Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 15. JUNI 1999 ÞRIDJUDAGUR 15. JUNI 1999 29 Sport Sport Drauma- liðDV Ragnar Már Konráðsson, 19 ára Akureyringur, hefur tekiö forystuna í draumaliðsleik DV að lokinni 5. umferð úrvalsdeild- arinnar í knattspyrnu. Lið Ragn- ars, Theopopolapas United, fékk 17 stig í 5. umferðinni og náði með því eins stigs forystu. Hér koma efstu liðin í heildar- keppninni. Bókstafurinn á eftir nafni liðs táknar landshlutann og á því má sjá hvaða lið eru efst í landshlutakeppninni. Á Visi.is má finna stöðu 300 efstu liða, bæði i heildarkeppninni og í öðrum hluta draumaliðsleiksins. 03472 Theopopolapas United N . . .69 00799 FC Spartakus G .........68 00527 Kría R................67 00607 Kempurnar G...........63 03696 Petra PG N.............63 02086 Lionsklúbburinn Diddi N . .62 00876 Haukar G..............61 02039 Strikers R..............60 02642 Samba HT R............59 03296 FC Sól S...............59 00929 ISHLM G ..............58 00820 Fox's Club N............57 00976 Yflrmaður Tenex S.......57 02389 Jóhannesson S ..........57 02628 Ási H. R...............57 Skagamaður efstur Svavar Ingþórsson, 17 ára gamall Akurnesingur, er efstur eftir fyrstu umferðina í öðrum hluta draumaliðsleiksins. Hann fékk flest stig allra keppenda í 5. umferðinni Lið Svavars, Svabb- sterarnir, fékk 39 stig í 5. um- ferðinni. Það var fyrir með -1 stig og hækkaði sig því allveru- lega í heildarkeppninni þar sem það er þá með 38 stig samtals. Þessi lið eru efst í öðrum hluta keppninnar: 03560 Svabbsterarnir V ........39 03708 Ingvar N...............38 00203 Fávitarnir RE 1804 R .....38 02086 Lionsklúbburinn Diddi N . .34 03382 Hausverkur Jennu R .....33 02056 Krullupinnarnir G .......33 02503 Ofuröndin R............32 02497 Raven R...............32 03592 Frábært liö R...........32 00724 Hundasúra G ...........31 00672 Smusmu FC R ..........31 02568 Hroki A ...............30 00046 Lubbi tað R ............30 03386 Bógus 2 R..............30 02055 Algjör draumur N .......30 Sex nýir leikmenn Nú hefur sex nýjum leikmöhn- um verið bætt inn í draumaliðs- leikinn og þátttakendur geta keypt þá í sín lið. Sexmenning- arnir eru eftirtaldir: TE54 Jóhannes Gíslason, lA .. 50.000 TE55 Marko Tanasic, Kefiav. 150.000 TE56 Þórhallur Hinrikss., KR 150.000 TE57 Ólafur Stígsson, Val . . . 150.000 SM34 Kenneth Matijani, ÍA . 250.000 SM35 Ólafur Ingason, Val . .. 50.000 Leikmannalistinn í heild var birtur i DV fimmtudaginn 3. júni og hann er einnig að finna á Visi.is. Skipta má um þrjá leikmenn i hverju draumaliði og senda leik- mannaskiptin á faxi, 550-5020, í tölvupósti, draumur@ff.is, eða til íþróttadeildar DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Leikmannaskipti sem berast DV allt að klukkutíma áður en umferð í úrvalsdeildinni hefst taka gildi fyrir hana, annars fyr- ir næstu umferð á eftir. Gæta verður þess að liðið verði ekki of dýrt, það má ekki fara yfir 2,2 milljónir eftir skiptin. Arnórfékk 12 stig Arnór Guðjohnsen var stiga- hæsti leikmaðurinn í drauma- liðsleik DV i 5. umferð úrvals- deildarinnar. Hann fékk 12 stig fyrir að skora tvö mörk fyrir Val og krækja í vítaspyrnu sem Vals- menn skoruðu úr. Næstir komu Kristján Brooks, Keflavík, með 9 stig og þeir Ingi Sigurðsson, ÍBV, Indriði Sigurðsson, KR, og Reyn- ir Leósson, ÍA, með 7 stig hver. Úrslitakeppnin í NBA-körfuboltanum komin á lokastig: Heldur ævintýr- ið áfram? eða er San Antonio of stór biti fyrir New York að kyngja Stysta NBA-tímabil í sögunni er nú komið á endastöð. Það er orðið ljóst hvaða tvö lið hafa komist alla leið á Austur- og Vesturströndinni og munu mætast í úrslitaleikjun- um um titilinn. Það verða ævintýralið New York, sem hefur brotiö blað í sögu úrslitakeppninnar (8. inn í úrslitin), og San Antonio Spurs, sem vann 10 síðustu leikina í úr- slitum Vesturdeildarinnar, sem berjast um sigrana 4 og fyrsta NBA-titilinn eftir Michael Jordan. Það sem gerir einvígið enn meira spennandi fyrir fram er að sökum hins stutta NBA-tímabils í ár (verkfallið) léku liðin ekki inn- byrðis í vetur og menn hafa því ekki neitt fyrir sér um hvernig tvö spilast upp á móti hvoru öðru. Úti er ævintýri Spekingar eru hættir að efast um getu New York Knicks. Liðið hefur sýnt einstakan karakter við erfiðar aðstæður, unnið þrjú lið án heimavallarréttar og lifað af að missa mikilvæga leikmenn. Þannig stóðust Indiana Pacers þeim ekki snúninginn, liðið sem allir spáðu að færi loksins alla leið eftir að hafa verið aðalkeppinautar Chicago siðustu þrjú árin. Jeff Van Gundy, yngsti þjálfari deildarinnar, sem var á brúninni að vera rekirm i mars og apríl, þeg- ar liðinu gekk hvað verst, hefur snúið við blaðinu og búið til stemningslið sem er til alls líklegt. Mótherjinn nú er þó mjög sterkur. 26 ára bið á enda eða sá fyrsti til San Antonio Það eru 26 ár síðan New York vann síðast en liðið hefur tvisvar unnið NBA-titilinn (1970 og 1973). New York hefur sjö sinnum farið í úrslitin, síðast árið 1994 er liðið tapaði 3-4 fyrir Houston. Þetta er aftur á móti í fyrsta sinn sem San Antonio fer alla leið í úr- slitin. Liðið kemur í úrslitaleikina eftir að hafa unnið 42 af síðustu 48 leikjum og er á hæla mets Los Angeles Lakers (11 sigrar) yfir flesta sigra í röð á ári í úrslita- keppni. Það hefur unnið tíu í röö. Fyrsti leikurinn mikilvæg- astur Það er ljóst að fyrsti leikurinn, aðfaranótt fimmtudags, kemur til með að skipta öllu. New York, sem hefur tapað 8 af síðustu 10 leikjum sínum í Alamodome í San Antonio, setti met með því að vinna fyrsta leikinn á útivelli í öllum þremur umferðunum í úrslitakeppninni i ár. Þeir vita líka að San Antonio hefur tapað öllum þeim 14 einvíg- um þar sem liðið hefur tapað fyrsta leik á heimavelli, sem gerir stöðu þeirra enn sterkari vinni þeir 1. leikinn. Styrkur og veikleiki liðanna NBA-spekingar keppast við þessa daganna að bera saman þessi tvö lið og eru flestir sammála um að Spurs ætti að hafa vinninginn. San Antonio er með sterkari menn í þremur leikstöðum (leik- stjórnanda, stórum framherja og miðherja) auk þess að vera með sterkari og breiðari bekk. Margir hafa meiri trúa á Jeff Van Gundy, þjálfara New York, fremur en Gregg Popovich, sérstaklega ef ht- j ið er á það að Gundy hefur komið liðinu svo langt, bæði án þess að hafa heimavall- arrétt og svo með sparkfót stjórnarmanna liðsins ávallt í sjónmáli. Þær tvær leikstöður sem New York ætti að ráða ríkjum i eru þær sem skotbak- vörð- inn Allan Houston og litli fram- ^ herjinn og vandræðagemlingurinn Latrell Sprewell blómstruðu í gegn Indiana. Hraði þeirra og áræðni gæti vissulega skapað vandamál fyr- ir Spurs og þeir gætu þó báðir verið uppvísir að því að skora 30 stig í leik hitti þeir á góða leiki og snögg- hittni. Málið er bara að nú fá þeir ekki lengur auðveld skot undir körf- unni, likt og gegn Indiana, sökum veru turnanna tveggja fyrir framan körfuna. Turnarnir tveir, David Robinson (216 cm) og Tim Duncan (213 cm), eru enn erfiðari við að eiga fyrir New York, eftir að þeir misstu tvo stærstu og öflugustu leikmenn sína undir körfunni, þá Patrick Ewing og Larry Johnson. New York gæti því þurft að skipt- ast mikið á að' dekka Duncan og Robinson, þvi ekki hafa þeir efni á að missa menn í villuvandræði en framboðið á stórum mönnum hjá þeim er ekki mikið. En gleymum ekki Marcus Camby. Hann hefur blómstrað í úrslita- keppninni og unnið á með hverjum leik. Camby er sterkur lisðauki af bekknum, leysti frábærlega fjarveru Larry Johnson í sjótta leiknum gegn Indiana og er vissulega fyrirstaða fyrir Spurs inni í teignum. Fjórða árið í röð hjá Kerr Tveir leikmenn San Antonio Spurs, Steve Kerr og Mario Ellie, hafa unnið samtals fimm hringi á síðustu 5 árum og getur Kerr nú unnið fjórða árið í röð en hann vann þrjá í röð með Chicago Bulls 1996-98. Mario EUie vann 1994 og 1995 með Houston og gætu hlutverk þeirra tveggja verið mikil- væg í einvígi tveggja liða þar sem flestir leikmenn hafa aldrei staðið í þessum sporum fyrr. -ÓÓJ Hilmar í Fram - lánaður frá Helsingborg í sumar DV, Sviþjóð: Úrvalsdeildarlið Fram í knattspyrnu hefur komist að samkomulagi við sænska liðið Helsingborg um að fá Hilmar Björnsson lánaðan til loka yfir- standandi tímabils. Hilmar hef- ur ekki náð að tryggja sér sæti í aðalliði Helsingborg. Félögin munu endanlega ganga frá þessu í dag. Hitaiar er á þriggja ára samningi við Helsingborg sem rennur út eft- ir næsta tímabil en þangað kom hann frá KR á sínum tíma. Þrjú félög hér á landi lýstu yfir áhuga að fá Hilmar í sínar raðir og að auki sænska liðið Hácken. Framarar eru að gera sér vonir um að Hilmar leiki sinn fyrsta leik með liðinu gegn Leiftri á sunnudaginn kemur. Hihnar, sem leikur á hægri kantinum, mun eflaust styrkja Framara í átökunum sem fram undan eru í sumar. „Ég er sáttur með þessa nið- urstöðu og hlakka til að leika með Fram í sumar," sagði Hilmar við blaðamann DV í Svíþjóð í gær. Að loknu tímabilinu í haust mun Hilmar síðan halda á nýj- an leik til Sviþjóðar. -EH/JKS ísland mætir Makedóníu í forkeppni EM í handbolta: Sýnd veiði, ekki gefin - segir Þorbjörn Jensson landsliösþjálfari Dregið var í forkeppni Evrópu- móts landsliða í handknattleik í gær og kom þá í ljós að mótherji Islendinga verður lið Makedón- íu. Fyrri leikurinn verður hér á landi helgina 11.-12. september . og síðari leikurinn ytra helg- ina á eftir. Úrslitakeppni * | mótsins verður síðan í Króa- tíu í janúar. Þorbjörn Jensson lands- liðsþjálfari var ágæt- lega sáttur með drátt- inn þegar DV náði tali af honum i gær- kvöld. Hann sagði að móguleikarnir á | að komast áfram i \ úrslitakeppnina raunhæfa. „Lið Makedóníu er ábyggilega sýnd veiði en ekki gefin. Liðið hef- ur eitthvað fram að færa fyrst það hefur komist í úrslit á tveimur síðustu stórmót- um. Mér sýnist þó að Makedónía hafi ekki verið að leika vel á HM í Egypta- landi. Það var meira búist við af liðinu en raunin varð á. Það er verri kostur að eiga fyrri leikinn gegn þeim á heimavelli en við þvi er ekkert að gera," sagði Þorbjörn Jensson við DV. Þorbjörn fær aðeins fimm daga udirbúning með landsliðið fyrir leikina gegn Makedóníu. Þýska deildin hefst í lok ágúst eða mun fyrr en áður en þaðan koma Sænska knattspyrnan: Þórður í markið? Norrköping tapaði stórt Norrköping, lið Þórðar Þórð- arsonar markvarðar, tapaði, 2^5, fyrir Trelleborg í sænsku knattspyrnunni i gærkvöld. Norðmaðurinn stóð í marki Trelleborg og kæmi ekki nein- um á óvart að Þórður fengi tækifæri í næsta leik því Norð- maðurinn gerði sig seka um mörg mistök. Úrslit í öðrum leikjum urðu þau að ATK sigr- aði Djurgaarden, 3-1, og Gauta- borg sigraði Trelleborg, 1-0. Örgryte, lið Brynjars Gunn- arssonar, situr í efsta sætinu með 22 stig. Helsingborg og Kal- mar hafa 18 stig. í kvöld leika Helsingborg og Elfsborg. -JKS HM í handbolta í Egyptalandi: Þjóðverjar fimmtu - unnu Frakka, 26-21, Egyptar sjöundu Þjöðverjar tryggðu sér fimmta sætið á HM í handbolta með því að leggja Frakka, 26-21, í gær. Þjóðverjar leiddu, 14-10, í hálfleik. Bernd Roos skoraði átta mörk fyrir Þjóðverja, Frank Von Behren skoraði 5 og Bogdan Wenta gerði 4. Fyrir Frakkar skoruðu Patrick Cazal, Jerome Fernandez og Stephane Joulin, aUir fjögur mörk. Heimamenn unnu Kúbu, 35-28, í leik um sjöunda sætið og tryggðu sér þar með sæti á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Þetta er samt besti árangur Kúbu frá upphafi í HM en Egyptar urðu að sætta sig við eitt sæti neðar en í Japan fyrir tveimur árum. Úrslitin í kvöld Úrslitaleikur Svía og Rússa fer fram í kvöld klukkan 19.45 en leikur Spánverja og Júgóslava um þriðja sætið fer fram fyrr í dag. Rússar (Sovétríkin) og Sviar spila í þriðja sinn til úrslita frá 1990, er Svíar unnu síðast, en Rússar eru núverandi heimsmeistarar. > -ÓÓJ Glenn Hoddle meö tílboð frá Sporting Glenn Hoddle hefur fengið í hend- ur fyrsta tilboðið frá því að hann lét af störfum sem þjálfari enska lands- liðsins i vetur sem leið. Portú- galska liðið Sporting Lissa- bon hefur mik- inn áhuga á áð krækja í Hoddle og er að gera sér vonir um að hann svari þeim með jákvæðum hætti innan nokkurra daga. Jose Roquette, forseti Sporting, segir Hoddle mjög vænan kost. Hann búi yfir mikilli reynslu sem leikmaður og þjálfari. -JKS Brian Laudrup kominn til Ajax Brian Laudrup hefur gert upp hug sinn og er genginn í raðir hollenska liðsins Ajax. Eftir að Laudrup yfir- gaf herbúðir Chelsea hélt hann á heima- slóðir og fór að leika með FC Kabenhavn. Laudrup seg- ir að ekki færri en 15 félög hafi gert sér tilboð en að vel athuguðu máli hefði hann ákveðið að fara til Ajax sem hann sagði mjög góð- an kost. Mér líkaði ekki vistin í Kaupmannahöfn eins og reyndar hjá Chelsea einnig. -JKS Egil Olsen, sem nýtekinn er við stjórnvelinum hjá Wimbledon, hefur þegar keypt sinn fyrsta leikmann. Það var enginn annar en Fredrik Kjölner, 29 ára gamall varnarmaður hjá Válerenga. Enska liðið Watford, sem vann sér sæti 1 A-deildinni á dögunum, er bjartsýnt á að fá ítalann Giuseppe Bergomi frá Inter í sínar raðir fyrir næsta tímabil. Watford hefur boðið honum 1,4 milljónir í laun á viku en hefur frjálsa sölu frá Inter. Líkur hafa aukist á þvi að Leeds kaupi Michael Duberry frá Chelsea á næstu dögum. Leeds hefur boðið Lundúnaliðinu 3,5 milljónir punda fyrir leikmanninn. ítalska lióið Tórínó hefur sett sig í samband við Derby og lýst yfir áhuga að kaupa Paulo Wanchope. Franski landsliðsmaðurinn Bixente Lizarazu hefur framlengt samning við Bayern Múnchen til ársins 2003. Skoska liðið Celtic gengur í dag frá samningi við 2 búlgarska landsliös- menn, þá Stilian Petrov og Milen Petkoc frá CSKA Sofla. Celtic greiðir um 600 milljónir króna fyrir þá sem voru undir smásjá margra enskra fé- laga, m.a. Tottenham og Newcastle. Louis van Gaal, þjálfari Barcelona, ætlar að styrkja lið sitt enn frekar og sagðist í gær hafa mikinn huga á þvi að fá Alfonso Perez frá Real Betis í Seviila. Þróttur vann undir 23 ára lið Breiðabliks 8-0 í 32 liða úrslitum bikarsins i gær. -JKS /-ÓÓJ Tolur ur gj) faVAlSPiliP nokkrir íslenskir landsliðsmenn. Deildin hér heima verður ekki hafin þegar að leikjunum við Makedóníu kemur en Reykjavíkurmót- inu verður þá nýlok- ið. Þorbjörn sagði að kjarni landsliðsins yrði óbreyttur frá leikjunum við Sviss. Hugsanlega væri Geir Sveinsson hætt- ur en spurningin væri hvort Július Jónasson væri tilbúinn í slaginn. „Ég er að vona að Patrekur Jó- hannesson verði búinn að ná sér af meiðslunum," sagði Þorbjörn. -JKS 1 f% EyJamenn töpuðu fyrstu i^^9 stigum sínum á heima- velli i 15 leikjum er þeir gerðu jafntefli við Fram, 1-1, á sunnudaginn. 4% 4% Það voru einmitt Fram- 22 anu' sem Hi- Jmí lf,tl7 ^¦¦i náðu síðast stigi af ís- landsmeisturunum úti í Eyjum. ÍBVhefur samt sem áður leikið 22 leiki í röð á heimavelli án þess að tapa, en það lið sem vann þá síðast (KR-ingar, 22. júní 1996) kemur í heimsókn út í Eyjar á laugardag. M (i Eyjamenn hafa verið í ¦§¦ J^ tveimur efstu sætum úr- "" "~ valsdeildarinnar í 41 um- ferð i röð. Af þeim hafa þeir 29 sinn- um verið i efsta sæti og 12 sinnum í öðru sæti. «i /4 ^ KR-ingar hafa að- J, X JL^# ems tapað einum af I síðustu 13 heima- leikjum sinum 1 Frostaskjóli og að sama skapi fengið aðeins 7 mörk á sig og haldið markinu átta sinnum hreinu. 9:5 KR-ingar hafa hald- ið marki sínu hreinu 19 af síðustu 13 deild- arleikjum sínum og andstæðingarnir hafa aðeins náð að skora hjá þeim 5 mörk í þessum 13 leikjum. ¦¦ g* m Skagamenn eru nú á ^MkbL hælum mets Blika í 10 ^•W^&^* liða efstu deild frá 1992. Breiðablik skor- aði þá aðeins eitt mark í fyrstu sex leikjunum og þurfti að bíða í 584 mín- útur eftir öðru marki sinu á sumrinu. Skagamenn hafa þegar jafnað metiö yfir fæst mörk í fyrstu fimm leikjun- um en það eiga nú fimm félög. 5Framarar komust í ann- að sætið á þessum lista í " fyrra þegar þeir skoruðu sitt annað mark eftir 559 mínútur. Skagmenn eru núna í 5. sæti á listanum, hafa þurft að bíða i 450 mínútur eftir sínu öðru marki og á þeim tíma fengið tvö rauð spjöld. Þeir eiga eftir 72 markalausar minút- ur í fjórða sætið og 73 mínútur inn á topp þrjú. gfl rji mm Valsmenn voru 4 " I I jl ^Fmínútur frá því að ™/ ¦¦ ¦ vinna sinn 2. útisig- ur i síðustu 17 leikj- um utan Hlíðarenda. Valsmenn hafa tapað 10 af þessum 17 leikjum og i ár hafa þeir fengið á sig 11 mörk 1 fyrstu þremur heimsóknum sínum. 3Valsmenn skoruðu jafn- mörg mörk gegn Keflavík og í síðustu fjórum útileikj- um þar á undan en þeir urðu fyrsta liðið til að skora hjá Keflavík í Keflavík í síðustu 3 leikj- um, en Keflavlkurliðið hefur haldið hreinu í 6 af siðustu níu leikjum. IGrindavik er eina liðið i deildinni sem hefur skorað í öllum leikjum sinum i sumar en jafnframt einir ásamt Skagamönnum sem ekki hafa náö að skora yfir 2 mörk í einum leik. 8Grétar Hjartarson skor- aði sitt þriðja stigamark I sumar gegn Víkingi og þetta varð enn fremur fjórða mark hans af síðustu 5 sem tryggja Grindvíkingum samtals 8 mikilvæg stig. 4% it%M Aóeins hafa unnist ^L i ^^£í 2 útisigrar í fyrstu ^^/ ^^^^ fimm umferðunum i 24 leikjum en á meðan hafa útiliðin gert 11 jafntefli og skorað 19 mörk gegn 35 frá heimaliðunum. (fl M Fjórtán mörk hafa verið I faL skoruð með skalla það '~'^r sem af er móts. Öll lið nema Framarar hafa skorað með skalla og KR-ingar hafa gert flest slik mörk eða þrjú. Vals- menn hafa aftur á móti fengið á sig flest skallamörk eða 4 en bæði Vlk- ingar og Keflvíkingar hafa fengið á sig þrjú skallamörk. Blikar, Eyja- menn og Grindvíkingar eru greini- lega sterkastir í loftinu þvi ekki hef- ur verið skorað hjá þeim með skalla. 240,3 Stuóullinn á Lengjunni fyrir að allir fimm leikirnir í fimmtu umferð enduðu með jafntefli var 240,3. Þetta var í fyrsta sinn í sögu tíu liða deildar sem öll liðin fá eitt stig út úr umferð en sex sinnum áður höfðu fjórir af fimm endað jafnir. -ÓÓJ t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.