Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 14
<
Hús og garðar
MIÐVIKUDAGUR 2. JUNI 1999
Gulrófur og grænkál
í garðinum heima
„Þaö er skemmtilegast að boröa
þaö sem maður ræktar, veiðir eða
drepur sjálfur," segir Gunnar Eyj-
ólfsson sem hefur stundað ein-
hvers konar matjurtarækt-
un i rúm 40 ár. „Það
er mikil vinna að
halda úti sæmileg-
um garði og borg-
ar sig kannski
ekki fjárhags-
lega. Ef maður
reiknar sér tíma-
kaup við þetta þá
er hagkvæmara
að fara í Bónus
og kaupa græn-
metið þar. En þetta
er skemmtilegt og betra að
eyða tímanum í það en að hanga
fyrir framan sjónvarpið.
Kartöflutegund
ættuö úr Sauðlauksdal
Ég rækta mest af kartöflum og er
með nokkrar tegundir, bæði fljót-
sprottnar og geymsluþolnar, s.s.
rauðar íslenskar. Ein tegund er ætt-
uð að vestan og segja sumir að þær
séu afkomendur kartaflna sem
Björn Halldórsson ræktaði í Sauð-
lauksdal. Björn þessi er af mörgum
talinn fyrsti maðurinn til að rækta
kartöflur hér á landi en aðrir segja
að hann hafi einungis
kennt íslendingum að
borða þær. Ég er með
kartöflugarð í
garðlöndum
Garðabæjar og
í mínum eigin
garði á Álfta-
nesinu. Upp-
skeran dugar
fyrir þrjár
fjölskyldur,
árið um
kring. Að-
gangur að góðu jarð-
húsi er nauðsynlegur ætli
menn að geyma kartöflurnar i ein-
hvem tíma. Ég nota tilbúinn áburð
og brennistein á kartöflumar en
brennisteinninn kemur í veg fyrir
að hrúður eða kláði myndist á þeim.
Auðvelt og gott
Ég hef ræktað gulrætur í gegnum
tíðina en þær em mjög auðveldar í
ræktun. Það er óhætt að sá þeim
þegar frost er farið úr jörðu og þær
fara að spretta í ágúst, þegar nætur
em orðnar dimmar. Þegar komin
eru 2-3 blöð, fyrir utan kímblöðin,
þarf að grisja. Gulrætur geymast vel
í frysti séu þær forsoðnar en einnig
er hægt að raða þeim í kassa með
sandi á milli og geyma þær þannig
á svölum stað.
Mér hefur einnig gengið vel að
rækta gulrófur og rauðrófur. Gott er
að sá þeim inni en sé þeim sáð beint
út þá byrja þær að tréna eða mynda
frærófu fyrr. Radísur og næpur era
fljótsprottnar og auðveldar í ræktun
og bragðast best meðan þær eru enn
þá í vexti. Grænkáli sái ég beint í
garðinn og stendur það fram í
fyrstu frost og jafnvel lengur.
Spergilkáli sái ég hins vegar inni og
planta því út þegar komin em á það
fjögur blöð. Það verður að gæta þess
að taka af spergilkálinu áður en það
byrjar að blómstra.
Erfiðleikum bundið
að rækta lífrænt
Blómkál og hvítkál er vandmeð-
farið þar sem sniglar og kálfluga
sækja mikið í það. Auðvelt er að
losna við sniglana en það geri ég
með því að setja ílát með bjór eða
pilsner í garðinn. Sniglamir em
sólgnir í þennan mjöð og skríða
„Ef maður reiknar sér timakaup við þetta þá er hagkvæmara að fara í Bónus og kaupa grænmetið þar. En þetta er
skemmtilegt og betra að eyða timanum i það en að hanga fyrir framan sjónvarpið," segir Gunnar Eyjólfsson um
lifræna ræktun á grænmeti.
gjaman ofan í ílátið og drukkna.
Meira þarf að hafa fyrir kálflugunni
en hún gerir það t.d. að verkum að
erfltt er að rækta lífrænt. Því nota
ég kálflugueitur þrisvar sinnum
yfir vaxtartíma grænmetisins. Kál-
flugan barst hingað til lands á
striðsámnum og er talið að Bretar
hafi flutt hana hingað með græn-
meti. Vinkona mín fyrir vestan,
sem smyr nýrri kúamykju í garðinn
hjá sér, segir að það haldi kálflug-
unni í burtu.
Auk alls þessa rækta ég rabar-
bara, graslauk og mnna með berj-
um, s.s. sólber, rifsber og stikkils-
ber, sem lítið hefur verið um á ís-
landi vegna veðráttunnar. Síðastlið-
in tvö ár hef ég þó fengið ágæta upp-
skera af stikkilsberjatrjánum.
Nauðsynlegt
að næra moldina
Ef fólk hefúr áhuga á að rækta
matjurtir í garðinum hjá sér er að
ýmsu að hyggja. Garðurinn verð-
ur að vera þar sem sólríkt er og
skjól fyrir norðanáttinni. Einnig
þarf að huga að því að næra mold-
ina. Ég næ mér í þara úr fjörunni
á haustin og ber í garðinn, auk
þess sem lífrænn úrgangur heim-
ilisins er nýttur. Ég hef safnað því
sem til feflur á heimilinu f 5-6 ár.
Úrgangurinn liggur f safhkassa í
u.þ.b. ár áður en hann fer í garð-
inn. Á vorin er garðurinn stung-
inn upp og hrossatað borið í
hann. Mikilvægt er að mylja vel
moldina og skflja ekki eftir köggla
í henni. Sé þetta gert er lítil þörf
fyrir tilbúinn áburð. Á sumrin
þarf að reyta allan arfa sem kem-
ur í beðin. Uppskemtíminn hefst
í júlí, þegar fyrstu kartöflurnar
eru teknar upp, og stendur fram í
fyrstu frost. Flestar tegundir
grænmetis má frysta en sumar
þarf að forsjóða eða sjóða niður.
Fjölskyldan nýtur svo ávaxta erf-
iðisins allan veturinn.
-ÓSB
SOLIGNUM
Solignum þekjandi viðarvörn
verndar allar tegundir timburs
og hefur fallega áferð.
Solignum viðarvörn er
þægileg í notkun og hentar
jafnt til nýmálunar sem viðhalds.
Solignum smýgur vel inn í viðinn
og myndar ekki filmu.
Solignum viðarvörn fæst í
öllum betri byggingar- og
málningarvöruverslunum.
-listin að verja viðinn
Solignum viðarvörn berst
gegn sveppa og gróður-
myndun og ver viðinn
gegn skaðlegum útfjólu-
bláum geislum sólarinnar.
Solignum viðarvörn er
upplögð í notkun á
gluggaramma, hurðir,
grindverk og á allt
annað timbur.
K. Richter hf. Smiðsbúð 5, 210 Garðabæ sími 565 9000 fax 565 6878
Blómalyf
Bachs
Blómalyf em búin til með því að
leggja nýtínd blóm í bleyti í ferskt
lindarvatn og láta þau standa í sól-
skini á heiðskírum degi. Á þann
hátt vefður „virknisaukning" í
vatninu, þ.e. vatnið virkjast vegna
þess að kjami blómsins er talinn
hafa blandast í vatnið. Vatninu er
síðan blandað í ákveðnu hlutfalli
við brennt vín þannig að það
skemmist ekki og blandan geymd í
dökkri glerflösku. Þótt blómalyf séu
nú framleidd með ýmsum hætti er
þessi aðferð algengust. Hún er þó
frábmgðin mörgum nútímagrasa-
lyfjum að því leyti að engum
aukefnum nema áfenginu er bætt út
í blómakjarnavökvann.
Gagnsemi blómalækninga
Blómalækningameðferð er bæði
hressandi og átakalítil. Meðferðin
byggist á þeirri kenningu að góðu
tilfmningalegu jafnvægi fylgi góð
heilsa og reynslan er sú að ein-
kenni flestra kvilla réna við með-
ferðina. Sérstaklega má búast við
góðum árangri við eftirfarandi:
- taugaveiklunareinkennum
- þunglyndi, kvíða og geðsveiflum
- astma, exemi, psoriasis og öðr-
um djúpstæðum kvillum
- marblettum, bitsárum, brnna-
sámm o.þ.h.
•- síþreytu og alnæmi
Úr heilsubók fjölskyldunnar
i
í
á
I