Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 18
? haf
Á síðustu dögum hafa
lesendur Fókus-vefs-
ins valið sína eigin feg-
urðardrottningu úr
föngulegum hópnum
sem nú gengur um
svið Hótel Broadways.
Skemmst er frá að
segja að Bjarney Þóra
Hafþórsdóttir tók
snemma forystu í
þessari gagnvirku könnun (20,6%) og hélt
henni enn þegar Fókus fór i prentun. Bjarney
er á þriðja ári á náttúrufræðibraut í Mennta-
skólanum á Akureyri, hefur m.a. áhuga á fót-
bolta, börnum og að hafa það gott heima.
Anna Þóra Þorgllsdóttir kemur fast á hæla
Bjarneyjar, var komin með 16,9%. Hvort les-
endur Fókuss hafa sama smekk og fegurðar-
dómarar kemur í Ijós í kvöld.
Bubbl Morthens ætlar ekki að vera með í
jólaplötuflóðinu í ár. Þetta verða þó síður
en svo
Bubbalaus
jól því það
á að gefa
út allar
sólóplötur
Bubba i
kassa. Það
verður dýrt að gleðja Bubbaaðdáandann í
ár því þetta eru eflaust orönar einar 20
plötur hjá hr. Morthens. Allar plöturnar
verða „endurmasteraðar" og eflaust verð-
ur óútgefið efni haft með til að auka áhug-
ann. Ekki er komið nafn á gripinn en „Box
með Bubba" hlýtur að vera álitlegur kostur.
Birgir „Bix“ Sigurðsson, hljóðgruflarinn
glúrni sem einu sinni var kenndur við Innn-
útgáfuna, flutti fýrir nokkru til San
Francisco til að
skipta um umhverfi
og finna sér nýjan
Kaffibar, eins og
hann segir sjálfur.
Hann hefur verið að
bauka við ýmislegt;
var fenginn til að
hanna vef fyrir
stærstu módelskrif-
stofuna f borginni og
hljóðvann tónlist fýrir
einhvern Adam sem sérhæfir sig í að end-
urgera eldgömul gyðingalög. Bix er svo
auðvitað með ýmis önnur járn í eldinum.
GusGus flengist nú um heiminn. Kven-
mannslausu mennirnir spila í Athletic-
klúbbnum í Hollywood í kvöld og I Palace í
Los Angeles annað Ijvöld.
Uppselt er|á tónleikana.
Fyrir viku spilaði bandið á
einum af sínum mikil-
vægustu tónleikum,
6000 manna tónleikum
sem Víva-sjónvarps-
stöðin hélt í Köln.
GusGus skiptu aðal-
hlutverki kvöldsins
með Underworld en
Jimi Tenor og Mouse on
Mars komu líka fram. Að sögn voru þetta
einir allra bestu tónleikar GusGus og hljóð-
gaurinn Páll Borg varð klökkur af gleði eft-
ir á. Allir söknuðu þó Hafdfsar, bæði áhorf-
endur og hljómsveitarmeðlimir.
Liíid eítir vmnu
Hellisbúinn býr
I helli sfnum f
íslensku óper-
unni. Sýning
kl. 20. Bjarni
Haukur Þórs-
son er hellisbú-
inn. Síminn er 551 1475.
Hádeglsleikhús Iðnó sýnir Leltum aö ungri
stúlku eftir Kristján Þórð Hrafnsson kl. 12.
Leikritið er hálftími að lengd og á eftir fá gest-
ir hádegismat og ættu að vera aftur komnir til
vinnu á slaginu eitt. Magnús Gelr Þórðarson
leikhússtjóri leikstýrir en Llnda Ásgelrsdóttir
og Gunnar Hansson leika. Sfminn er 530
3030.
ís Maöur ' mlslitum sokk-
i.4 um eftir Arnmund Back-
M man er á Smfðaverk-
j M - ’ kM stæ6i ÞJóðleikhússins
V jhf HatE kl. 20.30. Þessi farsi
■fjfm gengur og gengur. Enn
■ » eitt 6an6stykki£) með
• Æ S „gömiu leikurunum" - að
þessu sinni Þóru Friö-
bí riksdóttur, Bessa
Bjarnasyni og Guðrúnu
Þ. Stephensen. Síminn er 551 1200 fyrir þá
sem vilja panta miða á sýningu einhvern tfma
f framtíðinni.
Þjðöleikhúsið sýnir Rent eftir Jonatan Larson
á stóra sviðinu kl. 20.30. Þetta er söngleikur
sem öfugt flesta slfka sem hafa ratað á fjalirn-
ar undanfarin misseri er nýr. Ekki þó alveg því
þráðurinn er að hluta spunninn upp úr óper-
unni La Boheme - ekki þó tónlistin. Sagan seg-
ir frá ungum listnemum f New York og Iff þeirra
innan um dóp, alnæmi, ást, spillingu, greddu
og rómantík. Baltasar Kormákur leikstýrir en
meðal leikenda eru flestar af yngri stjörnum
leikhússins: Rúnar Freyr Gíslason, BJörn Jör-
undur Friöbjörnsson, Brynhildur Guðjónsdótt-
Ir, Atli Rafn Sigurðarson og Margrét Elr Hjart-
ardóttir auk nokkurra eldri brýna á borð við
Steinunn! Ólínu Þorstelnsdóttur og Helga
Björns.
Rommí er f kvöld sunnan heiða, nánar tiltekið
I Iðnó kl. 20.30. Erllngur og Guðrún Ás eru
bæði sæt og kvikindisleg saman. Sfmi 530
3030.
Sex í svelt er vinsælasta
stykki Borgarleikhússins
þetta árið. Leikarar:
Edda Björgvinsdóttir,
Björn Ingi Hilmarsson,
Ellert A. Ingimundarson,
Gísli Rúnar Jónsson,
Rósa Guðný Þórsdóttir
og Halldóra Geirharðs-
dóttir. Sfmi 568 8000.
Tvelr tvöfaldir á Stóra sviði Þjóðleikhússlns
kl. 20. Uppselt. Upplýsingar um lausa miða á
næstu sýningar í sfma 5511200.
•Kabarett
Fegurðarsamkeppni Is-
lands á Broadway. í
kvöld fær einhver
ungpfan tár f augun
og skjálfta f hnén
þegar hún fær að
vita að dómnefnd
þótti hún fegurst allra.
Á eftir leikur Skíta-
mórall.
•Opnanir
Myndíistar- og Ijóðasýningin Lifæöar hefur verið
sett upp á nokkrum sjúkrahúsum vfðs vegar um
landið. Þessi sýning er f boði lyfjafyrirtækisins
Glaxo Wellcome á íslandi.Sýningin verður opnuð
á Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri I dag, klukk-
an 15. Hugmyndin að sýningunni kviknaði við
lestur viðtals við Kristján T. Ragnarsson, yfir-
lækni endurhæfingarstöðvar Mount Sinai-sjúkra-
hússins í NewYork, sem sagöi frá því að hann
hefði keypt verk eftir listakonuna Laufeyju Vil-
hjálmsdóttur til að fegra og lífga upp á ganga
spítalans. Forráðamenn íslensku menningar-
samsteypunnar ART.IS töldu ekki sfður þörf á að
gleðja þá sem um sárt eiga að binda vegna sjúk-
dóma hér á landi og voru þvf nokkrir yfirmenn
sjúkrahúsa spurðir hvernig þeim litist á hug-
myndina. Þeir tókuhenni allir fagnandi og var þá
framkvæmdinni hrundið af stað.
i dag, klukkan 16, opna 2. árs textílnemar úr
Myndllsta- og handíðaskólanum samsýningu f
Gallerí Nema hvað við Skólavöröustfg 22c.
Þeir sýna þar frjálsan textíl. Sýningin er opin
frá 14-18 um þessa helgi og næstu.
•Fundir
Væntanlegir BS-kandídatar í hjúkrunarfræði
kynna lokaverkefni sín og meistaranemar f
hjúkrunarfræði kynna rannsóknaráætlanir sfn-
ar í Elrbergi, húsnæöi námsbrautar í hjúkrun-
arfræði, Eiríksgötu 34. Allir eruvelkomnir.
Kaffiveitingar í boði. Aðgangur ókeypis.
Kynning á BS-verkefnl nemenda námsbrautar í
sjúkraþjálfun fer fram frá klukkan 10.30 til
15.40. Kynningin fer fram f Læknagarði, 3.
hæð, og eru allir sem áhuga hafa velkomnir.
Hvert erindi er20 mfnútur, 15 mfnútur f fram-
sögu og 5 mínútur f spurningar og umræður.
Ólafur Ármann Óskarsson og Jón Harðarson
ríða á vaðið með fitumælingar; aðferðir og notk-
un. Þvi næst mæta Róbert Magnússon og Sig-
urjón Rúnarsson til leiks með umfjöllun um
styrktarþjálfun. Þar á eftir er það Kristinn Magn-
ússon með meðferðarheldni og loks kemur upp
Kristín Rós Óladóttir og talar um ofþjálfun. Svo
er hádegishlé. Trausti Hrafnsson og Valgeir
Sigurðsson hefja leik eftir matartímann með
tölu um álagseinkenni þeirra sem vinna við tölv-
ur og að því loknu flytja Inga Margrét Friðriks-
dóttir og ída Braga Ómarsdóttir ritverk sitt um
hálshnykksáverka og vfsa til þolmælinga hjá
konum með langvarandi einkenni eftir háls-
hnykksáverka. Karl Guðmundsson fjallar þá um
vöðvarafrit af m. multifidus hjá fólki með óstöð-
ugleika f baki og Oddbjörg Erla Jónsdóttir talar
um óstöðugleika fram á við f axlarlið. Svo er hlé.
í sfðustu lotu tala fýrst Ása Dóra Konráðsdóttir
og Berghildur Ásdís Stefánsdóttir um greiningu
og meðferð sinabólgu í snúningsvöðvum axla
en Halldóra Sigurðardóttir kemur f kjölfarið
með tölu um áhrif relaxins á grindarlos ófrískra
kvenna. Hólmfríður Berglind Þorsteinsdóttir og
Alma Anna Oddsdóttir klára svo samkomuna
með erindi um áhrif slökunar á líðan fólks með
vefjagigt.
•Sport
Knattspyrna i. deild karla. Fyrsta umferð: KA-
Víðir, Fylkir-FH, KVA-Dalvfk, Stjarnan-Skallagrímur
og Þróttur R.-ÍR. Allir leikirnir hefjast kl. 20.00.
•Feröir
Hvernig væri að skreppa á Hvannadalshnjúk?
Ferðafélag íslands er á leiðinni þangað og
leggur af stað klukkan sjö f kvöld. Þessi ferð
stendur fram á mánudag þannig að betra er
búa sig vel. Hnjúkurinn nær 2.119 metra yfir
sjávarmál sem kunnugt er.
Popp
Nú færist átak Kidda kanínu, „Lágmenningar-
borgin Reykjavík 1999",'lnn á Kaffi Thomsen.
Wiseguys og Les rythms digltales mæta gal-
vaskar og láta Hafnarstrætið nötra. Með i för
er PS Daði, alíslenskur snúður.
•K1úbbar
DJ Siggi Hlö er öe kúlest of ðe kúl núna en
man þá tfð er plötusnúðar voru bara diskótek-
arar en ekki framlínugoð sem allir vilja sofa
hjá. Hann er f Leikhúskjallaranum í kvöld.
✓Wall of Sound tónleik-
ar á Thomsen. Touche
betur þekktur sem
Wiseguys þeytir skffum
á efri hæðinni. Á þeirri
neðri verður Les Rythm
Digitales með „live"
prógram þar sem hann
mun meðal annars flytja
efni af gænýrri breiðskífu
sinni „Darkdancer". Hörku stuð...
• Krár
Álfarnir eru aftur á Grandrokkinu. Frumsamið
efni í bland við erlend og innlend lög af ýms-
um toga.
Blái fiðringurinn er hljómsveit 68-kynslóöar-
innar og unglinga sem vilja skera sig úr. Nú
verður Hendrix og Cream bætt við prógrammið
sem annars nær yfir 100 lög. Þetta eðalband'
er á Fégetanum í kvöld.
✓Á Gauki á
Stöng stfga á
stokk sveitirn-
ar Botnleðja
og Bellatrix.
Með þeim
koma fram DJ
Jörundur og eitthvað sem kallast dan modan.
Bellatrix er að flytja til útlanda til að reyna til
þrautar við meikið sem aldrei kemur.
Kaffi Reykjavík hefur upp á Sixties að bjóða.
Við gerum okkur það að góðu, enda fínt band.
Jón Möller hrærir í hljómborðinu undir áti á
Fjörukránni. Siðfágaðir standardar á borð við
Nótt f Túnis og Blátt tungl, allt þar til Vfkinga-
sveitin tekur við með sérfslenskan lummoxa-
gang.
Furðufuglinn Fuglinn (DJ Birdy) skemmtir hverj-
um sem er inni á Kaffi Amsterdam. Spurning
hvort Gunnlaug getur hermt eftir honum.
Svensen og Hallfunkel eru aftur á Gullöldinni.
Bjórinn er tjíp en staðurinn ekki.
Gunnar Páll leikur dægurlagaperlur fýrir gesti
á Grand Hótel. Ætli Joshua Ell mæti?
Dm7b5 G7 Cmaj7, Dm7b5 G7 Cmaj7, F#maj7
Fmaj7 Emaj7 Ebmaj7, Dm7 G7 Cmaj7. Night
and dayfyrir buskara eins og
Liz Gammon sem feikar
standarda á Café
Romance.
Sverrir Stormsker
er hvergi hættur
þótt lítið hafi farið fyr-
ir honum. Hann mætir
með hljóðfæri og heilbrigðar Iffsskoðanir inn á
Álafoss föt best og verður með nettan sóða-
kjaft. Ekki fyrir kristilegar teprur.
Á Dubliner, sem eitt sinn var jjemakrá en gæti
núna allt eins heitið Strætið, er hljómsveitin
Poppers að engjast f kvöld. Svo færir hún sig
yfir á Grandrokk á morgun.
Sama skipan og f gær á Kringlukránni. Guð-
mundur Rúnar er I leikherberginu en Taktík er
frammi.
I Böl 1
Hilmar S. og Anna V. hamast á sviöi Næturga-
lans og þið hamist á góifinu. Barþjónarnir og
dyraverðirnir hamast minna þvf þið eruð svo
stillt og þæg og drekkiö f hófi.
Hér er orðsending frá Millunum: „I tilefni vors,
góðæris og almennrar bjartsýni halda Millj-
ónamæringarnlr dansleik á Hótel íslandi þann
22. mai. Þeir söngvarar sem koma fram með
hljómsveitinni eru kyntröllið Bjarni Arason;
Júróvisfonstjarnan Páll Óskar; maðurinn með
flauelsröddina - Ragnar Bjarnason og sjálfur
Bogomil Font sem kemur sérstaklega frá
Bandarfkjunum til að
gleðja okkur i góðærinu.
ÞesS má geta að f byrjun
sumars kemur út
safndiskur með öllum
helstu smellum Milljóna-
mæringanna f gegnum
tíðina. Á diskinum má
finna nýtt lag með Ragga
Bjarna sem þegar er far-
ið að heyrast á öldum
Ijðsvakans."____________
K 1 a s s í k
Þar verða tónleikar f Reykholtskirkju klukkan
16. Þar munu Kristín R. Sigurðardóttlr, sópr-
an, Jóhann Stefánsson trompetleikari og
Brynhildur Ásgeirsdóttir pianóleikari flytja
verk eftir Alessandro Scariatti, Johann Sebast-
ian Bach, Georg Friedrich Hándel, Henry
Purcell og Aldrovandini. Kristfn Ragnhildur er
menntuð frá Söngskólanum í Reykjavík, þar
sem kennari hennar var Ragnheiður Guð-
mundsdóttir, og á Ítalíu, þar sem hún varí læri
hjá Rfnu Malatrasi. Hún hefur sótt fiölda óp-
erunámskeiða, m.a. hjá Virginíu Zeanny, Ant-
honi Hose, Andrei Orlowitz, Eugene Ratti,
Malcolm King. Kristfn hefur sungið einsöng á
tónleikum á Italfu og við mörg tækifæri hér á
landi. Jóhann byrjaði að læra á trompet f Tón-
listarskóla Árnessýslu um 12 ára gamall og
var I Skólahljómsveit Selfoss og sfðar f Lúðra-
sveit Selfoss f mörg ár. Hann útskrifaðist síð-
an frá blásarakennaradeild Tónlistarskólans f
Reykjavfk 1992. Hann kennir nú við Tónlistar-
skóla Garðabæjar, Skólahljómsveit Kópavogs
og Tónlistarskóla Árnesinga. Brynhildur lauk
námi frá Tónlistarskólanum f Reykjavfk 1986
en kennari hennar þar var Jónas Ingimundar-
son. Framhaldsnám stundaði hún svo f
Hollandi hjá Herman Uhlhorn og Jan Huising
frá 1986-90. Hún starfar nú sem tónlistar-
kennari. Brynhildur hefur komið fram sem
undirleikari og við flutning kammertónlistar.
• Sve i tin
Allar sætu Snæfellsfraukurnar eru að gera sig
klárar fyrir
öskrandi stuð-
ball hljómsveit-
arinnar Gos.
Hún er hins
vegar að stilla
upp inni í
Bióborgin
True Crime irkirk Eins
vel og leikstjórinn Clint
Eastwood stendur sig þá
er þvf miður ekki hægt að
segja það sama um leik-
arann Cllnt Eastwood.
Ekki það að hann fari illa
með hlutverkið heldur er
hann of gamall fyrir það.
Að öðru leyti hefur vel tek-
ist með skipan hlutverka
og aukaleikarar eru hver öðrum betri í vel út-
færðri sakamálafléttu. -HK
One True Thing ickici, Fjölskyldudrama f
þess orðs bestu merkingu. Leikstjórinn Carl
Franklin fer framhjá flestum hættum sem fylgja
viðkvæmu efni sem hér er fjallað um, enda er
hann með í höndunum vel skrifað handrit og
fær góðan stuðning frá William Hurt og Meryl
Streep, sem eru leikarar f hæsta gæðaflokki.
Þá sýnir hin unga Rene Zwelleger að hún er
leikkona framtíðarinnar f Hollywood. -HK
Bíóhöl1in
She’s All That
Varsity Blues
■ArA Varsity Blu-
es er enn ein
unglingamyndin
þar sem gert er
út á ungar
Tþrótta hetj u r,
meyja, villt Iff eft-
ir leik og samband þeirra við foreldra. Allt er
þetta kunnuglegt, þekktar formúlur færðar í ný
klæði sem f þetta sinn eru gegnsæ. -HK
Message In a Bottle irki Óskammfeilin róm-
antfk, saga um missi og nær óbærilegan sökn-
uð eftir því sem hefði getað orðið á öðrum enda
vogarskálarinnar og örlagaríka samfundi og
endurnýjun á hinum endanum. Ýmislegt þokka-
lega gert, leikur er hófstilltur og látlaus, fram-
vindan að mestu sömuleiðis og myndirfallegar.
En einhvern veginn nær þetta ekki að virka
nægilega sterkt á mann, til þess er flest of
slétt og fellt. -ÁS
Payback kkrki. Leikstjóranum Brian
Helgeland tekst ágætlega að búa til dökk-
myndastemningu, vel fléttaða, og kemur stund-
um jafnvel skemmtilega á óvart. Hins vegar er
svolítiö erfltt að trúa á Mel sem vonda gæjann,
til þess er byrði hans úr fýrri myndum of þung.
-4S
Lock Stock and Two Smoking Barrels kkki
Glæpamynd sem segir frá nokkrum fjölda
glæpamanna, smáum sem stórum, 1 tvenns
konar merkingu þeirra orða. Má segja að stund-
um sé farið svo nálægt fáránleikanum að
myndin verði eins og spilaborg þar sem ekkert
má út af bera svo allt hrynji ekki, en snjall leik-
stjóri og handritshöfundur, Guy Ritchie, sýnir af-
burða fagmennsku og aldrei hriktir f stoðunum
heldur er um að ræöa snjalla glæpafléttu sem
gengur upp. -HK
Patch Adams kk Saga merkilegs læknis er
tekin yfirborðslega fýrir f kvikmynd sem fer yfir
markið f melódrama. Robin Williams sér að
visu um að húmorinn sé f lagi, en er þegar á
heildina er litið ekki rétti leikarinn f hlutverkið.
Mörg atriði eru ágætlega gerð en það sem
hefði getað oröið sterk og góð kvikmynd verður
aðeins meðalsápuópera. -HK
Pig in the City kki Mynd númer 2 er fýrst og
fremst ævintýramynd og meira fyrir börn en fyr-
irrennarinn. Má segja að teiknimyndaformið sé
orðið alls ráðandi og er myndin mun lausari f
rásinni. Dýrin, sem fá mikla aðstoö frá tölvum
nútímans, eru vel heppnuð og þótt oft sé gam-
an að apafjölskyldunni og hundinum meö aftur-
hjólin þá eru dýrin úrfýrri myndinni, meö Badda
sjálfan f broddi fylkingar, bitastæðustu persón-
urnar. -HK
Pöddulíf kkkk Það sem skiptir máli I svona
mynd er skemmtanagildið og útfærslan og hún
er harla góð. Sama skemmtilega hugmynda-
flugið og gerði Mulan svo ánægjulega er hér
enn á ferð og mörg atriðanna eru hreint frábær,
bæði spennandi, fýndin og klikkuð. -úd
Mighty Joe Young kki Gamaldags ævintýra-
mynd sem heppnast ágætlega. Sjálfur er Joe
meistarasmfð tæknimanna og ekki hægt ann-
að en að láta sér þykja vænt um hann. Það er
samt ekkert sem stendur upp úr; myndin liður
í gegn á þægilegan máta, án þess að skapa
nokkra hræðslu hjá yngstu áhorfendunum sem
örugglega hafa mesta ánægju af henni. -HK
You’ve Got Mail kki
Háskólabíó
Henry Fool
Forces of Nat-
ure ki Felli-
bylurinn sem
kemur lítillega
við sögu í lok
þessarar mynd-
ar virðist áður
hafa átt leið um hugi allra aðstandenda hennar
því að satt að segja stendur ekki steinn yfir
steini. Þetta er ein af þessum innilegu óþörfu
myndum sem Hollywood sendir stundum frá
sér, eins og til að fylla uppf einhvern kvóta eða
skaffa stjörnunum eitthvað að gera. Hvers-
vegna einhverju viti bornu fólki dettur í hug að
bjóöa áhorfendum uppá þetta rusl er ofar mfn-
um skilningi. -4S
Arlington Road kkki I það heila vel heppn-
uð spennusaga með umhugsunarverðum og
ögrandi vangaveltum og sterku pólitísku yfir-
bragði. Minnir um margt á samsæris- og para-
nojumyndir áttunda áratugarins, t.d. The Paral-
lax View eftir Alan Pakula, þar sem „óvinurinn"
virðist ósýnilegur og leit aðalpersónunnar að
sannleikanum ber hann út að ystu nöf, bæði
andlega og siðferðislega. Handritiö spilar ágæt-
lega á innbyggðar væntingar okkar til hetju og
illmennis alla leiö að hrikalegum endinum sem
situr þungt f manni eins og illur fyrirboði. -4S
A Civil Action kki Réttardrama, byggt á
sönnum atburðum. Leikstjórinn og handritshöf-
undurinn, Steven Zalillan, skrifar ágætt handrit
en hefur gert betur (Schindler’s List). Leik-
stjórn hans er flöt og þrátt fyrir góða tilburði hjá
flestum leikurum nær myndin aldrei flugi. Það
sem helst veikir myndina, fyrir utan .flata at-
burðarás, er ótrúverðugleiki persónanna sem
er frekar óþægilegt þar sem myndin er byggð á
sönnum atburðum. -HK
American History X kkki American History
X er sterk og áleitin ádeilumynd á kynþáttahat-
ur, sem auk þess sýnir á áhrifamikinn hátt fjöl-
skyldutengsl, hvernig hægt er að splundra fjöl-
skyldu og hvernig hægt er að rækta hana. -HK
Idioterne kkki
Kringlubíó
Belly i Belly er leikstýrt
af Hype Williams sem
þykir nú einn besti leik-
stjóri tónlistarmyndbanda.
Hans sérsvið hefur verið
rapp og hefur hann þvf val-
ið nokkra þekkta rappara
til að leika f myndinni sem
lýst er sem sakamála-
mynd með svörtum húmor
f
Permanent Midnight kki Þrátt fyrir sterkan
leik Ben Stillers er Permnent Midnight aldrei
nema miðlungsmynd, formúlumynd af því tag-
inu að þetta hefur allt sést áöur. Það hlýtur að
skrifast á reikning leikstjórans David Veloz að
framvindan er öll hin skrykkjóttasta og það
sem hefði getað orðið kvikmynd um hæfileika-
rfkan handritshöfund sem tapar áttum verður
aðeins kvikmynd um herófnneytanda og margar
betri slfkar myndir hafa verið gerðar. -HK
Jack Frost kki Fjölskyldumynd um tónlistar-
mann og pabba sem deyr af slysförum en snýr
aftur f líkama snjókarls. Ekki beint uppörvandi
og þótt reynt sé að breiða yfir það alvaralega og
gert út á fýndnina þá er snjókarlinn ekki nógu
skemmtileg ffgúra til að geta talist fýndinn.
Michael Keaton, sem leikur föðurinn og er rödd
snjókarlsins, hefur oft verið betri. -HK
Star Kid kk Vonda skrímslið f Star Kid er
eins konar klóni úr Predator og einhverju kunn-
uglegu úr eldri geimmyndum. Einhvern veginn
varð boðskapurinn sögunni ofviða og þegar
1001. heilræðið sveif yfir skjáinn fór ég að
geispa. Ef það er eitthvað sem drepur barna-
myndir þá er það ofhlæði áróðurs sem gengur
26
f Ó k U S 21. maí 1999