Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 8
Hús og garðar MIÐVIKUDAGUR 2. JUNI 1999 Svalalokanir: SOLARMEGIN I LIFINU okron Það er hlýtt og notalegt innan við tvöfalt Plexiglerið. Nýja RESIST PLEXIGLERIÐ er grimmsterW og ótrúlega höggþolið. Plexigler fyrir garðstofuna. Makrolon fyrir gróðurhúsið og svalirnar. Síðumúla 31, sími 55-33706. Umhirða fer eftir veðurfari Sumarblóm: „Einærar plöntur eru ræktaðar vegna litrikra blómanna. Það er mikilvægt að velja réttar plöntur á rétta staði. Plönturnar eru misjafn- lega viðkvæmar og þarf að taka það með í reikninginn þegar þær eru keyptar. Viðkvæm og hávaxin blóm þurfa skjólgóðan stað og öll þurfa þau að vera í sól hluta dagsins. Ekki er nauðsynlegt að sinna sumar- blómum mikið. Umhirðan fer eftir veðurfarinu og það þarf að vökva í samræmi við það. Kjósi fólk að dekra við blómin launa þau það ríkulega. Gott er að gefa þeim áburðarblöndu af og til og fjarlægja skal fallin blóm, visin lauf og sprota. Stærri blóm, sem keypt eru í pottum, er oft betra að setja í stærri potta. Það skilar sér i meiri blómgun. Tískan í sumarblómum Það er alltaf eitthvað um tísku- sveiflur í sumarblómarækt. Línurn- ar eru lagðar hjá þeim sem fram- leiða og selja blóm. Um þessar mundir eru hengiplöntur mjög vin- sælar, t.d. á svalir og skjólveggi. Má þar nefna hengipetúníur (súrfení- Ásdis Ragnarsdóttir, garðyrkju- fræðingur i gróðrarstöðinni Foss- vogi. ibúar i þessu húsi við Kirkjusand kusu að iáta loka svölunum og juku þannig notagildi þeirra. Aörar ástæður fyrir lok- un svala eru aö auka rými íbúðarinnar, búa til skjól til aö grilla, þurrka þvott eöa njóta útsýnis og sólar. íbúðin verður skemmtilegri, verðmætari og eigendum líður einfald- lega betur. íslandi, frekar en víðast annars stað- ar, vegna ágangs veðra. Það er óskemmtilegt fyrir fólk sem fiárfest hefur í íbúð í nýju fjölbýlishúsi að fá svimandi reikninga á 3-4 ára fresti vegna viðhalds. Aðrar ástæður fyrir lokun svala eru að auka rými íbúðar- innar, búa til skjól til að grilla, þurrka þvott eða njóta útsýnis og sólar. íbúð- in verður skemmtilegri, verðmætari og eigendum líður einfaldlega betur. Lítill verðmunur ó því besta og versta Svölum má loka með margvíslegum hætti. Slík aðgerð er þó úttektarskyld af viðkomandi byggingayfirvöldum og þarf þ.a.l. að standast ákveðnar álags- kröfur. Með hliðsjón af þvi verður lít- ill verðmunur á því besta og því versta sem í boði er. Því skyldi fólk kynna sér rækilega úrvalið á mark- aðnum. Úti um allan bæ eru svalalok- anir sem samræmast ekki bygginga- reglugerð og má fólk búast við að vera látið taka þær niður á eigin kostnað. Eins og byggingareglugerðin er í dag ber íbúa fjölbýlishúss að fá leyfl allra annarra ibúa til að loka sínum eigin svölum þar sem svalalokanir flokkast undir meiri háttar útlits- breytingu á húsinu. Þannig getur einn íbúi þrjátíu íbúða húss gengið gegn vilja tuttugu og níu íbúðareigenda. Flestum er ljóst að þarna er ósann- gjöm reglugerð á ferðinni og alls ekki lýðræðisleg. Hindrar hún auk þess eðlilegt viðhald húsanna, enda er nú unnið að breytingum til betri vegar hjá byggingayfirvöldum. Opnunarmöguleikar geta verið mis- munandi þrátt fyrir sama útlit við- komandi Qölbýlishúss. Sumir kjósa að hafa þá meiri en Brunamálastofnun gerir kröfur til og borga fyrir í sam- ræmi við það. „Við aðstoðum við alla útfærslu og teikningar og germn fóst verðtilboð í smíði á einingum, upp- setningu og glerjun." -ÓSB Nú fer í hönd sá tími þegar sum- arblómin springa út i gróðrarstöðv- um og görðum um land allt. Úrvalið er mikið og hægt að fá nánast hvaða lit sem er og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfl. Ásdís Ragn- arsdóttir garðyrkjufræðingur fræð- ir okkur um það helsta sem viðkem- ur þessum blómstrandi yndisauk- um. Magnús Víkingur við hluta framleiðslu fyrirtækisins Gluggar og garðhús sem sérhæft hefur sig í svalalokunum. eldsvoða. Þegar svölum er lokað þarf að uppfylla þá kvöð Brunamálastofn- unar að hægt sé að opna tveggja fer- metra póstalaust op þannig að hægt sé að bjarga fólki af svölunum þrátt fyr- ir lokunina. „Þessi skilyrði uppfyllum við alltaf.“ Tilgangur með lokun svala er stundum sá einn að koma í veg fyrir lekavandamál sem flest fjölbýlishús búa við, bæði gömul og ný. Oft reyn- ist erfltt að hindra leka með öðrum hætti en að loka svölum. Víða erlend- is er krafa byggingayfirvalda sú, varð- andi háhýsi og fjölbýlishús, að þau séu viðhaldsfrí. Betur að svo væri á Notagildi svala aukið „Við erum stolt af framleiðslu okk- ar og vísum til fyrri verka,“ segir Magnús Víkingur, annar eigandi Glugga og garðhúsa við Dalveg í Kópavogi, en fyrirtækið hefur m.a. sérhæft sig í svalalokunum. „Fyrirtækið var stofnað árið 1985 og hefur síðan þróað og framleitt byggingaeiningar úr PVC-efni. PVC er plastefni sem er formað í prófíla. Það er viðhaldsfritt og alltaf sem nýtt. Misstórum galvanhúðuðum stálprófll- um er rennt inn í PVC-prófílana til styrktar eftir stærð og gerð þeirra ein- inga sem smíða skal. Efnið þolir mjög vel breytilegt hita- og rakastig og hentar þvi vel í glugga, hurðir, garð- skála, svalalokanir o.m.fl. PVC er tregbrennanlegt, það nærir ekki eld. Það hefur hlotið viðurkenningu Brunamálastofnunar til svalalokana. Lokun svala hindrar leka Á fjölbýlishús eru settar svalir fyrst og fremst til að auðvelda björgun úr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.