Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 Suðurland 27 Dýragaröurinn í Slakka: Forsíðukanínan Heiðar Helgi Sveinbjörnsson kemur fyrir sjónir sem Ijúflingsbóndakarl, afslappaður, og það er augljóst að þessi maður kann best við sig í sveitinni. Helgi hefur um fimm ára skeið rekið dýragarð- inn í Slakka í Laugarási með eiginkonu sinni, Björgu Ólafsdótt- ur. „Svo erum við að þessu í ellinni," segir Helgi og bendir á litla dóttur sína sem kann vel við sig innan um öll dýrin. En hvernig kom það til að þau hjón- in opnuðu dýragarð? „Það var nú eig- inlega óvart sem þetta byrjaöi," segir Helgi sem virðist vera orðinn þreytt- ur á spurningunni. Dýragarðurinn er ekki hefðbundinn garður eins og þeir eru erlendis - hér eru engin ljón. Helgi segir þó að útlendingum finnist dýragarðurinn mjög spennandi og það sé stundum erfiðara fyrir þá að kveðja en fyrir börnin.“ Það gerir snertingin. Erlendis eru dýragarðar víða en það er hvergi hægt að snerta dýrin. Við gerum svolítið aö því að setja dýrin í fangið á ferðamönnunum og það er al- veg dýrlegt að sjá viðbrögðin og hvað þeir hafa mikinn áhuga.“ Dýragarðurinn í Slakka er fallegur Þessi kálfur lá i makindum í sólinni. Dýrin búa við góðan aðbúnað og fá reglulega skoðun hjá dýralækni. garður þar sem kanínur, kettlingar, naggrisir, kalkúnar, hvolpar, kindur og fleiri dýr búa. Garðurinn er til- valinn fyrir fjölskyldufólk að fara í, leiktæki eru í garðinum og Helgi segir það oft vera þannig að foreldrar sitji á kaffistofunni, sem selur hefð- bundar kaffiveit- ingar, á meðan börnin skoða dýrin í garð- Hvolparnir eru mjög vinsælir meðal yngstu gestanna. leikur ser við kaninu. inum. „Skólaböm koma mikið til okk- ar og það gera fatlaðir líka. Aðgengi fyrir fatlaða er mjög gott. Við erum t.d. nýbúin að leggja stíga um allan garðinn sem léttir þeim sem eru í hjólastólum lífið." Veldið í Slakka fer stækkandi, gest- um fjölgar á ári hverju og í ár er markmiðið að ná tuttugu þúsund gest- um. Það segir Helgi vera nauðsynlegt þar sem dýragarðurinn er afar kostn- aðarsamur í rekstri. í garðinum býr kanínan Heiðar í góðu yfirlæti. Heiðar náði því á sínum tíma að komast á forsíðu DV eftir að hafa fundist á Hellisheiðinni. Hann er feitur og pattaralegur og virðist vera sæmilega á jörðinni þrátt fyrir frægð sína. Hann forðast sviðsljósið og vildi þannig ekkert við blaðamenn tala þeg- ar þeir heimsóttu garðinn. Heiðar virðist hafa markað þá stefnu að halda sig fyrir utan kastljós fiölmiðl- anna - er sannkallaður sveitakarl. Þar sem við bjuggumst til heimferð- ar, eftir að hafa þegið kveðjugjöf frá bóndanum blíða - Slakkagulrætur - renndi kona í hlaðið með fullan bíl af börnum. „Hvar fmn ég dýragarðinn?" spurði hún og bömin biðu óþreyjufull í bílnum. „Þú ert í honum,“ sagði Helgi og tjáði DV glaður í bragði að nú væri sumarösin hafin. -þor Heiðar, frægasti ibúi dýragarðsins. - Dalsel, gisting Heimagisting - farfuglaheimili Verönd, heitur pottur, notalegheit Sími 486-1215 Utey I, silungur og lax 77/ sölu nýr silungur Heill og flakaður Reyktur silungur Fteyktur lax Veiðileyfi fásthér Sími 486-1194 / 896-2684 Tjaldmiðstöðin, tjaidsvæði Heitur matur í splunkunýjum, glæsilegum grillskála Js, sælgæti, samlokur Sími 486-1155 Hótel Edda, íki Notaleg herbergi með baði Glæsilegur veitingastaður, koníaksstofa, arineldur. Frábær fundaraðstaða Verið velkomin Sími 486-1154 Sundlaug og íþróttahús Útisundlaug, 2 heitir pottar, flotieikföng Fullkomið íþróttahús til útleigu þegar opið er. Tækjasalur Opið á sumrin 7-21 virka daga og 10-18 um helgar. Sími 486-1251 íþróttamiðstöð íslands íþróttir og afþreying Ýmiss konar námskeið - ráðstefnur - æfingabúðir - dagsferðir - óvissuferðir o.fl. Skipuleggjum bátaferðir, íþróttamót, sundferðir, leiki, grillveisluro.fi. Gisting í rúmum eða svefnpokapláss fyrirhópa. Sími 4861151 Netfang: imi@ismennt.is GufllbaðÍð, náttúrlegt Krassandi, rífandi reynsla, heitirpottar og kæling í vatninu Opið 10-21. Opnum sérstaklega fyrir hópa sé þess óskað. Sími 486-1235 / 486-1153 H-Sel, verslun ferðamannsins Allt fyrir útileguna og bústaðinn Grillvörur, krydd og kjöt. Gasvörur og kútar. Opið alla virka daga, kl. 9-22 Sunnudaga kl. 10- 22. Sími 486-1126 Laugarströnd, bátaieiga Garðplöntur - gróðurmold Öll garðvinna í boði Reynsla, þekking, þjónusta Sími 486-1119/ 486-1218 Lindin, veitingahús Fjölbreyttur matseðill Önnumst einkasamkvæmi og hópa allt árið. Opið 12-23.30 að sumri. Borðapantanir í síma 486-1262 fax 486-1263. Net: lindin@mmedia.is Roteí lotel edda Hótel Edda, ml Eitt hundrað herbergi, val um svefnpokapláss, uppbúin rúm eða glæsíleg herbergi með baði. Veitingasalur fyrir 200 manns. Upplagt fyrir stórar ráðsefnur, hópa eða ættarmót. Verið velkomin. Sími 486-1118

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.