Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1999, Blaðsíða 32
36 FIMMTUDAGUR 6. MAI 1999 yags onn Ummæli Borgarstjóri :astar stríðs- hanska „Borgarstjóri kastar stríðs- hanska á rúst- um fylkingar- innar á viö- , kvæmasta ! stigi kosninga- i baráttunnar." Björn Bjarna- i son mennta- niálaráöherra, ÍDV. Hagfræðingar í vanda „Ég get vel skilið þá erfiðu stöðu sem hagfræðingar for- sætisráðherra eru í þessa dag- ana. En eru þeir ekki komnir ofurMtið út fyrir sina fræði- grein þegar þeir benda for- svarsmönnum lífeyrisþega á að hófsamur málflutningur muni skila þeim betri árangri en upphrópanir og gífuryrði." Garðar Sverrisson, vara- form. Öryrkjabandalagsins, í Morgunblaðinu. Sumargjöfin geymd „Búið er að taka ákvörðun um að geyma fram yfir kjör- dag að til- kynna sumar- gjöfina til sæ- greifanna." Össur Skarp- héðinsson al- þingismaður, í DV. Sprengjufólkið „Það má ekki á milli sjá hvert þeirra er ákafast í að sprengja þegar vel viðrar, Madeline Albright, Robin Cook eða Halldór Ásgríms- son." Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður, i Morgunblað- inu. Hvað var Þjóðvaki? „Þjóðvaki, var hann nokk- uð annað en prívatframboð einnar mann- eskju sem þekkti ekki sinn vitjun- artíma?" Sigríður Anna Þórð- ardóttir al- þingismad- ur, í Morgunblaðinu. Listaspíra og grasæta „Meö því að þingeyskir sauðfjárbændur kjósa Stein- grím J. senda þeir listaspíru og grasætu úr vesturbænum á þing." Stefán Jón Hafstein, (Degi. #N^^#| Póstganga Islandspósts 1999 13. maí árið 1776 gaf Kristján vn út tilskipun um póstferðir á íslandi. Til að minnast þess og fyrstu ferðar fastráðins landpósts um Suðurnes stendur Pósturinn fyrir sérstökum göngudögum í maí og júní. Fetað verður í fótspor landpóstsins, en það var árið 1785 sem Sigvaldi Sæmunds- son, frá Sviðholti á Álftanesi, fór fyrstur landpósta frá Bessastöðum til Suðurnesja og austur i sveitir. Geng- ið verður i fimm áföngum á milli pósthúsa, með viðkomu á Bessastöð- um. Reynt verður að fylgja fornum leiðum þar sem það er hægt. í kvöld kl. 20 verður póstgangan Umhverfi sett formlega við pósthúsið í Póst- hússtræti 5. Heimir Þorleifsson sagnfræðingur rifjar upp þætti úr sögu íslenskrar póstþjónustu. Geng- in verður forn leið í Skerjafjörð, þar sem hópurinn verður ferjaður á báti yfir í Seiluna. Þaðan verður síðan haldið áfram að Bessastöðum. ¦ - » - - Gönguleið Garöur Pósthússtrætl ¦ Skcrjafjörour Bessastaolr „ * Reykjanesvltl 13. maí, aðalgöngudaginn, hefst gangan kl. 10 á Bessastöðum og þar mun Ólafur Ragnar Grimsson, for- seti íslands, heilsa upp á hópinn. Einar Rafh Haraldsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofhunar Austurlands: Draumurinn eftirminnilegastur DVi Egilsstöðum: „Þetta verður eflaust afar spenn- andi og skemmtilegt. Ég er að ljúka störfum við Heilbrigðisstofhun Austurlands og mun fljótlega taka alfarið við nýja starfinu, sem reyndar er veitt frá 13. apríl. Það er fólgið í því að veita forstöðu þess- ari stofhun sem á að annast heil- brigðisþjónustu í Austurlandskjör- dæmi, en þó er Höfh ekki með þar sem það er tilraunasveitarfélag," sagði Einar ____________________________ son á Egusstöð Maður dagsins um. Einar Rafn ------------------------------------------ áreiðanlega „Draumur á Jóns- messunótt" eftir Shakespeare, sem sýnt var hér uppi í Selskógi í fyrra. Það var ólýsanlegt að fara um skóg- inn með sýninguna og æfingarnar voru yndislegar," segir Einar, en þarna var hann í hlutverk Oberon álfakóngs. í vetur vann hann enn einn leik- sigurinn, sem prófessor Higgins í My Fair Lady Sú sýning var stór- kostleg og sýndi svo hefur verið ráðinn framkvæmda- srjóri Heilbrigðisstofnunar Austur- lands, sem tók til starfa 1. janúar sl. og tekur yfir átta heilsugæslu- stöðvar og þrjú sjúkrahús. Aðalskrifstofan verður á Eski- firði, en Einar sagðist mundu búa áfram á Egilsstöðum. „Þetta er enga stund farið og svo verð ég á þeytingi út og suður hvort sem er." Einar hefur starfað sem fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnimar á Egilsstöðum imdanfarin nítján ár, svo hann kemur að kunnuglegu starfi. Hann er kennari að mennt og starfaði sem slikur bæði á Akur- eyri og Eiðum áður en hann flutti í Egilsstaði. Einnig er hann mennt- aður í leiklist og leikstjórn þó hann hafi ekki lokið prófi í þeim fræð- um, og sennilega er hann best þekktur fyrir störf sín að þeim mál- um. Hann hefur leikið í fjölmörg- um sýningum hjá Leikfélagi Fljóts- dalshéraðs og leikstýrt átta verk- um. „Eftirminnlegasta sýningin er ekki varð um villst að þetta leik- félag ræður við hvað sem er. Á þessa sýningu kom fólk norðan frá Þistilfirði og sunnan frá Höfn, en ekki sagðist Einar hafa orðið var við gesti frá Bandaríkjunum, enda þótt Flugleiðir hefðu markaðssett slikar ferðir til Egilsstaða. Um tólf hundruð manns sáu My Fair Lady á ellefu sýningum Einar hefur mikinn áhuga á pólitlk og sat átta ár í bæjarstjórn Egils- staða- bæjar fyrir Sjálf- stæð- is- flokkinn, „en þá fanst mér bæjar- málavafstrið vera farið að taka of mikinn tíma frá öðrum verkefhum svo ég dró mig út úr því," sagði hann. Einar hefur fleiri áhugamál, svo sem ferðalög. Fjölskyldan á sumarbústað á Víðihóli á Hólsfjöll- um og fer þangað þegar færi gefst, bæði vetur og sumar. Kona Einars er Guðlaug Ólafsdóttir frá Víði- hóli. Hún hefur einnig starfað mikið við leiksýningar en vinnur nú við At- vinnu- miðlun Austur- lands. Börn Ein- ars eru fimm. Þau eru Elín Sigriður, Kjartan Ólafur, Guðmundur PáU, Einar Þór og Elva Björk. -SB Barþjóna- keppni í kvöld fer fram Bar- þjónakeppnin 1999 á veit- ingastaðnum Astró í Aust- urstræti. Keppt er í fjórum greinum, þar sem reynir á kunnáttu og leikni kepp- enda. Greinaranar eru: Al- mennar spurningar, Hrað- blöndun, Nýsköpun og frumleiki og Frjáls aðferð. Það þarf snör handtók og góða takta í blöndun drykkja, þannig að það má reikna með því að þetta verði eitthvað fyrir augað. Kynnir verður Sigurður Hlöðversson. Skari Skrípó verður með innkomur á milli keppnisgreina og svo Skemmtanir munu strákarnir í Sóldögg skemmta ásamt plötusnúð- um Astró. Sigurvegarinn í keppninni fer síðan til New York ásamt fylgdarliði til þátttöku í alþjóðlegri Beefeater-keppni barþjóna fyrir hönd íslands. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2394: Klakaklár Myndgátan hér að ofan iýsir nafnorði. Vortónleikar Vox feminae Kvennakórinn Vox feminae heldur vortónleika í Kristskirkju í Landakoti í kvóld kl. 20.30. Stjórn- andi er Margrét J. Pálmadóttir og orgelleikari Úlrik Ólason. Tón- leikarnir bera yfirskriftina Da pacem domine - in diebus nostris sem útleggst á islensku Gef oss frið, Drottinn, nú á vorum dögum. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar Orgelsjóði Kristskirkju. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Brahms, Palestrina, Deutsch- mann, Rheinberger og Þorkel Sig- urbjörnsson. Tónleikarnar munu standa í u.þ.b. klukkustund. Miða- sala er hjá kórfélögum og í safhað- arheimili Kristskirkju u.þ.b. tveimur tímum fyrir tónleika. Tónleikar Vox Feminae var stofnaður haustið 1993 en þá tóku nokkrar konur úr 120 kvenna Kvennakór Reykjavíkur sig saman, undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur, og stofnuðu antik-hóp. Markmiðið með stofnun Vox Feminae var að syngja eldri tónlist, andlega og veraldlega. Hópurinn hefur haldið tónleika á ýmsum stöðum hér- lendis. Einnig hefur hann tekið þátt í fjölmörgum tónleikum Kvennakórs Reykjavíkur, m.a. í velheppnaðri söngferð til ítalíu 1996. Kórinn fór í tónleikaferðir til Vínar 1997 og til Kölnar 1998. Bridge Þegar Guðrún Jóhannesdóttir sagði einn spaða á hendi suðurs hafði hún það fyrst og fremst í huga að fá útspil í litnum, en ekki að spila þann lit sem trompsamning. Spilið kom fyrir í heimabridge, tví- menningskeppni sem spiluð var á þremur borðum. Sagnir gengu þannig á einu borðanna, norður gjafari og a-v á hættu: > 2 Austu 1« dobl * D8632 «r> KD943 4 95 » ÁG7Í ? G43 * D108 N V A s * 1U4 1 t» 10865 * ÁD * ÁKG95 Norður pass 4* * AKG7 » -* 1098Í * 643 r Sui 1* p/r >52 Sur Vestur dobl Æ Til greina kemur fyrir norður að opna í upphafi á einum spaða, en það kom ekki að sök í þessu tilfelli að passa. Fjórum spöðum var ekki hægt að hnekkja í þessari legu og n- s fengu skrifaða töluna 590 í sinn dálk. Sagnir þróuðust á annan veg á öðru borði: Norður Austur Suður Vestur pass 1 grand pass 3 grönd p/h Á þessu borði ákvað norður einnig að passa, en fékk að sjá eftir því. Austur ákvað að meta höndina upp á við og opna á einu grandi (15-17 punktar). Vörnin á 5 varnarslagi á spaða, en til þess þurfti suður að spila út spaða í upphafi. Það gerði vörnin einnig, en útspilið var illu heilli spaðasjöan!? Þar með stíflaðist spaðaliturinn fyrir vörnina og sagn- hafi fékk sina upplögðu 9 slagi, vegna hinnar hagstæðu legu í tíglin- um. ísak Örn Sigurðsson K:|0-«áíft,.K y^ifeiiMé*^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.