Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 9. JUNÍ 1999
*
35
DV
Mikki kveður
ástkonuna
Rollingurinn Mick Jagger hef-
ur sagt bæbæ við venesúelska
ástkonu sína, þá hina sömu og
kjaftaði frá að þau gerðu það
fimm sinnum á nóttu. Það var
einmitt kjaftavaðallinn sem fór
fyrir brjóstið á rokkaranum ald-
urhnigna.
„Hann vissi að upp kæmist
um sambandið og um leið og það
gerðist sagði hann að nóg væri
komið," segir heimildarmaður
breska blaðsins People. Mikki og
stúlkan, sem heitir Vanessa,
byrjuðu saman um jólaleytið.
Sophie græddi
á brjóstamynd
Sophie Rhys-Jones, sem ætlar
að ganga að eiga Játvarð Elísa-
betarson Englandsdrottningcir á
næstunni, hefur fengið um átta
milljónir króna á laun frá æsi-
blaðinu Sun. Þeir aurar eru
hagnaður blaðsins af sölu ber-
brjóstamyndar af Sophie sem
blaðið birti og seldi síðan til ann-
arra fjölmiðla í Evrópu. Ekki
ætlar Sophie þó að stinga pen-
ingunum I eigin vasa heldur gefa
þá til líknarmála.
Rod vill ekki
nektarmyndir
Ekkert má maður nú. Rachel
Hunter er, rétt eins og Jerry
Hall, fyrrum fyrirsæta og fyrr-
um eiginkona frægs og ríks
poppara. Og eins og Jerry verður
hún að fara út að vinna fyrir
saltinu í grautinn. Rachel hafði
hyggju að láta taka af sér nektar-
myndir en Rod gamli varð æva-
reiður, hringdi í hana og
skammaðist. Aumingja Rachel
lét þá undan og hætti við allt, að
sjálfsögðu bamanna vegna.
Sviðsljós
Fyrrum tengdadóttir íslands grípur til örþrifaráða:
Mel B fer til miðils
vegna heimavanda
Keanu rokkar á
Glastonbury
Leikarinn Keanu Reeves er
eins og kunnugt einnig bassa-
leikarinn í groddarokkshljóm-
sveitinni Dogstar. Löngum hefur
þó loðað við sveitina að tónleika-
gestir hennar hafi frekar áhuga
á að berja Keanu augum en að
hlýöa á tónsmíðar sveitarinnar.
Hvað sem satt kann að vera í
þeim efnum mun sveitin í sumar
troða upp á Glastonbury tónlist-
arhátíðinni á Englandi meöal
ekki ófrægari nafna en REM og
Lenny Kravitz. Þá reynir fyrst á
Keanu og félaga.
Sími 553 5555
GSM 899 5555
Fax 581 2474
Bílakaup
Bílasala
Innftutníngur
Ráðgjöf
Paul mótmælir
Bítillinn Paul McCartney hefur
enn einu sinni sett sig upp á móti
tilraunum með dýr. í þetta sinn
hefur hann tileinkað lag og
myndband baráttunni gegn
tilraunum með dýr við framleiðslu
hreingerningaefna af ýmsu tagi.
söm eftir að hafa bæði gengið í
hjónaband og eignast barn. Svo fór
að lokum að rætt var um hjóna-
skilnað en Mel hefur ekkert látið
uppi um hvað hún hyggst fyrir í
þeim efnum.“
Athygli hefur vakið að miðillinn,
sem Mel B leitaði til, er sá hinn
sami og Geri Halliwell, erkifjandi
hennar innan Kryddpíanna, heim-
sótti á sinum tíma.
Langt er síðan brestir fóru að
koma í ljós í hjónabandi Mel og
Jimmys og er svo komið að hann
sefur í annarri álmu á herrasetri
þeirra hjónakomanna.
Til sölu:
Opel Fonterra 2.8 TDI '96,
ek. 72 þús. km, mjög vel búinn
og fallegur bíll.
ilnSS
Kryddpían Mel B veit ekki sitt
rjúkandi ráð. Á hún að gefa dansar-
anum Jimmy Gulzar sparkið, eður
ei? Ekki beint einfalt mál þar sem
kappinn er bæði eiginmaður henn-
ar og faðir litlu dóttur hennar. Og
eins og sannur Islendingur (Mel B
var jú eins konar tengdadóttir ís-
lands um tíma) í vanda leitaði hún
ásjár miðils til að fá einhvern botn
í málið.
„Mel opnaði hjarta sitt og sagði
frá bókstaflega öllu á fundinum,"
segir vinkona hennar um miðiðsfór-
ina. „Hún vildi fá að vita hvers
vegna hún væri svona óhamingju-
Mel B líður ekkert allt of vel um
þessar mundir.
Til sölu:
Toyota Land Cruiser 90
special '97, ek. 56 þús. km,
5 g., græns., toppl. o.fl.
Jerry Hall er farin að vinna aftur fyrir sér sem fyrirsæta. Hér hefur hún tyllt
sér á stórt sápustykki sem hún tók að sér að auglýsa. Breskur dómstóll
ákveður síðar þessum mánuði hversu mikla peninga eiginmaður hennar
fyrrverandi, Rollingurinn Mick Jagger, þarf að greiða henni við skilnaðinn.
Bílastíll er bílasala fyrir fólk sem gerir kröfur um glæsilegt útlit og gæði,
_______á góðu verði.lnnfl. notaðra, nýlegra bíla á hagstæðu verði._
^ Löggildur söluaðili - Útvegum bílalán. v
Ekkja Schindlers
ásakar Spielberg
Ekkja Oscars Bchindlers, iðju-
höldsins sem bjargaði ótal gyðing-
um frá Helfór nasista á stríðsárun-
um, heldur því fram að hann hafi
ekki verið einn að verki og hefur
stefnt leikstjóranum Steven Spiel-
berg fyrir að hafa gert hlut sinn í
hetjudáðinni minni en eiginmanns-
ins í kvikmyndinni Listi
Schindlers.
Segir hún myndina, sem sópaði
að sér peningum jafnt sem verð-
launum, í raun hafa átt að heita
„Listi Schindlerhjónanna" og telur
Spielberg hafa hagnast ótæpilega á
ósvífnum lygum.
Hún hefur því í hyggju að höfða
mál á hendur leikstjóranum og
krefjast 6 prósenta af hagnaði
myndarinnar í skaðabætur. Erfitt
gæti þó reynst að innheimta skuld-
ina fari svo að Spielberg verði sek-
ur fundinn því hann hefur sett allan
hagnað af myndinni í sjóð til styrkt-
ar skráningu endurminninga fóm-
arlamba Helfararinnar.