Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 21
Lífid eftir vmnu Skítamórall flytur öll sín bestu Ijóð í Skothús- inu, Keflavík þetta Hvítasunnukvöld. Einhver prestur í sunnudagaskóla laug þv' að börnun- um fyrir nokkrum áratugum að klukkan 6 á Hvítasunnudag mætti sjá hlið sólarinnar opn- ast og Jesú stíga inn. Maðurinn hefur greini- lega ekki áttað sig á þvl að hann var að stefna sjón barnanna I stórhættu, því þau gláptu náttúruleg öll beint I sólina og sáu bara stjörn- ur. Buttercupparar lofa ekta sveitaballi að Laugarhóli T Bjarnarfirði. Ekki erfitt að standa við það, Laug- arhóll er nú uppi I sveit. Sætaferðir og allt. KK-bandið farið heim og Kristján verður einn og yfirgefinn I Víkurbæ í Bol- ungarvík. Þetta eru slð- degistónleikar, hefjast klukkan 16, og svo er kallinn rokinn til Suður- eyrar. Lokadansleikur á Mótel Venusi? Er staðurinn að hætta? Hvað gerum við þá? Engin leið að iðka tilgang lífsins á vegum úti, nema þá úti I skurðum! Papar troða upp á þessu lokakvöldi. Fjúkk, Venus er annars ekkert að hætta. Það stendur hér að Fjóla Runólfsdóttir ætli að sýna olíumálverk I sumar á staðnum. Hinum stóra tilgangi er borgið I bili. Áfram, Guðmund- ur góði! 8-villt er út um allt og sveiflar Skagfirðingum I kvöld á Hótel Mællfelli, Sauðárkrókl. •Leikhús Abel Snorko býr einn, eftir Eric Emmanuel Schmitt hinn franska, verður flutt á Litla sviöi Þjóðleikhússins kl. 20. Sími 5511200. Hellisbúinn býr I helli slnum I íslensku óper- unni. Sýning kl. 20. Bjarni Haukur Þórsson er hellisbúinn. Siminn er 551 1475. •Opnanir Þau Alda Sigurðardóttir, Steinunn Helga Sig- uröardóttir og Hlynur Hallsson opna um helg- ina nýjan sýningarstað fyrir myndlist og heitir hann Exhlbition Place - Garöur Udhus Kúche. Eins og nafnið bendirtil er þetta garöur, útihús og eldhús, en sá böggull fylgir skammrifi að garðurinn er á Selfossi, útihúsið I Lejre I Dan- mörku og eldhúsið er til húsa I Hannover I Þýskalandi. Gestir sem mæta I garðinn á Sel- fossi fá þó að klkja á hina staðina gegnum Netið og það sama gildir um gesti á megin- landinu. Tilgangurinn með þessum nýja sýn- ingarstað er að gefa listamönnum tækifæri til að spreyta sig á nýjum sýningarmöguleika utan veggja hefðbundins vettvangs fyrir mynd- listarsýningar. Fyrirkomulagið krefst þess að listamaðurinn glími við óllk rými og ólíkar for- sendur sem rýmin gefa honum hvert um sig og öll saman sem ein heild. Fyrsta sýningin verður opnuð I dag, klukkan 14 að íslenskum tíma. Það verður Gjörningaklúbburinn - The lcelandic Love Corporation - Dóra ísleifsdótt- ir, Eirún Sigurðardóttir, Jóni Jónsdóttir og Sig- rún Hrólfsdóttlr - sem riða á vaðið en þær stöllur hafa verið að gera garðinn frægan und- anfarin misseri með sínum kærleiksþrungnu giörningum og innsetningum. Þær hafa sýnt I Reykjavík, Berlín, Ósló, Kaupmannahöfn, Amsterdam, París og New York og eru einu myndlistarmennirnir sem sjást frá tunglinu. Þær verða meö gullfallegan opnunargiörning í Listasafni íslands eru gömlu goðin upp um alla veggi: Kjarval, Þorvaldur Skúlason og fleiri slíkir. Lifl sagnfræðin! Samsýning 18 myndasöguhöfunda frá Norður- löndunum, Cap au Nórd stendur yfir I Norræna húsinu. Sýningin var fyrst sett upp á mynda- sögumessunni miklu I Angouléme I Frakklandi og hefur slðan ferðast um Norðurlöndin. I and- dyri er sýning á myndasögum I dagblöðum. Þá er allskonar sprell og teiknimyndastuð I gangi og því gráupplagt að skreppa. I anddyri Hallgrímskirkju sýnir Björg Þor- steinsdóttir sex málverk. Myndirnar eru fiest- ar unnar á þessu ári og eru gerðar með akryllitum á striga. Einnig eru flórar vatnslita- myndir eftir Björgu til sýnis I safnaðarsal kirkj- unnar. Sýningin er opin daglega frá kl. 10-18 og stendur út maí. Bandariski listamaðurinn Jlm Butler sýnir sem fastast I Ganglnum, Rekagranda 8 Hugmynd- ir Jims eru skemmtilegar, t.d. málar hann upp- blásinn sebrahest sem loftið er að leka úr. Sýningin stendur fram eftir sumri. Haukur Dór sýnir I myndlistarsal Smlðjunnar Ármúla 36. Málverkin eru unnin á papplr og striga með akríl og ollu. Á Kjarvalsstööum er líf I tuskunum. Spessi er með bensínsstöðvarnar slnar, Kjarval með drauga I mosa og hrauni og Michael Young með smart-hönnun eftir sig og Jasper Morri- son og Marc Newson. kl. 14.30 í garðinum á Selfossi og aðrar tengdar uppákomur á hinum stöðunum. Sýn- ingin verður slðan opin alla sunnudaga, klukk- an 16-18 að staðartíma, eða eftir samkomu- lagi á hverjum stað. •Sport Kotra er skemmtilegt spil. Þú reynir að verða fyrri til að koma öllum köllunum þínum I kot og hefurtil þess tvo teninga. Passa þarf upp á aö skilja engan kall lengi eftir einan á báti þvl þá getur andstæðingurinn komið honum úr leik og tafið fýrir öllu. Á Grandrokk er verið að keppa I þessu I dag. Mótið hefst klukkan 17. •Feröir Ferðafélagið býður til gönguferða við allra hæfi. í dag veröur til dæmis rölt um Reykja- nesskagann og komið við á Þórðarfelli, Sand- fellshæð, Eldvörpum (ekki þó I birgðageymsl- um varnarliðsins) og I Staðarhverfi. Þetta tek- ur svona 5 tii 6 klukkutíma og er hið argasta fjör! Staðarskoðun hefst í Viðey um leið og ferjan klukkan tvö er komin yfir. Kirkjan verður skoð- uð, fornleifagröfturinn og fleira I næsta ná- grenni húsanna og loks Viðeyjarstofa sjálf. MánudagurN 24. maí Nú er Taktík búin að róta græjunum sínum I burtu með aðstoð 3x67 en Guömundur Rúnar er mættur aftur og fær að þessu sinni aðalsviðið tii umráða. Við erum að tala um Kringlukrána, folks. •K rár Bubbl rifjar upp sem fýrr á Fógeta. Á móti sól er á Gauknum. Selfoss mlts Bjarni Friðriks. Liz Gammon, sem leikur á Café Romance, segir íslenskar fyllibyttur góðhjartaðar. Ætli það sé ekki vegna þess að þær eru að stíga I vængin við hana og eru þvl að sýna á sér sín- ar bestu hliðar. Sjaldan fá fautar skaut. Nú ber svo við að Hálft í hvoru er aftur á Kaffi Reykjavík. Kraftaverk. D j ass Tvær hljómsveitir koma fram á tónleikum I Tónlistarskóla Hafnarfjaröar. Hásal, klukkan 20.30. Þetta eru Jazzmenn og Kvartett Möll- erbræðra. Jazzmenn skipa þeir Birgir Braga- son á bassa, Carl Möller á planó, Alfreö Al- freðsson á trommur, Þorleifur Gíslason á sax- ófón og Stefán Ómar Jakobsson á básúnu. Möllerbandið samanstendur af Carli og Jóni Möller, áðurnefndum Birgi og Guðmundi Steingrímssyni trommara. •Sveitin Nú er hún Bergþóra okkar Árnadóttir með það á prjónunum aö dúkka upp á Borgarfirði eystra. Sjá nánar götuauglýsingar. Síðan verö- ur stefnan tekin á Seyðisfjörð, Vopnafjörð, Bakkaljörð, Þórshöfn, Raufarhöfn, Kópasker, Húsavlk, Akureyri og Grímsey, svo eitthvað sé nefnt. Nánar um það síðar. Kristján flækist enn um Vestfiröina. Suðureyri við Súgandafjörð er tilvalinn staður fyrir næsta konsert. í plássinu er dálítið félags- heimili og þar riggar meistarinn um giggí klukk- an 21. Sýnið nú lit og mætið svo framtakið fari ekki I súginn. •Leikhús Hellisbúinn býr I heíli slnum I íslensku óper- unni. Slðdegissýning kl. 18. BJarni Haukur Þórsson er hellisbúinn. Siminn er 551 1475. Þjóðleikhúsið sýnir Rent eftir Jonatan Larson á stóra sviðinu kl. 20.30. Þetta er söngleikur sem öfugt flesta slíka sem hafa ratað á fjalirn- ar undanfarin misseri er nýr. Ekki þó alveg þvl þráðurinn er að hluta spunninn upp úr óper- unni La Boheme - ekki þó tónlistin. Sagan seg- ir frá ungum listnemum I New York og lif þeirra innan um dóp, alnæmi, ást, spillingu, greddu og rómantlk. Baltasar Kormákur leikstýrir en meðal leikenda eru flestar af yngri stjörnum leikhússins: Rúnar Freyr Gíslason, Björn Jör- undur Frlðbjörnsson, Brynhlldur Guðjónsdótt- Ir, Atll Rafn Slguröarson og Margrét Elr HJart- ardóttlr auk nokkurra eldri brýna á borð við Steinunni Ólínu Þorstelnsdóttur og Helga Björns. Bíó Undanfarna tvo mánuði hefur MÍR staöið fyrir sýningum á blómyndum og óperum eftir sög- um Púshklns, en hanri á 200 ára afmæli um þessar mundir. Síöasta Púshkinsýningin hefst klukkan 15 og er Ævlntýrið um Saltan keis- ara. Þetta er leikin mynd frá Mosfilm (sem er ekki I Mosfellsbæ). Myndin er frá sjöunda ára- tugnum og fjallar um Saltan og son hans, Gvldon fursta, en hin fagra Tsarina er örlaga- valdur ævintýrisins. Þetta er falleg og skemmtileg sýning um baráttu góðs og ills, þrótt og hugrekki, fegurð og göfgi, hetjudáðir og ást. Mörg atriði I kvikmyndinni þykja áhrifa- mikil og tæknilega skemmtilega útfærð, jafn- framt þvl sem raunsönn mynd þykir gefin af þjóðlífi og siðum I hinu forna Rússlandi. Að- gangur er ókeypis og börn sérstaklega vel- komin. MÍR er til húsa á Vatnsstíg 10. Jæja, þá er komið að Stuttmyndadögunum í Reykjavík. Það er Kvikmyndafélag íslands og DV sem standa fýrir þessum viðburði. Vett- vangurinn er Tjarnarbíö, þetta hrekkur I gang klukkan 15.30 og stendur yfir I þrjá daga. 20 myndir verða sýndar og einn fýrirlestur verður fluttur hvert kvöld. Eftir 15 myndir I kvöld flyt- ur Einar Már Guðmundsson tölu sina. Hann fjallar um handritsgerð. tSport Klukkan 14 hefst opið skákmót inni á Grandrokk. Allir mega koma og reyna sig við meistarana sem þarna hanga. Leikir 2. umferðar úrvalsdeildar karla I knatt- spyrnu fara fram I kvöld og hefjast allir ki. 20.00. Leikirnir eru þessir: Leiftur-KR, Valur- ÍBV, ÍA-VIkingur, Grindavík-Breiðablik og Fram- Keflavík. •Feröir Þaö er fallegt I Hvalfirði, sérstaklega ef þið labbið inn Botnsdalinn og upp að Glym. Ferða- félagið ætlar einmitt að bjóða upp á slíkt vorævintýri. Þetta er þriggja til fjögurra klukku- stunda ganga og lagt af stað klukkan 13 frá BSÍ (austanmegin) og Mörkinni 6. Glymur er hæsti foss landsins og stundum notaður I brjálað ísklifur á veturna. í Viðey hefst staðarskoðun um leið og messu I kirkjunni likur. Hægt er að mæta til messunn- ar með ferju klukkan 13.30 en annars eru ferðir á klukkutíma fresti frá 13-17, á heila tímanum úr landi en á þeim hálfa úr eynni. I staðarskoðuninni er m.a. klkt á fornleifaupp- gröftinn. Þriðjudagur 25. maí Popp Gospelsystur Kvennakórs Reykjavíkur verða meö stórtónieika I Borgarleikhúsinu klukkan 20 og 22. Yfirskrift tónleikanna „Heitar rætur" lýsir efnisskránni vel þar sem dagskráin sam- anstendur af lögum þar sem áhersla er lögð á tjáningaríka Gospel og Rythmatónlist með afró-dansi og trommuleik. Einsöngvari á tón- leikunum verður Anna Sigga. Góðir gestir verða á tónleikunum, þau Ivonne Kraal og Rol- and frá Svlþjóð. Ivonne mun stjórna dansinum og auk þess að dansa „sóló“ mun hún dansa með kórkonum I léttri afró-sveiflu við trumbu- slátt Roland og félaga. Hljómsveit undir stjórn Stefáns S. Stefánssonar sér um undirleik á tónleikunum. Stjórnandi kórsins er Margrét J. Pálmadóttir, sem auk þess að stjórna kórn- um, mun blúsa eins og henni einni er lagið og á án efa eftir að fara á kostum. •Kr ár Andrea Gylfa og Eddl Lár flytja djass, blús, popp og rokk á Næsta bar, Ingólfsstræti la. Bland I poka fýrir þá sem hafa gaman af kraftmiklum og tregablöndnum söng. Húsiö opnað kl. 22. Og Eyjólfur! Llka á Kaffi Reykjavík. Nú vantar bara Karma til að loka hringnum. Rðringsbassaleikarinn Jón Ingólfsson er líka trúbbi og það ekki af verri endanum. Hann nýt- ir sér hæfileika slna til að ná I smáaukapen- ing á Fógetanum I kvöld. Stefnumót 10 á Gauki á Stöng er undirlagt af rokki og róli, eins og ekki sé nóg af þvi fýrir I þjóðfélaginu. Maus, Hljóðnótt (fyrrum Sóma), Útópía og plötusnúður kvöldsins, sem er Jonny Phive, troða upp. Að venju kostar að- eins 500 KR. inn. Bein útsending verður frá tónleikunum á coca-cola.is Hlutskipti Liz Gammon er að skapa ööru fóiki réttu stemninguna svo það geti parað sig og fram- kvæmt tilgang lífsins I kjölfarið. Er ekki einhver halurinn sem sækir Café Romance til I að para sig með henni? Það er svo sárt að vera I þessum sporum, sjáiði til, að horfa á en ekkert fá. D j a s s Djasssöngkonan Tena Palmer hefur starfað I Reykjavík undanfarin ár og komið oft fram, gjarn- an með Hilmarl Jenssyni. Nú ætlar hún, I tilefni þess að Billie Holiday söng svanasöng sinn fýrir 40 árum, að flytja okkur tón- list hennar I Iðnó. Á efnis- skránni verða lög á borð við God Bless the Child, Sophisticated Lady, Get out of Town og Billie's Blu- es. Meðleikarar eru planó- leikarinn Kjartan Valdemarsson, Samúel Samú- elsson básúnuleikari, Óskar Guöjónsson, sem leikur gjarnan á beinan tenórsax, Þórður Högna- son er bassaleikarinn og Pétur Grétarsson sér um trommuslátt. Atburðurinn hefst klukkan 20.30. út aö boröa AMIGOS ÍrCfCt Tryggvagötu 8, s. 5111333. „Erfitt er að spá fýrirfram I matreiðsluna, sem er upp og ofan.“ Op/'ð í hádeginu virka daga 11.30- 14.00, kvöldin mán.-fim. 17.30- 22.30, fös.-sun. 17.30-23.30. Barinn er opinn til 1 á virkum dögum en til 3 um helgar. Askur CrCtÍt Suðurlandsbraut 4, s. 553 9700. „Allt er eins og ævinlega á Aski, þar á meðal matseðillinn." Opiö sunnu- til fimmtudaga, kl. 11- 22, og föstu- og laugardaga, kl. 11-23.30. AUSTUR INDÍAFELAGIÐ ititttit Hverfisgötu 56, s. 552 1630. „Bezti matstaður austrænn- ar matargerðar hér á landi." Opið kl. 18-22 virka daga og til kl. 23 um helgar. ARGENTÍNA *<r Bar- ónsstíg lla, s. 551 9555. „Bæjarins besta steikhús hefur dalað." Opiö 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar. ASÍA it Laugavegi 10, s. 562 6210. Opiö virka daga 11.30-22 en 12- 23 um helgar. CAFÉ ÓPERA Lækjargötu 2, s. 522 9499. CARPE DIEM * Rauðarárstíg 18, s. 552 4555. CARUSO Ítitit Þingholtsstr. 1, s. 562 7335. „Þvert á Islenska veitingahefð hefur hin rustalega notalegi Caruso batnað með aldrinum." Opiö 11.30-14.00 og 18.00-23.00 virka daga. Föstudaga 11.30-14.00 og 18.00-24.00, laugard. 11.30-24.00 og sunnud. 18.00-24.00. CREOLE MEX itititit Laugavegi 178, s. 553 4020. „Formúlan er lík- leg til árangurs, tveir eig- endur, annar I eldhúsi og hinn I sal.“ Opiö 11.30-14 og 18-22 á virkum dögum en 18-23 um helgar. EINAR BEN Veltusundi 1. 5115 090. Opiö 18-22. ESJA ttit Suðurlandsbraut 2, s. 568 9509. „Mild Ijós, mildir litir og speglar með hengiplöt- um tempra hinar ströngu og þéttu mötuneyt- israðir borðanna. Þótt Esjan sé ópersónuleg er hún um leið næstum þvi hlýleg." Opiö 12-14.30 og 18-23 alla virka daga, 12-14.30 og 18-22 föstudaga og laugardaga. GRILLIÐ itititit Hótel Sögu v/Hagatorg, s. 5252 9960. „Glæsilegur útsýnissalur milli- klassahótels með virðulegri og alúðlegri þjónustu, samfara einum allra dýrasta matseðli landsins." Opiö 12-14.30 og 19-22.30 virka daga, 12-14.30 og 18-22 föstu- og laugar- daga. HARD ROCK CAFÉ itit Kringlunnl, s. 568 9888. H o r n I ð it it it it , Hafnarstrætl 15, s. 551 3340. „Þetta rólega og litla Ítalíuhorn er hvorki betra né verra en áður. Eldhúsið eropiö kl. 11-22 en til kl. 23 um helgar. HÓTELHOLT ititititit Bergstaðastrætl 37, s. 552 5700. „Listasafnið á Hótel Holti ber I matargerðarlist af öðrum veitingastofum lands- ins.“ Opið 12-14.30 og 19-22.30 virka daga, 12-14.30 og 18-22 föstu- og laugardaga. HÓTEL ÓÐINSVÉ ttil v/Óðlnstorg, s. 552 5224. „Stundum góður matur og stundurn ekki, jafnvel I einni og sömu máltíð." Opiö 12-15 og 18-23 virka daga, 12-15 og 18-23.30 föstu- og laugardaga. HUMARHÚSIÐ itititit Amtmannsstíg 1, s. 561 3303. „Löngum og hugmyndaríkum matseðli fýlgir matreiðsla I hæsta gæðaflokki hér á landi" Opiö frá 12-14.30 og 18-23. IÐNÓ ðóð Vonarstrætl 3, s. 562 9700. „Matreiðsla, sem stundum fer sínar eigin slóð- ir, en nær sjaldan hæstu hæðum. Enginn réttur var að neinu leyti misheppnað- ur, en fáir minnisstæðir." Opiö frá 12-14.30 og 18-23. ÍTALÍA itit Lauga- vegi 11, s. 552 4630. J Ó M F R Ú I N ititititit Lækjar- götu 4, s. 5510100. „Eft- ir margra áratuga eyðimerkurgöngu íslendinga getum viö nú aftur fengið danskan frokost I Reykjavík og andað að okkur ilminum úr Store- Kongensgade." Opiö kl. 11-18 alla daga. KÍNAHÚSIÐ ttitititit Lækjargötu 8, s. 551 1014. „Kinahúsið er ein af helztu matarvinjum miðbæjarins." Opiö 11.30-14.00 og 17.30- 22.00 virka daga, 16-23 laugardaga og 17-22 á sunnudögum. KÍNAMÚRINN ititit Laugavegi 126, s. 562 2258 LAUGA-ÁS ititititit Laugarásvegi 1, s. 553 1620. „Franskt bistró að íslenskum hætti sem dregur til sln hverfisbúa, sem nenna ekki að elda I kvöld, barnafjölskyldur utan úr bæ og ferðamenn utan af landi og frá út- löndum." Opið 11-22 og 11-21 um helgar. LÓNIÐ ititit Hótel Loftleiðum v/Reykjavíkur- flugvöll, s. 505 0925. „Þjónusta var skóluð og góð, sumpart svo alþjóðleg, að hún skildi ekki íslenzku, enda fremur ætluð hótelgestum en fólki innan úr bæ." Opiö frá 5.00 til 22.30 alla daga vikunnar. LÆKJARBREKKA it Bankastræti 2, s. 551 4430. < <r MADONNA ititit Rauðarárstig 27-29, s. 893 4523 „Notaleg og næstum rómantísk veitinga- stofa með góðri þjónustu og frambærilegum Ítalíumat fýrir lægsta verð, sem þekkist hér á landi." Opiö virka daga 11.30-14.00 og 18.00- 23.00 og 17-23.30 um helgar. PASTA BASTA ititit Klapparstíg 38, s. 561 3131. „Ljúflr hrísgrjónaréttir og óteljandi til- brigði af góðum pöstum en lítt skólað og of upp- áþrengjandi þjónustufólk." Opiö 11.30-23 'f virka daga og 11.30-24 um helgar. Barinn er opinn til 1 virka daga og til 3 um helgar. PERLAN itititit Öskjuhllð, s. 562 0200. „Dýrasti og glæsilegasti veitingasalur landsins býður vandaða, en gerilsneydda matreiðslu" Opiö 18.00-22.30 virka daga og til 23 um helgar. POTTURINN OG PANNAN, Brautar- holti 22, s. 551 1690. „Einn af ódýrustu al- vörustöðum borgarinnar býður eitt bezta og ferskasta salatborðið." Opiö 11.30-22. RAUÐARÁ Rauðarárstíg 37, s. 562 6766. REX itilitil Austurstræti 9, s. 551 9111. „Rex kom mér á óvart með góðri, fjölbreyttri og oftast vandaöri matreiðslu, með áherzlu á ein- föld og falleg salöt, misjafnt eldaðar pöstur og hæfilega eldaða fiskrétti." Opiö 11.30-22.30, 11.30-23.30 föst., 14-23.30 lau. og 18-22.30 sun. SHANGHÆ * Laugavegi 28b, s. 551 6513. Opiö virka daga 11.30-22 en 12-23 um helgar. SKÓLABRÚ itit Skólabrú 1, s. 562 4455. „Mat- reiðslan er fögur og fín, vönduð og létt, en dálítið frosin." Opiö frá kl. 18 alla daga. TILVERAN ttitititit Llnnetsstig 1, s. 565 5250. „Það eru einmitt svona staðir, sem við þurfum fleiri af til að fá almenning til að lyfta smekk sínum af skyndibitaplani yfir á fýrstu þrep almennilegs mataræðis." Opiö 12-22 sunnudag til fimmtudags og 12-23 föstudag og laugardag. VIÐ TJÖRNINA ððóóft Templarasundl 3, s. 551 8666. „Tjörnin gerir oftast vel, en ekki alltaf og mistekst raunar stundum." Opiö 12-23. ÞRÍR FRAKKAR ititititit Baldursgötu 14, s. 552 3939. „Þetta er einn af hornsteinum ís- lenskrar matargerðarlistar og fiskhús landsins númer eitt." Opiö 11.30-14.30 og 18-23.30 virka daga og 18-23.30 um helgar en til 23 föstu- og laugardag. ♦ r Stendur þú fyrir einhverju? Sendu upplýsingar í e-mailfokus@fokus.is / fax 550 5020 21. maí 1999 f Ókus r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.