Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 12
28 Nú færðu hana í Blómavali og Fossvogsstöðinni Hús og garðar MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ1999 Vírnetskörfur sem setj a svip á umhverfið Hentugar plöntur Hengibrúðarauga (lobelía) Hengipelargónía Bergflétta Sápujurt Dvergavör Maríuskór Fjólur Apablóm Hengipetúnía (Surfinia) Skjaldflétta Skildingablóm Dílatvitönn Hengijárnurt (Tapien) Stjúpur Silfurkambur Flauelsblóm manni dettur í hug. Sem dæmi um öðruvísi körfur má nefna körfu sem eingöngu inniheld- ur kryddjurtir eða körfu með jarðarberjum. Eftir gróbursetningu Karfan þarf að standa innan- dyra, t.d. í gróðurhúsi eða garð- skála, í a.m.k. 1-2 vikur eftir gróð- ursetningu. Það gefur plöntunum tíma til að róta sig. Þær mega ekki vera fullvaxnar og gott er að planta þeim áður en þær byrja að blómstra. Það er því tímabært að huga að sumarkörfunni á vorin. Hægt er að gera körfur fyrir mis- munandi árstíðir. Sem dæmi má nefna vorkörfu með vorlaukum og öðrum vorblómstrandi plöntum. Það er best að planta í vorkörfu að hausti eða yfir vetrartím- ann, geyma hana á svöl- um stað fram á vor og gæta þess að hún of- þorni ekki. Aðaluppi- staðan í haustkörfu gæti verið sigrænar plöntur, s.s. skriðull einir og bergflétta, auk plantna sem blómstra mjög seint, eins og kína- vöndur sem blómstrar í októ- ber.“ Að sögn Svövu verða svona hengi- körfur til sölu í gróðrar- stöðinni í Fossvogi. Til stendur að bjóða upp á kynningar þar sem fólki er sýnt hvemig það getur gert slíkar körfur sjálft, auk þess sem því er leiðbeint um efnisval og val á plöntum. Kynningarnar verða á fimmtudagskvöldum og verða aug- lýstar sérstaklega. -ÓSB Þessar körfur eru tilvaldar á svalir og má jafnvel búa sér til lítinn, fallegan kryddjurta- garð í einni slíkri. í útfærslu Svövu Rafnsdóttur á einum slíkum garöi eru eftirfarandi plöntur settar neðst: 1 major- anum, 1 piparmynta, 1 sítrónumelissa og 1-2 origan- um. Á miðju körfunnar eru svo 2 skjaldfléttur og 2 timian. Ofan í körfuna er 1 graslauk plantað í miðju og 1 salvíu, 2 steinseljum og 1 basil raðað í kring. Skjaldfléttan gefur körfunni lit og hún ber æt blóm sem er skemmtiiegt. í Gróðrarstöðinni í Fossvogi starfar Svava Rafnsdóttir garð- yrkjufræðingur. Hún lærði að búa til vímetshengikörfur í Bretlandi og hefur undanfarið komið þessari þekkingu sinni á framfæri víða um land. „Helsti munurinn á opnum vír- netskörfum og lokuðum körfum er sá að lokaðar körfur eru með heil- um hliðum og einungis hægt að planta ofan í þær. Vírnetskörfurn- ar eru hins vegar með opnar hlið- ar þannig að hægt er bæði að planta ofan í körfurnar og í hliðar þeirra. Þær eru gerðar úr léttum vír, sem er plasthúðaður til að hann ryðgi ekki, og þær má nota árum saman. Skipta þarf þó um innihald árlega. Til að jarðvegur- inn haldist inni í vírkörfunni þarf sérstakt innlegg og getur það verið úr ýmsum efnum. Mottur úr ull, sem er endurunnin, og kókos- hnetutrefjum hafa reynst vel, auk þess sem fallegt er að klæða hliðar körfunnar með mosa og fóðra þær með striga. Plöntuval Áður er plantað er í körfuna er vert að huga að litasamsetningu. Sé valin sú leið að hafa fleiri en eina tegund í körfunni er um margt að velja. Sem dæmi má nefna að heitir litir (gult yfir í rautt) fara vel sam- an og eins kaldir litir (blátt yfir í rautt). Andstæður geta einnig kom- ið vel út, t.d. fjólublátt með appel- sínugulu. Hvíta litinn er svo tilvalið að nota til að lýsa upp. Taka skal með í reikninginn að litur laufblaða getur verið mjög mismunandi. Aðalreglan í plöntuvali er sú að leyfa ímyndunarafl- inu að njóta sín og prófa það sem Umhiröa Jarðvegurinn í körfunni þarf að vera léttur og loftmikill og halda vel raka. Ég nota helst blöndu af vikri og spagnum-mosa. Þegar plantað er í körfuna er gott að bæta í hana áburði sem leysist hægt upp og nýtist plöntunum í langan tíma. í moldina er einnig gott að blanda vatnskristöllum. Þeir draga í sig vatn og nýtast þvi sem vatnsforði fyrir plönturnar. Það er mjög gagnlegt því karfan sjálf heldur Ula raka. Yfir sumar- tímann er nauðsynlegt að fylgjast vel með körfunni og vökva reglu- lega, jafnvel daglega ef veður er þurrt. Vökva þarf af og til með venjulegum blómaáburði því nær- ingarefnin skolast smátt og smátt úr jarðveginum. Fjarlægja þarf vis- in laufblöð og fallin blóm. Það örvar blómmyndun og gefur körfunni lengri lífdaga. Stabsetning Þegar plantað er í körfuna þarf að hafa staðsetningu hennar í huga. Ef karfan á að hanga hátt uppi þarf að hafa mikið af hang- andi plöntum og lítið af blómstrandi plöntum ofan á. Sé hún hins vegar í augnhæð er faUegt að hafa töluvert mikið af blómstrandi plöntum ofan á, auk hangandi plantnanna. Velja á saman plöntur sem þurfa svipuð skilyrði, t.d. skuggaþolnar plöntur saman, sólelskar eða þurrkþolnar, o.s.frv. Það tryggir betri þrif plantn- anna í körfunni. Karfan þarf að hanga á skjólgóðum stað og með tU- komu aUs kyns skjólveggja fer slík- um stöðum sífeUt fjölgandi. Festa þarf körfurna tryggilega og eigi hún að hanga hátt uppi er hægt aö fá króka með einhvers konar talíu til að auðvelda umhirðu. Þá er körf- unni einfaldlega slakað niður þegar vökva þarf og hún síðan hífð upp aftur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.