Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 6
w T ✓"S I T Q T I I Q T
O LUI laolUI CU
lækninum
4. maí 1986 tóku íslendingar í fyrsta skipti
þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva sem þá var haldin í Bergen í Noregi.
Fulltrúar íslands voru Helga Möller, Pálmi
Gunnarsson og Eiríkur Hauksson sem fluttu
lag Magnúsar Eiríkssonar, Gleóibankann.
Þjóðin fylgdist spennt með keppninni, svo
spennt að leiksýningum var víða aflýst, mat-
sölustaðir ýmist tómir eða lokaðir og götur
auðar. Þegar keppninni lauk, upp úr klukkan
tfu, lifnaði bærinn við og í lögregluskýrslum
kom fram að mikil ölvun hefði verið í miöbæ
Reykjavfkur um nóttina. ísland lenti f sextánda
sæti en þrettán ára belgisk hnáta, Sandra
Kim, bar sigur úr býtum með lagið J'aime la
vie. Olli það nokkurri gremju meðal hinna
keppendanna að smástelpa skyldi hiröa verð-
launin. Eftir að úrslit voru kunn báru sigurveg-
ararnir frá árinu áður, Bobysocks, Söndru litlu
á gullstól og hún fékk líka rjómaís. íslendingar
voru þó ekki með öllu óánægðir með sextánda
sætið og haft var á oröi að Evrópa væri hvort
sem er ekki tilbúin fyrir ísland og að íslending-
ar yrðu að gera sér grein fyrir að það væri ekki
hægt aö gleypa heiminn f fyrstu atrennu.
Kjartan Guðjónsson er leikari
og útskrifaðist ‘95. Lífið hefur ver-
ið eintómur dans á rósum síðan og
tipparafélag fékk einkarétt á að
nota Kjartan í auglýsingum sínum.
Einkarétturinn stóð í þrjú ár en er
nú búinn og Kjartan er farinn að
sjást í fjarskiptaauglýsingum.
„Ég er stoltastur af hlutverki
mínu sem kvensjúkdómalæknir í
sunnudagaleikriti sjónvarpsins,“
segir hann. Kjartan er einn af aðal-
spunaleikurum þjóðarinnar.
„Spuninn er farinn í frí og sjálf-
ur er ég í frii í fyrsta skipti síðan
ég útskrifaðist. Maður hefur alltaf
verið í einhveijum sumarstykkj-
um; Stonefree, Veðmálinu og síð-
asta sumar í Þjóni í súpunni. Það
verk er í pásu eins og er en fer í
gang seinna í sumar.“
Hvaö er þá verið aö bardúsa?
„Ég er nú bara að leika mér í
Play Station og svo reynir maður
að ferðast innanlands í sumar.“
Hvaó rekur spunaleikara til að
auglýsa tipp og fjarskipti?
„Þó margir leikarar segist ekki
leika í auglýsingum þá gera þeir
það næstum því allir ef þeim býðst
það. Manni er auðvitað ekki sama
í hverju maður leikur en mér
finnst þetta traust og skemmtileg
fyrirtæki."
Hvaö fékkstu mikiö fyrir?
„Það vil ég ekki segja þér.“
Víst!
„Neiiiii. “
Jœja, þá. Hefuröu fengiö einhver
komment á þetta?
„Já, já. Fólk segir stundum:
„Nei, er þetta ekki karlinn í aug-
lýsingunni." Það er ágætt.“
tvífarar
Valtýr Björn.
Gyröir Elíasson.
Þessir tveir lýsendur eru svo sannarlega tvífarar bæði líkamlega og
andlega. Báðir eru þeir áhorfendur og segja almenningi frá því sem þeir
sjá. Þeir eru eins konar sjáendur sem lita út fyrir að hafa einhvern veg-
inn ekki burði til að taka þátt í lífinu eða leikjunum og ævistarf þeirra
felst því í standa hjá. Svoldið sorglegt í rauninni en um leið er eitthvað
svo sætt við þá. Gyrðir og Björn eru þannig gæjar að það er varla til það
illmenni sem gæti haft það í sér að meiða þá eða særa.
Þeir birtast á skjánum hjá þér á hverju kvöldi og reyna að selja þér eitthvað. Þú
þekkir þá nánast betur en nágrannana enda hefur fjöldi manns á auglýsingastofúm
eytt ómældum tíma í að láta þá líta sem best út. En hvaða gaurar eru þetta eigin-
lega? Eru þetta menn sem þú myndir kaupa notaðan bíl af? Fókus kannaði málið.
HÍ0lg3
mág
„Það man ég ekki. Af hverju
spyrðu? Fyrsta Júróvisjón-
kvöldið? Já, mig minnir að
Helgi mágru- og Þóra konan
hans hafi komið í mat og
bridds. Allavega var enginn að
horfa á sjónvarpið. Ég man að
einhverjir voru að fárast yfir
þessari keppni. Gott ef strák-
arnir mínir fóru ekki til systur
minnar til að horfa á þetta.
Þeir gerðu það yfirleitt þessi
Júróvisjónkvöld. Mér þykir
þessi keppni hins vegar ekki
skemmtileg. Ekki það að hún
fari í taugarnar á mér eða neitt
svoleiðis. Ég hef bara akkúrat
engan áhuga á henni. Júró-
visjónmúsíkin hittir ekki í
mark hjá mér og mér var
nokkuð sama þótt við lentum í
16. sæti. Mér finnst þetta ekki
skipta nokkru máli og hef ekki
hugmynd um hvemig nýjasta
lagið er. Ég er jú annálaður
sérvitringur í tónlist."
mianent eins
Friðrik 2000 flutti í bæinn i jan-
úar. Hann er frá Hvolsvelli, stúd-
ent frá Fjölbraut á Selfossi, er með
afróhár og auglýsir nú einhvern
gosdrykk.
„Ég er sveitamaður í húð og
hár,“ segir Friðrik og fiktar í
krullu, „nema hvað ég er enginn.
helvítis sveitamaður. Ég er kom-
inn í bæinn til að vinna mér inn
peninga svo ég geti látið mig
hverfa þangað sem sólin skín.“
Hvernig er þaö með þetta nafn?
„Ég var bara á fylliríi niðri í bæ
og einhver hálfviti fór að toga í
hárið á mér eins og ég er alltaf að
lenda í. Ég nennti ekki að heyra
sömu spurninguna í þúsundasta
skipti - „er þetta ekta eða kolla?“ -
svo ég spurði gaurinn hvort hann
vissi hver Ástþór Magnússon
væri. „Já,“ sagði hann. „Nú, ég er
Friðrik 2000,“ sagði ég þá og fannst
það helvíti fyndið. Það nafn festist
bara.“
Af hverju afró?
„Mér finnst það bara damn kúl.
Þetta er eitthvað sem enginn hefur
fattað áður. Ég fékk mér þetta í
desember. Áður var ég bara með
einhvern brit-popp lubba.“
Notaröu krullujárn?
„Nei, ég fór bara á hárgreiðslu-
stofu og fékk mér permanent eins
og marnrna."
Fœröu eitthvaö aö ríöa út á
þetta?
„Talandi um mömmu, he, he. Já,
auðvitað, en ég veit ekki hvort það
er út af hárinu eða persónutöfrun-
um. Ég hef nú svo sem aldrei liðið
neinn skort.“
Hvaö rak engan helvítis sveita-
mann til aö byrja aö auglýsa gos?
„Þegar ég flutti í bæinn með af-
róið bjóst ég við að fá eitthvað
svona. Svo voru menn með ferskar
hugmyndir sem hönnuðu auglýs-
inguna þegar þeir sáu hárið á
mér.“
Hvaö grœddiröu mikið á þessu?
„Ég vil ekki gefa neitt upp.“
Hva, ertu hrœddur vió skattinn?
„Nei, ég og skatturinn eram vin-
ir.“
Hefuröu fengiö einhver komment?
„Fólki finnst þetta mjög flott og
kúl dæmi enda er þetta algjör
snilld."
varst
Laugardaginn 4.
1986 klukkan 19
6
f Ó k U S 21. maí 1999