Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 Suðurland 23 Þjóðhátíð í Eyjunn: Eg veit þú kemur Eitt aðaleinkenni Eyjamanna er gríðarlegt stolt yfir upp- runanum og öllu sem þaðan kemur, sama hvað það er. Allir Eyjamenn elska Áma Johnsen og þjóðhátíð. í lok aldar hefur þjóðhátíðarnefnd Vestmannaeyja sett sér einfalt markmið: að gera hátíðina glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Stefán Agnarsson er úr Eyjum og hefur upplifað 43 þjóðhátíðir. Stefán hefur nokkrum sinnum verið í þjóð- hátíðarnefnd og því fylgir mikil vinna. „Við byrjum yfirleitt að funda í janúar, enda er þetta stórt batterí og þar má ekkert klikka." Hann segir stemninguna fyrir þjóðhátíð vera að byggjast upp allt árið í Eyjum, menn tala um fyrir og eftir þjóðhátíð eins og þeir tala um fyrir og eftir gos. Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum er einnig sérstök að því leyti að þar er mikið af fjöl- skyldufólki og lunginn af Eyjafólki. Stærsta þjóðhátíðin „í ár verðum við með stærstu þjóðhátíð til þessa og með stærri hljómsveitarpakka en nokkurn tím- ann áður. Við verðum með þrjár af fjórurn vinsælustu hljómsveitum landsins, Stuðmenn, SSSól og Land og syni. Þær verða á stóra sviðinu. Á litla sviðinu verður eitt besta band í Færeyjum, Vikingband, sem er dansband fyrir aðeins eldra fólk, stálpaða unglinga.“ Vikingband hefur spilað á íslandi oft og mörgum sinnum og það syng- ur meira að segja á íslensku, þó ör- lítið bjagað. Hver kannast ekki við lagið sívinsæla, Lóa litla á Brú, í flutningi Vikingband? Stefán segir hljómsveitina ekki mikið hafa kom- ið fram í heimalandi sínu að unda- fornu en að hún stefni á „come back“ í Eyjum 1999. „í fyrra var virkilega vönduð dag- skrá og hátíðin var ein af þremur stærstu en við ætlum okkur að gera eins vel í ár, eða betur. Við erum búin að gera góða samninga við flugfélögin og ég reikna með metað- sókn.“ Sigildir dagskrárliðir verða á sínum stað, svo sem Húkkaraballið, flugeldasýning og Brekkusöngurinn hjá Árna Johnsen. Þegar Ámi syngur sem engill við fógnuð 10-15.000 dolfallinna aðdá- enda nær stemningin hámarki. Árni Johnsen tryllir lýðinn. Ámi er auk þess kynnir hátíðarinn- ar og hefur tekið það hlutverk að sér i mörg ár án þess að taka krónu fyrir. Fyrir þá sem vilja hita upp fyrir hátíðina má benda á geisladisk sem Árni gaf út fyrir siðustu jól. Þar syngur hann af kunnri snilld og ekki ómerkari maður en fjármála- ráðherrann, Geir Haarde, tekur lag- ið með honum. í sumar - fyrir þjóð- hátíð - kemur að auki út geisladisk- ur með öllum helstu þjóðhátiðarlög- um frá árinu 1973 til dagsins í dag, ÍBV-laginu og nokkmm Eyjaslögur- um. Fastlega er gert ráð fyrir því að diskurinn geri allt vitlaust. Kim Larsen Slagorð þjóðhátíðar að þessu sinni er „Ég veit þú kemur“, saman- ber lagið sívinsæla, Ég veit þú kem- ur í kvöld, sem ósjaldan hefur verið sungið á hátíðinni þegar stemning- in hefur orðið sem mögnuðust. Á næstu dögum er svo von á úrslitum í harðri samkeppni um þjóðhátíðar- lag ársinsl999. Þetta er góð keppni því hér er öruggt að Svíar koma ekki aftan að okkur og ræna sigrin- um. Það stefnir í hörkuhátíð en eins og Stefán benti réttilega á þá verða hátíðirnar alltaf betri og betri. Þjóð- hátíð ársins 2000 verður stóra trompið. Þá mætir danski snilling- urinn Kim Larsen. Eflst menn um þessi stórkostlegu tíðindi svarar Stefán: „í fyrra var Kim Larsen lof- aður í fjölmiölum en árið 2000 verð- ur hann í Eyjurn," í rífandi stemn- ingu. -þor láwwtáeúalMi* GaröaMnst Stéyptir, haridmálaðír ga'ömurur Optð áte daga í surnar 13:0049:00 Sími: 486 6725 S&MÍtevgSn Wiú&vm Heitir pottar, gufiubað og Ijos Opiðvítkadagakl 10:00-22:00 Laug. 0% mn kl 09:00-19:00 _____________ . , . i m %ktepizmr eg aðrar veítífígar Opíð áte daga Simi: 4866509 Vw&hánlft <***4*>td Vmkoi í áfarúáÓ rnth ^ölbreytt voruúrval ferðsvörur, bmsín, lottó, kaffitería Sínri: 486-6633 32 herbergi með baðí ^olbreyttar vátingar góð aðstaðatil ráðgte&u og femdahdda Opíð allt áríð, Sími 486 -6630 Wlúétém tjádvagnagvæðí- wefap okagigtiog - heztahólf Símí: 486-6535 / 899-8843 tttítvWttMrtom llNcSðfí 9 holu völlur, opíð frá kh 00:00-22:00 dladaga Btté Opíð ú5v, sarrtkomulagj Simi: 486-6634 ífaiWcíkó&Wtú&vm Skípulagðar óvtm- o g/eða ménmngarferðír í beðí Lífaodí kaffihús sm vert er að stoppavið Símí: 4S6-6425 Mátthayl öístíheimili i sveít*í®lmoí ááfés, borðsáur, veröfíd, hátur pottur, Tiívalið fyúrmmíhópa, aHtarmöbnénskeiðoJ, Síxni; 486-6430 í&r'&e&pttP Jeppafcrðir fyrír hópa 5 maoa# eða fleírí Suni: 486-6521 öístíng. veítíogar, heiturpottór, Hlaða fyrir hópa Tjááú æöí á káði, Lertgrí og dsemmrí hertaferðir, Sími' 486-6674 og 486-6774

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.