Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 7 Fréttir Póstkassar Skylduaðild að lífeyrissjóðum: Einstaklingar geta ekki skipt um lífeyrissjóð - en hugsanlegt að félög geti farið í heilu lagi „Einstaklingar geta ekki valið sér lífeyrissjóði nema um sé að ræða sjálfstæða atvinnurekendur sem eru utan stéttarfélaga," segir Bergljót Stefánsdóttir hjá Sameinaða lífeyr- issjóðnum. Eins og fram hefur komið í DV hóta skipstjórnarmenn á VestQörð- um að ganga út úr Lífeyrissjóði Vestfirðinga vegna óánægju með skerðingar á hendur sjómönnum hvað varðar útgreiðslur og makalíf- SkagaQörður: Slæmt hljóð í æðarbændum DV, Skagafirði: Slæmt hljóð er í æðarbændum við Skagaflörð og telja þeir að varpið verði talsvert minna núna í vor en í venju- legu ári. „Það er slæmt hljóð í mér. Ég get ekki betur séð en það vanti um 200 hreiður,“ segir Gunnar Þórðarson, æð- arbóndi á Lóni í Viðvíkursveit, en aila- jafna hafa verpt um 500 fuglar í landi hans. Svipaða sögu er að segja af varp- stöðvum í Vestur-Fljótum og undan Reykjaströndinni en hljóðið í Rögn- valdi á Hrauni var heldur skárra en í flestum öðrum æðarbændum. „Það verpti seint héma en þetta hefur verið að lagast mikið síðustu dagana og núna er mikið nýorpið. Mér sýnist þó að þetta verði heldúr lakara en í fyrra,“ sagði Rögnvaldur. Viðar Pétursson á Hraunum í Fljót- um er ekki úrkula vonar þó að enn vanti 15-25% upp á að varpið verði svipað og í fyrra. „Það gæti teygst úr þessu alveg fram á Jónsmessuna. Þetta byrjaði seint en hefur verið að lifna undanfarið og talsvert er af nýorpnu núna. Maður vona bara að friður verði fyrir varginum," sagði Viðar. Hann kvaðst hafa náð mink í heimavarpinu nú einn daginn og var einungis með girðingarstaur að vopni við að hand- sama dýrið. Stærstu æðarvörpin í Skagaflrði eru á Hraunum í Fljótum og á Hrauni á Skaga, nokkra stærri en hjá öðrum æð- arbændum í flrðinum. -ÞÁ Félagsíbúðir: Hækka ieiguna - ekki raunhækkun 1. júli 1998 hækkaði leiga hjá mörgum sem eru í félagsíbúðum. Ástæða þessarar hækkunar er sú að þann sama dag var farið að greiða þeim sem leigja félagslegar íbúðir húsaleigubætur. „Þama er verið að ræða um krónutöluhækkun en í flestum tilvikum dekka húsaleigu- bæturnar muninn og gott betur. Undantekningarnar eru þeir sem fengu félagsíbúð fyrir löngu og hafa hækkað síðan í tekjum. Húsaleigu- bætur eru tekjutengdar og ef þeir hafa það háar tekjur að þeir fá eng- ar bætur hefur leigan hækkað. Við höfum verið að semja upp á nýtt við fólk og ekki er víst að allir átti sig á því að yfirleitt er ekki um neina hækkun að ræða. Fólk sér bara upp- hæðina á reikningnum og gleymir þvi að húsaleigubætumar eiga eftir að koma inn í reikningsdæmið. Það er eðlilegt að þeir sem hafa háar tekjur og eru samt í félagsíbúðum borgi meiri leigu heldur en verið hefur. Hjá sumum, sem hafa mjög lágar tekjur og nýta ekki persónuaf- slátt að fullu, hefur leigan meira að segja lækkað.“ -EIS eyri. Einnig er mikil óánægja meðal skipstjórnarmanna í Vestmannaeyj- um vegna sömu atriða. Þá setja sjómennirnir spurningar- merki við fjárfestingar sjóðanna í heimafyrirtækjum. Bergljót segir aftur á móti óvissu um það hvort af úrsögn geti orðið ef um er að ræða heilu félögin. Lög kveði á um að líf- eyrissjóðirnir séu eign stéttarfélag- anna og því mögulegt að heilu félög- in geti skipt um lífeyrissjóði. Öðru máli gegni um þann hluta launa sem renni til séreignarsjóða. Snyrtilegir póstkassar fyrir einbýli og fjölbýlishús. Framleiddir úr reyklituðu og hvítu plastgleri I stöðluðum stærðum eða eftir máli Háborg ÁL OG PLAST Skútuvogi 6 Simi 568-7898 Fax 568-0380 og 581-2140

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.