Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 16
horfnar hugsjónir Lufsast í sumar Enn einu sinni ætlar hippa- dæmið að troða sér inn í tískuna, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hún þykir víst svo sexí. Kannski verður hún ekki allsráð- andi en alla vega svona í bland við allt þetta snyrtilega, gráa og bleika sem er aðal málið í sumar. Sem sagt: fln og pússuð hippatíska. Þær sem voru ægilega íhaldssamar í vetur, og klæddust svörtu svo mánuðum skipti, geta byrjað á því að setja eitthvað glað- legt i hárið, eins og til dæmis lítil blóm, ennisbönd eða fiðrilda- spennur. Sítt hár er náttúrlega til- valið til að flétta pínulítið og svo má lika draga fram blómabuxur og útsaumaðar töskur. Til að vera alveg með þetta má ekki mála sig mikið. Það er alveg nóg að setja bláan blý- ant í kringum « augun og smá gloss áv varirnar. Vera svo sólbrún og s æ 1 - leg, el- egant *j e n frjálsleg og lufsast í sumar. kynl í f Konur gegn klámi Konur gegn klámi voru áberandi hér á íslandi á síðasta áratug. Þetta voru nokkrar konur sem voru ekki alveg að þola klámblöðin og klám- myndirnar sem eru seldar á bensín- stöðum og i safnarabúðum um allt land. Þessi misnotkun á kvenmönn- um fór víst eitthvað fyrir brjóstið á þeim og sérstaklega fór það í taug- arnar á þeim þegar klámi var otað að bömum. En þá er átt við klámblöð í blaðahillum í bókabúðum og bensín- stöðvum. í dag fer ekki mikið fyrir þessum konum en í myndasafni DV er að fmna myndir frá aðgerðum þessara kvenna og myndin á þessari síðu eru frá því þegar Konur gegn klámi heimsóttu myndlistarsýningu í Gallerí Borg fyrir tólf árum. Vonlaus barrátta? „Það veit ég ekki,“ segir Guðrún Agnarsdóttir, fyrrum forsetafram- bjóðandi og eitt sinn Kona gegn klámi, aðspurð hvar Konur gegn klámi séu í dag. „Þetta var mjög laustengdur félagskapur sem er ekki starfandi i dag,“ bætir Guðrún við en hún berst enn gegn klámi þó hún sé ekki lengur Kona gegn klámi. Hún er nefnilega önnum kafin þessa dagana við að undirbúa ráðstefnu um ofbeldi (hún skil- greinir klám sem ofbeldi) sem byrj- ar á Hótel Sögu í dag. En var þetta ekki vonlaus barrátta frá upphafi? „Það er alveg ljóst að öll við- brögð af hálfu fólksins í landinu eru af því góða,“ segir Guðrún og útskýrir að það hafi verið fjöldinn allur af konum sem voru Konur gegn klámi á sínum tíma og vildu ekki láta þetta ofbeldi viðgangast. Þú manst samt eftir þessari mynd, þar sem þú ert aö skoöa lista- verk í Galleríi Borg, er þaö ekki? „Jú.-jú. Það var einhver blaða- maður sém fékk okkur til að kíkja þangað til að ná góðum myndum af okkur," segir Guðrún. Það muna eflaust margir eftir Konum gegn klámi. Þær voru áberandi á sínum tíma og vildu mótmæla því að boðið væri upp á klámmyndir og þá helst þeirri stað- reynd að í þeim væri að finna konur. C'4 Hótað nauðgun og drætti Einn af forsprökkum Kvenna gegn klámi er Ingibjörg Hafstað hjá Nýbúafræðslunni. Hún segir Konur gegn klámi hafa byrjað að starfa fljótlega eftir að Kvenna- framboðið (Kvennalistinn) var stofnað, í kringum 1982^1. „Við vorum mjög virkar í nokk- ur ár og vorum þá með alls konar herferðir í gangi. Fórum í bókabúð- ir og bentum eigendunum á að þeir væru að selja bannað blaðaefni í búðunum sínum,“ segir Ingibjörg og minnist þess þegar þær, konum- ar keyptu klámmynd af einhverj- um millilið og buðu síðan alþingis- mönnum og ráðherram að horfa á hana með sér á Hótel sögu. En þetta vakti mikla athygli á sínum tíma og konurnar voru meira að segja kærðar fyrir að sýna klám á opinberum vettvangi. Það var ekk- ert gert í þvi máli og svo virðist sem kæran hafi hreinlega horfið. En fenguö þió einhvern til að hætta að selja klámfengna vöru? „Jú. Það voru nokkrar bókabúð- ir sem hættu að selja klámblöð." Þœr hljóta aö vera byrjaóar aftur að selja, er það ekki? „Jú,“ svarar Ingibjörg og hljóm- ur raddarinnar gefur í skyn að hún sé frekar uppgefin en reið. Nú eru Konur gegn klámi dánar. Hvað gerðist? „Ég missti áhugann á þessu og hætti þegar hótunarbréfin byrjuðu að berast,“ svarar Ingibjörg en á sínum tíma fékk hún bréf frá ónefndum aðilum sem hótuðu henni nauðgun, morði eða sögðu að það sem hún þyrfti væri bara að einhver riði henni almennilega. -MT ■Mm T* Íii M Guðrún Agnarsdóttir, fyrrum forsetaframbjóðandi, segir að Ijósmyndari hafi fengið þær inn á þessa sýningu til að ná góðum myndum af Konum gegn klámi. Of f|k ir cii lá’ða Páll Óskar á sér alter ego sem heitir Dr. Love. M Og þú getur sent Dr. Love bréf á fókusvefnum á www.visir.is Láttu Dr. Love greiða úr tilfinningaflækjunni þegar | allt er komið í spagettí - því svörin sem hann veitir þér og umræður hans um kynlíf, ástina, tilfinningar og persónuleg vandamál eru vítamínsprauta sálarinnar! Bréf til dr. Love: Ég á viö vandamál aó stríöa. Ég er búinn að vera meö stelpu í 6 mánuói og viö erum búin að stunda kynlíf í 4. Vandamáliö er að ég er oftast of fljót- ur aö fá þaö. Og þetta er byrjaö aö pirra kœrustuna mína svoldið. Hvaó er hœgt að gera í þessum málum? - Jói Svar dr. Love: Já, elsku Jói. Þú ert sko ALLS EKKI eini karl- maðurinn í heiminum sem er enn þá að hella niður mjólkinni sinni! Ná- kvæmlega þetta vandamál böggar karlmenn jafnmikið og SKORTUR á fullnægingu gerir konum lífið leitt! Sumir karlmenn meira að segja brunda í buxurnar áður en þeir kom- ast til að renna niður buxnaklaufinni - Já, það getur verið SVONA alvar- legt! Margir reyna að afsaka sig við konurnar með því að krumpa upp úr sér línum á borð við: „Ja, ég get ekk- ert gert að þessu - þú ert bara svo SEXÝ!“ eða „Já, sko, ég er svo við- kvæmur þessa dagana - ég er í mjög sterkri lyfjameðferð!" Ooooojjjjjjjjjj, afsakið á meðan ég æli! Konur nenna ekki að hlusta á þetta - og ekki ég heldur! Þess vegna finnst mér þú mjög hugrakkur að vilja spyija mig og ^ leita hjálpar við þessu og með því * einu ert þú strax að sýna sanna karl- mennsku! Áfram Jói! Að fá það of fljótt er sálrænt vandamál, ekki likamlegt! Hmm ... hljómar skringilega, ekki satt? Trúðu mér, það er búið að reyna ÖLL tiltæk ráð til að finna lausn á þessu algenga vandamáli karla og alltaf búið að ein- blína á kynmökin sjálf í því sam- bandi, kynfærin á karlinum (og kon- unni) o.s.frv. - En það er nefnilega þarna sem meginþorri mannkyns er búinn að misskilja kynlíf allan tím- ann. Samfélagið sem þú ert alinn upp í er haldið mögnuðum ranghugmynd- um um kynlíf og ein þeirra er sú að kynlíf gangi út á það hvernig tveir líkamar snertast! Þá er fólk oftast að pæla í „tippi-inní-píku“ kontakt! Það er algjört helvítis kjaftæði! Kynlíf gengur út á ORKUNA sem tvær manneskjur geta búið til á milli sín! Við erum öll drekkhlaðin rafmagni og við getum auðveldlega sent þessa strauma til annarra manneskja með hugsanaflutningi. Þegar við erum að riða þá erum við að senda hugskeyti á miÚjón hvort til annars og til okk- ar sjálfra! Ég veit að þetta hljómar svolítið eins og eitthvert kosmískt nýaldarkjaftæði í mér en ææjjji ... gemmér séns! Forleikurinn að kynlífi byrjar hjá sumum í strætó, þegar þeir stinga strætómiðanum i raufina, setjast nið- ur og finna titringinn. Ekki ein- skorða kynlif bara við þig og þína heittelskuðu allsber uppi í rúmi! Sem betur fer á Dr. Love EKKI við þetta „of-brátt-sáðlát“-vandamál að etja! (Takk, Guð!) En það þýðir ekki að hann sé ekki til í að læra að fá meiri og betri fullnægingar!!! Ég verð örugglega að því það sem eftir er æv- innar að kynnast líkamanum á mér betur og betur og ég er eins og Indi- ana Jones þegar kemur að kynlífmu: Leitin að týndu fullnægingunni verð- ur örugglega hin mesta svaðilfor - en ég ætla mér líka að fá hana! Þú ert að fara í smá-Indiana Jones- ferð líka, Jói. Þú ert að fara að læra hvað fúllnægingin þín ER, af hverju þú færð hana, hvemig þú getur haft fullkomna stjóm á henni og orðið al- gjör sex-maskína á sama tíma! Elsku Jói! Farðu til sálfræðings. Þrír til fjórir timar hjá flottmn sál- fræðingi geta komið þér aldeilis á sporið í leitinni að týndu ástæðunni fyrir því að þú kemur of fljótt. Auð- vitað mun sálfræðingurmn segja þér að „ná stjórn á sjálfum þér“, en það er bara toppurinn á ísjakanum. Kannski kemst sálfræðingurinn að því að þú sért hreinlega HRÆDDUR við konur, að þér finnist þú vera of kynferðislega minnimáttar til að vilja fullnægja komnn, eða þá að þú sért í undirmeðvitundinni að HEFNA þín á konum - með því að hita þær upp kynferðislega og neita þeim svo um það sem þú lofaðir. (Hér á að koma hryllingsmyndatónlist!) Þetta kemur kannski flatt upp á þig en ég er líka bara að velta mér upp úr mögulegum ástæðum núna. Nú jæja, þegar þú ert búinn að komast að sálrænni rót vandans þá ferð þú að stunda jóga! Þú verður að fá hjálp til að anda, borða og ríða rétt. Nú heldur þú að ég sé orðinn eitthvað geðveikur en ég skal sko segja þér eina sögu! Einu sinni lenti ég i frábærum gæja i New York sem var flottur, skemmtilegur, vel vaxinn (og vel vax- inn niður líka (-)) og með endalausar hugmyndir i rúminu! En það var ekki nóg! Þessi gæi gat fengið það hvenær sem honum sýndist! Hann gat fengið raðfullnægingar, gat riðið í 2 klukkutíma ÁN þess að fá það en samt hélt hann honum uppi, og þessi lota stóð í rúma 12 klukkutima - og hann var ekki á neinum lyfjum, dópi eða í öðru rugli! ÓTRÚLEGT EN SATT! Og þama lá ég morguninn eftir, dauðþreyttur, og ég spurði manninn hvernig hann GAT ÞETTA! Hann sagðist hafa stundað jóga í 14 ár síð- an á menntaskólaárum sínum, og þar lærði hann að ANDA RÉTT og ná al- gjöru VALDI á líkama sínum. Hann er í 100% sambandi við líkama sinn - og þar er kynlífið ekki út undan. Fullnægingin hefur alveg rosalega mikið með rétta öndun að gera og súrefnisflæði í líkamanum. Við kryddum hana svo sjálf með því sem við erum að hugsa á meðan við ríð- um, því sem gerir okkm- gröð o.s.frv. Þetta líkamlega (öndunin) og hug- læga (fantasían) mætist svo á miðri leið í orkunni sem við getum virkt og sent frá okkur til annarra mann- eskja! PÚMM KYNLÍF VERÐUR TIL OG FULLNÆGINGIN PAKKAR HENNIINN í GJAFAUMBÚÐIR! Einn góðan veðurdag ætla ég að fara á spes námskeið í þessari ákveðnu öndunartækni og ná full- komnum tökum á mínum eigin lík- ama, að fullnægingunum meðtöldum. Það er hægt að fara á jóganám- skeið á íslandi - þó ég viti nú ekki hvort þau sérhæfa sig beint í kynlífi, en þau hjálpa þér vissulega í áttina að hugsa og anda rétt! Þau kenna þér líka að umgangast mat upp á nýtt - já, þú lærir að borða upp á nýtt. Mataræðið þitt hefur örugglega eitthvað að gera með kynlífsvand- ræði þín. Prófaðu að hringja upp í Kramhúsið eða World Class. Ég veit að það eru starfandi jógakennarar á báðum stöðum. Þau geta örugglega veitt þér nánari upplýsingar. Svo mæli ég lika með því að þú heimsækir kynlífsgúrúinn minn og lærimeistara, Miss Annie Sprinkle! Hún er æði! Hún er kynlífskúnstner með hjarta úr skiragulli og kann að taka á kynlífi eins og þig hefði ALDREI grunað að hægt væri. Hún er t.d. á http://www.heck.com ásamt fleiri flottum listamönnum. Svo get- urðu tékkað á kynlífsspeki Josephs Kramers, en hann er einmitt einn besti kennarinn í heiminum í þessari öndunartækni sem ég var að segja þér frá. Tékkaðu á http://www.er- ospirit.com Svo eitt að lokum: Ef þú heldur áfram að koma of fljótt, þá er nú spurning um að hætta trúboðastell- ingunni fyrir fullt og allt. Einmitt nota „tippi-í-píku“-aðferðina. Alla- vega ekki fyrr en HÚN er búin að fáða! Vertu góður við stelpuna og gerðu eitthvað allt annað við hana: Sleiktu hana og farðu í heví sleik við hana og puttaðu hana á meðan. Splæstu í víbrator og komdu henni á óvart og gerðu þetta helst í öllum fót- unum! Svo þegar röðin er komin að því að klímaxa ... ÞÁ fyrst tekur þú hann út og einni míkrósekúndu seinna ertu búinn að subba þessa rómantísku kvöldstund út með klessunum lek- andi niður um alla veggi. DR. LOVE 24 f Ó k U S 21. maí 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.