Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 14
Það er stuð í bíó þessa helgina. Nóg að gerast, endaluast af frumsýningum og öðru góðgæti.
*
>
■y
♦
■v
Astamál
blindur fær
She’s All That.
að verksviði að koma leikritum
eftir Max Fischer á framfæri.
Þessi mikla aukastarfsemi hans
hefur gert það að verkum að hann
er einn slakasti nemandinn í skól-
anum. Honum gengur samt allt í
haginn þar til hann verður ást-
fanginn af einum kennaranum
sem telur hann of ungan fyrir sig.
Á myndinni eru Jason
Schwartzman sem leikur Max
Fischer og Bill Murray sem eru
góðir vinir þar til þeir fara að
berjast um sömu konuna.
Who Am I?
Fyrir rúmu ári tók Jackie Chan
sér frí frá stóru myndunum í
Hollywood, fór til Suður-Afríku og
gerði á stuttum tíma Who Am I? sem
hann leikstýrir sjálfur ásamt Benny
Chan. Stjörnubíó frumsýnir mynd-
ina í dag. í myndinni leikur Chan
einn af málaliðaflokki sem rænir
þremur vísindamönnum. í rimmu
sem fylgir í kjölfarið eru félagar
Jackie allir drepnir og hann sjálfur
fellur úr þyrlu sem hann reynir að
forða sér í. Hann rotast í faliinu og
þegar innfæddir sem hafa náð hon-
um á sitt vald spyrja hvað hann
heitir svarar hann Who Am I? þar
sem hann er búinn að missa
She’s All That
Regnboginn, Bíóhöflin og Borg-
arbíó á Akureyri taka til sýningar
í dag rómantíska gamanmynd,
She’s All That, sem skartar mörg-
um þekktum imglingastjörnum. í
myndinni segir frá lífi nokkurra
krakka í Los Angeles High School
þar sem ástamálin eru nokkuð
flókin svo ekki sé meira sagt. Allt
fer á annan endann þegar vin-
sælasta stúlkan í skólanum segir
kærastanum upp þar sem hún hef-
ur hitt annan sem henni líst betur
á. Þar sem kærastinn fyrrverandi
er forseti nemendaráðsins þá er
úr vöndu að ráða fyrir hann, sér-
staklega þar sem þau voru parið í
skólanum sem allir vildu vera
með og það er erfitt fyrir nem-
endaráðsformanninn að kyngja
því nú að vera settur út í kuldann.
í aðalhlutverkum eru Freddie
Prinze jr., Jody Lyn O’Keefe,
Rachel Leigh Cook, Matthew Lilli-
ard, Kieran Culkin og Anna
Paquin.
Rushmore
Rushmore, sem Bfóborgin frum-
sýnir í dag, er einnig mennta-
skólamynd eins og She’s Ail That
en þar með er samlíkingunni lok-
ið. Rushmore litur gagnrýnum
húmorsaugum á skólalífið og sam-
band krakkanna við kennarann.
Aðalpersónan er séníið Max
Fischer sem er ekki aðeins rit-
stjóri skólablaðsins og árbókar-
iimar, hann er forseti Frönsku-
klúbbsins, Þýskuklúbbsins, Skák-
klúbbsins, Geimvisindaklúbbsins,
Skylmingaklúbbsins og Max
Fischers klúbbsins sem hefur það
'■ -‘m«*
minnið. Þeir innfæddu halda að það
sé nafn hans og kalla hann Who Am
I?. Smátt og smátt fær Jackie Chan
minnið og ákveður að reyna að graf-
ast fyrir um afdrif vísindamann-
anna og þeirra sem sviku hann og
félaga hans.
At First Sight
Laugarásbíó frumsýnir í dag At
First Sight. í henni leikur Val Kil-
mer ungan mann sem missti sjónina
þegar hann var smádrengur. Þegar
gerður er á honum tilraunaupp-
skurður fær hann sýn. Eins og gefur
að skilja verða viðbrigðin mikil,
honum er nánast hent út í veröld
sem hann þekkir ekki og hefur enga
meiningu fyrir hann. I raun verður
hann fyrst að deyja sem blind mann-
eskja til að geta lifað sem sjáandi.
Hann er maður sem aldrei hefur
gert mun á ketti og hundi, verður að
læra að þekkja liti og fyrst og fremst
að ljós er eitthvað sem hann á ekki
að hræðast. Með tímanum lærir
hann að láta ekki augun ráða ferð-
inni heldur hjartað. Auk Kilmers
leika í myndinni Mira Sorvino,
Kelly McGillis, Steven Weber, Bruce
Davison og Nathan Lane. Leikstjóri
er Irwin Winkler.
Sex athyglisverðar kvikmyndir á sameiginlegri kvikmyndahátíð Regnbogans og Háskólabíós:
Vorvindar kvikmyndanna
blása um höfuðborgina
Ég heiti Joe
(My Name Is Joe)
Lelkstjórl: Ken Loach. Aöalhlutverk:
Peter Mullan og Loulse Goodall.
Hann heitir Joe og er alkóhólisti. Hann
hefur veriö edrú í 10 mánuöi og þrátt
fyrir tilmæli AA-samtakanna, sem ráö-
leggia meölimum sínum aö foröast
rómantík fyrsta áriö eftir aö meöferö ef
hafin, er Joe oröinn ástfanginn af
Söru. Joe býr í hættulegu hverfi I Glas-
gow þar sem ofbeldi og eiturlyf eru
hversdagsleg fyrirbæri. Gamlar skuldir
og vinabönd stofna nýjum lifsstíl Joe i
hættu og veröur hann aö taka á hon-
um stóra sínum til að komast heill á
húfi 1 gegnum þetta breytingaskeiö í lifl
sínu. Peter Mullan sem leikur Joe var
hann valinn besti karlleikarinn á Cann-
es í fýrra. Leikstjóri myndarinnar, Ken
Loach, er kvikmyndaáhugafólki góð-
kunnugur og á hann heiðurinn af mynd-
um einsog Carla's Song, Raining Sto-
nes og Riff-Raff.
Henry kiaufi
(Henry Fool)
Lelkstjórl: Hal Hartley. Aöalhlutverk:
Thomas Jay Ryan, James Urbanlak og
Parker Posey.
íslandsvinurinn sérvitri Hal Hartley,
sem þekktur er fyrir sérstakan stíl og
óvenjuleg efnistök i myndum eins og
The Unbelievable Truth, Trust og
Simple Men, fer hér ótroðnar slóöir i
nýjustu mynd sinni, Henry klaufi, Fjall-
ar myndin um öskukall sem ef til vill er
snillingur, fyrrverandi fanga, kynóöa
systur og fleira óvenjulegt fólk, sem öll
tengjast á einn eöa annan hátt. Henry
klaufi er frumleg mynd sem gefur
áhorfandanum nasasjón af því hvernig
er að sjá heiminn með augum Hals
Hartleys.
(Taik of Angeis)
Lelkstjóri: Nlck Hamm. Aðalhlutverk:
Polly Walker, Vincent Pérez & Francis
McDormand.
Polly Walker leikur Mary, irska ráös-
konu, sem tekur aö sér aö annast
börn spænsks aöalsmanns. Þetta er
róstusamt tímabil á Spáni og virðist
sem stutt sé í að stríö brjótist út. Elsti
sonurinn i fjölskyldunni, leikinn af
Vincent Perez snýr aftur heim. Ráðs-
konan unga fellur fyrir þessum myndar-
lega manni og ástin blómstrar þeirra á
milli. Sonurinn er hins vegar með
sterkar pólitískar skoöanir sem ganga
þvert á vilja fööurins og bjóöa hætt-
unni heim. Rómantísk mynd sem ger-
ist á tíma spænsku borgarastyrjaldar-
innar.
Metroland
(Metroland)
Leikstjóri: Philip Savllle. Aöalhlut-
verk: Christlan Bale og Emlly Watson.
Metroland gerist snemma á áttunda
áratugnum og fjallar um tilvistarkreppu
sem Chris Bale lendir í þegar Tim,
æskuvinur hans, kemur í heimsókn
eftir nokkurra ára fjarveru og minnir
hann á gömlu góðu dagana áður en
hann varð auglýsingamaður, giftist,
eignaðist barn og flutti í úthverfi
London sem kallað er Metroland. Tim
er lióöskáld, frjáls eins og'fuglinn og
engum háður. Heimsóknin fær Chris til
aö rifja upp tímabil þegar hann bjó í
Paris, tók Ijósmyndir og átti þokkafulla
franska kærustu sem kenndi honum
að elska. Tim reynir að fá Chris til aö
breyta aftur í gamla horfiö og kynnir
hann fyrir framhjáhaldi, partlum og
dópi.
(Western)
Leikstjóri: Manuel Poirier. Aðalhlut-
verk: Sergi López og Sacha Bourdo
Franska kvikmyndin Vestur er óhef-
bundin vegamynd sem fjallar um feröa-
lag katalónska skósölumannsins Paco
um Brittany-héraöiö í Frakklandi og
samskipti hans við Nino, litríkan rúss-
neskan puttaferöalang. í fyrstu gerir
Nino Paco lífið leitt en síðar meir verða
þeir sálufélagar og miklir vinir. Báöir
eru þeir .útlendingar", báðir í leit að
ástinni, hvor á sinn hátt. Ferðalag
þeirra um sveitir og héruð vesturhluta
Frakklands leiöir þá I gegnum ýmsar
þolraunir þar sem býsna stutt er á milli
gráts og gleði. Vestur hlaut verðlaun
dómnefndar (Prix de Jury) á Cannes-
hátíðinni.
Etgin öriög
(A Destiny of Her Own)
Lelkstjóri: Marshall Herskovitz. AöaF
hlutverk: Catherine McCormack &
Rufus Sewell.
Eigin örlög gerist á 16. öld í Feneyjum
og er byggð á sannri sögu Veronicu
Franco sem valdi það að gerast gleði-
kona yfirstéttarinnar frekar en að lifa í
fátækt eða giftast öldruðum aðals-
manni. Hana skorti hvorki fé eða aðdá-
endur en tímabil breytinga var haflð í
Feneyjum og gullöld allsnægta senn á
enda. Veronica er leikin af Catherine
McCormack sem hóf feril sinn I mynd
Mel Gibson, Braveheart. Þetta hlut-
verk er öllu stærra Myndin er hin
glæsilegasta og hefur ekkert verið
sparað til við að endurskapa tímabilið
sem hún gerist á.
22
f Ó k U S 21. maí 1999
4
--- ____ ______________________ £S3L................._