Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 6
22 k Suðurland MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 Kortleggur sunnlenska drauga „Mannkynið hefur tilhneigingu til að trúa draugasögum. Það er þess styrkur. Ef þú skeytir ekki þessum grundvallarsann- leik um mannkynið þá er ég hræddur um að það geti hefnt sín góði." Brekkukotsannáll. Garðar Hólm. inni. Fyrst um sinn var kyrrt en fljót- lega hófst draugagangurinn á ný, nú magnaðri en nokkru sinni fyrr. 1926 hmfu reimleikamir þegar stofan þar sem lætin voru mest var rifm og síð- an hefur þeirra ekki orðið vart. Eftir að reimleikunum á Snæfoks- stöðum linnti kom upp sú skýring að þeir hefðu stafað af mannavöld- um, einfaldlega verið strákapör. „Það getur vel verið, það er ekki hægt að útiloka neitt í því sam- bandi. Reimleikamir em í sjálfu sér ekkert ómerkilegri fyrir það. Þetta verður hver og einn að skýra eftir sínu nefi. Pörapiltarnir sem áttu að hafa framið draugaganginn fundust þó aldrei...,“ segir Bjarni. Bjarni Harðarson á bæjarstæði Snæfoksstaða þar sem miklir reimleikar voru. DV-mynd: Hilmar Þór Tröllaskodunar- félag Evrópu Drauga- og tröllaskoðunarfélag Evrópu er félagsskapur sem varð til með óformlegum hætti. í félaginu era menn sem áhuga hafa á draug- um og tröllum án þess endilega að trúa sterkt á slík fyrirbæri. Höfuð- stöðvar félagsins eru í Gýgjarhóli í Biskupstungum og forseti félagsins er Valur Lýðsson sem er bóndi þar. Félagið kemur saman annað slag- ið og síðasta sumar var haldin ráð- stefna i Skálholti sem var mjög vel sótt. Haldnir voru fyrirlestrar sem margir hverjir vora vísindalegir að sögn Bjarna. Meðal þeirra sem fluttu erindi vora Þorvaldur Frið- riksson fornleifafræðingur, Elísabet Jökulsdóttir skáld en einnig komu trölla- og skrímslafræðingar. Draugar í ferða- þjónustu Afþreying í ferðaþjónustu er afar mikilvæg enda sækja fáir staði til þess eins að gista eða borða. Bjarni bendir á að því fleiri erindi sem menn eigi austur yfir Qall því fleiri verði ferðirnar. „Það er af og frá að reimleikar séu jafnmiklir um allt land. Ég hugsa að þeir séu hvergi eins svakalegir og í Þykkvabæ, en draugagangur hefur líka verið mjög mikill á Eyrarbakka og á Stokks- eyri. Sunnlendingar eiga hér sterk sóknarfæri. Sögurnar um Fjalla-Ey- vind og kirkjusmiðinn á Reyn verða okkur ljóslifandi eftir að hafa heim- sótt Hveravelli og Mýrdal.“ Bók Bjarna, sem enn er ekki búið að nefna, mun vafalaust geta gætt þjóðsögur okkar lífi og þannig tryggt að þessi dýrmæti menningar- arfur, sem þjóðsögurnar eru, eigi áffam sess í hugum landsmanna. -þor „Allir kannast við sögur af álfum og draugum en mörgum vefst tunga um tönn eigi þeir að benda á staði sem tengjast þessum sögum. Um aldamótin sáust skrímsli skríða upp úr Þjórsá, en hvar nákvæmlega var það? Og hvar eru söguslóðir Fjalla- Evindar í Hreppum og Flóa?“ segir Bjami Harðarson, ritstjóri Sunn- lenska fréttablaðsins. Hann vinnur þessa dagana að gerð þjóðfræðikorts þar sem ætlunin er að merkja inn á nauðsynlegar upplýsingar fyrir ferðamenn, en aðaláherslan verður lögð á merki tengd íslenskri þjóðtrú. Kortin verða í bók sem Bjami vinn- ur nú og stefnt er að útgáfu á næsta ári. Fólk getur eftir þessum kortum skoðað sögustaði eftir að hafa lesið sér til um þá. Verkefnið sem Bjami vinnur að er gríðarlega spennandi og íslenskar þjóðsögur hafa um margt sérstöðu. íslendingar vora á þessari öld dug- legir að skrá þjóðsögurnar niður en það gerðu menn ekki erlendis. í þjóð- trú allra Evrópuþjóða era vættir en hér á íslandi hafa þessar sögur verið lifandi afl í lífi okkar. „Nú eru þjóð- sögumar í hillunum en okkur vantar tengingamar og úr því þarf að bæta.“ Bjami mælir ekki með því að menn leggi fyrir sig að skoða tröll enda getur það verið varasamt. „Sumir taka þessu öllu mjög alvar- lega, aðrir líta á þetta sem kerlinga- bækur og svo eru þeir sem líta á tröllatrú og þess háttar sem háalvar- legar kerlingabækur - og í þeim flokki er ég sjálfur“. Nykurog Tvíbytnukussi í Flókatjöm í Biskupstungum er nykur. Nykrar era skepnur sem búa í tjömum og þeir lita út eins og hestar, gráir á lit en hófamir snúa aftur. Nykur er mjög hættulegur því iðja hans er að lokka fólk á bak sitt en þegar það tekst stingur hann sér umsvifalaust ofan í tjöm. Nykurinn er hrifnastur af bömum og sagan segir að þannig hafi mörg börn drukknað. „Mér hefur alltaf fundist skepnurnar gæðadýr þrátt fyrir allt, en ekkert allt of vel gefnar," segir Bjarni og telur liklega skýringu á hegðun skepnanna vera einmana- leika þeima. Nykurtjarnir eru víða á Suðurlandi og þjóðtrúin hefur lengi verið sú að neðanjarðargöng séu á milli tjarnanna, enda skipta skepnurnar ört um bústaði. Bjami segir að margt bendi til þess að svo- leiðis göng séu talsvert algengari en jarðfræðingar vilji kannast við. Árið 1877 sá vinnukona á Bóli óhemjustórar skepnur sem fóru svo geyst að ómögulegt var að greina lögun og lit þeirra og þar voru sam- kvæmt þjóðsögunni nykurinn i Flókatjöm og Tvíbytnukussi, sem var einnig nykur. Því var trúað að þetta myndi boða stórtíðindi. Reimleikar á Snæfoksstöðum Magnaðir reimleikar vora á Snæ- foksstöðum í Grímsnesi á árunum 1915-1926. Draugagangurinn tók á sig ýmsar myndir en lýsti sér mest í skarkala og látum um nætur þannig að fólki varð ekki svefnsamt. Þrask og skruðningar gengu oft lát- laust á fram i birtingu. 1915 bjó Jóhann Ingvason á jörð- inni og í kirkjugarði þar stóð hrör- legur hjallur sem var sagður úr við kirkju sem staðið hefði þar fyrr. Þau álög hvíldu á að ekki mátti við hreyfa en Jóhann lét rífa hjallinn og eftir það hófust reimleikamir. 1920 urðu Jóhann og kona hans að flytja burt og um tíma leit allt út fyrir það að jörðin færi í eyði en svo fór loks að hjón í Mýrarkoti tóku við jörð- Byggöasafn Ámesinga og Húsið á Eyrar- bakka - eitt elsta hús landsins, byggt 1765. Munir sem tengjast sögu sýslunnar og sögu Hússins á Eyrarbakka. Opiðkl. 10-18 alla daga í júní, júlí og ágúst. Húsið á Eyrarbakka Sími 483 1504. Byggðasafn Amesinga með fortíð og framtíð Eyrarbakki var um langt skeið helsti þéttbýlisstaður á Suðurlandi og Eyrarbakkaverslun ein stærsta verslun landsins. Á Eyrarbakka eru varðveitt mörg gömul hús sem setja fallegan svip á staðinn. Komast má í snertingu við fortíðina með því að rölta um þorpið, skoða húsin, fjöruna og brimið. f Húsinu og á Sjóminjasafninu er hægt að fræðast um söguna. Kaffi Lefolii í Gunnarshúsi býður upp á veitingar í notalegu umhverfi. SJÓMINJASAFNIÐ ÁEYRARBAKKA Sjómunir og saga Eyrarbakka. Opið kl. 13-18 alla daga í sumar. Stmi 483 1165. Veitingastaður og krá. Opið kl. 10-23:30 og kl. 11-02 um helgar. Sími 483 1600. Sanieiginlegur a ögöngu m i ði að söfnunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.