Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999
Fréttir
sandkorn
Olga vegna vafasamra Qárfestinga lífeyrissjóöa í heimabyggö:
Lífeyrissjóðurinn verði
kannaður ofan í kjölinn
- segir Halldór Guðbjörnsson, stjórnarmaður Veröandi í Vestmannaeyjum
„Félagið er með þessi mál í mjög
alvarlegri skoðun," segir Halldór
Guðbjömsson, stjómarmaður í Skip-
stjóra- og stýrimannafélaginu Verð-
andi, um fjárfestingar Lífeyrissjóðs
Vestmannaeyja í Vinnslustöðinni hf.
Buxnalausar flugfreyjur:
Spennandi
pilsamál
„Svona pilsamál hefur aldrei kom-
ið til okkar áður; við höfum aðallega
verið í mannaráðningunum þannig
að þetta er nýtt og spennandi," sagði
Elsa Þorkelsdótt-
ir, framkvæmda-
stjóri Jafnréttis-
ráðs, um kæm
Flugfreyjufélags-
ins sem ráðinu
hefur borist. Þar
kvarta fLugfreyjur
yfir því að vera
gert að klæðast
pilsum í vinnunni
í sumar en alls
ekki buxum. Mál-
ið verður tekið
fyrir í kærunefnd
jafnréttismála á næstunni. „Ég
minni á að það era ekki svo ýkja
mörg ár síðan eitt helsta baráttumál
Rauðsokka var að fá að klæðast bux-
um í vinnunni en það var þá fá-
heyrt,“sagði Elsa.
Þóra Sen hjá Flugfreyjufélaginu
sagði að hér væri um jafnréttismál
að ræða. Karlkynsstarfsmenn Flug-
leiða væm ekki skikkaðir til að
skipta um klæðnað eftir árstíðum:
„Það er einstaklingsbundið hvort
fólki lætur betur að vinna í buxum
eða pilsum. Myndu karlkynsstarfs-
menn sætta sig við að vera settir í
stuttbuxur yfir sumartimann? Þetta
er einnig spuming um að klæðast al-
mennilega þegar kalt er í veðri. Það
er nauðsynlegt að þetta mál fari fyr-
ir Jafnréttisráð og einhver botn fáist
í það,“ sagði Þóra Sen. -EIR
í Vestmannaeyjum og fleiri fyrir-
tækjum.
Lífeyrissjóðurinn hélt í heiðri hiö
foma slagorð, „verslum í heima-
byggð“, og keypti stóran hlut í
Vinnslustöðinni í Eyjum. Kaupin em
umdeild í ljósi erfiðrar stöðu fyrir-
tækisins sem rekið hefur verið með
stórtapi. Þá vekur það undrun
heimamanna og sjóðfélaga að sjóður-
inn keypti bréfin á yfirverði eða sem
nemur genginu 2,3. Vikumar fyrir
kaupin var gengi bréfanna á bilinu
1,6 til 1,7.
„Maður spyr sig hverjum sé verið að
hygla með þessum kaupum og hvort
hag félagsmanna sé betur borgið innan
einhvers annarsl sjóðs,“ segir Halldór.
Hann segir að stjóm Verðandi muni
taka mál þessi fýrir á næstunni og
framhaldið ráðist af þeirri niðurstöðu
sem þar fæst. Reiði sjómanna snúist
ekki eingöngu um vafasamar fiárfest-
ingar heldur sé á sama tíma verið að
skerða kjör sjómanna innan sjóðsins.
Hann segist hafa sömu athugasemdir
og Vestfirðingar en eins og ffarn kom í
DV í gær er Lífeyrissjóður Vestfirð-
inga í svipuðum fiárfestingum. Skip-
stjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan á
Vestfiörðum hefur farið fram á það að
Farmanna- og fiskimannasamband ís-
lands standi fyrir úttekt og skoðun á
framferði stjórnar lífeyrissjóðsins. Inn-
an Bylgjunnar em uppi raddir um að
ganga úr lífeyrissjóðnum vegna óá-
nægjunnar.
Alls er greitt af hverjum launþega til
lífeyrissjóða sem nemur 10 prósentum
af öllum launum. Óhætt er að áætla að
300 til 400 þúsund krónur renni frá
hverjum félagsmanni Verðandi í lífeyr-
issjóðinn þannig að miklir hagsmunir
em í húfi hjá hverjum og einum. Sam-
kvæmt heimildum DV er fleira en fiár-
festingin í Vinnslustöðinni sem sjó-
menn í Vestmannaeyjum era ósáttir
við. Þannig fiárfesti stjóm sjóðsins í
amerískri skyndibitakeðju, Arthur Tr-
eachers Inc. fyrir nokkrum árum. Alls
vora keypt bréf fyrir 63,5 milljónir
króna. Bréfin hafa hrunið í verði og
samkvæmt gengi þeirra fengjust nú
um 34 milljónir króna fyrir þau. Verði
það niðurstaðan er tap sjóðsins sem
nemur 10 prósentum af iðgjöldum eins
árs.
Halldór segir að lagt verði til innan
síns félags að málin verði skoðuð ofan
i kjölinn.
„Það hefúr komið til tals að gera at-
hugasemdir beint til Fjármálaeftirlits-
ins. Við munum leggja til í stjóm Verð-
andi að fiárfestingin í Vinnslustöðinni,
sem og aðrar mndeOdar fiárfestingar,
verði skoðaöar," segir hann. -rt
Hús hefur risið á methraða í Nauthólsvík þar sem almenningur, göngu- og hjólreiðamenn, sem og aðrir, geta nú þeg-
ar í sumar skotist inn og notið dvalar og veitinga í „heitu víkinni". Reykjavíkurborg hefur þegar hafið framkvæmdir
rétt fyrir neðan, við sjálfa víkina, þar sem heitavatnslón, sjópottar og annað verður í boði fyrir fólk. Sú aðstaða mun
verða opnuð almenningi á næsta ári. DV-mynd Pjetur
Elsa Þorkels-
dóttir hjá Jafn-
réttisráði.
Haltu kjafti og vertu sæt
Þær eiga sem sagt aö vera buxnalausar. í því
felst nefnilega munur kynjanna. Líkami konunn-
ar er almennt talinn fallegri en karlanna. Þær
þola því að ganga um buxnalausar en karlar ekki.
Krafa stjórnenda Flugleiða er því sú að flugfreyj-
ur gangi í pilsum en ekki buxum. Kálfar og hné-
skeljar kvenna eru vel frambærfiegar en það sér
hver í sjónhending hvílíkur hryllingur það væri
að láta karla á hálfbuxum þjóna sér, með loðnar
lappir og ljót hné. Það færi enginn fleiri en eina
ferð með flugfélagi sem byði upp á slíka hörmung
í farþegarýminu.
Nú munu tfi þær flugfreyjur sem skilja ekki
þessa eðlilegu kröfu stjórnenda flugfélagsins. Þær
munu jafnvel hafa gengið svo langt að kæra þessa
ákvörðum til jafnréttisyfirvalda og vfija ganga
um beina í buxum sem karlar væm. Sú kæra er,
eins og flestir velmeinandi menn sjá, á misskiln-
ingi byggð. Konurnar í flugfreyjustéttinni njóta
einmitt þeirra forréttinda að mega ganga um í
pilsum og sýna á sér hnéskeljarnar, jafnvel að-
eins upp eftir lærinu ef pilsið dregst upp í erli
starfsins.
Það vita konurnar sem kærðu að fagurt bros
rauðmálaðra vara og nettur fótleggur er söluvara
og stuðlar að velgengni hvers flugfélags. Þær
ættu þvi með réttu að gleðjast vegna yfirburða-
stöðu sinnar, stöðu sem körlum er fyrirmunað á
ná.
Flugfreyjurnar hljóta því að draga kæruna til
baka, halda áfram að brosa og vera sætar - og
buxnalausar. Dagfari
Fá eða engin störf
munu eftirsóttari en
flugfreyjustarfið. Það
hefur frá árdögum
flugsins haft yfir sér
ævintýraljóma. Flestar
ungar stúlkur dreymir
um það og draumur
sumra rætist. Það hefur
þó gerst þegar Flugleið-
ir auglýsa laus störf til
sumarafleysinga að
700-900 umsóknir hafa
borist. Það má þvi ljóst
vera að aðeins fáar era
til kallaðar.
Flugfreyjustarfið nýt-
ur meira að segja þess
heiðurs að vera kven-
kennt öndvert við flest
önnur störf þar sem
karlremban tröllríður
öllu. Karlar hafa aðeins
reynt að komast í flug-
freyjustörf og kalla sig
þá flugþjóna. Það fellur gersamlega flatt enda frá-
leitt sami hljómur í þjóni og í freyju. Drengir sem
hafa hætt sér út á þann hála ís hafa því mætt for-
dómum og aðkasti, jafnvel kallaðir pungfreyjur.
Konurnar halda því yfirburðastöðu sinni á þess-
um vettvangi.
Flugfreyjumar era andlit hvers flugfélags. Það
vita stjómendur félaganna og gera því kröfur í
samræmi við það. Fyrsta skilyrði til ráðningar er
því hvorki þjónustulund né tungumálakunnátta
heldur almennur fríðleiki og góður limaburður.
Flugfreyjur eiga að vera sætar. Þær eiga líka að
vera vel til hafðar, málaðar og greiddar og eink-
um og sér í lagi kvenlegar.
Elín blómstrar
Tekið er eftir þvi að lifnað
hefur mjög yfir fréttum Sjón-
varpsins. Mikið líf er í fréttun-
um og þunglyndislegt yfirbragð
er horfið. Víst er að áhyggjur
Páls Magnús-
sonar, frétta-
stjóra Stöðvar 2,
hafa vaxið og þá
einkum eftir að
fréttatími Sjón-
varpsins var
færður fram.
Elín Hirst,
sem á sínum
tíma vék fyrir Páli
á Stöð 2, er nú í miklum ham á
Sjónvarpinu og vegur hennar
vex þar með hverjum degi. Hún
er oftar en ekki vaktstjóri á
fréttastofu og í síðustu viku
mun Bogi Ágústsson frétta-
stjóri hafa tilkynnt starfsfólki
að Elín yrði staðgengill sinn...
Saklaust bréf
Dreifiritið fræga sem var
stöðvað í pósti reyndist sára-
saklaust enda Framsókn hætt
við málaferli. Þar
var fátt sem hægt
er að skoða sem
sérlega meið-
andifyrir Hall-
dór Ásgríms-
son, nema ef
vera skyldi að
þar. voru birt-
ar inyndir af
honum og
Finni Ingólfssyni með Jóni
Ólafssyni. Lögmenn sem
þekkja málið fullyrða að ríkis-
saksóknari hafi bent framsókn-
armönnum pent á þessar stað-
reyndir fyrir alllöngu, að í mál-
inu var ekkert saknæmt. Allur
þessi málatilbúnaður nú um að
ákveðið sé að gera ekkert frek-
ar af hálfu flokksins en horfa
frekar til framtíðar er því hálf-
hlægilegur...
Arftaki Ásdísar Höllu
Eins og fram hefur komið
hyggst Ásdís Halla Braga-
dóttir ekki gefa
kost á sér til
endurkjörs í
forystuembætti
Sambands
ungra sjálf-
stæðismanna.
Mikið er um
það skrafað
hver taka
muni við á næsta
SUS-þingi í ágúst og hafa ýmsir
verið nefndir þó enginn hafi
enn tilkynnt framboö sitt opin-
berlega. Nýjustu fregnir herma
að veralegar líkur séu á að Sig-
urður Kári Kristjánsson , 26
ára lögfræðingur, bjóði sig
fram til formanns. Hann situr
nú í stjórn SUS og ku hafa öfl-
ugan stuðningshóp á bak við
sig...
Fær hann bréf?
Ungir sjálfstæðismenn eru
eitthvað að steita göm vegna
þess að þeir hafa misst ráðherr-
ann sinn hann Halldór Blön-
dal og eru ungu
sjallarnir á Ak-
ureyri óánægðir
með að allir
ráðherrar Sjálf-
stæðisflokks-
ins skuli koma
af höfuðborg-
arsvæðinu.
Þeir sendu
frá sér tilkynningu
vegna þessa og enduðu hana á
að segja við Davíð formann
sinn að svona gerðu menn ekki.
Nú er spurningin hvort formað-
ur Varðar, ungra sjálfstæöis-
manna á Akureyri, fær ekki
bréf frá Davíð, svona eins og
biskupinn fékk á dögunum frá
honum og fleiri menn hafa feng-
ið í gegn um tíðina...
Umsjón: Reynir Traustason
Netfang: sandkorn ®ff is