Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 8
Eftir að Steingrímur Hermansson vinsælasti forsætisráðherra fyrr og síðar - djammaði með dragdrottning- um á þessari verðlaunamynd hafa réttindi homma og lesbía farið hrað- batnandi. Hommar og lesbíur á íslandi: Fyrsta ballið var fyrir 18 ámin Þaö er Hinsegin helgi um helgina og því ráð að rifja aðeins upp sögu hinsegin fólks á íslandi. Hommar eiga sér aðeins lengri sögu en lessur og eru til sögur af körl- um að dansa saman í strið- inu. Þjóðin kippti sér ekki mikið upp við þetta og lét hommana í friði vegna þess að hún kærði sig ekki um að vita neitt. Þetta breytt- ist svo um munaði þegar Samtökin '78 voru jt--—- stofnuð. Þá var strax far- IQnŒfr6 ið að vinna að því að _**» ^lörh samkynhneigt fólk gæti "0W/n abbast upp á aðra, eins og ""* sumir vilja orða það. Þeir hættu sem sagt að lifa lífinu í felum og árið 1981 var svo haldið fyrsta ballið á skemmti- staðnum Manhattan í Kópavogi. Það gekk ekki átaka- laust fyrir sig því að bæjarstjór- inn í Kópa- vogi reyndi að aftur- kalla skemmtanaleyfið en þegar það tókst ekki lét hann sér nægja að stytta skemmtunina um klukkutíma. Að sögn þeirra sem mættu á ballið var rosastuð, dragsjóv og diskótek. Nokkur traust hjónabönd eru meira að segja sögð hafa myndast á þessu balli. Á næstu árum fóru lesbíur og hommar að vera velkomin á ýmsa staði því þetta voru meö afbrigðum góðir kúnnar. En er ekki fyrr en upp úr 1990 sem hommar og lesbíur fara að geta verið að fullu þau sjálf. Þá var t.d. veitingahúsið 22 opnaðsem enn þann dag í dag er afdrep fyrir alla; lesbíur, homma, gagnkynheigða og Það er Hinsegin helgi þessa helgina. Sannkölluð Gay Pride-hátíð í Reykjavík. Lesbíur og hommar fylkja liði á Ingólfstorgi á morgun, stolt af því að vera þau sjálf. Skemmtiatriði og uppákomur, ball á Spotlight um kvöldið. Opið hús hjá Samtökunum '78 og bara frábært að vera hýr. Fókus tók smá status-tékk á þremur hommum og þremur lesbíum. Athugaði hvernig lífið væri að fara með þetta fólk og spurði líka út í drauma þeirra og þrár. Hommar og lesbíur Klara Bjartmarsdóttir starfsmaður Knattspyrnusambands íslands: Háskólamenntuð lessa hjá KSÍ Gay-Pride ganga. Þaö veröur örugglega meira stuö á Ingólfs- torgi á morgun. Regnbogafánl lesbía og homma og bleikur þríhyrnlngur nasistanna. aðra sem á annað borð hneigjast til skemmtanahalds. Tveimur árum síðar mætir Moulin Rouge á svæðið og þar var meira að segja hommi ráðinn sem skemmtana- stjóri og þá var sko kátt í hölllnni. Hommar, drottningar pg lessur hristu svo rosalega upp í skemmtana- lífinu á þessum árum að drag-keppn- in er orðinn að föstum punkti fyrir alla, hvort sem þeir eru gay eða hetró. Fyrir fjórum flmm árum náði þetta hæp að visu hámarki og homm- ar komust í pinulitla tísku. Alnæmis- hræðslan fór minnkandi og samúðar- fullar kvikmyndir birtust á hvítum tjöldum og stundum hefur verið gant- ast með það að hommar þyki fínir. Það þykir allavega svolítið kúl að eiga hommavin eða lessuvinkonu og vonandi verður enginn nasisk breyt- ing þar á. „Það eru þrjú ár síðan ég kom alveg út úr skápnum, þá svona opinber- lega," segir Klara Bjartmarsdóttir, 30 ára, og útskýrir að það hafi verið í tengslum við lögin um staðfesta sambúð lesbía og homma en hún er einmitt í sambúð með Eddu Garðars- dóttur. Þær eru barnlausar, bíl- lausar en eiga íbúð og sitt reið- hjólið hvor sem þær nota mikið. Var mikió vesen aö korna út úr skápnum? „Nei, það var ekkert stórmál, en þetta er samt ekkert eins og að segja foreldrum sínum að maður ætli í MH í stað MS. Þetta er mjög stórt skref." Varaformaður Sam- takanna '78 Týpískur föstudagur hjá Klöru hefst á því að hún vaknar, að sjálf- sögðu, gefur kisu og gengur í vinnuna sem er rétt hjá. Hún starfar hjá Knatt- spymusambandi íslands og fer heim í hádeginu til að borða. Svo er bara rokið aftur í vinnuna og unnið fram á kvöld. Klara starfar líka mikið innan Samtakanna '78 þar sem hún gegnir varaformensku, auk þess sem hún byrjar nú í haust í framhaldsnámi í uppeldis- og kennslufræði en Klara er með BA-gráðu í félagsfræðum. Full mannréttindi „Ég hef fundið fyrir fordómum en ekki orðið fyrir líkamlegu aðkasti," segir Klara en bætir því við að hún hafi aldrei látið það eyðileggja neitt fyrir sér. „Þó nær maður aldrei að koma sér upp það þykkum skráp að það hafi aldrei áhrif." Hvar verðurðu eftir tíu ár? „Þá vil ég auðvitað vera komin með full mannréttindi," segir Klara og á við að lesbíu- og hommapör verði að fullu metin á við gagnkynhneigð pör hvað lög og stjórnarskrá varðar. ;gbjo árum." tíu ár meö yngri mannl en hann dó síöan úr alnæmi fyrir nokkrum Veturliði Guðnason þýöandi: Slapp við alnæmi Það þekkja allir hann Veturliða Guðnason þýðanda. Kannski ekki í sjón en áhorfendur Taxa í gærkvöld ættu að kannast við kauða og geta þakkað honum fyrir að hafa skilið eitthvað í hrognamálinu góða sem þeir nenntu ekki að læra í grunn- skðla. Veturliði er hommi. Háskóla- menntaður hommi sem fer helst ekki úr miðbænum og á ekki bíl. Er þræl- menntaður úti í hinum stóra heimi, einhleypur og barnlaus. „Það eru orðin 30 ár síðan ég kom út úr skápnum," segir Veturliði. „Þetta var sumarið '69 og ég var einmitt að segja vinum mínum frá því um daginn að árið '99 væri alveg eins og '69. Eina breytingin er að Reykja- vík er orðin miklu stærri og gay-stað- irnir þar af leiðandi fleiri." íslenskir hommar lausir við rassíur „Kosturinn við ísland er að sam- kynhneigð hefur aldrei verið bönnuð hér á landi. Það ríkti svo mikil þögn að á milli '50 og '70 komust hommar upp með að halda parti og stunda skemmtanalif án þess að nokkuð væri að gert," segir Veturliði og bendir á að víðs vegar erlendis hafi lögreglan stundað það að gera rassíur á homma- stöðum. Alnæmisfaraldurinn Hvað varstu aó gerafyrir tíu árum? „Ég var bara hér heima að vinna og var i sambúð. Ég bjó í tíu ár með yngri manni en hann dó síðan úr al- næmi fyrir nokkrum árum." Ert þú HlV-smitaöur? „Nei. Ég slapp. Þetta er eitthvað dularfullt lotterí en það má líka taka það fram að í kjölfar alnæmisplágunn- ar kom dálítill skellur því það voru margir áhrifamenn sem dóu og það er fyrst núna sem við erum að jafna okk- ur á þeirri blóðtöku." „Maöur býr náttúrlega og starfar í gagnkynhnelgðu samfélagl sem samkyn- hneigð manneskja." Ami Kristjánsson hársnyrtir: Beðið afsökunar fýrir hommahatur „ Já, ég er í algerlega óstaðfestri sambúð með karli," segir Árni Kristjánsson, 37 ára, hársnyrtir og hlær þegar hann er spurður að nafni karlsins: „Karli Eristins- syni." Þeir félagar eiga bíl, einbýlis- hús í Hafharfirði, hundinn Trítil og svo á hann Karl tvær dætur og flokkast því undir það að vera helgarpabbi. Hvað ertu búinn aó vera lengi utan skápsins? „Frá því ég var 16, eða í 21 ár núna. Ég var annars eiginlega aldrei í skápnum. Rétt reyndi að leyna þvi í eitt ár og þá var það búið." Óþolandi heimakær Týpískur föstudagur hjá Árna er á þá leið að hann vinnur á hár- snyrtistofunni Papillu, Lauga- vegi, frá 9-6 og fer svo beint heim í Hafnarfjörðinn. „Ég er orðinn mjög heimakær," útskýrir Árni, „eiginlega óþolandi heimakær." Svo fer hann að labba með Trítil og leigir sér kannski spólu á víd- eóleigunni sem hann horfir á um kvöldið og sofnar síðan ekki fyrr en mjög seint þar sem hann er dá- litið næturdýr. Umkringdur í húsasundi Hvað meó foreldrahlutverkió, dreymir þig ekkert um að eignast börn? „Það eru mörg ár síðan ég særti mig við það að sleppa þess- um þætti en ég er samt sann- færður um að ég yrði mjög gott foreldri," svarar Árni, sem hef- ur að sjálfsögðu fengið ein- hverja reynslu í gegnum börn karlsins. Hefuröu orðið fyrir aðkasti vegna þess að þú ert hommi? „Já. Það er ein góð saga sem tengist því. Einu sinni, hérna fyrir þónokkuð mörgum árum, voru einir fjórir, fimm strákar búnir að króa mig af í húsa- sundi við Laugaveginn. Og eins forlögin vilja stundum haga því þá stöðvaði bíll allt í einu við húsasundið og í honum var vin- ur minn, gagnkynhneigður - svo það komi fram, og hann stökk út úr bílnum og tvístraði hópnum. En þessi saga er góð vegna þess að mörgum árum seinna var ég staddur á veit- ingastað þegar forsprakki þessa hóps kom til mín og bað mig um að fyrirgefa sér." Og geröirðu þaö? „Það er ekki það sem skiptir máli. Hann gerði það sem hann þurfti að gera og það hefur ör- ugglega hjálpað honum mikið." „Einu sinni, héma fyrir þónokkuð mörgum árum, voru einir fjórir, fimm strákar búnir að króa mig af í húsa- sundi við Laugaveginn." H f Ó k U S 25. júní 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.