Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 1999 HÚS & GARÐAR 25 og af öll- gerðum Á þessum tíma árs huga margir að fram- kvæmdum utanhúss. Þeir sem ætla að taka garðinn í gegn ættu aö koma viö í Fornalundi, sýningarsvæði BM Vallá, sem er í falleg- um skógarlundi við Breiðhöfða 3. í Fornalundi er að finna mikið úr- val af hellum og steinum. Þar má sjá mismunandi steinagerðir lagðar í stíga, stéttar og plön. Þar er einnig hægt að sjá hvemig leysa má flest þau vandamál sem koma upp við skipulagningu á fallegri lóð. Forni- lundur er einn fallegasti skógar- lundurinn á höfuðborgarsvæðinu, með stórvöxnum grenitrjám, slút- andi birki og forvitnilegum gróðri sem að öllu jöfnu vex ekki utanhúss á íslandi. Þar má til dæmis finna eplatré sem dafna með ágætum. Ókeypis þjónusta landslags- arkitekts Að sögn Kára St. Lútherssonar, sölustjóra BM Vallá, fer gestum i Fomalundi fjölgandi á hverju ári enda alltaf eitthvað nýtt að sjá. Kári sagði ennfremur að þeim sem væm í framkvæmdahugleiðingum væri boðin þjónustu landslagsarkitekts við skipulagningu. Sú þjónusta væri mjög vinsæl hjá viðskiptavinum fyrirtækisins og því nauðsynlegt að panta tíma fyrirfram. Þegar gengið er um Fomalund er varla hægt annað en að furða sig á hve margar mismunandi gerðir af hellum eru til. Er einhver ein teg- und vinsælli en önnur og má merkja einhverjar tískubylgjur í vali á hellum og steinum? „Það er erfitt að benda á ein- hverja eina tegund sem stendur upp úr. Hins vegar eru vörur sem hafa sígildar skírskotanir mjög vinsælar. Má þar nefna Fornstein, Óðalsstein og Kastalastein. Einnig hafa Antik steinflísar, sem við kynntum á síð- asta ári, notið mikilla vinsælda í sólpalla og dvalarsvæði. Smekkur hvers og eins er auðvitað misjafn en úrvalið er mikið þannig að flestir finna eitthvað við sitt hæfi.“ Hvað á að nota hvar? Það er ekki sama hvaða efni er notað hvar. Hellur og steinflísar má t.d. ekki nota í innkeyrslur eða þar sem bílar keyra um. BM Vallá gefur út bækling þar sem hægt er að sjá allar þær vömr sem þeir bjóða. Þar er einnig hægt að sjá hvaða vörur henta við mismunandi aðstæður. „Það er mikilvægt að fólk velji vörur sem henta því hlutverki sem þeim er ætlað. Hjá okkur starfar fjöldi sérfræðinga og tæknimanna sem viðskiptavinir okkar geta leitað til. Fyrirtækið er með vottað gæða- kerfi samkvæmt alþjóðastaðlinum ISO 9001. Viðskiptavinir okkar geta treyst þvi að þeim verður ekki seld vara sem uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar em til hennar. Þetta er mjög mikilvægt því öllum vörum okkar er ætlað að standast íslenska veðráttu áratugum saman.“ Ekki bara þjónusta við garð- eigendur BM Vallá selur fleira en hellur og steina. Fyrirtækið var upphaflega ein- göngu steypustöð og margir lesenda búa eflaust í húsi sem byggt er úr steypu frá BM Vallá. Steypuframleiðsla og þjónusta við húsbyggjendur er enn undirstaða reksturs fyrirtækisins. Með- al nýjunga sem standa húsbyggjendum til boða eru þakskífur. Þær eru mest notaða þakefnið í Evrópu og reynslan af þakskifum hérlendis er mjög góð. Þakskífur frá BM Vallá prýða nú yfir 30 hús hér á landi. -gdt Steinflísar sem setja skemmtilegan svip á umhverfið. Þakskífur, sem eru mest notaða þakefnið í Evrópu, eru ein þeirra nýjunga sem BM Vallá hefur nú í boði. Þakskífur frá fyrirtækinu prýða nú yfir 30 hús hér á landi, þar á meðal þetta sem er í Kjósinni. Fornilundur, einn fallegasti skógarlundur á höfuðborgarsvæðinu, er sýningar- svæði BMVallá. CanexeL innifelur eftirfarandi ábyrgðir: tS ára ábyrgð ájfirborösbúó. 25 ára ábyrgð á klaðningu. CANEXEl kemur í starðinni: Leitid upplýsinga 500. x 5660 x 9mm KÞORGRÍMSSON&CO ÁRMÚLI 29 108 RVK SÍMAR: 553-8640 & 568-6100 CanekeL utanhússklaðningin erframleidd af ABTCO / Kanada. UTANHÚSSKLADNNG Með Canexel utanhússklœðningunni feerðu þetta náttúrulega viðariitlit ...án viðhaldskostnaðar ekta viðs. Og við ábyrgjumstþað! Þér stendur til boða ráðgjöf sérfræðinga um garða-og gróðurrækt Hvar og hvernig á að nota áburð og fræ? Jurtalyf gegn plöntusjúkdómum, skordýrum Garðverkfæri og óþrifum á trjám. Er mosi í grasflötinni þinni? Vönduð gróðurhús Gosbrunnar, dælur, vatnsheldir dúkar, stútar og fleira sem til þarf. RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GRÓÐURRÆKT GRÓÐURVÖRUR VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA Smiðjuvegi 5, Kópavogi, sími: 554 321 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.