Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1999, Síða 8
Flestir eiga enhverjar laumusögur frá því þeir komust í kast við einhvern úr ríku og frægu elítunni. Ekki það að frægt fólk sé eitthvað merkilegra en við hin, kannski bara betur meikað og í merktum föt- um. Alla langar samt í sínar fimmtán mínútur af frægð og helst að þær endist þó nokkuð lengur en það. Þess vegna finnst mörgum þeir fá frægðarbragðið í munninn þegar þeir hitta eitthvert celeb og allir vilja heyra sögurnar. Þær eru góðar, hvort sem þær eru um Þee Wee Herman, Sölmu Hayek, Donald Trump eða Steve Guttenberg. Guðbjörn Þór Ævarsson, formaður stuðningsmannaklúbbs Man. Utd: Sötraði bjór Sigurður Rúnarsson útfararstjóri: Smári Kristjánsson leigubílstjóri: Álfrún Örnólfsdóttir, leikari og dansari: Maðurinn með álfaeyrui Man. mpunum „Núna síðastliðið haust fórum við nokkrir í stjóm klúbbsins út til Manchester að horfa á leik Man. Utd og Liverpool sem fór 2-0 fyrir Man. Utd. Hann var þrælgóður og við vorum meira en sáttir. Daginn eftir sátum við og vorum að fá okk- ur að borða á bar þarna í Manchester sem er ósköp venju- legur og þægilegur. Þá gerist það að allt Manchester-liðið eins og það leggur sig röltir inn á bar- inn og fer að sötra,“ segir Guðbjörn Þór Æv- arsson, formaður stuðnings- mannaklúbbs Man. Utd. Varó ekki allt brjálaö á barnum, hoppuóu ekki allir upp á borö og byrjuóu aö syngja? „Nei, það var bara allt rólegt og enginn var neitt að angra stjörnu- rnar fyrir utan einstaka ís- lending. Giggs, Sch- meichel, Beckham. Við spjölluðum létt við þá, þeir voru mjög hressir. Ronny Johnsen komst að þvi að við vorum Komst í snertingu við „Ég var náttúrlega að vinna í gestamóttöku á Hóteli og þar gisti John F. Kennedy einu sinni,“ seg- ir Sigurður Rúnarsson útfarar- stjóri. „Hann dvaldi að vísu undir dulnefni og borðaði skyr með bestu list, eins og frægt er orðið.“ Hvernig gœi var þetta? „Þetta var ágætisnáungi. Jarðbund- inn og skemmtilegur karakter. Alla vega ekki þessi týpíski ferðamaður og já, sá allra frægasti sem ég hef hitt.“ Þú hefur alveg þekkt hann þrátt fyrir dulnefniö? „Já, já. Svo man maður eftir honum frá þessum myndum úr Hvíta húsinu þar sem hann er skopp- andi um The Oval Office. Og það var virkilega gaman að komast í snertingu við söguna með þessum hætti.“ Kennedy „Ég og vinkona min vorum í lest í Frakklandi að fara frá Cannes til Parísar, ferðin tók 7 tíma. Við keyptum okkur miða á , -s fyrsta farrými en þurftum að sitja saman í einu sæti eins og hálfvitar. Beint á móti okk- ur sátu tveir eldri menn, mér fannst ég kannast eitthvað við ann- an þeirra. Ég var að velta því fyrir mér hvort þetta væri nokkuð Pi- erre Vanec, mjög frægur franskur kvikmyndaleikari sem lék með mér í Svo á jörðu sem á himni. Ég gat ekki hætt að stara á hann, hann var alveg þrælfínn, svona Sean Connery týpa.“ Ertu hrifin af svona Sean Conn- ery gœjum? „Ég hef alltaf verið skotin í flott- um eldri mönnum. Þessi var engin undantekning. Ég bara þorði ekki að heilsa honum, blessaður Pi- erre!! Ég tók eftir því að hann var með skrítin eyru, svona álfaeyru, en ég þorði ekki að spyrja. Ég starði á hann i 7 tíma. Svo þegar ég kom heim og athugaði myndina ven þetta auðvitað hann, maðurinn með álfaeyrun, hver annar?“ Heföi hann ekki alveg eins átt aö þekkja þig? „Nei, nei, í myndinni var ég með eldrautt hár og þykk flöskubotna- gleraugu og þetta var nokkrum árum seinna. Auðvitað hefði ég átt að spyrja hann, það er ekki eins og eitthvaö hefði gerst þó svo þetta hefði verið einhver annar. Ég er búin að vera að naga mig í handar- bökin i móral út af þessu í mörg ár.“ með munntó- bak þannig að hann saug sig á okkur, kom aftur og aftur til að fá í vör- ina. Það er nefnilega ekki hægt að fá þetta munntóbak úti í Englandi. Þetta var kirsuberið á toppi ferðarinnar." Rockefeller vældi út af kókglasi „Það er náttúrlega týpískt að svona milljónamæringur sem veð- ur í peningum geri ekkert annað en að væla þegar hann fær smá- reikning í hendurnar," segir Smári Kristjánsson leigubíl- stjóri. Smári var leiðsögumaður í Laxá í Dölum í kringum ’75 þeg- ar James Rockefeller marg- milljónamæringur, sonur Nelsons Rockefellers, fyrrum varaforseta Banda- ríkjanna, var í viku við veiðar í ánni. Hvernig var hann, leiöinlegur? „Hann var frekar leiðinlegur og vildi fá alla þjónustu frá A til Ö, allt að því að láta bera sig niður að á. S a m t s ý n d i hann lit eitt kvöld- ið þegar hann var í góðu skapi eft- ir veiðiríkan dag og bauð okkur upp á gos inni í skála og spjallaði við okkur. Þegar vikan var svo búin og hann var að gera upp reikninginn varð hann brjálaður þegar hann sá að hann var rukk- aður um gosið og byrjaði að væla um það að við myndum borga fyrir okkar glös. Tók það allt í einu ekki í mál að bjóða okkur upp á auman gos- drykk. Svo þegar hann var búinn að veiða hér hélt hann suður til Afríku að leika sér í safarí og þaðan til Argentínu þangað sem hann var að fara til að veiða í fínustu ánum. Þetta lýsir náttúr- lega brengl- uðu hugar- fari millj- ónera, of- u r n í s k m e r k i - kerti." Herbert Guðmundsson tónlistarmaður: Kyrjaði með Herbie Hancock „Þetta var ’93 þegar ég var úti í L.A. að taka upp myndböndin við Hollywood og Night of the Show. Ég hafði kynnst Herbie þegar hann kom hingað á Listahátíð ’85. Við erum báðir búddistar og hann kyrjaði kvöldgonjó með okkur sem erum að praktísera héma heima. Þá skrifaði hann í gestabókina að ég væri velkominn hvenær sem er að koma í heimsókn til hans úti í L.A. Ég náði að redda mér númer- inu hjá Önnu Bjöms, fyrrverandi módeli, vinkonu minni, og hringdi í hann. Hann sagði mér endilega að mæta, ekki málið, þannig að ég og Kiddi, sem var að gera myndbönd- in með mér, renndum upp í Beverly Hills þegar við voram bún- ir að skjóta einn daginn. Við vor- um að skjóta í dántán L.A.“ Var þetta ekki þvílíkt hús? „Þetta var eins og höll, ramm- girt, og það fýrsta sem við heyrð- um voru blóðhundar að gelta okk- ur dauöa. Ég kynnti mig fyrir dyra- vörðunum og við fóram inn. Það fyrsta sem mætti okkur var risa- stórt stúdió, líktist helst geimskipi, allt pakkað af græjum. Við fórum upp þar sem við hittum Herbie og fengum okkur koníak. Hann var hress og við kyrjuðum kvöldgonjó- ið saman í hálftíma." f Ó k U S 11. júní 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.