Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Side 28
*44: I MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 c k onn Ummæli Fáir vinir eftir „Þá er hreinlegra aö einn máður skipi ábyrga aðila úr vinahópi sínum í allar þessar stjórnir. En nú eru þær orðnar svo margar að ráð- herr£U"nir anna því ekki að skipa þær allar og fáir vinir eftir að velja úr. Þess vegna þarf að fjölga ráð- herrum.“ Ármann Jakobsson, ís- lenskufræðingur, í DV um hvernig ráðherrar skipa stjórnir ríkisstofnana. Vinnum samt „Við verðum sigurvegarar jafnvel þótt svo fari að ein- hver önnur þjóð verði form- lega í fyrsta sæti riðilsins og jafnvel öðru sæti. Það þýddi að visu að við kæmumst ekki í úrslitakeppnina þótt við ætt- um þar svo sannarlega heima.“ Dagfari í DV um gengi ís- lands í riðlakeppni Evrópu- keppninnar. Búkþægindin „Það eru hennar búkþæg- indi í raun, eða óþægindi myndu sumir segja, þegar horft er til þeirra feiknalegu fjárhæða sem aðrir raka sam- an á þessum óþverra." Úlfar Guðmundsson, prest- ur, í DV um viðbrögð kirkj- unnar við peningaöflun með fjárhættuspilum. Kaldhæðnisleg sinnaskipti „Það er kaldhæðnislegt hvernig R-listinn er farinn að þjóna einkabílism- anum á skjön við öll fyrirheit um að gera almenn- ingssamgöngur aö raunhæfum valkosti í höfuð- borginni." Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og stjórnar- maður í SVR, i DV í gær. Bréfsnifsi úr markaskrá „Gaman verður að fylgjast með því þegar enn eitt nýtt dularfullt tilboð, sent inn handskrifað á bréfsnifsi úr markaskrá og borið fram fyr- ir milligöngu fréttamanns á Ríkisútvarpinu kemur fram!“ Garri í Degi, um þátt sinn í nýja samkvæmisleiknum, að bjóða í Mjólkursamlag Þingeyinga. Sindri Sindrason, framkvæmdastjóri Pharmaco: Geysilegir möguleikar Lyfjafyrirtækið Pharmaco stofn- aði nýverið ijárfestingarfélagið Iconsjóðinn í samvinnu við fyrir- tækið Amber _______________________________ S2T „r Maður dagsins með hlutafé að markaði víða um heim en Búlgaría hefur um langt skeið verið eitt af helstu lyfjaframleiðslulöndum Aust- , ur-Evrópu og hef- ur skilað hagnaði undanfarin ár. „Pharmaco andvirði 375 milljónum króna en Pharmaco á 48% í Iconsjóðnum. Sindri Sindrason, framkvæmda- stjóri Pharmaco, var skipaður for- maður sjóðsins fyrir hönd Pharmaco og hefur Iconsjóðurinn nú fjárfest í búlgarskri lyfjaverk- smiðju, Balkanpharma, sem hefur nýverið fest kaup á þremur öðrum þarlendum lyfjaverksmiðjum. Iconsjóðurinn er þó ekki einn um þessi kaup því ásamt sjóðnum standa Deutsche Bank og fyrirtækið Morgan Grenfell & Co að þeim. Sindri segir að ætlunin sé að stokka upp hjá Balkanpharma í framhaldi af þessum kaupum. „Við höfum núna meirihluta í stjórn Balkanp- harma og ætlum að gera miklar skipulagsbreytingar á fyrirtækinu, sérstaklega hvað snertir stjómun þess. Þessar þrjár lyfjaverksmiðjur, sem fyrirtækið festi kaup á, hafa auðvitað eigin stjórnir og því eru þær fjórar. Nú er þetta hins vegar orðið eitt fyrirtæki og því ætlum við að breyta skipulaginu í samræmi við það og við ætlum okkur að bæta rekstur fyrirtækisins." Balkanpharma er stórt fyrirtæki og hefur um 6000 starfsmenn á sín- um snærum. Það framleiðir hráefni til lyfjagerðar, flestar tegundir lyfja og ýmsar skyldar vörur. Helmingur framleiðslunnar er seld á erlenda lagði út í þetta í upphafi í fjárfestingar- skyni og þetta er tækifæri fyrir okk- ur að deila þekkingu okkar með öðrum. Ég geri ekki ráð fyrir að þetta hafi mikil áhrif á rekstur Pharmacos hér á íslandi en við getum jafnt og aðrir haft not fyrir lyf sem Balkanpharma framleiðir og það er ekki ósennilegt að við flytjum eitthvað hingað inn. Samt sem áður horf- um við aðallega til stærri markaða. Þetta er mikið tækifæri fyrir okkur og við erum mjög spenntir að taka þátt I þessu, enda geysi- legir mögu- leikar sem opnast með þessu. Við teljum okkur standa vel að vígi því Amber, fyrir- tækið sem stend- Af sýningunni Lífæðum. Lagt út af lífinu og tilverunni Myndlistar- og ljóðasýn- ingin Lifæðar ferðast á milli -^ellefu sjúkrahúsa viðs vegar um landið í ár. Á sýningunni eru verk eftir tólf myndlistar- menn og tólf ljóðskáld. Lista- mennimir eru misgamlir og endurspegla helstu strauma og stefnur í myndlist og ljóða- gerð frá síðari heimsstyrjöld til dagsins i dag. Verkin eiga það þó öll sameiginlegt að þau leggja út af lífinu og til- verunni. Sýningin hófst í jan- úar og heldur áfram til des- embermánaðar. Nú er sýn- ingin stödd á Fjórðungs- sjúkrahúsi Akureyrar og verður þar tO 22. júní. Næst kemur hún við á Húsavík, Vopnafirði, Seyðisfirði og Selfossi, Suðurnesjum og endar á Sjúkrahúsi Reykja- Blessuð veröld víkur í nóvember/desemer. Meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni eru Bragi Pétursson, Georg Guðni, Hulda Hakon, Helgi Þorgils Friðjónsson, Kristján Davíðs- son, Bragi Ólafsson, Gyrðir Elíasson, Vilborg Dagbjarts- dóttir, Ingibjörg Haraldsdótt- ir, Kristín Ómarsdóttir og Þorsteinn frá Hamri. Myndgátan Stéttaátök Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Islendingar og Rússar mætast í dag. Þýðingarmikill leikur í dag mætast íslendingar og Rússar í riðlakeppninni í Evrópu- keppni landsliða í Moskvu. Þetta er einn mikilvægasti leikur sem íslendingar leika í keppninni því ef Rússar vinna komast þeir í annað sæti riðilsins sem gefur þeim möguleika á að halda áfram i keppninni. Ef íslendingar vinna halda þeir öðru sætinu og fá færi á að leika hreinan úrslitaleik um það hvort þeir komast áfram í keppninni eða ekki. Það er því Iþróttir mjög þýðingarmikið fyrir bæði lið að bera sigur úr býtum en áhuga- samir geta fylgst meö leiknum því hann verður sýndur í beinni út- sendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn kl. 3 síðdegis. með okkur að Iconsjóðnum, hefur mikla reynslu á mörkuðum í Aust- ur-Evrópu og við höfum góða þekk- ingu á lyfjaframleiðslu. Því teljum við að þetta sé gott tækifæri fyrir okkur og lítum björtum augum á framhaldið." Sindri er önnum kafinn maður og hefur ekki margar frístundir en hann hefur mikla ánægju af veiðiskap af flestu tagi en þó sérstaklega stangveiði. Maki Sindra er Kristbjörg Sigurðardóttir hús- móðir og þau eiga tvö börn, Ingunni Dögg, 23 ára, og Sindra, 20 ára. Bridge Það kannast margir spilarar við þá óþægindatilfmningu að spila við and- stæðinga sem kunna lítið í íþróttinni. Erfitt er að henda reiður á sögnum þeirra og spilamennsku og oft koma fyrir óvænt atvik í þannig tilfellum. Frægt er spil frá árinu 1948 sem spil- að var í úrtökukeppni sveita í Heidel- berg í Þýskalandi. í AV voru þaulvan- ir spilarar en í sætum NS voru herra og frú Gotthelf sem höfðu litla reynslu í íþróttinni. Austur var gjafari og AV á hættu: ♦ K107432 * 2 ♦ D109 4 ÁK8 4 A85 * 864 ♦ ÁG5 4 G742 N 4 D6 * ÁDG53 4 872 4 D106 4 G9 •* K1097 ♦ K643 4 953 A ustur Suður Vestur Norður 1 v 1 4 pass 34 pass 3 Gr pass 4 4 pass pass dobl p/h Sagnir eru nokkuð undarlegar hjá Gotthelf-hjónunum og þarfnast út- skýringa. Frú Gotthelf sat í suður og hélt að eiginmaður hennar hefði opn- að á einu laufi í norður?! Hún sagði einn spaðá í þeirri tilraun að forðast útspil í litnum ef lokasamningurinn yrði í gröndum. Norður taldi sig eiga fyrir áskorun i 4 spaða á sexlit sinn en frúin bauð skelfingu lostin upp á 3 grönd. Þann samning vildi eiginmað- urinn ekki spila og breytti eðlilega yfir í 4 spaða. Vestur taldi nú nóg komið af vitleysunni og doblaði með ásana sína tvo. Spilið leit illa út og tapslagir sagnhafa virtust vera frá 4-5, eftir því hvernig tígullinn spilað- ist. Útspil vesturs var hjartafjarki sem austur drap á ás. Þá kom hjartadrottn- ing, drepin á kóng, og laufi hent í blindum. Vinningsmöguleikar voru fyrir hendi ef tromplegan var hagstæð og tígulliturinn væri aðeins upp á einn tapslag. Frú Gotthelf eyddi ekki miklum tíma í umhugsun og spilaði strax tígli á tíuna. Hún hélt slag og þá sá frúin að hún kæmist ekki lengur heim á höndina til að svína spaðagos- anum. Hún sá sér því ekki annað fært en að spila lágum spaða úr blindum. Austur setti eðlilega lítið spil og gosi sagnhafa kostaði ás. Nú voru öll vandamál sagnhafa úti. Augljóst var að austur átti spaðadrottningu og því var ekkert annað að gera en leggja niður spaðakóng og fella drottninguna aðra. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.