Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 8
Engir RoMnnar
og
17 koma
Atli Rafn Sigurðarson er án efa skærasta stjarnan í Rent en þar leikur hann
hommann og klæðskiptinginn Angel. Fókus fékk Atla til að kafa aðeins ofan í
naflann á sér og reyna að fá botn í hvað það er að vera leikari. En þessi
Frammari úr Hlíðunum hefur verið að leika á fullu frá því hann útskrifaðist
fyrir tveimur árum. Þá erum við að ræða um leikritin Mýs og menn, Bróðir minn
Ijónshjarta, Kaffi, Hamlet og sjónvarpsþættina Þrettándi riddarinn og í
ágúst verður Myrkrahöfðinginn frumsýnd en þar leikur Atli kærasta
aðalkvenpersónunnar. Svo kannast kannski einhverji við Atla frá því hann
söng með hljómsveitinni Spámenn í föðurlandi í Stutt í spunann.
í staðinn!
Það er sko alls engin gúrkutíð í
tónleikahaldi á íslandi. Erlendu
böndin hreinlega hellast yfir og
ekki minnkar úrhellið nú þegar
dauðahaldi tvisvar sinnum næst-
um innflytjenda Stones hefur ver-
iö aflétt. Enginn lagði í samkeppni
við Rollingana og því var tónleika-
sumarið í fyrra afleitt. Hanson-
gengið var svo elskulegt að blása
hugaróra sína af í tíma og því
ganga nú um bæinn aðrir hug-
sjónamenn. Einn þeirra er Alan
Ball sem var afskastamikill í
þungarokkinu fyrr á öldinni, flutti
t.d. inn hárkollurokkið sem fór
fram á Kaplakrika. Hann og fleiri
hyggjast halda stórtónleika þriðju-
daginn 22. júní með Garbage,
East 17, Mercury Rev og Repu-
blica, allt fínar sveitir á sinn hátt
en ólíkar mjög. East 17 er t.d.
týpiskt strákaband fyrir ferming-
araldurinn en Mercury Rev er til-
raunakennt ballöðuband fyrir
lengra komna. Garbage og Repu-
blica eru svo tölvukeyrð popp-
bönd.
Þessir fjölbreyttu tónleikar eiga
að fara fram ofan á Faxaskála við
Reykjavíkurhöfn. Það er auðvitað
enginn tónleikastaður en meistari
Alan mun láta miðbæjarbúa fínna
fyrir sér á næstu vikum með ham-
arshöggum því smiða þarf bæði
svið og girðingar í kringum „tón-
leikastaðinn“.
Atli Rafn Sígurð-
arson leikur/ í
Rent og My«ra
höfðingjanum
sem veröyr frum-
sýnd í ágúst.
Jóhann Sigmarsson:
Rak óskabarn-
ið Hilmi Snæ
Nýjasta
kvikmynd Jóhanns Sigmarsson-
ar, Óskabörn þjóðarinnar, verður
frumsýnd strax í ágúst eða sept-
ember á þessu ári. Aðalhlutverkin
eru í höndum Davíðs Þór Jóns-
sonar radíógúru, Óttars Proppé,
kassadömu hjá Máli og menningu,
Jóns Sæmundar, fyrrum mynd-
listarskólanema, og Gríms Hjart-
arsonar, sem enginn veit hver er.
Það hefur annars ekki gengið
átakalaust fyrir Jonna að klára
sjálfa kvikmyndina. Snemma í
tökuferlinu neitaði Hilmir Snær
að hella sig fullan í einni af senun-
um. Jonni trylltist og rak Hilmi
heim. Hann tók því sem það væri
búið að reka hann og Davíð Þór
tók við hlutverki Hilmis. Það ætti
því að verða mjög gaman á frum-
sýningunni á þessari filmu og
gaman verður að sjá hvort Jonni
býður Hilmi í frumsýningarpartí-
ið og helli hann kannski fullan.
Fyrsta leikaraspurningin hlýtur
að tengjast góðærinu og gróskunni í
íslensku leikhúsi. Er ekki brjálaö aö
gera?
„Jú. En ég held að það sé ekkert
meira að gera hjá leikurum en hverj-
um öðrum. Það hafa flestir af þeim
sem útskrifuðust með mér haft nóg
að gera frá því við
kláruðum skól-
ann. Þó það sé
talað um að mik-
ið sé að gera þá
eru stóru hlut-
verkin að sjálf-
sögðu alltaf af
Grímur s k o r n u m
Hiartarson skammti," segir
Atli Rafn Sig-
á urðarson leik-
ari sem leikur
Angel i söng-
leiknum Rent
sem Þjóðleik-
húsið frum-
sýndi fyrir
viku. Óhætt
er að fullyrða
að Atli Rafn stendur sig
frábærlega í hlutverki sínu sem
dragdrottning og hommi þrátt fyrir
að hann sé gagnkynhneigður.
Öfundar myndlistarmenn
En á hvaö stefnir leikari í starfi
sínu, aö veröa leikstjóri?
„Það kemur málinu ekkert við.
Metnaðurinn er bara að ætla sér að
verða listamaður. Að fá stóra L-ið og
vera sáttur við vinnuna sem maður
er að skila. Þetta snýst alls ekkert
um að verða leikstjóri eða græða
peninga. Þetta fjallar meira um að
taka nýtt skref í hvert skipti sem
maður tekur að sér hlutverk og auð-
vitað að segja eitthvað með því sem
maður er að gera.“
En eru leikarar ekki listamenn?
„Maður útskrifast sem leikari en
ekki listamaður,'1 segir Atli og segir
að þó stefnan sé tekin á að verða
sannur listamaður þá verði menn aö
passa sig að taka sig ekki of alvar-
lega. „Ég öfunda til dæmis myndlist-
armenn fyrir aö geta bara talað
kæruleysislega eins og þessi sem
var í Fókusi um daginn í tilefni út-
skriftarinnar hjá Mynd og hand.
Hann sagði að hann ætlaði að hanga
á Kaffibamum í eitt ár og komast á
listamannalaun. Ef einhver leikari
talaði svona væri hann stimplaður
sem fábjáni. En myndlistarmenn
virðast einhvem veginn hafa gefiö
sjálfum sér leyfi til þess að segja það
sem þeim sýnist og persónulega
fínnst mér það ótrúlega flott."
Eru leikarar svolítiö fyrir aö tala
undir rós?
„Ég veit það ekki. Ég veit ekki
einu sinni hvað ég er að gera í við-
tali. Ég er alla vega ekki vanur að
úttala mig um hlutina á þessum
vettvangi," segir Atli, hlæjandi, og
bætir því við að hann sé pínulítill
Finni í sér.
Duran Duran og
háir hælar
Er hlutverkiö Angel í Rent mesta
áskorunin sem þú hefur tekist á viö
til þessa?
„Já, að vissu leyti. Það eru þarna
tæknileg atriði sem ég hef aldrei gert
áður. Ég hef aldrei sungið svona
mikið fyrr.“
En hvaö meö Spámenn í föóurlandi
sem sungu í Stutt í spuna?
„Sú hljómsveit er ekki beint starf-
andi. Þetta var bara gert fyrir þátt-
inn og ég ákvað að vera með af því
að Kristján Eldjám, vinur minn og
gítarleikari, bað mig um að syngja
þama með þeim. Spámenn í föður-
landi hafa verið hans hugarfóstur í
nokkur ár,“ segir Atli og því er við
að bæta að Spámenn í föðurlandi er
engin venjuleg hljómsveit. Þeir spila
og syngja Duran Duran lög við vel
þýdda íslenska texta.
En í Rent ertu á háœluöum skóm
og einhverjar sögur hafa heyrst af
þeirri þolraun.
„Já, það tók nokkrar vikur og því-
líka kvöl að komast upp á lagið með
það,“ segir Atli og nokkuð ljóst að
hann á ekki alltof góðar minningar
frá þeim raunum.
Hvaö áttu viö meö „kvöl“?
„Þetta vom bara margfaldar þján-
ingar. Ég fór mjög fljótlega á æfinga-
tímanum að ganga á háhæluðum
skóm og það er alveg ótrúlegt álag á
ökklana. Og ekki bættu bakverkirn-
ir ástandið og það sem er fyndið við
það að allar konur sem ég talaði við
könnuðust við þessa verki alla sam-
an og maður skilur eiginlega ekki af
hverju konur eru að þessu.“
Og hvaö, þurftiröu aö leita til
lœknis?
„Nei, en ég fór og hitti kíróprakt-
or og hann kenndi mér að beyta lík-
amanum rétt. En ég þarf samt alltaf
að hita mig upp fyrir og á milli sýn-
inga og ganga um á háum hælum,“
segir Atli Rafn og gerir síðan lítiö úr
þessum tæknilegu atriðum í saman-
burði við það að ná því hvemig per-
sónan hugsar og setja sig með því al-
veg inn í karakter.
Þú ert sem sagt búinn aö vera á
hœlum í nokkra mánuöi?
„Já, já. Og er stundum heima hjá
mér bara einn gangandi um stofuna
á hælum og talandi við sjálfan mig.“
Hvað meó nágrannana?
„Þeir eru löngu búnir að missa
allt álit á mér. Ég hugsa líka að ég sé
ekki góður nágranni en skýli mér á
bak við listina," segir Atli og glottir.
Hómófóbía
„Það skemmtilegasta við að vera
leikari er að gefa sig allan í hlutverk
sem neyðir mann til að klífa hindr-
anir sem ekki er öruggt að maður
komist yfir,“ segir Atli um hlutverk
sitt í Rent.
Já, þarf gagnkynhneigöur karl-
maöur ekki aö yfirstíga innbyggöa
hómófóbíu til aö geta skilaö samkyn-
hneigöum manni fullkomlega?
„Ja. Það var á einhverjum einum
tímapunkti á æfmgatímanum sem ég
þurfti að fást við einhvern svoleiðis
múr. En það var mjög gott að vinna
með Helga Björns. Hann hefur leikið
homma áður, í Rocky Horror, og var
því búinn að fara yfír alla þröskulda
sjálfur og það auðveldaði mér náttúr-
lega að finna mig í hlutverkinu."
En hver var þessi múr sem þú
þurftir aö fara yfir?
„Það var í ástardúettinum okkar
Helga og var í rauninni ekkert mál
því að svona múrar eru stór þáttur í
starfi leikarans,“ segir Atli og út-
skýrir að kannski hafi þetta bara
verið eilítil spéhræðsla við tilhugs-
unina um að leika þetta fyrir fullu
húsi. En það er alveg pottþétt að
þessum múr var rutt i burtu og Atli
er ótrúlega sannfærandi sem homm-
inn og klæðskiptingurinn Angel.
„En það voru í rauninni færri
múrar í þessu hlutverki en þegar um
er að ræða illmenni. Það er líka svo
auðvelt að láta sér líka vel við Angel
og mjög erfitt að hafa fordóma gagn-
vart henni," bætir Atli við.
Lifað með hlutverkum
„Ég er ekki þannig að ég geti sagt
að mér finnist skemmtilegra að leika
í þessu eða hinu,“ segir Atli aðspurð-
ur hvort honum finnist skemmti-
legra að leika í leikhúsi en bíómynd.
„Mér finnst bara alltaf skemmtileg-
ast að leika það sem ég er að leika á
hverjum tíma fyrir sig. Ég er líka
bara þannig að ég verð fljótlega svo-
lítið heilaþveginn af hlutverkinu sem
ég er að leika í það og það skiptið."
Tekur verkiö yfir persónuna Atla?
„Já, svolítið. Ég er til dæmis alveg
hrikalegur þegar ég er einn í bíl, tala
stanslaust við sjálfan mig sem per-
sónan sem ég er að leika."
En er þaö ekki kostur fyrir leikara
að kasta sér bara fram af brúninni?
„Örugglega. Alla vega í vinnunni
en heima er það kannski aðeins of
mikið af því góða,“ segir Atli Rafn og
glottir út í annað yfir sjálfum sér.
En hvernig er þá aö hœtta meö sýn-
ingu?
„Þá tekur bara ný persóna við en
það sem mér finnst furðulegast við
þetta er að skapið breytist. Þessa
dagana er ég til dæmis í frekar léttu
og glaðlegu skapi vegna þess að Ang-
el er þannig. Maður smitast af
stemningunni sem er í gangi."
En svona aö lokum, hvaö á aö gera
í sumarfríinu?
„Ég ætla til Mallorka með syni
mínum, honum Sigurbjarti, og
dvelja síðan með honum í Kaup-
mannahöfn," segir Atli Rafn.
f Ó k U S 21. maí 1999