Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 7
Rauðhaus í minnihluta Halldór Gylfason útskrifaðist úr Leiklistcirskólanum fyrir tveim árum og auglýsir nú einhverja tombólu. Siðan hann úskrifaðist hefur hann m.a. leikið í Hart í bak, Poppkorni og Grease og er þessa dagana að leika í Stjómleysingi ferst af slysförum. Háir þaö ekkert í leiklistinni aö vera rauöhœröur meö krullur? „Nei, nei. Ég hélt það yrði mér fjötur um fót, en nú er ég t.d. með hárið litað af því ég er að leika ítalska löggu. Ég er þó auðvitað í minnihlutahópi og það getur oft verið erfitt. Ég og fleiri höfum stofnað Félag rauðhærðra á ís- landi. Við hittumst á jólum og stór- hátíðum en annars erum við meira svona þrýstihópur. Við tökum á móti frjálsum framlögum á reikn- ingi í Útvegsbankanum í Glæsi- bæ.“ Fyrir utan að leika er Halldór einn af sex í alkabandinu Geirfugl- unum. Alltaf nóg að gera þar? „Já, þetta er búið að vera mjög fint lengi. Við gerðum plötu í fyrra og erum að spila mikið í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum, í brúðkaupum og þannig. Svo erum við eitt og eitt kvöld á Grand Rokk, en vorum samt meira þar áður en staðurinn flutti." Hvaö rekur rauöhœrðan leikara til aö auglýsa tomhólu? „Peningamir og í þessu tilfelli góður málstaður og vandaðar vör- ur,“ segir Halldór og hugsar sig um. Segir svo: „Ef hugmyndin er sniðug og peningamir sæmilegir þá segi ég allt í lagi.“ Hvaö fékkstu fyrir þetta? „Það er leyndó." Hefuröu fengiö einhver komment? „Já, fólki finnst þetta sniðugar auglýsingar. Það er það eina, ekk- ert neikvætt." Sem sagt, þaö hefur enginn viljað lemja þig? „Nei,“ segir Halldór. „Ég pæli nú minnst í því.“ faðir étur snakk Sigurður Pálmason er leik- munavörður hjá Þjóðleikhúsinu. Hann auglýsir nú eitthvert snakk. „Það er skemmtilegt djobb," seg- ir hann jákvæður um leikmuna- vörsluna. En lífið hefur ekki alltaf verið svona jákvætt hjá Sigurði. „Ömurlegasta djobbið mitt var þegar ég var framleiðsludýr hjá Vífilfelli", segir hann með grátstaf- inn í kverkunum. „Maður lagði hjarta sitt í að framleiða kók en var svo rekinn þegar maður þurfti að fara til tannlæknis. Svona er þetta nú vinveitt, þetta drulluskíta- fyrirtæki." Sigurður söng á tímabili í hljóm- sveitinni Texas Jesús sem gaf m.a.s. út plötu hjá Rúnari Júl. Það band er dautt og Siggi farinn að syngja með kántríhljómsveitinni Hnökkum. „Þrír af okkur erum nýbakaðir feður og sá fjórði er með barn á raðgreiðslum í Úganda, svo þetta gengur mjög rólega," segir hann en vonast þó til að geta farið að hnakkast eitthvað fyrir fjölskyldu- stefnunni, en hann segir að það að fjölga sér sé mjög í tísku þessa dag- ana. En hvaö rekur leikmunavörð til aö auglýsa snakk? „Fyrst og fremst það að snakkið hefur verið í morgunkornsumbúð- um síðan elstu menn muna en er nú komið í poka. Ég vildi leggja mitt af mörkum því hver kannast ekki við það að vakna þunnur og hella snakkinu í skál og mjólk út á?“ Hvaó fékkstu fyrir þetta? „Ótakmarkað snakk í heilt ár.“ Hefuröu fengiö einhver komment? „Já, já, ég hef náttúrlega bara fengið þau komment að ég sé æðis- legur.“ Þú segist vera myndlistarmaður sem vill gera gjöming. Færð leyfl hjá Imbu og tjaldar við Jón Sig- urðsson. Liggur svo þar með fjöl- skyldunni, grillar og pissar utan í Kafli París. Þú keyrir á milli sjoppa og færð þér pylsu og kók. Reynir að keyra í drullupolla svo þú getir skolað af bílnum þegar þú kem- ur heim til þín. sem smekklausir vilja kafla óð- inshana. Partur af góðri útilegu er að míga í náttúrunni. Karlar eiga í litlum vanda, en þetta hefur vafist fyrir konum. Megum við stinga upp á hrútshorni sem búið er að gata í mjórri endann. Þjóðlegt, þægi- legt og flott og það er jafnvel hægt að markaðs- setja þetta fyrir verslun- armannahelgina. gera menn vitlausa er hægt að grýta villiketti, rottur, máva eða bara hvað sem hreyfist, en Fókus mælir auðvitað ekki með því. Mættu skítugur með bakpoka til ættingja þinna eða vina i bænum. Þú faðmar þá, lætur þá fæða þig, ræðir við þá um ættina og færð aö sofa á gólfmu hjá þeim. Öskjuhlið- in er næst- um því í Biskupstung- um eftir að gervigeysir- inn var settur upp. Hann heitir reyndar Strókur og mann- eskjan sem fann nafnið varð 50 þúsund krónum ríkari. Þama get- urðu mætt um helgina og séð nátt- úruna í sinni fegurstu mynd - manngerðri. Hólminn í Elliðaárdalnum er gróðursæll unaðsreitur sem þú getur gengið um í faðmi náttúru og fjölskyldu. Svo sestu við Skoruhylsfoss (fyrir teprur má geta þess að fossinn er einnig þekktur sem Kermóafoss), færð þér nesti og hlustar á kraftbirt- ingarhljóm guðdómsins. Kannski kemur þú auga á torfgrafarálft, Veiddu flsk. í Tjörninni við Norræna húsið er krökkt af horn- sílum, en lítill stórmennskubragur er á því. Á höfninni er hægt að renna fyrir ýmsar sjávartegundir en þú leggur þá veiði þér varla til munns. Kostir alvöru stangveiði- manna eru nokkrir. Stangaveiðifélag Reykjavikur selur hálfs dags leyfi í El- liðaá og Korpu á tæp- lega 8000-kall. Ódýrara er að kaupa leyfi hjá Vatnsendabóndanum í Elliðaárvatn (600-kall) og Laxalón selur leyfi í Reynisvatn. Þar kaup- irðu kvóta upp á fimm eldisfiska á tæplega 3000-kall og getur veitt þá þegar þér sýnist. Sniðugt og nátt- úrulegt. Skotveiðimenn hafa færri kosti, reyndar enga, því öll skotveiði er stranglega bönnuð í landi Reykja- víkur. Ef veiðiþörfin er alveg að Þú getur tekið Þingvallahrmg- inn í Kringlunni. Fyrst færðu þér vöfllu á kaffihúsi, klöngrast svo um grunninn fyrir utan - sem er svipað því að ganga um Almanna- gjá - og í lokin hendirðu smápen- ingi í gosbrunninn. Ef þú vilt vera verulega grand á því geturðu tínt ber í ávaxtaborðinu í Hagkaupi. Keyrðu út fyrir borg- armörkin. Snúðu þar við og fáðu þessa „ahhh hvað er gott að vera kominn heim“-tilfinn- ingu sem fær þig til að finnast allt vera orðið breytt og ferskt. Þegar þú hefur notið þeirrar tilfinningar skaltu ekki fara heim til þín held- ur finna hótel eða gistiheimili. Svo ferðu í leikhús, bíó, kaffihús, söfn og Húsdýragarðinn; allt þetta sem þú hefur aldrei tíma til að gera. (Ath.: Líklega er allt lokað um helgina, en ce la vie.) .viku fyrir heimsfrægð! FORSALA JAPIS LAUGAVtGI 6 KRINGtUNNI BJP m M MB 21. maí 1999 f ÓkUS 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.