Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Síða 6
Fyrir þremur ánum van gert samkomulag við þnjú býli um að gerð yrði þar tilraun með lífrænan búskap. Eitt þessara býla er Pórisholt í Mýrdal en það bú reka bræðurnir Guðni og Grétar Einarssynir. Það er því fróðlegt að vita hvaða augum þeir líta lífræna búskapinn. Guðni segir að þegar þeir hafi þyrj- að 1994 hafi þeir fyrst og fremst gert það af áhuga á að prófa þetta og vita hvort þetta væri möguleiki. 1996 gerðu þeir siðan þennan samning um tilraunaverkefni með lífræna sauð- íjárrækt. Sauðfjárræktin er hins veg- ar aðeins aukabúgrein hjá þeim bræðrum en þeir eru aðallega með kýr. Guðni er á því að tilraunin hafi tek- ist þokkalega. „Fyrstu árin voru reyndar mjög erfið þar sem uppsker- an var mjög rýr. Eðli búskaparins er hins vegar þannig að hún er rýr til að byrja með og batnar eftir því sem lengra líður.“ Að mati Guðna eru að- stæður í dag ekki ennþá orðnar þannig að ástæða sé til fyrir bændur að fara út í lífrænan búskap. „Það er mjög erfitt fyrir bændur að hefja slík- an búskap. Það er helst að bændur sem eru með sauðfé sem aukabúgrein geti farið út í slíkt. Það gengur hins vegar ekki upp í dag að ætla að breyta stóru búi í lifrænt bú.“ Meðal þess sem Guðni telur að þurfi að breytast er að menn verði að fá sambærilegan stuðning við þann sem fæst í nágrannalöndum okkar ætli þeir sér að hefja lífrænan búskap. „Breyting er svo dýr að að það hefur enginn bóndi efni á að fara út í hana i stórum stíl. Það gengur ekki upp að ætla að fara að breyta þessu á sinn eigin reikning. Annaðhvort þurfa menn að auka landrými sitt til muna eða fækka bústofninum en það síðar- nefnda þýðir aðeins minni tekjur." Stóra spumingin að mati margra er hins vegar hvort hærra verð fáist fyr- ir þær afurðir sem lífrænn búskapur gefur af sér. Guðni er ekki í vafa um að ef menn ætli út í útflutning sé tví- mælalaust hægt að selja afurðirnar á hærra verði. „Innanlands fáum við 15% hærra verð fyrir kjötið en við vit- um ekki mikið um innanlandsneysl- una. Menn tala oft um vistvæna fram- leiðslu en það er nokkuð sem neytand- inn þekkir ekki og enginn veit í raun hvað er.“ Á næstu ámm telur Guðni að menn muni átta sig á að engin vandamál fylgi því að skipta yfir í lífrænan bú- skap. Fyrstu 5-7 árin verði þó vissu- lega erfið en eftir það eigi vandamálin að verða úr sögunni. Og hann segir skilning stjómvalda á lífrænum búskap ekki vera fyrir hendi. „íslendingar skynja ekki ennþá hvað þetta þýðir. Menn em fastir í þeirri hugsun að við búum í hreinu landi og framleiðum hreinar landbún- aðarafurðir." Guðni bendir einnig á að þó að 15% hærra verð fáist al- mennt fyrir lífrænar afurðir geti hann fengið enn hærra verð fyrir ólífræna kjötið en það lífræna með því að slátra utan hefðbundins sláturtíma. Þess vegna þurfi ekki endilega að koma meiri tekjur af lifræna búskapn- urft. Þrátt fyrir þetta ætlar Guðni að halda lífræna búskapnum áfram. „Við emm með sér jörð undir lífræna hlut- ann þar sem era um 170 ær og mun- um halda því áfram. Það vantar hins vegar töluvert upp á að við íhugum að gera kúabúskapinn lífrænan. Til þess þyrftum við miklu stærra landrými en við höfum í dag.“ Guðni segir að það verði að koma í ljós hvort þetta hafi borgað sig að lok- um. „Við erum alla vega ekki famir að græða enn þá,“ segir hann og glott- ir við tönn. -HI Bræðurnir Guðni og Grétar Einarssynir, bændur að Þórisholti i Mýrdal. DV-mynd Hl Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir starfar sem landslagsarkitekt í Bæjarsveit: að búa í sveitinni Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir lands- lagsarkitekt er lýsandi daemi þess aö í sveitinni er hægt að vinna við ýmis- legt fleira en landbúnað. o----------------------------—.............. Sháffer, fáanlegur í 16 stærðum og gerðum. Lyftigeta frá 500 kg og sporvídd frá 87 sm. Vesturþýsk framleiosla, knúnir Kubbota dísilvélum. Liðstýrður vökvamótor í hverju hjóli. Fjöldi aukabúnaðar. Flæðistýrð dæla. Sýningarvél á staðnum. Bjóðum einnig mótordrifnar hjólbörur. Nánari upplýsingar á staðnum. /_........... ' ■ Bújöfur sími 567 5200, Krókhálsi 10, 110 Reykjavík. Verktakar • garðyrkjumenn • bæjarfelög • gróðrarstöðvar Liðléttingurinn getur auðveldað þér störfin. Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir landslagsarkitekt að Jaðri í Bæjarsveit. Sigurbjörg rekur Teiknistofuna Jaðar við samnefndan bæ í Bæjar- sveit í Borgarfirði. Stofan tekur að sér alla hönnun utandyra, skipu- lagsvinnu og skýrslugerð vegna mats á umhverfisáhrifum. Teikni- stofan hefúr m.a. hannað kirkju- garða, skógræktarsvæði, sumar- húsahverfi og aðgengi á útivistar- svæðum og ferðamannastöðum. Reksturinn gengur vel og að sögn Sigurbjargar hefur hún nóg að gera. Sigurbjörg segir það hafa verið nokkuð sjálfgefið að starfrækja teiknistofuna í Borgarfirði. Maður hennar, Eiríkur Blöndal, er fæddur þar og uppalinn og hefur hug á að stunda búskap í framtíðinni. „Við bjuggum í Noregi í sjö ár og vorum þar bæöi við nám og störf. Þegar við vorum á leiðinni heim frá Noregi var þessi eign til sölu. Tengdafor- eldrar mínir búa á næsta bæ. Þetta var því kjörið tækifæri sem við lét- um okkur ekki úr greipum ganga og settumst hér að.“ Sigurbjörg segir þessa staðsetningu henta mjög vel fyrir fyrirtæki sitt. Hún þjónustar allan Borgarfjöröinn, Akranes og fleiri staði, þannig aö hún er í raun í miðju starfsumhverfi sínu. Ein önnur teiknistofa er á Vesturlandi, þ.e. á Grandarfirði, og næg verkefni virðast vera fyrir þær báðar. Ein stór hindrun hefur þó mætt Sigur- þjörgu. „Lítil gagnaflutningsgeta símkerfisins hefur valdið mér vand- ræðum. Landssíminn lofar bót og betrun hér í sveit í sumar. Ég fæ þá ISDN-tengingu sem eykur gagna- flutningsgetuna til muna. Annað vandamál sem hún stend- ur frammi fyrir er að fá til sín starfsmenn en hún segir erfitt að fá fólk til að setjast að t sveit. „Sveit- ungar mínir hafa tekið svo vel á móti mér að ég er aö drukkna í verkefnum. í haust varð ég að ráöa til mín landslagsarkitekt. Hún er í hlutastarfi hér ásamt vinnu hjá BM Vallá. Það má segja að ég hafi feng- ið hana að láni yfir há veturinn." Meðal þeirra vandamála sem fylgja því að fá starfsmann í sveitina er að útvega honum húsnæði. „Svo setur fólk töluvert fyrir sig hvað sam- göngurnar eru lélegar og vegimir vondir. Það horfir nú til batnaðar innan nokkurra ára.“ Sigurbjörg starfrækir teiknistofu sína inni á heimilinu. Hún segir þetta vera nokkuð þungt í vöfum og að það þurfi að aðskilja betur heimili og vinnu. „Það eru tvö hús á landar- eigninni og stóri draumurinn er aö flytja teiknistofuna yfir í eldra hús- ið,“ segir hún. Það þarf að huga að mörgu þegar maöur setur upp starfsemi í sveit. „Það þarf að athuga hversu öflugt símakerfið er því nútímastarfsemi byggist mikiö á vinnu í tölvum og töivutengingum. Svo þarf fólk að huga að húsakostinum þegar það kaupir fasteignir og hvort hægt sé að aðskilja rekstur og heimili. Það er lika mjög mikilvægt að sveitarfé- lagið styrki dagvistun barna. Hér I sveitinni fá öll börn frá eins árs aldri leikskólapláss þannig að við erum mjög heppin með það.“ Sigurbjörg er uppalin á höfuð- borgarsvæðinu og hafði enga reynslu af því að búa úti á landi áður en hún flutti í Bæjarsveitina fyrir tæpum tveimur árum. „Mér finnst mjög gott að búa héma. Mað- ur verður þó að átta sig á því að þetta er sveit og maður getur t.d. ekki hlaupið út í húð þegar það hentar. Maður verður að vera hag- sýnn og hugsa fyrir hlutunum." Sigurbjörg sér ekki fram á annað en að halda rekstrinum áfram í Bæjarsveitinni. „Við höfum bæði áhuga á garðyrkju og útiveru og þau áhugamál fara vel saman við að búa hér,“ segir hún. Sigurbjörg vildi koma á framfæri þakklæti tO þeirra sem hafa stutt hana í baráttunni fyrir bættu síma- kerfi og Landssímanum fyrir já- kvæð viðbrögö. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.