Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Blaðsíða 4
Fréttir Byggðastofnun undir iðnaðarráðuneytið: Bullandi óánægja - meðal sjálfstæðismanna, sem þykir Framsókn fá of mikið Mjög mikil óánægja gaus upp meðal sjálfstæðismanna, ekki síst landsbyggðarþingmanna Sjálfstæð- isflokksins, með þá ráðstöfum að færa Byggðastofnun undir iðnaðar- ráðuneytið. Eitt af markmiðum Egill Jónsson: Skref aft- ur á bak „Hlutur byggðamálanna er pólitískt langbest kominn undir forysturáðuneyt- inu. Þetta veikir stjómsýslulega stöðu þessara mála. Við höfum haft mjög góða reynslu af samstarfi okkar við forsætis- ráðheira. Ég tel þetta vera skref aftur á bak. Ég sé ekki nokkurt einasta tilefni til þessarar breyt- ingar,“ sagði Egill Jónsson, stjómar- formaður Byggða- stofnunar, vegna fyrirhugaðs flutn- ings undir iðnaðar- ráðuneytið. „Það er mikil óá- nægja með þessa ráðstöfun. Menn hljóta þó að þurfa að sjá hvemig starf- seminni verður komið fyrir áður en þungir dómar eru felldir. Hún er ekkert heilög i því núverandi horfi.“ Egill sagði það ánægjulega hafa gerst á sL kjörtímabili, fyrir atbeina hæfra og góðra stjómarmanna, að miklar áherslubreytingar hefðu orðið í starfi Byggðastofnunar. Hún hefði eignast nýtt yfirbragð, með því að treysta stöðu atvinnustarfsemi úti á landsbyggðinni. Þróunarsviðið á Sauð- árkróki hefði reynst frábærlega vel. „Allar embættismannastofnanir í Reykjavík era jafnfráleitar að minu mati tO þess að þjóna því markmiði að þróa byggðina. Það var og er allt önn- ur hugsun og allt annað starf norður á Sauðarkróki heldur en í Byggðastofn- un í Reykjavík. Það hefúr verið ásetn- ingur okkar að fá þessi verkefni í hendur atvinnuþróunarfélögunum úti á landi sem eru bæði í tengslum við sveitarfélögin og atvinnulífið þar. Við erum búnir að koma öOu atvinnuþró- unarstarfi burt úr Reykjavík og út á landsbyggðina. Mér sýnast fyrirhugaðar breytingar ganga gegn þeirri þróun sem verið hef- ur sl. 4 ár. Ef þeirri þróun verður snú- ið við og þessi mál færð í hendur emb- ættismanna í Reykjavík aftur hlýt ég að bera nokkum kvíðboga fyrir að það verði gert.“ -JSS Alli ríki borgar betur Hér var glaðasólskin og góður hiti strax klukkan 8 í morgun, sumarið er komið austur og verður áreiðanlega hjá okkur í sumar en verður minna fyrir sunn- an. Hér á EskOirði er gott fiskirí hjá trOlunum. Það er fréttnæmt að trillukarlar frá Reyðarfirði eru famir að leggja hér upp því Alli ríki borgar betur og sér ekki eftir peningunum handa fólkinu. En framsóknar- mennirnir á Reyðarfirði neita að taka á móti fiski eftir klukkan þijú á daginn. Líklega býður kaupfélög- unum við þorskinum. Alli tekur hins vegar á móti fiski á hvaða tíma sólarhrings sem er. -Regína Egill Jónsson. nýrrar ríkisstjórnar er að því er segir i stjómarsáttmála, „að færa Byggðastofnun undir iðnaðarráðu- neyti og... feUa Seðlabanka íslands undir forsætisráðuneyti sem efna- hagsráðuneyti." Óánægja sjálfstæðismanna bein- ist að því að með þessu ráðslagi sé Framsóknarflokknum afhent Byggðastofnun á silfurfati. Sjálfir þykjast þeir hafa staðið sig vel með hana sL kjörtímabil og unnið vel í gegnum hana og atvinnuþróunarfé- lögin. Þeir telja að Byggðastofnun gegni mikilvægu hlutverki ekki síst varðandi ráðgjöf og lánaveitingar tO uppbyggingar á landsbyggðinni. Þykir skjóta skökku við að fram- sóknarmenn, sem töpuðu fylgi í kosningum á landsbyggðinni, skuli næla í þennan bita frá sjálfstæðis- mönnum sem héldu sínum hlut í kosningunum og vel það. Hinum al- menna flokksmanni í Sjálfstæðis- flokki þykir Framsóknarflokkurinn einfaldlega fá of mikið. Stjórnarformennska stjómar Seðlabanka er þegar í höndum sjálf- stæðismanna því þar er Ólafur G. Einarsson orðinn stjómarformaður. Hins vegar mun PáU Pétursson taka sæti formanns stjórnar Byggða- stofnunar. Guðjón Guðmundsson, alþingis- maður og stjórnarmaður í Byggða- stofnun, kvaðst sammála þeirri breytingu, sem gert er ráð fyrir í stjórnarsáttmálanum, að sameina verkefni Byggðastofnunar og þeirr- ar atvinnuþróunar sem verið hafi á vegum iðnaðarráðuneytisins. „Nú á að færa þetta undir iðnaðarráð- herra en sjálfur hefði ég kosið að þetta yrði áfram hjá forsætisráð- herra,“ sagði hann og kvaðst kann- ast við að hafa heyrt óánægjuraddir meðal flokksbræðra sinna vegna þeirrar tilfærslu. -JSS Að undanförnu hefur verið unnið að því að innrétta sérstakt yfirheyrsluherbergi fyrir börn og ungmenni í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Herbergið er ætlað þeim börnum og ungmennum sérstaklega sem orðið hafa fyrir kynferðislegri áreitni eða misnotkun. Með innréttingu herbergisins er verið að tryggja að börn og önnur ungmenni verði ekki fyrir meiri áreiti en nauðsyniegt er. Hér sést Sólveig Pétursdóttir skoða hið nýja yfirheyrsluherbergi í gegnum spegil. Ekki er hægt að horfa nema í aðra áttina og virðist börnum herbergið eins og venjuleg skrifstofa. Guðfræðinemi sakar dyraverði um ruddaskap: Keflvíkingar eru brjálaðir á böllum - segir foringi dyravarðanna, nýlega dæmdur fyrir meint sterasmygl „Ég geng hér fram fyrir skjöldu vegna þess að ég vil ekki verða vitni að frekari barsmíðum þessara steratrölla á ungmennum hér á Suðumesjum," segir Ásta Sigurðardóttir, guðfræði- nemi og starfsmaður á geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Ásta er bú- sett í Reykjanesbæ og sakar dyraverði frá öryggisþjónustunni Magnum um hrottaskap í starfi sem leitt hafl til þess að ungmenni á svæðinu snið- gangi orðið skemmtistaði þar sem þeir starfa. Einar Birgir, sonur hennar, hafi orðið illilega fyrir barðinu á dyra- varðagenginu á dansleik í Stapanum fyrir skemmstu. „Sonur minn var á balli í Stapanum og tyllti sér niður við borð þar sem hann var orðinn þreyttur og líklega eitthvað undir áhrifum áfengis. Þá skiptir engum togum að Magnum- dyraverðimir koma og fleygja honum út. Sonur minn var ósáttur við þetta og leitaði inngöngu á ný. Þegar það tókst ekki greip hann því miður til þess ráðs að ætla að hleypa úr dekki á bíl dyra- varðanna og það hefði hann betur lát- ið ógert,“ segir Ásta sem síðar þurfti að sækja Einar son sinn á lögreglustöð bæjarins. Samkvæmt frásögn Ástu var sonurhennar- gripinn-afdyi'avörðun- um, settur í hand- jám og borinn inn á salemi starfs- manna í Stapan- um þar sem Völ- undur Þorbjörns- son, forstjóri Magnum-öryggis- þjónustunnar, gekk í skrokk á honum: „Og bam- ið var í handjárn- um,“ segir Ásta. Völundur Þor- bjömsson segir frásögn Ástu víðs flarri sannleikanum. Einar sonur hennar hafi verið gripinn þar sem hann var búinn að rispa alla hlið dyra- varðabifreiðarinnar og hann hafi verið afhentur lögreglu án þess að honum hafi verið misþyrmt á nokkum hátt: „Ég viðurkenni hins vegar að við höfum haft leyfi frá lögreglunni á Suð- umesjum til að nota handjám við dyravörslu okkar því Keflvíkingar em alveg bijálaðir á böflum. Við höfum reyndar átt mjög gott samband við lög- regluna á staðnum því hún skilur þann vanda sem við er að etja,“ segir ■Völundur-Þorbjömsson sem sjáifur-er að fara að opna skemmtistað í Reykja- nesbæ. „Sá staður verður hins vegar ekki fyrir unglinga heldur fullorðið fólk sem kann að haga sér,“ segir hann. Ásta Sigurðardóttir hefur kært Magnum-öryggisþjónustuna og dyra- verði fyrirtækisins fyrir hrottaskap í starfi og er málið nú hjá ríkissaksókn- ara og bíður afgreiðslu. Einnig hefúr Ásta lagt fram kvörtun til dómsmála- ráðuneytisins vegna búnaðar sem hún staðhæfir að umræddir dyraverðir noti við störf sín: handjám, rafstuð og maze-úða. „Við notum ekki slík hjálpartæki, að frátöldum handjámunum sem lög- reglan í Reykjanesbæ hefur gefið okkur leyfi fýrir. Það er allt og sumt,“ segir Völundur Þorbergsson sem á dögunum var dæmdur í Hæstarétti fyrir að reyna að smygla til landsins 32 þúsund steratöflum sem reyndar voru skaðlaust duft. Komst Völundur þá í sviðsljós flöl- miðlanna þegar hann bar fyrir dómi að sterasmyglið hefði átt að vera yfir- hylming fyrir framhjáhaldi hans. Völdundur var dæmdur í 45 daga fangavist, skilorðsbundið í 2 ár. ■ - ..................... .JJJR Ásta Sigurðar- dóttir segir dyravörðum Magnum-örygg- isþjónustunnar stríð á hendur. FOSTUDAGUR 11. JUNI 1999 Kl I: Frumherji hættur Það þykja stórtíðindi nú þegar Þorsteinn Vilhelmsson er hættur hjá Samherja. Steini Villa, eins og hann er kallaður dags daglega, þykir mikið ljúfmenni og honum er þakkaö hið góða gengi fyrirtækisins í upphafi þegar hann var ár eftir ár aflahæsti skip- stjóri á íslands- miðum. Hann hætti á sjónum fyrir nokkrum árum og varð út- gerðarstjóri í landi. Sagan segir að hann hætti núna vegna ósættis við Þorstein Má Baldvinsson, frænda sinn og for- stjóra Samherja. Þorsteinn er feikflega harður húsbóndi og meiningar era uppi um að ágrein- ingur hafi orðið vegna þess. Sann- ast þá hið fornkveðna að frændur era frændum verstir en það er huggun harmi gegn að þeir eiga hvor um sig í dag sem nemur tæp- um þremur milijörðum króna ef litið er á markaðsvirði Samheija... Helgi hörfar Svo er að sjá sem Helgi Hjörv- ar, efsti maður R-listans í Reykja- vík, njóti ekki mikfllar hyOi leið- toga síns, borgarstjórans. Helga var skákað tO hliðar þegar arfleifð Guðrúnar Ágústsdóttur var skipt upp við brottfór hennar til Kanadá. Árni Þór Sigurðs- son, varaborg- arfulltrúi og aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra, var kosinn formaður skipulagsnefndar að Guðrúnu genginni, auk þess að hljóta fleiri embætti sem tfl féUu. Svo er að sjá að Helgi sé á stöðugu undanhaldi í borgarstjóm og leið- in á toppinn sé langt frá þvi að vera greið... Eitt barn á ári í Slakka í Biskupstungum er rekinn dýragarður með mikiUi reisn. Helgi Sveinbjömsson og kona hans, Björg Ólafsdóttir, standa að rekstrin- um með miklum myndarbrag. Það vekur athygli ár- legra gesta að ungviði úr dýra- heimum er áberandi í garð- inum. Þar má sjá kettlinga, hvolpa, grísi og fleira sem kætir gesti. En það er fleira ungviði áberandi í garðinum því þau hjón eiga miklu bamaláni að fagna og glöggjr gestir halda því fram að nýtt kerrubam sé viðloð- andi garðinn árlega... Margir talsmenn Á borgarstjómarfundi á dögun- um fór Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgar- stjóri á kostum. Hún hélt því fram fidlum fet- um að sama óværan herjaði á hana í borg- arsflóm og Davíð Odds- son glímdi við á níunda áratugnum. Þá hafi Davíð kvartað sáran und- an því að flöldi smáflokka hefði hver sinn talsmann og aUir þyrftu að láta ljós sitt skina með tilheyr- andi tímaþröng. Nú er sama stað- an, sagði borgarstjórinn. Þrír tU flórir talsmenn í hveiju máii og þeir ættu það eitt sameiginlegt að vera í Sjálfstæðisflokknum... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.