Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 4
!
I
i
'
„Þetta er nákvæmlega platan
sem okkur langaði til að gera,“ full-
yrðir Jóhann.
„Þetta er skrýtið og poppað í
senn. Það höfum við ekki gert
áður,“ botnar Sigtryggur.
Plötunni á að fylgja eftir með
tónleikahaldi. Fyrsta uppákoman
verður 28. maí þegar Dip spilar á
undan Wayne Horvitz og Zony
Mash í Loftkastalanum. Þá verður
fjölmenni á sviðinu, 6 manna band,
en Dip-arar segjast geta spilað í
smærri einingum.
„Við getum hent græjum í bíl og
haldið tónleika hvar sem er með
mjálmandi ketti á bak við okkur,"
segir Sigtryggur.
Hvít þrælasala
Er Lhooq-hópurinn hœttur, Jói?
„Nei. Við erum að vinna nýtt
efni núna og munum gera plötu á
árinu. Dip er þó það sem ég er að
einbeita mér að eins og er. Það er
alltaf gott að hafa mörg járn í eld-
inum.“
Enn eitt járnið hjá Jóhanni er
svo að hann er að gera sándtrakkið
fyrir myndina „Óskaböm þjóðar-
innar“, sem Jóhann Sigmarsson
leikstýrir.
Hvaö meö þig, Sigtryggur. Er
Bogomil Font dauður?
„Nei, hann stundar ballspila-
- ég hef lagst með ávöxtum
Sykurmolinn Sigtryggur Bald-
ursson og Lhooq-arinn Jóhann
Jóhannsson em Dip. Dip-platan
„Hi Camp Meets Lo-fi“ kemur út á
næstu dögum.
,,“Camp“ þýðir eiginlega að setja
sér háleit markmið en mistakast
með stæl,“ segja strákarnir að-
spurðir hvort titillinn lýsi hljóm-
sveitinni. „Það er dálítið við.“
Hyernig byrjaói Dip?
„Ég hjálpaði Sigtryggi við að
gera lög á Diddu-plötuna“, segir Jó-
hann, „og þetta þróaðist út í alþjóð-
legt samstarf."
Hver er konan og hver er maöur-
inn í sambandinu?
„Ég held við séum báðir konurn-
ar. Við erum að rækta okkar innri
lesbíur," segir Sigtryggur og stekk-
ur ekki bros.
Hvernig tónlist er þetta?
„Þetta er tónlist sem þróast upp
úr bítpælingum. Ég sit og tromma
og Jói tekur upp á samplerinn sinn
og gerir ljótt við það.“
Jóhann samþykkir það: „Þetta er
samsuða af bíti og hljóðpælingum
w
„Og svo er skessulegt söng-
leikjagarg ofan á,“ klárar Sigtrygg-
ur.
Mjálmandi kettir
Það eru eðalskessur sem syngja
Dip gæti orðið
senuþjófur popp-
sumarsins 1999.
Metnaðarfull og
froðufeliandi
popptónlist sem
Sigtryggur Baldurs-
son og Jóhann Jó-
hannsson færa
landsmönnum á
silfurfati. En popp-
lífið á sínar
skuggahliðar.
á plötunni. Sara úr Lhooq og Em-
ilíana Torrini syngja tvö lög hvor,
Ásgerður Júníusdóttir (eldri syst-
ir Móu) og Magga Stína fá að
skessast sín á hvoru laginu og full-
trúi tröllkarla er Jónsi úr Sigur-
rós. Lögin eru samtals fjórtán og
nokkur ósungin. Skyldi þetta vera
mjög frábrugðið fyrri afrekum fé-
laganna?
mennsku til að afla mér tekna svo
ég geti gert artsí-fartsí-krapp. Þetta
er eins konar hvít þrælasala á karl-
inum.“
Ávextir
Með artsí-fartsi-krappi á Sig-
tryggur við Dip og hin mörgu verk-
efni sem hann rótast í. Hann hefur
verið að vinna með Howie B að
verkefni sem kallast Daddy Long-
legs og Pussyfoot-merki Howies
gefur út bráðlega, hann spilaði inn
á nýjustu plötu Les Negres Vertes
sem Howie hljóðvann, og svo er
hann i sígaunahippafonkbandinu
Reptile Palace Orghestra sem starf-
andi er í Madison, Wisconsin. Sig-
tryggur og konan hans eru einmitt
búsett í Madison en Sigtryggur er
alltaf á flandri og eðlilegt að maður
hafi áhyggjur af kynlífi hans.
„Jú, það er satt,“ segir hann,
„kynlífið er í rúst. Ég hef lagst með
ávöxtum."
Það er nú í lagi eins lengi og það
er ekki grænmeti. Þegar menn eru
í jafnmörgu og Sigtryggur spyr
maður sig um geðheilbrigðið. Er
geðklofi í ættinni, Sigtryggur?
„Nei, bara manía," segir hann,
sviptir sig klæðum og
hleypur froðufellandi
í átt að Keili.
Stórtíðindi í veit-
ingabransanum:
- og Kaffi List flytur
Bíóbarinn er hættur og ná-
granni hans, Kaffi List, er líka á
förum. Reiðarslag fyrir íhaldssam-
ar fyllibyttur á íslandi en gleðilegt
fyrir nýjungagjarnt úthverfa-
hyski. Ástæðan sem gefin er upp
fyrir þessari umturnun á reyk-
vísku skemmtananalífi er að
leigusamningar þessara tveggja
staða eru runnir út. Eigandi hús-
næðisins, Kristján Knútsson,
ætlar að opna þar stóran veitinga-
og skemmtistað í júlí. Hægt verð-
ur að ganga á milli húsnæða Kaffi
Listar og Bióbarsins og garðurinn
í portinu verður stækkaður og
snurfusaður. Nýi staðurinn á að
heita Klaustrið og auðvitað verð-
ur svakastuð þar. Bara vonandi að
þetta verði ekki eins og gamla Ing-
ólfskaffi. Það vill enginn sjá aflit-
aða Selfyssinga né aðra úr út-
hverfunum hanga inni á Kaffi
List. Kaffi List ætlar þó aldeilis
ekki að leggja upp laupana strax.
Það mun flytja á Laugaveg og
verður beint á móti Hljómalind.
Húsnæðið þar er stærra en hið
gamla en að öðru leyti verður
staðurinn í sama anda og áður.
Hvað Bíóbarinn varðar þá er sögu
hans lokið. Guðjón Þór Péturs-
son, sem rekið hefur staðinn, ætl-
ar að hætta því og einbeita sér að
hinum fyrirtækjunum sínum, Net-
mynd og Allt milli himins og jarð-
ar, enda er hann orðinn fjöl-
skyldufaðir og nennir ekki lengur
að standa í barrekstri á kvöldin.
Stendur þú
fyrir einhverju?
Sendu upplýsingar í
e-mail fokus@fokus.is / fax 550 5020
f ó k u s
21. maí 1999
I