Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Blaðsíða 11
 MEÐVIKUDAGUR 2. JUNI 1999 Hús og garðar ][]Æ Lífrænt ræktaö grænmeti: vandláta Þórður G. Halldórsson og eigin- kona hans, Karólína Gunnarsdóttir, hafa stundað lífræna ræktun í Laug- arási í Biskupstungum í sjö ár. Að sögn Þórðar er þetta ekki bara spurning um hollustu afurðanna heldur lifstíll sem tengist viðhorfi til umhverfisins. „Ég kynntist lifrænum afurðum í Noregi fyrir tæpum tuttugu árum, þ.e. þessari heilsulínu. Þegar ég kom heim fór ég að skyggnast um eftir lífrænt ræktuðu grænmeti og komst að því að það var torfundið. Á þessum tíma var ekki hægt að ganga að fersku grænmeti allan árs- ins hring og úrvalið var ekkert mið- að við það sem þekkist í dag. Dvöl- in í Noregi varð til þess að kveikja áhuga minn á lífrænni ræktun og til að mæta þessari persónulegu þörf minni fór ég í Garðyrkjuskólann þegar ég kom heim. Ræktun hefur reyndar alltaf höfð- að til mín en í Noregi kviknaði áhugi minn fyrir þessum lifsstU sem tengist ekki bara hollustu held- ur er samhengið miklu víðara. Það tengist ekki síst viðhorfi tU um- hverfisins og einnig skipta félags- legir þættir máli. Hvemig vUjum við t.d. umgangast jörðina og hvað viljum við leggja fram til þjóðfélags- ins? Þetta er hugsjónamál sem höfö- ar til mín og var kveikjan að því að ég fór út í ræktun sjálfur. Heildræn sýn Meðan ég var i Garðyrkjuskólanum vann ég samhliða á HeUsustofnuninni í Hveragerði en þar hafði lífræn rækt- un verið stunduð frá upphafi. Þar kynntist ég enn frekar ólíkum aðferð- um í þessari ræktun og ein þeirra, sem kennd er við heimspekinginn Rudolf Steiner, vakti mjög áhuga minn. Hann var mjög víðsýnn og stefna hans tengd- ist mörgu, m.a. menntun, ræktun og heUbrigðismálum. Þegar námi mínu í Garðyrkjuskól- anum lauk hélt ég ásamt fjölskyldu minni tU Svíþjóðar og stundaði nám við skóla sem kenndur er við heim- spekistefnu Rudolfs Steiners. í bæn- um sem við dvöldum í, Jarna, var mikið um lifræna ræktun auk þess sem þar var að finna mörg heimili fyrir þroskahefta en samkvæmt stefnu Steiners eru sterk tengsl mUli umönunnar og ræktunar. Frá Svíþjóð lá leiðin að Sólheim- um í Grímsnesi þar sem ég tók við garðyrkjustjóm en þar hefur verið stunduð lífræn ræktun síðan 1930. Þórður og Karólína rækta mest af tómötum, agúrkum og papriku. Þórður G. Halldórsson segir lifræna ræktun lífsstil sem tengist viðhorfi til umhverfisins. Sesselja Sigmundsdóttir, sem stofn- aði Sólheima, stundaði nám við skóla sem byggði á aðferðum Steiners og byggði sitt starf á stefnunni þegar hún kom heim til íslands. Þar hóf ég störf 1987 ásamt eiginkonu minni og eftir þriggja ára starf þar fluttum við hingað að Akri í Laugarási og hófum ræktun. etta er lífsstíll. Þegar þú kaupir lífrænt ræktaða afurð ertu að taka þátt í ákveðnu ferli sem skiptir þig máli. Þú lítur ekki bara á þetta sem afurð sem er framleidd og að ferlið hafi ekkert að segja. felst í því að láta þá þroskast á trján- um því þannig nást fram meiri gæði. Við ræktum fyrst og fremst tómata, agúrkur og papriku en höf- um smám saman verið að auka fram- leiðsluna. Af öðrum tegundum má nefna t.d. kirsuberjatómata, buff- tómata, chilipipar, eggaldin, stein- selju og ýmsar kryddtegundir. Gul- rætur erum við svo að taka upp í gróðurhúsi. Hvítkálið ræktum við úti en það ræktum við fyrst og fremst til að búa til súrkál. Við not- um gamlar framleiðsluaðferðir, lát- um það gerjast og pökkum því beint á krukkur. Súrkálið er gífurlega ferskt og gott og hentar vel sem vetr- argrænmeti. Við erum að koma okk- ur upp góðri aðstöðu til þess að auka þá framleiðslu. Leggjum dherslu q ræktunarferlib Framleiðslu okkar hefur helst verið að fmna í heilsuverslunum, sem eru á víð og dreif um Reykjavík. Því miður er það ekki enn svo að lífrænt fram- leiddar vörur sé að finna í öllum stór- mörkuðum en það má merkja breyt- ingar í þá átt og vonandi verður þró- unin sú að allir hafi aðgang að þess- um vörum. Ég er viss um að þegar fólk fær aukinn aðgang að lífrænt framleiddum afurðum og því er gerð- ur greinarmunurinn ljós þá muni eft- irspumin aukast. Það sem við leggj- um áherslu á er ræktunarferlið. Þegar fólk talar um lífrænt ræktað græn- meti er hollustan yfirleitt það fyrsta sem kemur upp i hugann, þ.e. að líf- Þroskinn í fyrirrúmi Þegar við fluttum hingað var hér fyrir hefðbundin ræktun þannig að ýmsu þurfti að breyta áður en rækt- un gat hafist. Hér vora fyrir tvö gróðurhús þar sem ræktað hafði ver- ið í steinull. Þetta er þróunin í hefð- bundinni ræktun og að mínu mati ekki góð þróun því þetta bitnar á ávöxtunum. Menn hafa hins vegar valið þessa leið til þess að geta haft betri stjóm á ræktuninni því um leið og maður er kominn í jarðveg eru svo margir þættir sem hafa áhrif á ræktunina. Við viljum fara hægar og fá þar með betri fyllingu í ávextina og meira bragð. Þurrefhisinnihaldið verður meira eftir því sem aldinin fá að hanga lengur. Grænir tómatar t.d. eru tíndir snemma og hafa ekki feng- ið að þroskast almennilega. Þeir era í heföbundinni ræktun tíndir svona allan ársins hring en á sumrin eru þeir geymdir lengur áður en þeir fara í verslanir þannig að þess vegna era þeir rauðir. Okkar metnaður rænt ræktaðar afurðir séu hollari og bragðbetri en þær sem ræktaðar eru á hefðbundinn hátt. Bragð er huglægt og hollusta getur verið sjálfsefjun og er ekki mælanleg. Það hafa verið gerðar ótal rannsóknir um muninn á hefðbundnum og lífrænt ræktuðum afurðum og niðurstöðurnar eru langt frá því að vera á einn veg. Það sem ég er að segja er að þetta er lífsstíll. Þegar þú kaupir lífrænt ræktaða afurð ertu að taka þátt í ákveðnu ferli sem skiptir þig máli. Þú litur ekki bara á þetta sem afurð sem er framleidd og að ferlið hafi ekkert að segja. Eitt stærsta vandamálið t.d. í Hollandi í hefðbundinni ræktun eru steinullarfjöll sem erfitt er að farga. Steinullina er hægt að nota í eitt ár og síðan er henni hent. Hún hrannast því upp og hefur skapað umhverfis- vandamál. Þó að kröfurnar séu mikl- ar í Hollandi varðandi áburðarnotkun vegna jarðvegsmengunar era önnur vandamál sem hrannast upp. Mótvæg- ið er lífræn ræktun þar sem markmið- ið er sjálfsþurftarbúskapur. Þar skipt- ir mestu máli að nýta úrganginn og farga sem minnstu. Það er svo fólksins að dæma hvort því finnst varan betri og hollari. Við búum við tiltölulega hreint um- hverfi enn sem komið er hér á landi og því eru forsendur okkar aðrar en þar sem þéttbýli er mikið og umhverf- ismengun vandamál. En við þurfum nú að fara að hugsa okkar gang í um- hverfismálum og ég er viss um að þeg- ar áhuginn kviknar almennilega hjá íslendingum hvað varðar lífræna ræktun t.d. þá verður sprenging." -gdt UTILEIKTÆKI RÓLUR OG RENNIBRA UT Vönduð leiktæki frá V-Þýskalandi. Stoðir 45 mm stálrör, slá, 40x60 mm stálprófíll, vandlega lakkað. Afhent ósamsett í kassa, tilbúið til fiutnings. BUSLLA UGAR Sterkur dúkur á stálgrind. Sæti, viðgerðarsett og botnloki. Stór laug, 122x244 cm, með stiga, kr. 7.900, stgr. 7.505. Minni, 122x188 cm, kr. 4.500, stgr. 4.275 Verð: Einföld róla kr. 4.900, stgr. 4.655. Tvær rólur kr. 9.500, stgr. 9.025. Róla+ vegaróla kr. 11.900, stgr. 11.305. Rólur m/stiga kr. 16.900, stgr. 11.305. Rennibraut kr. 9.700, stgr. 9.215. Jarðfestingar kr. 2.300. Símar: 553 5320 568 8860 Ármúla 40 Verslunin MAU s M__ IIUOIIIO 37.800, ©BOSCH ©EOSCH 3.580,- Slonguvagn Garðypkjusumar í hjarta borgarinnar JS BOSCH 6.630,- IOSCH Dreyfarar 16.433, BOSCH verslunin aðkeyrsla frá Háaleitisbraut *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.