Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1999, Blaðsíða 8
24 HÚS & GARÐAR MIÐVTKUDAGUR 5. MAÍ 1999 rsx^a Betri nýting úrgangs stórt skref fram á við Umræðan um nýtingu á lífrænum úrgangi er alltaf að aukast hér á landi enda ekki seinna vænna að við förum að huga betur að umhverf- ismálum. Miklu rusli er hent daglega á heimil- um landsins og að sögn Gunnþórs Guð- finnssonar garðyrkju- fræðings er hægt að nýta 30-50% af heimil- isúrgangi í jarðgerð eða safnhauga. „Ef við minnkum þann úrgang sem þessu nemur sparar það alveg gríðarlega orku í flutningi á sorpi og þýðir auðvitað stórt skref fram á við í verndun umhverfisins. Við urðun á leifum myndast metangas sem er um þriðjungi skaðlegra efni en koltvísýrlingur, sem myndast t.d. við útblástur bíla. Margir eru famir að nýta þann lífræna úrgang sem til fellur í garð- inum i jarðgerð en það er einnig mögulegt að blanda saman heimil- is- og garðaúrgangi." Heimilisúrgangur í lok- aða tunnu Það eru nokkrir möguleikar fyr- ir hendi þegar kemur að safn- haugagerð. Á markaðinn eru komnir sérstakir kassar með mis- munandi mörgum hólfum og einnig er hægt að fá lokaðar safn- tunnur, bæði með og án einangrun- ar. „Vel er hægt að búa til safnhaug án þessara hjálpartækja og hafa hann frítt standandi þó fólk geri það kannski síður. Æskilegt er að haugurinn sé um 11/2 metri á breidd og 11/2-2 metrar á hæð. Vel er hægt að nota heimilisúrganginn, t.d. matarleifar, ávexti, grænmeti og kaffikorg í slíkan haug ef frá- Mögulegt er að blanda saman heimilis- og garðaúrgangi við gerð safnhaugs. KLAUSTURSTEiNN -^ott úrvat af hellum og steinum. Margbreytilegir samsetningar- og mynsturmöguleikar. Fjölbreyttir notkunarmöguleikar Innkeyrslur • Stéttar • Garðstígar • Sólpallar • Bíla- stæði *Götur*Hringtorg •Umferðareyjur*o.m.fl. Skrúðgarðyrkjumeistarinn Jón Hákon Bjamason aðstoðar við val á efni og útfærslur hugmynda. Gerið verðsamanburð if. a HELLUSTEYPA JVJ Vagnhöfða 17 • 112 Reykjavík • Sími 587 2222 • Fax 587 2223 Arfann burt Hægt er að koma í veg fyrir illgresi með því að kaffæra það með trjákurli. Þetta hent- ar mjög vel undir limgerði og tré. Trjákurlið kemur ekki í veg fyrir að gras vaxi upp úr ef mikill grasvöxtur er í beð- inu en ef þetta er gert í upp- hafi á það að ná tilætluðum árangri. Ef spænirnar fúna má bæta ofan á nýjum og ef fólk vill sjá mold má setja hana ofan á spænina. Þess ber að gæta að beðin séu hrein áður en trjákurlið er sett ofan á og passa að hafa ein- hverja brún á beðinu svo kurlið fari ekki út um allt. Sett er u.þ.b. 10 cm lag af trjákurli ofan á moldina og það látið þekja beðið eins og teppi til aö það hafi tilætluð áhrif. gangurinn er góður. Gott er áður en byrjað er að búa til hauginn að setja trjágreinar neðst. Kassa ætlaða undir safnhaug er hægt að fá bæði eins og þriggja hólfa. Ef kassinn er með þremur hólfum er hægt að nota hólf fyrir hvert ár. Margir kvarta yfir því að þrjú ár séu langur biðtími en ann- ar möguleiki er að byrja t.d. að vori að safna í eitt hólfíð. Að hausti er mokað úr því hólfi yfir í það næsta og byrjað að safna aftur í fyrsta hólfið. Næsta vor er mokað aftur úr miðhólfinu og yfir í það þriðja og byrjað upp á nýtt. Því oftar sem blandað er því fyrr verður úrgang- urinn tilbúinn. Safntunnur fást í mörgum gerð- um og stærðum og eru hentugar fyrir heimilisúrganginn. Það getur verið góð leið fyrir þá sem finnst ekki spennandi að setja heimilisúr- ganginn í opinn safnhaug að setja hann í safntunnu og blanda honum saman við garðaúrganginn þegar hann er byrjaður að þroskast." Stoðefni og kalk nauð- synleg „Nauðsynlegt er að blanda stoð- efnum og kalki saman við úrgang- inn. Lífræn efni hafa mikinn raka í sér en stoðefni s.s. hálmur, hey, trjákurl og þurr lauf þurrka upp safnhauginn og binda köfnunar- efni. Hlutfall stoðefna þarf að vera um þriðjungur. Kalk er líka nauð- synlegt því það hjálpar við að halda réttu sýrustigi og skapar betri skil- yrði fyrir örverurnar sem eru aö vinna í safnhaugnum. Ef fólk vill bæta næringargildi haugsins er hægt að blanda saman við hann t.d. fiski- eða kjötmjöli." Hitastigið 40-60 gráð- ur „Við niðurbrot lífrænna efna myndast hiti og æskilegt er að hita- stigið sé á bilinu 40-60 gráður. Ef flugur sækja mikið í safn- hauginn er gott að fá kröftuga virkni í hann með því að moka um í honum og bæta við stoðefnum og jafnvel grænum úrgangi. Ef hann er of blautur og kaldur er blandað við hann meira af stoð- efnum. Á hinn bóginn er grænum úrgangi bætt við ef safnhaugurinn er of þurr og sumir hreinlega vökva hann rétt eins og blómin.“ -gdt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.