Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 15
31
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999
Hús og garðar
H j álpartæki
garðeigandans
Plöntuviðhöld eru mjög einföld i notkun og auðvelt að lagfæra ef plöntur
vaxa út fyrir sett mörk eða ef eitthvað hefur gleymst.
I versluninni Gull og grænir
skógar í Hverafoldinni geta garð-
eigendur fengið ýmis tæki og tól
sem auðvelda þeim að halda garð-
inum i horfinu. Auk þess fæst þar
tölvuhugbúnaður sem nýtist garð-
eigendum vel við að skipuleggja
garðinn og velja plöntur.
Það getur verið mesta puð að
bogra yfir fjölærum plöntum með
bambusstengur og bindigam og
því geta plöntuviðhöld verið góð
lausn. Þau er hægt að fá í mis-
munandi stærðum og gerðum.
Þau eru mjög einfold í notkun því
einungis þarf að stinga þeim nið-
ur og krækja saman. Einnig er
auðvelt að lagfæra ef plöntur vaxa
út fyrir sett mörk eða ef eitthvað
hefur gleymst.
Link- og Loop-plöntuviðhöldin,
sem framleidd eru úr heilu stáli,
eru galvaniseruð og húðuð með
grænu PVC-plastefiii.
Fíflabani
Fíflabaninn er létt og þægilegt
verkfæri sem notað er til að útrýma
fiflum og öðru illgresi úr grasflötum.
Verkfærið er 95 cm langt og smíðað
úr jámi sem tryggir góða endingu
þess. Á enda þess eru þrír pinnar
sem er stungið niður þannig að
plantan lendir inni í þríhyrningnum
sem þeir mynda. Verkfærinu er síð-
an snúið 1-2 hringi og dregið upp og
plantan tekin út. Með notkun fifla-
banans eru illgresislyf óþörf.
Geitungagildra
Mörgiun er afskaplega illa við
geifimgana sem herja á landann á
sumrin og því getur geitunga-
gildra komið í góðar þarfir. Gildr-
an er hengd upp i hæfilegri fjar-
lægð frá dvalarsvæðum og agninu
(sem er í fljótandi formi) er hellt í
skálina sem er með trektformuðu
opi að neðan. Flugurnar laðast að
lyktarefhum sem eru í vökvanum
og fljúga upp um trektina. í vökv-
anum eru lyktarhormón sem eru
boðefni og laða að einstaklinga
sömu tegundar. Hægt er að fá
áfyllingu þegar áhrif vökvans
taka að dvína.
Sniglagildra
Sniglagildran er einfold aðferð
til að lokka snigla og ranabjöllur.
Hentugasta agnið er bjór. Gildran
er grafin niður og bjórnum hellt í.
Sniglamir laðast að börmum
gildrunnar og falla ofan í. Gildran
er úr grænu plasti, með loki yfir,
svo ekki rigni í hana.
Margmiölunarefni
Gull og grænir skógar hafa
einnig á boðstólum forrit handa
garðyrkju- og áhugafólki. Forritið
3D landscape 2 hefur að geyma
myndir í sýndarveruleika þar
sem hægt er að ganga um garða
og skoða sig um. Þar er gagna-
grunnur með yfir 2200 tré, mnna
og blóm. Hægt er að bæta við það
safn eigin plöntum eða flytja úr
öðrum forritum. Einnig em á
boðstólum forritin Garden
encyclopaedia 2 og Perfect plants.
Fiflabaninn útrýmir fíflum og öðru
illgresi úr grasflötum og notkun
hans gerir illgresislyf óþörf.
aukaafslátt af
smáauglýsingum
Smáauglýsingar
r»s*i
550 5000
GX302
GR450
GR345
BLACK&DECKER
______ i ■ _
GARÐSLÁ TTUVÉLAR
kr. 18.900,- kr. 47.900.-
kr. 19.800.- kr. 39.900.-
kr. 69.900.-
*:
KEÐJUSÖG
GK1635T
GARÐURINN 99
Rafmagn i garðinn er besti og umhverfisvænasti
kostunnn sem völ er á i dag. Black & Decker em
fremstir í flokki med rafknúin garöáhöld. garösláttu-
vélar, kantskera, limgerðisklippur, mosatætara,
garðkvarnir, keöjusagir, laufblásara og laufsugur.
1.
kr. 6.900.- GL580 GLC120
SINDRI
V E R S L U N
Borgartúni 31 -105 Rvík • sími 575 0000
fax 575 0010 • www.sindri.is
GARÐKVARNIR
«