem verið er að rífa upp nán- ast alla græna bletti í borginni." Og hún segist tvímælalaust geta mælt með því að böm fari i sveit. „Ég er orðin mikill náttúmunnandi vegna þessarar sveitardvalar og er einmitt núna að reyna að sækja um starf sem vinnukraftur i sveit í sumar. Ég hef líka þróað með mér töluverðan hesta- áhuga í kjölfar þessa og á núna tvö hross,“ segir hún. Ragnheiður segist líka meta það mikils að geta sent bamið sitt að heiman til fólks sem hún þekkir ekki en hægt er að treysta fullkomlega. „Hún kynnist þama fólki sem lifir allt öðmvísi lífi og starfar að allt öðr- um málum en hún er vön og lærir að vinna. Aðstæður á Skúfslæk voru líka alveg pottþéttar. Svo fær hún að vita ýmislegt sem hún hefði kannski annars ekki kynnst af eigin raun. Hún hefur náð að tengjast nokkuð uppruna sínum.“ Freyja bætir því við að sveitadvöl stuðli að heilbrigðari lífsstíl og Páll telur einnig að þetta breyti viðhorfi barna og unglinga til vinnu. „Ég tók eftir því að þegar bam sem átt hafði í erfiðleikum kom í sveitina var það ótrúlega fljótt að sætta sig við dvöl- ina. Það er eins og aðlögunartíminn skreppi saman í nánast ekki neitt,“ segir Páll. Freyja segir að eftir á að hyggja hefði henni þótt það mun verra að missa af þessu. „Lif mitt væri allt öðruvísi, hefði byggst á allt öðmm forsendum og væri að mínu mati ekki eins skemmtilegt," segir hún. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.