Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 2
18 HÚS & GARÐAR MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 Garður sem tekur breytingum á hverju ári Nú rennur brátt upp skemmtilegasti tími ársins að margra mati og ekki síst þeirra sem hafa gaman af garðrækt. Græni liturinn verður meira áberandi með hverjum deginum sem líður og blómin eru að byrja að springa út hvert á fætur öðru. Blaðamaður fór á stúf- ana einn morguninn í fallegu veðri og lagði leið sína upp í Árbæ tij að athuga hvort sumarið væri komið í garði þeirra Árna Kjartanssonar og Huldu Filippusdótt- ur en þar rækta þau kynstrin öll af trjám og plöntum. „Það eru nú enn nokkrar vikur þangað til allt verður farið að blómstra en hér er allt að lifiia við og það litur út fyrir að gróðurinn komi nokkuð vel undan vetri,“ seg- ir Ámi um leið og við göngum út í garð. Þegar litið er yfir garðinn er Ijóst að sá sem hafði bent á garð þeirra Áma og Huldu, þegar grennslast var fyrir um fallega garða, hafði ekki fariö með neinar ýkjur þegar hann sagði að þau rækt- uðu „mikið“ af fjölærum plöntum. „Það hefur verið aðaltóm- stundagaman okkar undanfarin ár að rækta fjölærar plöntur. Þær fá alltaf meira og meira pláss í garðin- um okkar þannig að nú er lítið orð- ið eftir af grasi. Það þarf stundum að hafa mikið fyrir þessum plönt- um, dekra við þær til að fá þær til að blómstra og það gerir þetta enn meira spennandi. Það er t.d. ekki sama hvar blómin em. Þess eru mörg dæmi að við höfum sett niður plöntu á ákveðinn stað og ekkert gerist. Þá prófum við að færa hana til og þá dafnar hún og blómstrar. Staðsetningin skiptir miklu máli. Svo er mikilvægt að passa að breiða yfir plöntumar á vetuma. Ef það er ekki gert em miklar líkur á að þær blómstri ekki um sumarið." Skiptumst á plöntum Á göngunni um garðinn kemur blaðamaður upp um þekkingarleysi sitt á plöntum því hann hváir í hvert sinn sem Ámi bendir á blóm og segir nafn þess, oftar en ekki á latnesku. Blóm eru ekki bara blóm hugsar hann og spyr Áma hve margar tegundir sé að finna í garð- inum. „Ég hef ekki tölu á því en ég á eitthvað um 700 myndir af fjölær- ingum sem við höfum prófað að rækta. Við höfum gaman af að prófa okkur áfram með tegundir og gera tilraimir með hvað dafnar vel og hvað ekki. Við erum félagar i Garð- yrkjufélaginu og við erum dugleg j)ar aö skiptast á plöntum og athuga við hvaða skilyrði þær vaxa best og dafna. Garðurinn tekur breytingum á hverju ári, það fer eftir plöntuá- huganum hverju sinni hvað er í honum og hvemig hann lítur út.“ Rjúpur gæddu sér á arfan- um Þegar Ámi og Hulda fluttu í Hlað- bæinn árið 1972 settu þau gras á allt og hekk í kring eins og tíðkaðist gjarnan á þeim árum. Nú er nánast Á fogrum sumardegi þegar gróður- inn skartar sínu fegursta. allt hekk horfið úr garðinum, það er einungis að finna fyrir framan hús- ið. „Hekkiö hefur þurft að víkja fyrir blómunum rétt eins og grasið. Við vomm með brekkuvíði út um allt en tókum hann upp og gáfum hann. Gljávíðirinn fyrir framan fékk að halda kyrra fyrir, hann er allt öðra- vísi en brekkuvíðirinn sem var oft lúsugur og leiðinlegur að eiga við.“ Hulda Filippusdóttir og Ámi Kjartansson. Tjöm sem skartar vatnaiiljum á sumrin. Ámi segir lítinn vanda að vera með vatnaliljur, þær sé hægt að setja í stóra fötu á vetuma og hafa þær t.d. í bfl- skúmum. Áður en við settum grasið á var allt í mold því ég hafði grafið mikið upp úr granninum. Það var mikill arfi og stóran hluta vetrarins höfð- um við góða gesti í garðinum, fimm ijúpur sem höfðu nóg að bíta og brenna." Mikil vinna Þegar við yfirgefum garðinn er blaðamaður nokkuð súr yfir að hafa ekki verið á ferðinni þegar garður- inn skartar sínu fegursta en ljós- myndir sem Ámi hefur tekið gefa glögga mynd af því sem koma skal. Rjómapönnukökumar renna ljúf- lega niður meðan við skoðum falleg- ar sumarmyndir úr garðinum og spuming kviknar hvort það fari ekki óhemjumikill tími í þetta. „Ég hef aldrei haft áhugamál sem ekki hefúr útheimt einhverja vinnu,“ segir Ámi og bætir við að þau hjónin eyði miklum tíma úti í Kleópötrunál sem dafnað hefur vel í garðinum og eins og sjá má gnæfir hún yfir þak hússins. Hún blómstraði síðast fyrir tveimur árum en erfitt er að fá hana til að blómstra ár eftir ár. garði þegar þau era heima. „Við eram mikið útivistarfólk og njótum þess að vera úti i náttúranni. Við ferðumst mikið og þó garðræktin sé tímafrek þá heldur garðurinn ekki í okkur ef hugurinn stefnir annað.“ -gdt von dUð og 6ru99 \e\ sérst°\b°ð' atvót .eSksVóte'6'8 attó'j v88-39°' og^ o ,ðsve ðVt- rí\ tavet aA ' . fa* A4S700 . 200 \ 5 Sttti&luve9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.