Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 10
26 HÚS & GARÐAR MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 Vanda þarf til verks þegar klippa á tré Tré og runna getur verið vandasamt að klippa en það þarf þó að gera reglulega. Auðvitað er gott að fá fag- mann í verkið, sérstaklega ef um miklar klippingar er að ræða eða gömul og verðmæt tré eiga í hlut. Fyrir þá sem vilja spreyta sig á verkinu fylgja hér nokkrar leiðbeiningar um klippingar. Aðalklippingartími trjáa er á meðan gróður er í hvíld, þ.e. á vet- uma. Þaö þýðir ekki að trén séu ekki snert á öðrum tímum því þau þarf oft að snyrta og laga. Margir garðeigendur sumarklippa limgerð- in hjá sér, sérstaklega ef um víðilimgerði er að ræða. Passa þarf upp á að fjarlægja brotnar greinar strax og skaðinn uppgötvast. Birki, elri og hlynur eru tegundir sem flokkast undir blæðara, þ.e. mikill safi lekur úr þeim ef klippt er þegar safaþensla er mikil. Þessar plöntur ætti ekki að klippa seinna en um miðjan apríl. Birkilimgerði þola þó alveg snyrtingu á ársvexti en ef til stendur að mjókka það eða klippa i gamlan við ætti að gera það fyrir áðumefndan tíma. Hvað ber að fjarlægja? Mikilvægt er að skoða tréð úr fjar- lægð áður en hafist er handa og átta sig á því hvaða greinar á að fjar- lægja. Fyrsta skrefið er að fjarlægja dauðar greinar. Öll rótarskot em einnig klippt í burtu. Greinar sem vísa inn í miðju trésins skal fjar- lægja og einnig greinar sem vaxa samhliða stofni trésins. Ef tvær eða fleiri greinar vaxa í kross og nuddast saman þarf að fækka þeim þar til ein grein er eftir. Garðastál • Bárustál • Garðapanill Barustal, sigilt form á þöl< og veggi, hefur sannað yfirburði sína við íslenskar aðstæður. Garðastál, 4 gerðir á þök og veggi. Garðapanil, glæsileg vegg- og loftaklæðning. Allar gerðir til í lituðu og A-L-C Alúsink. Til notkunar jafnt úti sem inni. Möguleikar eru á ýmsum frágangsaðferðum, með tilliti til útlits og hagkvæmni. OKEYPIS KOSTNAðARAÆTLANIR RÐASTÁL Stórási 4-210 Garðabæ - Sími 565 2000 - Fax 565 2570 Mikilvægt er að skoða trén aðeins úr fjarlægð áður en þau eru klippt til þess að átta sig betur á hvaða greinar skuli fjarlægja. Gott er að hafa í huga að betra er að mynda fá stór sár en mörg lítil. Mikilvægt er að sárin séu á réttum stað og varast ber að skerða grein- arhálsinn. Greinarhálsinn er þykk- ildi sem situr neðst á greininni. I honum eru náttúruleg efni sem hamla gegn roti og sveppasýkingu og er því mikilvægt að hann sé ekki sniðinn burt. Sárið þarf þó að vera ansi nálægt honum því annars er hætt við að skildir verði eftir stubb- ar. Leitast skal við að hafa sárin sem minnst. Mismunandi vaxtarlag Stærri greinar er gott að taka í áfóngum. Fyrst er sagað upp í grein- ina nokkuð frá greinarhálsinum, síð- an er greinin söguð af aðeins fjær og endað á því að saga stubbinn í burtu. Með þessari aðferð er komið í veg fyr- ir að þung greinin rífi börkinn og myndi ljótt sár. Tré eru með mismunandi vaxtarlag að upplagi og einstaklingsmunur á þeim. Sum birkitré verða ekki falleg einstofna og sama má segja um reyn- inn og margar aðrar tegundir. Skrautrunnar Þegar skrautrunnaplanta eldist þarf í flestum tilvikum að fjarlægja eldri greinar svo þær yngri og kraft- meiri fái aukið rými. Við klippingu skrautrunna þarf að taka mið af blómgunartíma þeirra. Það má skipta þessum runnum í þrjá eftir- farandi flokka: 1. Runnar sem bera blóm í toppi fyrraárssprota. Blómhnappamir myndast síðsumars og plönturnar blómstra fyrri part sumars. Að blómgun lokinni eru visnir blóma- klasar fjarlægðir til að hjálpa til við myndun nýrra blómhnappa. 2. Runnar sem blómgast á stutt- um sprotum eldri greina. Þeir eru klipptir síðvetrar og fram á vor, áður en brum opnast. 3. Runnar sem blómgast á árs- sprotum. Þessir runnar eru ýmist klipptir alveg niður og látnir endur- nýja sig eða elstu greinamar fjar- lægðar. Fáar og kraftmiklar greinar Hvað berjarunna varðar er betra að hafa fáar og kraftmiklar greinar sem em um tveggja til fimm ára gamlar en stóra og mikla plöntu. Berjarannar á fyrrgreindum aldri gefa mestu uppskeruna. Eftir það taka greinamar til sín mikla nær- ingu án þess aö skila uppskem. Eldri greinar em ívið dekkri en þær yngri og þvi nokkuð auðþekkjanleg- ar. Til að fá sem besta uppskeru em eldri greinamar sneiddar burt og einnig er reynt að stuðla að opnum vexti runnans og sneiða greinar sem liggja neðarlega og jafnvel niðri í jörðinni burt. Greinar sem ganga í gegnum runnann og særa aðrar greinar era fjarlægðar, sem og brotnar greinar. -gdt # BOSCH 21.820,- 16.433, 0 BOSCH 87.800, /bosch Garoypkjusumar i hjarta borgarinnar 8.030,- bræðurnir Sláttuorf J Æ €? 0/\K T Lágmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820 BOSCH verslunin aðkeyrsla frá Háaleitisbraut □

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.