Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 15 Landslag yrði lítils virði Uppbygging fer>afljónustu Samkeppni og hraði nútima- þjóðfélagsins krefst nýrrar tækni. Þátttakendur í uppbyggingu ferða- mannaþjónustu hafa í auknum mæli komið sér upp tölvubúnaði og má flnna heimasíður þar sem kynnt er þjónusta og gefinn kostur á upplýsingum. Frábært, hugsaði ég með mér og sendi fyrirspurn. Dagar liðu og ekkert svar barst og á endanum hringdi ég. Kom þá í ljós að sá sem rak þjónustuna hafði fengið fag- mann til að útbúa heimasíðu en hann var alls ekki nógu vel að sér sjálfur til að svara fyrirspumum gegnum tölvu. „Landið er fagurt og frítt,“ segir í kvæðinu. - Sem bet- ur fer á ísland enn sína ægifógru ósnortnu náttúru og vonum við að svo verði um alla fram- tíð. Vetur, sumar vor og haust, hver árstíð hefur sína töfra. Vor- ið vekur væntingar eftir langan vetur og þokuslæður í dögun, spor í döggvotu lyngi og angurblíður söng- ur lóunnar eru ógleymanleg þeim sem upplifa. Ferðamenn, bæði innlendir og erlend- ir, leggja í auknum mæli leið sína til landsins á öllum tímum árs og í fjölda byggðarlaga hafa skapast störf i ferðaþjónustu. Má nefna hestaferðir, Síldarævin- týrið á Siglufirði og hvalaskoðun- arferðir. Eftirminnileg og ánægjuleg var bátsferð frá Stykkishólmi þar sem í boði var fuglaskoðun og sigling í fógru umhverfi. Og toppurinn var þegar skelplógur var dreginn um borð og áhöfn bauð upp á ljúffeng- an skelflsk. Einnig var ánægjuleg vélsleðaferð frá Arnarstapa á Snæ- fellsjökul og sannaðist þar að ekki þarf að hendast helgarferð til út- landa í ævintýraleit. Kjallarinn Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur A fer> um hring- veginn Á ferð minni um hringveginn vakti at- hygli auglýsing um bátsferð í eyðifjörð. Slíkt lætur maður ekki fram hjá sér fara og ég borgaði glöð í bragði uppsett verð og var fyrst um borð. Yf- irbyggður báturinn var ágætlega búinn og vistlegur. Ferðin tók klukkustund hvora leið. Ég þekkti nokkuð til sögu staðarins og hlakkaði til að sjá merkisstaði frá sjó og bæta við þekkingu .... mína. Fararstjórinn var skipstjóri og hann stóð við stýrið og reykti vindil alla leiðina og mælti ekki orð nema á hann væri yrt. Hann var vinsamlegur skip- ^tvwkishó' MHR „Eftirminnileg og ánægjuleg var bátsfer> frá Stykkishólmi flar sem i hverfi.“ bo>i var fuglasko>un og sigling í fögru um- stjóri en ekki fróður leiðsögumað- ur og ferðin því ekki nema hálf, því það vantaði söguna. Bömin voru óróleg og allir þegjandalegir og alvarlegir þegar komið var að landi. Andstæðan við þetta var rútu- ferð sem ég fór í um kunnuglegt svæði. Rútan var full af fólki sem langaði að heyra sögu staðarins og ökumaðurinn i þeim bíl vissi hvað við átti. Hann talaði stanslaust alla leiðina og benti á það sem fyr- ir augu bar. Sumt af því sem hann sagði vissi ég að var haugalygi en það var fyndið og sakaði engan og allir skemmtu sér vel. Lei>beining- ar Útlendinga þyrstir i frásagn- ir af lífi víking- anna og hvernig fólk dró fram líf- ið í þessu hrjóstruga landi. Og íslendingar hafa einnig gaman af að riija upp þjóðsögur og örnefni. Hjá mér vaknar því sú spuming hvort ekki þurfi leiðbeiningar og þjálfun fyrir fólk sem er svo dug- legt að skapa sér og öðrum at- vinnu með þjónustu við ferða- menn? Gumihildur Hrólfsdóttir „Dagar liðu og ekkert svar barst og á endanum hringdi ég. Kom þá í Ijós að sá sem rak þjónustuna hafði fengið fagmann til að útbúa heima■ síðu en hann var alls ekki nógu vel að sér sjálfur til að svara fyrirspurn- um gegnum tölvu. “ Að ganga í gildru Auðvitað á ég ekki að skrifa ævisöguna í dagblööin en þar sem ég er frekar dómínerandi þáttur í mínu lífi þá verðið þið bara að fyr- irgefa. Sem sannur íslendingur, afkom- andi landflótta konunga sem flúðu undan ofríkinu, er ég með smá- kóngaeðli í blóðinu. Eins og kon- ungbomum sæmir vil ég eiga mitt og ráða í ríki mínu. Fyrir nokkrum árum réðumst vér í íbúðarkaup. Það varð mjög fljótlega ljóst að oss- ið er ekki mikill stærðfræðingur, því þrátt fyrir alla mína útreikn- inga fór alltaf meira út af banka- bókinni en mér hafði reiknast til. Borga>i en nota>i ekki Það er best að skýra þetta nánar. Símalaus er íslensk kerling ekki. Símtengi vár til staðar, aðrir íbúar nýfluttir út. Það eina sem ég þurfti að gera var að velja númer, horfa á konuna ýta á takka og borga litlar tíu þúsund krónur i stofngjald! 10.000 krónum fátækari tímdi ég að sjálfsögðu ekki að nota símtækið. Þremur mánuðum síðar fékk ég reikning upp á sextán hundruð krónur. Ég þurfti sem sagt að borga fyrir að hafa símann þótt ég notaði hann ekki. Og ef þið haldið aö ónotuðu skrefin hafi færst yfu á næsta tímabil þá vinnið þið engin verölaun. Ég gat nú ekki eytt miklu púðri í þetta símamál því skyndilega var ég orðin einn al- vinsælasti viðtak- andi gluggabréfa fyrr og síðar. Ég á íbúðina, ég borga af henni hita, raf- magn og lánin en ég þarf líka að borga fyrir að eiga hana! Hvaða lógík er það? Ef ég borga ekki fyrir að eiga það sem ég er búin að borga fyrir þá er hægt að taka af mér mína éigin eign? Halló! Ríki> fékk hagna>inn Ég verð að viðurkenna að þetta kom mér ekki eins mikið í opna skjöldu og ég vil vera láta. Ég á nefnilega bíl. Bíll er botnlaus hít. Sem maður þarf að sjáifsögðu að borga fyrir að fá að fleygja pening- imum sinum í. Er þá ónefnd skyldu- tryggingin sem ónefndir glæpabar- ónar hér í bæ mala gull á. (Þó svo að tjónvaldurinn borgi að endingu allt tjónið þá skul- um við samt rukka alla hina líka af því að við erum svo fá- tækir. Þótt hagnað- artöliu síðasta árs segi eitthvað allt annað.) Ég tæki strætó miklu meira ef þessir götóttu pyntingarklefar sem ganga undir dulnefninu strætó- skýli væru jafnaðir við jörðu hið snarasta. Voru pen- ingarnir mínir notaðir í þennan ófógnuð? Þegar hér var komið sögu sá ég ekki fram á neitt annað en að vinna fyrir mér. Svo ég var í tvö- faldri vinnu, örmagna af þreytu eitt vorið. Þar til ég fékk annan launaseðilinn. Höfðingjunum (þessir sem fengu veglega launa- hækkun daginn eftir kosningam- ar síðustu) hafði tekist (undar- lega hljóðlega) að afnema náms- mannaskattkortin. Svo ríkið hirti allan hagnaðinn af aukavinn- unni. Ég hætti að sjálfsögðu „med det samme“. Stjórna> sem strengjabrú>u Svo komu-launahækkun- aráramót og ég fór að vinna í matvöruverslun. Fyrsti dagurinn fór allur í umræður um hækkim- ina á mjólkurpottinum og tóbakinu. Brauðið hafði hækkað fyrir ára- mót. Og vegna hækkun- ar á einhverju mystísku fyrirbæri sem kallast launavísitala þá hækk- aði afborgunin af íbúð- inni. Það stækkar sem af er tekið. Rosalega hef ég það eitthvað á tilfmning- unni að þegar launþegar fá meintar launahækk- anir þá rýrni kaupmátt- ur þeirra. Og það stund- um áður en launahækkunin kemur til framkvæmda. Sjoppan fór fljót- lega á hausinn og ég fékk engin laun og lenti á sveitinni. Einhverra hluta vegna höfðu atvinnuleysis- bæturnar ekkert hækkað. Hvar var launavísitalan þá? Mér líður alla vega eins og ég hafi gengið í gildru. Að ég eigi ekki mitf og ráði ekki í riki mínu. Mér finnst eins og kerfið sé búið að læsa í mig klónum og stjómi mér eins og strengja- brúðu. Stundum á dimmum nótt- um heyri ég hæðnishlátur. Ásta Svavarsdóttir „Rosalega hef ég það eitthvað á tilfinningunni að þegar launþegar fá meintar launahækkanir þá rýrni kaupmáttur þeirra. Og það stund- um áður en launahækkunin kemur til framkvæmda. “ Kjallarinn Ásta Svavarsdóttir bókmenntafrædngur Með og á móti Skattaafsláttur fyrir óríkis- styrktar kvikmyndir? í mars síöastliönum samþykkti Alþingi frumvarp til aö laöa hingaö til landsins erlenda kvikmyndageröarmenn. Um er aö ræöa 12% endurgreiöslu á myndum sem kosta yfir 80 milljónir króna. Eftir- litsstofnun Efta hefur nyveriö ákveöiö aö hefja rannsókn á því hvort þetta standist lög. Peningar og verðmæti inn í landið „Séðir menn hafa fundið út að það þarf peninga til að laða að pen- inga og út á það gengur þessi endur- greiðsluhug- mynd. Hún er einfóld í fram- kvæmd og gæti orðið til að auka verk- þekkingu og styrkja þau kvik- myndafyrirtæki sem geta þjón- ustað stærri bíómyndir. Hins vegar þarf einnig að veita þvi er- lenda fé sem lagt er í íslenskar myndir styrktar af Kvikmynda- sjóði aðgang að þessu kerfi svo að íslenskum kvikmyndagerðar- mönnum bjóðist fleiri leiðir við fjármögnun. íslensk kvikmynda- gerð hefur hangið á horriminni um allt of langt skeið en þetta, sem og stækkun Kvikmynda- sjóðs, gefur henni ákveðin sókn- arfæri. Ég blæs á allar aðfinnslur hreintrúaðra markaðssinna um óeðlilega fyrirgreiðslu, svipuðum aðferðum hefur oft verið beitt með góðum árangri í hagsögu hins vestræna heims. Þetta er einfaldlega pólitísk ákvörðun um að styrkja undirstöður greinar sem á eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni og skila bæði miklum peningum og öðrum meiri verðmætum inn í landið." Mismunun „í fyrsta lagi mismunar þessi ríkis- styrkur til kvikmynda- gerðar at- vinnugrein- um. Kvik- myndagerð á í Samkeppni VÍð Glúmur Jön BJÖrn»- aðrar atvinnu- son efnafræWngur. greinar urn staifsfólk. Hvers vegna á hún að njóta rik- isstyrkja í þessari samkeppni? Við höfúm heldur ekki góða reynslu af því að gera atvinnu- greinar ósjálfbjarga með ríkis- styrkjum af þessu tagi. Það leiðir til óraunhæfra fjárfestinga eins og við urðum vitni að með loð- dýraræktina og fiskeldiö. Þessi styrkveiting mun xíka mismuna fyrirtækjum innan kvikmynda- gerðarinnar. Þau munu ekki öll fá þessa styrki. Kvikmyndafyrir- tæki sem framleiða til dæmis auglýsingar, sjónvarpsefni, fræðsluþætti og kvikmyndir sem kosta undir 80 milljónum króna munu ekki njóta styrkjanna og standa höllum fæti gagnvart hin- um sem styrkina fá.“ Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is Ásgrímur Sverris- son kvikmynda- geröarmaöur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.