Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 5. MAI1999 HLJS a GARÐAR 27 í Húsráð, ráðgjafarþjónusta húsfélaga, býður m.a. neyðarþjónustu. Húsráð: Þjónustu- miðstöð fyr- ■ ■ w ém JF m mm ir husfelog í byrjun apríl tók til starfa ráðgjafarþjónusta húsfélaga, Húsráð, í samstarfi við húsfélaga- þjónustu íslandsbanka. Að sögn Ragnars Davíðssonar kynningarfulltrúa er Húsráð þjón- ustumiðstöð fyrir húsfélög sem veit- ir ráðgjöf varðandi rekstur og við- hald eigna auk þess að annast milli- göngu um tilboðsgerð og ýmiss kon- ar þjónustu tengda starfsemi húsfé- laga. „Við erum þessa dagana að kynna þessa nýju þjónustu og viðbrögðin eru góð. Mér sýnist fólk ætla að taka þessu fagnandi enda teljum við að um góða þjónustu sé að ræða. Mán- aðargjald á íbúð er aðeins 75 krónur, stofngjald er ekkert og um engin aukagjöld er að ræða. Okkar mark- mið er að gera þetta þannig úr garði að fólk spari peninga með því að nýta sér þjónustu okkar. Tökum sem dæmi fjölbýlishús þar sem skipta þarf um teppi. í stað þess að einhver sé á þönum út um aÚan bæ að kanna verð og flnna einhvem til verksins hafa þeir sem eru í Húsráði samband við okkur og stuttu síðar má búast við nokkrum tilboðum í verkið. Þetta er mjög einfalt og spar- ar bæði tíma og peninga. Eins ef það á að mála blokkina. Á að mála tvær umferðir eða þrjár og hver á að segja til um það? Við bjóðum upp á ráðgjöf varðandi slíka hluti og þetta er reyndar bara brot af þeirri þjón- ustu sem í boði er.“ í bæklingi, sem Húsráð hefur sent frá sér, segir m.a. að Verkfræðistof- an Verkvangur bjóði meðlimum Húsráðs verkfræðiráðgjöf sem spanni allt frá ráðgjöf um orku- sparnað til úttektar á ytra byrði hússins. Húsráð býður í samstarfi við Þema endurskoðunarstofu að- stoð við frágang ársreikninga fyrir húsfélög, uppgjör og skiptingu kostnaðar, endurskoðun ársreikn- ings, skattaráðgjöf o.fl. Einnig er í boði lögfræðileg ráðgjöf í samvinnu við GÁJ lögfræðistofu. Húsráð hefur komið á fót sér- stakri neyðarþjónustu fyrir húsfé- * lög. Ef eitthvað kemur upp á og nauðsynlega þarf að ná í viðgerðar- mann er hringt í neyðamúmerið 568 9988 og vandinn leystur. Þeir sem vilja kynna sér þessa ráðgjafarþjónustu húsfélaga nánar geta farið inn á vefinn www.husrad.is þar sem nánari upp- lýsingar er að fmna. -gdt Alhliða trygg- ingar fyrir fasteignaeig- endur Tryggingamiðstöðin býður alhliða trygging- ar fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Að sögn Ástrósar Guðmundsdótt- ur, deildarstjóra söludeildar ein- staklingsb-ygginga, hefur færst í vöxt að fasteignaeigendur óski eftir hækkun vátryggingarfjárhæða vegna framkvæmda sem auka verð- mæti fasteigna. „Algengt er að fólk leggi talsvert í t.d. glerhýsi, verandir og heita potta. Til að tryggja að fólk fái slíka hluti bætta úr tryggingum, þ.e. lendi fólk í tjóni, er nauðsynlegt fyr- ir viðkomandi eigendur að óska eft- ir hækkun vátryggingarfjárhæða í samræmi við aukið verðmæti fast- eignanna. Til að þessar viðbætur séu að fullu tryggðar í fasteigna- tryggingu þarf að tilkynna félaginu um þær. Lögboðin bnmatrygging bætir brunatjón í samræmi við brunabótamat og til þess að fá þessa hluti bætta þarf að óska eftir nýju mati í samræmi við aukið verð- mæti. Slíkt endurmat er hægt að fá hjá Fasteignamati ríkisins." Að sögn Ástrósar býður TM hús- byggjendum upp á húsbyggjenda- tryggingu en með henni tryggja þeir sig m.a. fyrir vatnsfjóni, slysum við byggingarvinnu, óveðri og foki, svo fátt eitt sé nefnt. Þegar byggingar- framkvæmdum lýkur er boðið upp á fasteignatryggingu og einnig fjöl- skyldutryggingu sem tryggir innbú viðkomandi. -gdt Fólk þarf að hafa í huga að óska þarf eftir hækkun vátryggingarfjárhæða í sam- ræmi við aukið verðmæti fasteignanna. Varanlegt gólf efni á bílskúrinn - og bílnum (og þér) líður betur To Pþ4j Hentar vel á álagsstaöi svo sem iönaöargólf, sturtuklefa, verslanir og bílskúra. To Hentar vel á vélasali, verkstæöi, vörugeymslur og bílskúra. auövelt aö þrífa framúrskarandi ending mismunandi áferö losnar ekki 5 ára ábyrgö Leitið upplýsinga og fáið tilboð. PPSL3000 Gólflagnir IÐNAÐARGÓLF C-J Smiðiuve Smiðjuvegur 72 • 200 Kópavogur Sími: 564 1740 • Fax: 554 1769 • fallegt • úrval lita 2 ö I t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.