Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 14
Snorri Sigurðsson, kennari á Hvanneyri: sem fékk sveitabakteríuna Snorri Sigurðsson, kennari á Hvanneyri, i nýju mjaltakennsluaðstöðunni. Harpa Birgisdóttir, sem nú er búsett í Danmörku þar sem hún leggur stund á umhverfisverk- fræði, fékk 20. janúar nýsköpun- arverðlaun forseta íslands fyrir verkefni sem hún er að vinna um fokgirni og bindieiginleika fok- sands. Þar gerir Harpa tilraunir með að blanda ákveðinni efna- blöndu í jarðveginn í þeim tU- gangi að auka rakastig jarðvegs- ins og hefta þannig sandfok. Verkefni þetta var unnið síðast- liðið sumar hjá verkfræðistof- unni Línuhönnun í samráði við Landgræðslu ríkisins. Harpa fékk sérstök verðlaun fyrir fram- úrskarandi vinnu og nýsköpun- argildi. '9 Harpa komst m.a. að þeirri niðurstöðu í þessu verkefni sínu að það þarf ekki að auka rakastig jarðvegsins mikið til að uppblást- ur minnki til muna. Notað var efni sem heitir bentonít og bind- ur vatnið í sandinum. Þetta efni virðist binda betur bæði vatn og áburð. Þróunarvinna þessa verkefnis hefur haldið áfram hjá Línuhönn- un en ætlunin er að Harpa vinni í þessu verkefni í sumar. Hún á enn eftir eitt ár af námi sínu í Danmörku. Aldrei er að vita nema að þetta verkefni verði til þess að minnka uppblástur í ís- lenskri náttúru. eftirlit Stjómvöld í Bandaríkjunum hafa samþykkt að herða eftirlit með útflutningi nautakjöts án hormóna. Þetta var ákveðið eftir að rannsókn á vegum Evrópu- sambandsins leiddi í ljós að nautakjöt sem átti að vera án > hormóna var ekki alveg laust við þá. í framhaldi af þessu hótaði Evrópusambandið að banna inn- flutning hormónalauss nauta- kjöts frá og með 15. júni ef lausn hefði ekki fundist á vandamál- inu. Viðskiptaráðuneyti Bandaríkj- anna brást ókvæða við þessari tUskipun en sagði þó að þetta væri vandamál sem hægt væri að leysa og að þeim væri umhugað um að gera það. Bandaríkjastjóm hefur heðið Evrópusambandið um lista yfir þau sláturhús sem kjötið kom frá. Einnig var Evrópusambandið fuUvissað um að verið væri að auka eftirlit með sláturhúsum og að útflutningsskýrslur yrðu ekki undirritaðar nema að menn væru sáttir við kjötið. Um 7000-0000 tonn af hormóna- lausu nautakjöti eru flutt frá Bandaríkjunum tU Evrópulanda á hverju ári og er verðmæti þeirra um 1,4 milljarðar ís- lenskra króna. Snonri Sigunðsson hefun kennt á Hvanneyni fná því í haust. Hans sén- gnein en nautgnipa- nækt og hefun hann einkum lagt áhenslu á nýjungan í fjós- byggingum. Hann hefun venið dugleg- un að halda nám- skeið um þæn fynin bændun og náðu- nauta, bæði á Hvanneyni og eins víða um landið. Það er býsna merkilegt að Snorri skuli nú vera að starfa við að kenna verðandi og núverandi bændum. Hann er sjálfur alinn upp í Garða- bæ, báðir foreldrar hans eru fæddir og uppaldir í Reykjavík og afar hans og ömmur í báðar ættir flutt- ust ung til Reykjavíkur. Hann segir að fáir jafnaldrar hans eigi slíka for- feður. Frænka hans býr hins vegar í Skagafirði og þangað var hann sendur í sveit á sumrin. „Ég var þar í níu sumur og fékk eiginlega sveitabakteríuna I mig þar,“ segir hann. Snorri upplýsir síðan að hugur hans hafi aldrei stefnt sérstaklega í bændaskóla. „Það æxlaðist eigin- lega þannig að konan mín hefur áhuga á hestum og kom aðallega hingað til þess að læra eitthvað um þá. Svo kláruðum við bæði búfræði- próf 1990.“ Snorri kláraði síðan bú- vísindadeildina á Hvanneyri 1995 og fór þá í mastersnám til Danmerkur. Því lauk hann í fyrra og hóf síðan störf á Hvanneyri síðastliðið haust. Snorri hefur haldið námskeið víða um land í fjósbyggingum í vetur en þar á töluverð þróun sér stað. Þar eru kúabændur óðum að færa sig úr hefðbundnum básafjósum yfir í legubásafjós. „Hluti af okkar skyldu sem menntastofnunar í landbúnaði er að halda bændunum við og færa þeim nýja þekkingu. Þetta nám- skeið hefur notið mikilla vinsælda og ásóknin í það er tvöföld á við venjuleg námskeið sem við höldum þannig að þörfm er greinilega mik- il,“ segir hann. Reynsla Snorra af þessum nám- skeiðum er sú að bændur eru mjög móttækilegir fyrir nýjungum. „Við höfum gert skoðanakönnun á lang- flestum námskeiðunum þar sem við könnum viðhorf bændanna eftir námskeiðin. Við höfum t.d. spurt hvemig fjós menn vildu byggja sér ef menn væru ekki bundnir af þeim byggingum sem fyrir væra. Allt að helmingur þátttakenda segist myndu byggja fjós með mjaltavél- mennum en fyrir námskeiðið hefðu mun færri látið detta sér það í hug. Við reynum að halda uppi umræð- um vel og mér flnnst þeir sem koma á námskeiðin vera mjög móttæki- legir,“ segir hann. Á Hvanneyri er nú verið að leggja lokahönd á byggingu kennsluað- stöðu í mjöltum. Þessi aðstaða er uppi á lofti í fjósinu á Hvanneyri og hýsti áður rannsóknarstofur og er ætlað að styrkja mjög alla kennslu- aðstöðu fyrir mjaltir. „Þarna höfum við áhuga á að taka á móti gestum og kynna þeim mjaltir. Þá er ég ekki bara að tala um bændur og nemendur hér á Hvanneyri heldur einnig fólk úr þéttbýli. Þama verð- ur hægt að kynna fyrir því fólki hvernig mjólkurframleiðsla fer fram. Við verðum með upplýsingar frá Mjólkursamsölunni í Reykjavík, Osta- og smjörsölunni og kynnum ferli eins og gerilsneyðingu og fitu- sprengingu," segir Snorri. í þessu herbergi er búið að koma upp mjaltatækjum af flestum gerð- um og rörmjaltakerfl fyrir mjalta- bás. Búið er að semja viö innflytj- endur tækjanna um að nýjustu og fullkomnustu gerðirnar verða alltaf til í þessari aðstöðu. Einnig er ætl- unin að í herberginu séu gervijúgur sem hægt er að nota til að þjálfa nemendur í að mjólka. Snorri segir DV-mynd Hl að menn hugsi þetta einnig sem upplagt tækifæri fyrir grunn- skólakrakka til að koma í heimsókn og fá að prófa að mjólka. „Það má því segja að þetta sé eins konar framhald af húsdýragarðinum. Hér eru ekki nein dýr heldur fær fólk að nota tækin og tæknina til að mjólka. Þetta er mikilvægur liður í að tengja þau böm við sveitina sem myndu kannski aldrei annars kynn- ast henni," segir hann. Snorri segir þessa aðstöðu líka gerða til þess að auka við verklega þáttinn en eins og fram kemur hér á síðunni flnnst sumum nemendum of lítil verkleg kennsla í skólanum. „Þarna erum við að búa til nýtt námskeið sem er meira og minna verklegt. Þama er boðið upp á meiri sérhæflngu og þama hafa nemendur einnig kost á að auka val sitt,“ segir hann. -HI jJ Framleidnisjódur +JL* landbúnadarins Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir: Framleiðnisjóður er nýsköpunar- og þróunarsjóður landbúnaðarins. Á árinu 1999 styrkir Framleiðnisjóður landbúnaðarins verkefni á eftirtöldum sviðum í þeim mæli sem fjármunir hans hrökkva til: a. Verkefni sem leiða til hagræðingar í búvöruframleiðslunni, með stuðningi við rannsóknir ogþróunarstarf og aðra þekkingaröflun. b. Efling og nýsköpun vænlegrar atvinnu bænda, einkum þeirrar er nýtir staðbundnaframleiðslukosti. c. Viðfangsefni sem styrkt geta og aukið markaði fyrir búvörur.d. Úrbætur á sviði afurðavinnslu er stuðla að hagræðingu og lækkun kostnaðar. e. Atvinnutækifæri í dreifbýli sem sérstaklega eru líkleg til þess að bæta kjör bænda og búaliðs. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Engjaási 2, 310 Borgarnesi. Sími 430 4300 • myndsími 430 4309 netfang jgg@fs.bondi.is Vefur um jarðvegsrof Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins og Landgræðsla ríkisins reka í sameiningu mjög athyglisverðan upplýsingavef um jarðvegsrof hér á landi. Á þessari vefsíðu eru upplýs- ingar byggðar á rannsóknum sem Ólafur Arnalds hefur tekið saman og þar sést svart á hvítu hversu mik- ið rofið er í hverjum landshluta, hverri sýslu og hverjum hreppi fyr- ir sig. Auk þess er heildaryfirlit sýnt yfir jarðvegsrof og mat lagt á ástand- ið. Rof hefur verið rannsakað þannig að landinu var skipt upp í um 18 þúsund skika og hverjum skika var gefin einkunn frá 0-5 þar sem 0 var ekkert rof en 5 mjög mikið rof. Hæstu fjöll, jöklar, ár og vötn fá þó ekki einkunn af þessu tagi og eyjar umhverfis landið voru heldur ekki mældar. Svo einkunnimar séu nán- ar útskýrðar þá er einkunin 0 yfir- leitt gefin um ræktað land, skóg- lendi eða votlendi. Einkunnin 1 og 2 er ýmist gefin fyrir gróið land eða hraun. Einkunnirnar 3-5 eru síðan gefnar fyrir alvarlegt rof og skikinn fær 4-5 í einkunn ef landið er ekki beitarhæft. Á þessum upplýsingavef kemur fram niðurstaöa sem verður að telj- ast slæm. Fjórðungur landsins hlaut einkunina 4 eða 5 og yfir helmingur landsins fékk einkunina 3-5 sem telst alvarlegt rof. Fullyrt er á þess- ari vefsíðu að þetta sé með því versta sem þekkist utan þurrka- svæða jarðarinnar. Þetta telur Ólaf- ur sýna glögglega að það sé ekki að ástæðulausu að jarðvegsrof sé af al- menningi talið mesti umhverfis- vandi landsins. Ef ástandiö er skoðað eftir sýslum þá er þannig ástatt í fjórum sýslum að yfir 40% landsins fá einkunnina 4-5. Þessar sýslur eru Rangárvalla- sýsla, V-Skaftafellssýsla, A-Skafta- fellssýsla og S-Þingeyjarsýsla. Besta ástandið var hins vegar í V-Húna- vatnssýslu en þar fá 93% lands ein- kunina 0-2. Tekið er þó fram að þessar roftölur segi ekki endilega til um útbreiðslu gróins lands eða ástand gróðursins hér á landi. Þegar ástandið er síðan metið í einstökum hreppum með tilliti til þess hversu mikill hluti af honum fær einkunn- ina 0-2 og hve mikill einkunnina 3-5 kemur í ljós að flest svæðin á Norð- vesturlandi, Vesturlandi, og Suður- landsundirlendinu fá góða einkunn. Suðausturland og vesturhluti Vest- fjarða fá hins vegar slæma lokaein- kunn, en meginástæðan fyrir því er sú að þar er töluvert af fjalllendi og skriður hafa runnið með hlíðum. Ýmsar fleiri athyglisverðar upp- lýsingar eru á þessum vef en hér verður látið staðar numið og er áhugasömum bent á að skoða vefinn sjálfan til að fá frekari upplýsingar um t.d. rof í einstökum landshlut- um. Slóðin á síðuna er http://www.rala.is/kvasir. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.