Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 6
Hvarl varstir - 1. desember 1983 kl. 10 ¦ Einar Órn Benedlktsson man nærrl því nákvæmlega hvar hann var 1. desember 1983 kl.10. rai i London „Auövitað veit ég þaö. Hvað heldurðu að ég sé? Einhver af- dankaður poppari? Ég var í London og hef sjálfsagt verið að leita að Saint Ernings hótelinu þar. Það er beint á móti Scotland Yard, bara svo þú vitir það. Já, já. Ég fann það og minnir að Stuð- menn hafi verið að spila þar á ís- lendingahátíð. Nei, það var eitt- hvað af þessum Keflavíkurbönd- um. Á þessum árum var ég 1 námi i London. Heyrðu? Nei, ég er að- eins að hlaupa á undan mér. Þetta er þorrablótið sem ég er að tala um. Ég man allt en ekki í krónólógískri röð. Ég var i London að halda upp á fullveldisdaginn. Ég villist ekki á löndum og nei, ég var ekki að hlusta á rás 2." Þann 1, desember á þv! herrans ári 1983 kl. 10 fór hin margrómaða og kynngimagnaða rás 2 í loftið. Dagskráin hðfst á þrælskemmtilegur stuðávarpi þáverandi útvarpsstjóra, Andrésar Björnssonar. Þorgeir Ástvaldsson var dag- skrárstjðri og stóð sig að sjálfsögðu eins og hetja á þessari pínulitlu útvarpsstöð sem út- varpaði einungis á milli 10 ogl2 og þá ruku dagskrárgerðarmenn á borð við Ásgeir Tðmas- son 1 mat. Útsendingin hélt svo áfram kl. 14 og lauk stundvislega kl. 18. Það þótti ekki vit- urlegt að slengja landanum út í algera ðreglu. Það er hægt að fá of stðran skammt af undir- spili í amstri dagsins og leiknum auglýsingum. Eða hvað? tví farar Bergl/nd Dógg Hásler sMtOnnufbáðarætti, 9** I ruí Pedro Andersen .' er bvfluguhetjan. Egill Tómasson úr Soðinni fiðlu. Vá, það er sumar í Reykjavík. Tískuvöruverslunin Einn núll einn á Laugavegi opnaði fyrir tveimur mánuðum og það er akfeit drottning- arbýfluga að hjakkast á glugganum, inni í búðinni. Anna María Helga- dóttir, ein af fjórum eigendum búð- arinnar, stekkur til og reynir að ýta flugunni út með stílabók. Hún virð- ist vera asskoti huguð og ekki vit- und hrædd við býfiugu. GSM-sími hringir. Berglind Dögg Hásler, sem er líka ein af eigendunum, svarar. Hún er ólétt. „Þetta er litli bróðir hennar," út- skýrir Egill Tómasson, enn einn eigandinn, og bætir því við að þau séu að gæta hans því foreldrar Berg- lindar eru í Danmörku - en að flytja heim eftir að hafa rekið Pizza 67 í Köben. Egill og Berglind eru kærustupar. „Vill hann fá að vita hvernig á að poppa?" kallar Anna María. Henni gengur ekkert að koma þessari flugu út úr búðinni. Hún fær ekkert svar. Berglind er upptekin við að spjalla við bróður- inn og Egill virðist lafhræddur við flugur. Þá birtist Rui Pedro Ander- ** Harry Kleln. Hallur Hallsson. Tvífarar vikunnar hafa báðir komið við í sjónvarpi og eru þekktir að- stoðarmenn snillinga. Harry Klein (leikinn af Fritz Wepper) studdi við bakið á þýska spæjaranum og piparkarlinum Derrick, en Derrick Halls er auðvitað einhleypi hvalurinn Keikó. Fyrir utan vinnuna eiga þessir heiðursmenn lítið sameiginlegt. Hallur er trúaður maður og hefur vitnað hjá Ómega en Harry/Fritz var nappaður fyrir nokkrum árum á autoba- hn-inum með skottið fuUt af kókaíni. Þó eru andlitin á þeim eru svo lík að það mætti halda að þeir væru síamstvíburar sem voru aðskildir í æsku. sen í dyrunum. Hann heldur á Sómasamloku og talar óvenjugóða íslensku miðað við að hafa bara búið hér í ár. Rui er fjórði eigandi búðar- innar og eiginmaður Önnu Maríu. Þessi búð er því sannkallað Abba- ævintýr. „Ég skal," segir Rui og grípur plastglas og gengur að flugunni. Set- ur glasið ofan á hana og stílabókina á op glassins. Gengur svo að útidyr- unum og leyfir flugunni að fljúga aft- ur til síns heima. Greinilegt að mað- urinn er ekki af íslensku bergi brot- inn. Ekki bara búð heldur All Starr-gallerí Á morgun opnar sýning í Gallerí- inu Einn núll einn sem er í miðri leppaversluninni Einn núll einn. Það er enginn annar en Húbert Nói sem sýnir útspekúleruð málverk næsta mánuðinn. En þá tekur bjartasta vonin, Jón Sæmundur Auðarson við og sýnir í mánuð. Stórstirnið Hallgrimur Helgason kemur þá og Gabríella Friðriks- dóttir fylgir á hæla hans. Þetta er því All Starr-galleri á Laugavegin- um. Afhverju gallerí? „Við erum öll áhugafólk um menningu," fullyrðir Egill en hann var einmitt í hljómsveitum á borð við Soðna fiðlu og fleiri á sínum tíma. „Listir eru líka eitt það mikilvæg- asta í nútímasamfélagi og í fatabúð gefst tækifæri til sýna fólki, sem venjulega mætir ekki á myndlistar- sýningar, myndlist," segir Rui, sem búið hefur mest alla ævina í Dan- mörku en líka Angóla, Portúgal og Ungverjalandi. Hjá Dönum stúderaði kauði listir og arkitektúr. Hann er 27 ára gamall. Danskur íslendingur Anna María og Rui giftu sig fyrir þremur árum og fluttu heim fyrir tæpum þremur mánuðum. Þau bjuggu þá í Ungverjalandi en hafa bæði eytt lunganum úr ævinni í Danmörku. Anna María er 27 ára en hefur búið í Danmörku í 26 ár. „Ég kom alltaf heim á sumrin í einn og hálfan mánuð," útskýrir Anna María, „og var á ísafirði hjá ömmu og afa. Það var alger drauma- heimur að vera í dekrinu og fá að gera það sem maður vildi. Það hefur því alltaf blundað í mér að flytja I bakhúsi á Lauga- veginum reka fjórir (næstum því fimm) óvenjulegir einstaklingar háklassa leppabúð með innbyggðu galleríi. Húbert Nói er að opna sýningu þar á morgun. Hallgrímur Helga, Jón Sæmundur og Gabríella koma á eftir honum. Fókus.lékforvitniáað vita hvurs lags fólk rekur slotið og komst að því að á bak við Einn núll einn eru tvö furðulega tengd pör og fimmta hjólið væntanlegt í ágúst. heim og mjög gott að hafa þessa fióttaleið ef eitthvað kæmi upp á." Nú varstu á barnaheimili í Dan- mörku, grunnskóla, menntaskóla og háskóla. Ertu ekki bara Dani? „Nei. Ég hef aldrei litið á sjálfan mig sem Dana en nú þegar ég er komin heim þá finnst mér skrýtið að vera íslendingur og verð kannski aldrei alyöru íslendingur. Það er svo margt sem ég skil ekki hérna. Ég veit ekkert um hvað er í gangi, af hverju og hvemig í t.d. stjórnmálum. Ég vissi ekki einu sinni hvað orðið stjórnmál þýðir fyrr en fyrir þremur árum og pegar ég les dagblað eru órugglega um 30% orðanna eitthvað sem ég skil ekki," segir Anna á reiprennandi íslensku. Berglind skellir þá á bróður sinn og tekur við að hlusta á frænku sina. „Þetta eyðileggur líka drauminn um ísland og þegar ég var barn leit ég alltaf á þessar sumarferðir sem heimferðir," segir Annar Maria og Rui bætir því við að þetta sé eina landið þar flugfreyjan segir: „Vel- komin heim," þegar vélin lendir á Keflavíkurflugvelli. Innvensl á meðal eigenda „Við erum skyldar í báðar ættir," segir Anna María, aðspurð hversu nánar þær frænkur, Berglind og hún, séu. Berglind: „Mömmur okkar eru systur ..." „...Og langamma mín og langafi Berglindar í fóðurætt eru líka syst- kini," botnar Anna María og réttlæt- ir þetta allt saman með því að vitna til þess að þau eru frá ísafirði. Egill: „Ég og Berglind bjuggum annars i Kaupmannahöfn síðast í fyrra," en þar bjuggu Anna María og Rui einmitt þar til þau fluttu til Ung- verjalands og Anna María gerðist ritstjóri á ensk/ungversku arkitekt- úrblaði í Ungverjalandi. Anna María: „Síðan komu þau i heimsókn til okkar í Ungverjalandi um síðustu jól og þá ákváðum við að gera það sem við erum að fram- kvæma núna." Hvað á barnið að heita? Áttu von á barni, Berglind? „Nei, ég drekk bara svona mikinn bjór," segir Berglind hlæjandi. „Jú, ég á von á barni." „Við eigum von á barni í ágúst," útskýrir Egill þá, sármóðgaður. Vitiöi hvaöa kyn það er? „Nei," svarar Berglind, sem er 21 árs nemandi í MH og verðandi móð- ir, náttúrlega. Rui: „Ég held það sé strákur." Hin mótmæla og eru sannfærð um að það verði stúlka og sú spá er stað- fest með nálaraðferðinni, svoköll- uðu. Hún felur í sér að tvinni er bundinn í nál og nálin látin síga að bumbunni. Ef nálin snýst í hringi er það stelpa en ef hún sveiflast fram og til baka er það strákur. Nálin snerist í hringi fyrir ofan bumbu Berglindar og hún gefur út þá yfirlýsingu að stúlkan skuli heita Anna María. Er gaman aö vera ólétt? „Já. Ég er allt önnur manneskja," ^varar Berglind og hlær, og bætir því við að þetta sé mjög skemmtilegt allt saman. / Anna María: „Af hverju ertu þá alltaf í fýlu." Allir hlæja og eiginlega engu við . að bæta nema: Til lukku með grislinginn! -MT f Ó k U S 25. júní 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.