Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 7
riT*a
MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999
HÚS Si GARÐAR 23
Samsetning og staðsetning gróðurs í görðum er mjög mikilvæg.
Hermann Georg Gunnlaugsson og Ólafur Melsted landslagsarkitektar.
Hér má sjá ólíka skrautrunna sem settir eru saman þannig að þeir mynda eina
heild.
um sem svo að fólk kaupi einbýlis-
hús sem það gerir ráð fyrir að búa
i næstu 30 árin. Ef það tekur þetta
tímabil og deilir upp í hönnunar-
kostnaðinn er hann óverulegur á
hveiju ári. Ef garðurinn hefur
ekki verið skipulagður þarf
kannski endalaust að vera að
breyta einhverju, t.d. flytja tré,
helluleggja og saga niður þannig
að fólk hefur á endanum eytt
miklu meiri peningum en ella
hefði garðurinn verið skipulagður
í byijun.
Einfaldari form
Nú vill fólk hafa garðana sína
einfaldari en áður, að okkar mati.
Fyrir nokkrum ánnn var mikil
bylgja í gangi þar sem fólk vildi
hafa háa skjólveggi, fossa og læki,
mikið af grjóti og timbri en nú
finnst okkur eins og fólk vilji hafa
hlutina einfaldari. Það vill hafa
einfaldari form og náttúrulegra
umhverfi. Einnig finnst okkur
gömlu klassísku trén vera að
koma aftur, t.d. reyniviður, birki
og hlynur og fljótsprottnari teg-
undir á borð við víðitegundimar
og aspir að vikja. Annars er erfitt
að tala um tísku í þessu sambandi
en það má auðvitað merkja sveifl-
ur í þessari grein eins og öðrum.
Þarf að hugsa fram í tímann
Hvað varðar gróðursetningu og
plöntuval þá er mikilvægt að vera
skynsamur í vali, t.d. á trjátegund-
um. Við höfúm séð svo mörg dæmi
um hið gagnstæða í gömlum görð-
um sem verið er að endurskipu-
leggja. Margir hafa gert sér mjög
erfitt fyrir meö því að planta niöur
óhentugum tegundum miðað við
staðsetningu. Fólk þarf að gera sér
grein fyrir þvi að plöntumar vaxa
þannig að það þarf að hugsa aðeins
fram í tímann. Það er ekki nóg að
vera meö góðan sólpall þar sem gott
er að sóla sig á sumrin ef plantað er
niður tijám sem byrgja fyrir sólina
þegar fram líða stundir."
Ekki er ráð nema í tíma sé
tekið
Þeir Ólafur og Hermann hafa
undanfarið unniö mikið í stórum
verkefnum fyrir fyrirtæki og stofh-
anir en era báðir sammála um að
hönnun einkagarða sé spennandi og
ögrandi verkefni.
„Hvort tveggja er auðvitað spenn-
andi en að mörgu leyti er þetta ólík
vinna. Við hönnun einkagarða
erum við í beinu sambandi við við-
skiptavininn, ólíkt því sem gerist
þegar unnið er fyrir stofnanir og
fyrirtæki.
Það vill samt brenna við þegar
um einkagarða er að ræða að fólk
ætlar sér stundum um of. Það þarf
að huga tímanlega að hönnun garðs-
ins og það gengur t.d. ekki að koma
í maí og ætlast til þess að garðurinn
sé tilbúinn fyrir 17. júní. Það er því
gott fyrir fólk að hafa í huga að ekki
er ráð nema i tíma sé tekið.“ -gdt
BLACK&DECKER
kr. 18.900.- kr. 47.900.- kr. 19.800.- kr. 39.900,-
kr. 69.900.-
KEÐJUSÖG
GK1635T
GARÐURINN 99
Rafmagn i gardmn er besV og umhverfisvænasti
kosturinn sem völ er á i dag. Black & Decker eru
fiemstir i flokki med rafknúin garóahöld. qardslaUu-
véiai; kantskera. limgeróisklipput, mosatætara,
gardkvarnir. keðiusaqir. laufblásara oq laufsugur.
KANTSKERAR
GL200
kr. 4.800.-
GL540
LAUFBLASARI OG SUGA
GW250
kr. 14.900.-
\
kr. 6.900,- GL580 GLC120
kr. 9.600.- kr. 15.900,-
GARÐKVARNIR
LIMGERÐISKLIPPUR
GT260
kr. 8.900.
kr. 13.900.-
GA210i
kr. 36MOO.
SINDRI
V E R S L U N
Borgartúni 31 -105 Rvík • slmi 575 0000
fax 575 0010 • www.sindri.is