Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 Hús og garðar 25 Utanhússmdlning: Litagleðin er mun meiri í nýrri hverfum eins og glöggt má sjá á þessari mynd sem tekin er i Setbergshverfinu i Hafnarfirði. Jón Hrafn Jónsson málarameistari. yflrfer og dytta að. Til lengri tíma litið er slíkt viðhald ódýrara en stórviðgerðir á 10-12 ára fresti. Fólk fær í auknum mæli fagmenn til að sjá um viðhald og sú þjónusta borgar sig að mínu mati. Margir halda því fram að auðvelt sé að mála en ef útkoman á að vera góð þarf að vanda til verks. Flestir telja sig t.d. geta málað þök en of oft er útkoman sú að meirihluti málningarinnar liggur í lágbárunni. Þegar hún þomar kiprast hún sam- an og dregur sig af fletinum. Góöur undirbúningur gerir gæfumuninn Þegar timbur er málað þarf að gæta þess að það sé ekki of blautt og einnig þarf að losa allan gráma af því. Grámi er timbur sem fengið hefur að veðrast og fúna og er orðið grátt. Sé málað yflr grámann flagn- ar málningin fljótlega af. Tvær leið- ir eru færar til að losna við grá- mann. Hægt er að pússa viðinn með grófum sandpappír. Þá verður að gæta þess að hann snerti ekki rúð- una. Einnig er til efni sem eyðir grámanum. Um er að ræða klór- blöndu sem borin er á viðinn og skrúbbuð af með vatni. Hún er mjög auðveld í notkun en varast þarf að efnið berist í augu. Svona undirbún- ingur getur gert gæfumuninn eigi verk að takast vel og endast í tilskil- inn tíma.“ -ÓSB „Tískan í litavali húsa fer í hringi. Pastellitir eru á undanhaldi um þessar mundir og fólk er miklu djarfara þegar kemur að því að velja liti á húsin,“ segir Jón Hrafn Jónsson málarameistari. „Annars er ekkert einhlítt litaval í gangi heldur ræðst valið oft af því um hvemig byggingar er að ræða. „Virðuleg" hús og hús með sérstök- um arkitektúr em oftast nær máluð hvít en nýbyggingar í öllum regn- bogans litum. Blár litur er t.d. mjög vinsæll um þessar mundir. Sú innanhússhönnun sem er í tísku núna hefur áhrif á litaval ut- anhúss. Hönnuðir em margir hverj- ir djarflr í litavali og oft má sjá það endurspeglast í málningunni utan- húss. Ýmislegt annað hefur einnig áhrif. Veðráttan hefur mikið að segja. Tiðarfar er þannig að vetur era dumbungslegir og því leitast fólk við að lífga upp á tilverana með skæram litum. Svo vilja heldur ekki allir vera eins. Ég hef séð það er- lendis, t.d. í Svíþjóð, að heilu hverf- in eru eins, bæði þegar kemur að hönnun húsa og litavali. Hér má oft og tíðum flnna margar stefnur í arkitektúr í sömu götunni og stjóm- ar smekkur hvers og eins litavali. Múlning verndar stein og timbur Það eru u.þ.b. 10 ár síðan fólk fór að verða djarfara í litavali. Fyrir Biái liturinn er mjög vinsæll í dag. Hér má sjá tvö hús þar sem hann sómir sér vel. þann tíma var vinsælast að mála hús í sementsgráum tónum, með brúnar gluggaumgjarðir og rautt þak. Það má glöggt sjá merki þessa tímabils í Breiðholtinu, og þá sér- staklega í Seljahverfinu. Menn eru sífellt að bóna bílana sína og liggja kannski andvaka yfir lítilli rispu en skeyta svo lítið sem ekkert um viðhald á húsunum sínum. íslendingar gera sér almennt ekki grein fyrir því að aðalmarkmið málningar er að vemda stein og timbur. Útlitsþátturinn ræður þvi oftast hvenær húsin eru máluð. Málningin ver steininn fyrir frost- skemmdum þar sem hún er þeim eigmleikum búin að hún andar í aðra áttina, þ.e. hún hleypir raka út en ekki inn. Óvarinn steinn tekur inn bleytu sem veldur steypu- skemmdum þegar frystir. Fólk hugsar almennt ekki nógu vel um húsin sín. Menn eru sífellt að bóna bílana sína og liggja kannski and- vaka yfir lítilli rispu en skeyta svo lítið sem ekkert um viðhald á hús- unum sínum. Fyrirbyggjandi vibhald ódýrast og aubveldast Það er nauðsynlegt fyrir fólk að fylgjast vel með húsum sínum. Þaö er ekkert stórmál að labba hring í kringum húsið og athuga hvort allt sé með felldu. Ég er sjálfur með nokkur hús í einhvers konar áskrift. Ég heimsæki þau á vorin, Fólk djarfara í - segir Jón Hrafn Jónsson mdlarameistari tmmmmmmmmmmmm Finna má tískusveiflur i sumarblómarækt og eru linurnar iagðar hjá fram- leiðendum og blómasölum. ur). Það eru sólelskar plöntur sem blómstra ríkulega allt sumarið. Önnur slik planta er hengilópelian sem blómstrar mikið en þarf ekki mikla sól. Hún er vatnsfrek og hana þarf að vökva 1-2 sinnum á dag þeg- ar þurrkur er. Náttúrlegar plöntur eru líka í tisku núna. Þar fer fremst í flokki margarítan (chrysanthem- um) sem minnir helst á baldursbrá og fæst í tveimur stærðum. Stjúpurnar vinsælastar Þrátt fyrir tískusveiflur era flest- ir fhaldssamir og kaupa sömu teg- undirnar í sömu beðin ár eftir ár. Stjúpumar eru alltaf vinsælastar. Þær era litskrúðugar og harðgerðar og eru þægilegri i meðforum en margar aðrar plöntur. Fjólur standa líka alltaf fyrir sínu og era mikið keyptar með silfurkambi. Hann er ræktaður vegna grárra blaðanna sem fara vel með fjólubláa litnum. Önnur vinsæl planta sem ekki blómstrar er skrautkálið. Það fæst með mörgum litbrigðum og er oftast notað með blómstrandi plöntum. Það stendur langt fram á haust. Morgunfrúin er sígild planta sem margir halda tryggð við. Hún blómstrar stóram appelsínugulum blómum frekar seint og stendur lengi. Þetta er langt frá því að vera tæmandi upptalning því úrvalið er mikið og fólk ætti að koma við i ein- hverri gróðrarstöð, skoða úrvalið og fá ráðleggingar hjá fagmönnum. -ÓSB Við erum í sumai - 30% jggE|L ...af gará^S^, BfitGGS & STRATTON Limgerðisklippur 20% afsl. ' Verð: 37.810- Al-I$p handvélar og mosatætarar Mirá: 8.431- á Al-Ko rafmagnsvél \ 20% afsl 14.998- Al-Ko raforf 1 20% afsl iðeins: 6.517 Mjög öflugt vélorf frá Echo 20% afsl Verð aðeins 47.620 Smiðjuvegi 4c - 200 Kópavogi Sími: 587-9699

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.