Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 19 I>V Sport Önnur umferð DV-Sport-mótaraðarinnar í torfæru verður haldin á morgun: Búist við harðri og spennandi keppni - en alls er 21 bíll skráður í keppnina sem fer fram í Jósepsdal Önnur umferð DV-Sport-mótarað- arinnar i torfæru verður haldin á morgun, laugardag, og að þessu sinni fer keppnin fram í Jósepsdal. Reyndar má segja að keppnin hefjist í dag, kl. 17, við Bílanaust í Borgar- túni en þar fer þá fram skoðun keppnisbílanna. Keppendur leggja svo í fyrstu brautina kl. 11 á morg- un og er búist við harðri og spenn- andi keppni en alls er 21 bíll skráður í keppnina. Þegar DV kíkti inn hjá Ás- geiri Jamil Allanssyni í byrj- un vikunnar stóð Nesquick- skutlan hans á búkkum inni í skúr og var Ásgeir búinn að opna öll drif og gírkassa til að skoða ástand þeirra eft- ir síðustu keppni. Sagðist hann gera þetta eftir hverja keppni og taldi það grund- völl fyrir velgengni sinni. Með því móti sæi hann ef eitthvað væri farið að gefa sig og gæti þá skipt um hlut- ina áður en þeir brotnuðu í keppni. Það sparaði honum mikinn tima og fyrirhöfn og kæmi fram í minni bilana- tíðni í keppninni. Ásgeir sagðist hafa sleppt því að opna vélina að þessu sinni enda var nýbúið að endur- byggja hana hjá Kistufelli fyrir Akureyrarkeppnina þar sem Ásgeir sigraði svo glæsilega þrátt fyrir að hann væri í götubílaflokki. „Ég kíkti upp í Jósepsdal um helgina," sagði Ásgeir, „og mér sýnist að þetta verði mjög erfið keppni, allavega ef keppnisstjómin leggur braut- irnar eins og ég myndi leggja þær. En ég mun gera mitt besta.“ Gísli G. Jónsson var að vinna í Kókómjólkinni þegar við hringdum í hann á miðvikudagskvöldið. „Ég er að skipta um olíu á drifunum og taka úr bílnum varaöxulinn sem ég setti í fyrir norð- an og setja nýjan í staðinn," sagði Gísli. „Kókó- mjólkin var í góðu standi eftir Ak- ureyrarkeppnina en mér fannst átökin þar ekki hafa verið voðalega mikil." Gísli lenti í öðru sæti keppn- innar fyrir norðan, á eftir Ásgeiri Jamil, og var hann ákveðinn að reyna að gera betur í Jósepsdal. Haraldur Pétursson lenti í veru- legu basli með nýja Mussoinn sinn fyrir norðan en varla er hægt að segja að hann hafi verið búinn að ljúka samsetningu bílsins áður en hann var kallaður þar í fyrstu braut. Þegar Haraldur svaraði í sím- ann á miðvikudagskvöldið var hann staddur uppi í Jósepsdal að prufa Mussoinn. Sagð- ist hann vera bú- inn að vinna stanslaust í bíln- Trúðurinn lék í höndunum á Gunnari Gunn- arssyni fyrir norðan og sýndi hann oft ótrú- leg tilþrif. Kókómjólkin lætur allajafnan vel að stjórn í höndum Gísla G. Jónssonar en hann stefnir að því að halda bikarnum í Þorlákshöfn. Asgeir Jamil kemur vel undlrbúínn til keppni í Jósepsdalnum en hann telur þó aö það muni reynast sér erfitt að halda forystunni sem hann náði fyrir norðan, enda er hann í götubílaflokki. DV-myndir JAK um frá síðustu keppni og vera búinn að breyta Qöðrunarbúnað- inum og festing- um fyrir hásing- amar. Vonast hann til að bíll- inn láti betur að stjóm eftir þessar breytingar. Miklar gangtruflanir vom í bílnum fyrir norðan og sagði Haraldur að magnetan í kveikjunni hefði verið ónýt og væri það skýr- ingin á gangtruflunum. Þessu væri nú búið að kippa i liðinn og ætti hann von á að V6 Nascar-vélin myndi virkilega virka í Jósepsdaln- um. Einar Gunnlaugsson var einnig að vinna í sínum bíl þegar hringt var í hann. 542 kúbika risamót- orinn í Norð- dekkdrekanum hafði sprengt heddpakningu í keppninni fyrir norðan og þurfti Einar að panta nýja pakkningu frá Bandaríkjunum þar sem ekkert er fáanlegt í vélina hér á landi. Auk þess höfðu stimplarnir náð að slá í skautin á kertunum þegar vélin hitnaði og berja þau saman þannig að þau gáfu lítinn neista. Þá virkaði innspýtingin á vélinni ekki rétt og ollu þessi atriði miklum gangtrufl- unum í Norðdekkdrekanum. Einar telur sig vera búinn að ráða bót á þessum vandkvæðum og mun hann án efa gera harða hríð að þeim sunnanmönnum sem voru framar honum á heima- velli hans fyrir norðan. -JAK Einar Gunnlaugsson öslar hér eðjuna á heimavelli sínum í gryfjunum við Ak- ureyri. Miklar rigningar höfðu gert keppnissvæðið að moldarsvaði en kepp- endur iétu það greinilega ekki aftra sér, enda var keppnin fyrir norðan óvenju hörð og fjörug miðað við fyrstu keppni sumarsins. Mussoinn hjá Haraidi Péturssyni er sérlega glæsilegur en Haraldur gerir sér vonir um að hann sé kominn yfir verstu byrjunarörðugleikana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.