Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 12
28 HÚS S. GARÐAR MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 Starfsemi Ganðynkjufélags íslands fjölbreytt: Garðaskoðun á næstu grösum m Starfsemi Garðyrkjufélags íslands er margvísleg en fé- lagið var stofnað árið 1885 og eru félagar í dag tæp- lega þrjú þúsund. Að sögn Láru Jóhannesdóttur, starfsmanns hjá Garðyrkjufélaginu, líður að því að far- ið verði í hinar árlegu garðaskoðanir auk þess sem skoðunarferð til Þýskalands stendur fyrir dyrum. „Á hverju sumri opna nokkrir fé- lagar garöana sína og leyfa okkur að sjá hvað verið er að rækta og hvernig til hefur tekist. Margir fé- lagsmenn eiga mjög fallega garða sem er bæði gaman og lærdómsríkt að skoða. Við förum líka í dagsferð- ir á sumrin og þá eitthvað út fyrir Stéttin er fyrsta skrefið inn Mildð úrval afhellum og steinum, Mjög gott verð borgina, t.d. í Borgarfjörðinn eða Fljótshlíðina, og njótum náttúrunn- ar. Einnig höfum við staðið fyrir skoðunarferðum erlendis. Það stendur einmitt til að fara til Þýskalands i júní til að skoða garða og eiga saman góðar stundir. Við höldum fræðslufundi mjög reglulega og þess má geta að þann 10. maí mun Auður Jónsdóttir, sem er að gera lokaverkefni í Garð- yrkjuskólanum, sýna garð Her- manns Lundholm frá nokkrum sjónarhornum en garður hans er mjög fallegur. Á fundinum verður einnig sagt frá flutningi trjáa og runna.“ Auk þess að halda fræðslufundi Félagar í Garðyrkjufélaginu fara í garðaskoðanir reglulega auk þess sem félagið hefur staðið fyrir skoðunarferðum erlendis. gefur Garðyrkjufélagið út frétta- bréf sem kemur út 4-6 sinnum á ári. í fréttabréfunum er m.a. að finna lista yfir þau fræ sem á boðstólum eru ár hvert en fræin koma frá félagsmönnum. Fræin eru síðan sortéruð og gengið frá þeim og hafa allir félagar leyfi til að panta fræ. í fréttabréfunum sem koma út vor og haust er m.a. að Fmna laukalista. Að sögn Láru eru allir velkomnir á fræðslufundi fé- lagsins og nýir félagar alltaf vel- komnir. -gdt HELLUSTEYPA Hyrjarhöfða 8 112 Reykjavík Sími 577 1700 Fax 577 1701 Viðhald á húsum: Nauðsynlegt að gera ástandskönnun reglulega Flestir stefna að því að eignast sitt eigið hús- næði einhvern tíma á lífsleiðinni og íslending- ar eru duglegir að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Það er margt sem fylgir því að eiga íbúð eða hús og eitt af því er viðhald. Skyldum við vera jafnspræk þegar að viðhaldi kem- ur eins og kaupum eða er sofandaháttur í okk- ur í þeim efnum? „Mér finnst margir hafa verið of hirðulausir fram að þessu en það má merkja breytingu til batnaðar undanfarið. Umræðan hefur auk- ist mjög um viðhaldsmál og það virðist sem fólk hafi almennt tek- ið við sér. Það hefur t.d. færst í aukana að stofnaðir séu viðhalds- sjóðir í fjölbýlishúsum, þar sem safnað er í framkvæmdasjóð fyrir nauðsynlegu viðhaldi," segir Hall- dór Ellertsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Viðhald og þjón- usta. Láta fagmann greina vand- ann strax Það er nauðsynlegt fyrir húseig- endur að fylgjast vel með eignum sínum og gera ástandskönnun reglulega. Það er nefnilega oft hægt að koma i veg fyrir mikil Gott viðhald húsa sparar bæði tíma og peninga. Mikilvægt er að kalla strax til fagmenn til að meta t.d. steypuskemmdir. fjárútlát með þvi að láta greina vandann í byrjun. Þetta á t.d. við um steypuskemmdir. Þær geta verið af ýmsum toga og það er nauðsynlegt að láta greina vand- ann strax. Oft er hann óverulegur og auðvelt að laga skemmdirnar en ef ekkert er að gert eru miklar likur á alvarlegum skemmdum sem dýrt er að lagfæra. Þess vegna borgar sig að fá fagmann strax til að meta skemmdirnar. Annað sem huga þarf að eru gluggar. Það er alltof algengt að þeir fúni vegna viðhaldsleysis. Þá þarf að mála á þriggja ára fresti en margir láta það vera í 10-15 ár. Ef gluggarnir eru ekki málaðir reglu- lega taka þeir í sig allt vatn sem að þeim kemur og fúna og það þýðir að skipta þarf um glugga. Það er nokkuð sem auðveldlega er hægt að komast hjá með góðu viðhaldi. Kæruleysi kostar peninga Það vita flestir að gott viðhald sparar bæði tíma og peninga en það gengur ekki öllum nægilega vel að láta verkin tala. Gluggarnir hafa kannski ekki verið málaðir í langan tíma en það virðist allt í lagi þannig að það er enn látið dragast. Margir verða svo hissa þegar þeir taka allt í einu eftir því að byrjað er að leka með gleri eða gluggum. Það nægir þó ekki í öll- um tilvikum til að eitthvað sé gert í málunum. í kjölfarið fer veggur- inn að innan að skemmast og málningin fer að bólgna upp og þá er vandamálið orðið verulegt. Það er sorglegt að sjá svona dæmi því það er svo auðvelt að koma í veg fyrir þetta með góðu viðhaldi." -gdt Heitt sápuvatn á gluggana Eitt þeirra verka sem nauðsyn- legt er að framkvæma að minnsta kosti árlega er gluggaþvottur. Sumir eru auðvitað duglegri en aðrir við að halda gluggunum hreinum og að sögn Gísla Jónsson- ar hjá gluggahreinsuninni Hrein- sýn er fólk farið að átta sig betur á nauðsyn þess að hreinsa gluggana. „Fólk hefru ekki verið nægilega duglegt við að þrífa hjá sér glugg- ana en mér finnst samt eins og það sé að þreytast til hins betra. Það er nauðsynlegt að þrífa gluggana reglulega og lágmark einu sinni á ári. Það sest mikið salt á gluggana og ef það ekki er hreinsað af verð- ur glerið matt og skemmist fyrr en ella. Þegar gluggamir eru þvegnir er best að nota heitt sápuvatn og sköfu. Ef erfiðlega gengur að nota sköfuna er glugginn skolaður vel. Besti árangurinn fæst með sköf- unni og ef fagmaður er fenginn í verkið er gluggunum skilað alveg tandurhreinum og þurrum og án „helgidaga". -gdt */

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.