Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 6
22 Hús og garðar Ræktun rósa: Rauðar og gular vinsælastar „Rósir era alltaf jcifnvinsælar og spennandi viðfangs," segir Lára Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur í Blómavali. „Fjölbreytileiki rósa á boðstólum er mikill, ekki síst eftir að farið var að byggja garðskála við hús. Við það jókst ræktun rósa mikið og tískan breyttist þar sem hægt var að rækta meira af eðal- rósum, sem ekki eru nægilega harðgerðar til að henta í útirækt. Rauðar og gular rósir eru jafnan vinsælastar, auk þess sem margir kjósa fremur ilmandi rósir. Ann- ars eru til ótalmörg litbrigði af rós- um, frá flauelsrauðum í appel- sínurauðar, gular, hvítar og tvílit- ar. Ef rósir eiga að vera fallegar og veita okkur ánægju þarf að sinna þeim vel. Greiða þarf vel úr rótunum Staðsetningin skiptir höfuðmáli ef rækta á fallegar eðal- og skúfrós- ir. Þær þurfa skjólgóðan, sólrikan stað, t.d.undir suðurvegg. Jarð- vegsdýptin ætti ekki að vera minni en 50-60 cm og vaxtarrýmið 60-80 cm. Við gróðursetningu þarf að grafa holu sem er nægilega breið til að rætur plöntunnar nái að breiða úr sér. Gæta veröur þess að Lára Jónsdóttir garðyrkjufræðingur. MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 greiða vel úr rótunum. Hol- an þarf að vera nægilega djúp til að ágræðslu- hnúðurinn milli rótar og greina sé aðeins undir yflr- borði jarðvegsins. Þetta er mikilvægt þar sem rósir eru flestar ágræddar á villirósa- rætur, sem eru harðgerðar. Ef við- kvæma rós kelur er von til þess að hún lúri á heilum brumum rétt fyrir ofan ágræðsluhnúðinn og nái að vaxa aftur. Ræktun rósa jókst mikið eftir að farið var að byggja garðskála við hús, segir Lára. minnkar áhrif hitasveiflna. Að auki er gott að setja striga, sem festur hefur verið á spýtur, í kring- um rósina til að draga úr næðingi. Leggir grænir og hraustlegir Eftir gróðursetningu ber að fjar- lægja skemmdar, grannar og veiklulegar greinar til að gefa rými fyrir 3-5 sterklegar greinar, sem eiga að vera á hverri keyptri plöntu. Þegar rósir eru keyptar ber að horfa eftir því að leggir séu grænir og hraustlegir. Þegar plant- an hefur verið gróðursett þarf að vökva vel. Við allar venjulegar að- stæður fer blómgun fram frá miðj- um júlí og fram í ágúst/september. Á haustin eftir blómgun og lauf- fall þarf að ganga frá rósum fyrir veturinn. Binda skal rósina saman með flötu bandi sem ekki særir plöntuna. Mosi, greinar eða eitt- Rauðar og gular rósir eru jafnan vinsælast- ar, auk þess sem margir kjósa fremur ilmandi rós- ir. Annars eru til ótal- mörg litbrigði af rósum, frá flauelsrauðum í appel- sínurauðar, gular, hvítar og tvílitar. Ef rósir eiga að vera fallegar og veita okkur ánægju þarf að sinna þeim vel. hvað sem ekki heldur í sér vatni, er því næst breitt yflr moldina. Þetta skýlir rótarhálsinum og Rósir klipptar d vorin Að vori er tekið utan af plöntun- um. Ég mæli með því að rósir séu klipptar á vorin. Þá eru þær snyrt- ar til, veikar greinar era fjarlægð- ar, allt kal og það sem er orðið brúnt auk efsta hluta greina. Eftir klippingu eiga að standa 10-25 cm af plöntunni. Mikilvægt er að klippa rósir yfir brumi, sem vísar út frá miðju, annars vaxa þær ekki rétt. Gott er að gefa áburð í maí. Blákom hentar ágætlega og þarf u.þ.b. 40 g á fermetra. Ef vorið hef- ur verið þurrt ætti að vökva rósir mjög vel og það sama gildir um sumartímann. Eftir 2ja vikna þurrk er vökvun nauðsynleg. -ÓSB i ff ^ ^ott úrval af hellum og steinum. Margbreytilegir samsetningar- og mynsturmöguleikar. Fjölbreyttir notkunarmöguleikar Innkeyrslur • Stéttar • Garðstígar • Sólpallar • Bíla- stæði •Götur*Hringtorg •Umferðareyjur-o.m.fl. Skrúðgarðyrkjumeisfarinn Jón Hákon Bjamason aðstoðar við val á efni og útfærslur hugmynda. Gerið verðsamanburð 0 HELLUSTEYPA JVJ Vagnhöfða 17 • 112 Reykjavík • Sími 587 2222 • Fax 587 2223 Garöyrkjuskrú Búðu til garðyrkjuskrá til eigin nota. Merktu allar jurtir inn í hana og hafðu yfirlit yfir innkaup. Límdu í hana hvers kyns ráðlegg- ingar, upplýsingar af fræpokum o.fl., skrifaðu inn áburð, úðun o.þ.h. Þáð er þægilegt að hafa þess- ar upplýsingar tiltækar þegar far- ið er að hugsa til næsta árs. Góbur dreifari Taktu stóra, tóma plastflösku og gerðu göt á annan helming henn- ar. Gerðu gat gegnum endann á slöngunni og flöskustútinn. Rektu nagla gegnum götin og tengdu þannig stút og slöngu. Hinn slönguendann tengir þú við vatns- krana. Áberandi verkfæri Verkfæri týnast oft í grasinu. Þau sjást betur - og finnast fyrr - ef þau eru máluð með áberandi lit, t.d. appelsínugulum. Stíflabar niburfallspípur Stíflaðar niðurfallspípur úr þak- rennum geta valdið ýmsum vand- ræðum, einkum þeim sem hafa stór lauf- eða barrtré rétt viö hús- ið. Getur oft reynst erfitt að ná stíflu úr slíkri pípu. Oft er hægt að leysa þetta með finriðnu neti, t.d. hænsnaneti. Er það vafið saman í dálitinn bolta og látið í niðurfallsopið. Lauf og rasl kemst ekki niður í pípuna, en vatnið seytlar sína leið. Úr Handbók heimilisins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.