Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 9
ip^ I I I Quðot Kristktston, nemi í stjórnmálafræði: „Ég vil allavega ganga með annaö barniö." Kolbrún Edda Sigurhansdóttir, nemi í MH og starfsmaöur 10/11: Ölöglega óléttar lessur „Þetta kom fyrst upp þegar ég var 13 ára og það tók mig 2 ár að segja þeim fyrstu frá þessu," segir Kolbrún Edda Sigurhansdóttir, 19 ára, og bætir því við að líti hún lengra aftur sjái hún að þetta var alltaf til staðar. Kolbrún á annars kærustu sem hún hefur verið með í hálft ár og hún á líka bíl, Mözdu 323, bláa að sjálfsögðu. Hún er á sáifræðibraut í MH og býr í í foreldrahúsum. Kolbrún er barnlaus og hefur ekki hugmynd um hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór. Missti vinkonu Hvernig líður hinn týpíski föstudag- ur hjá þér? „Ég vinn i 10/11 og ef ég er ekki að vinna þá sef ég til hádegis. Svo tekur maður það bara rólega, útréttar eða fer í heimsóknir. Ég fer annars ekki mikið út á lífið, þó ég hafi farið um síðustu helgi og sé aftur að fara um helgina." En hefuróu oróiðfyrir aðkasti vegna þess að þú ert lesbía? „Ekki líkamlegu en ég missti eina vinkonu eftir að ég kom út úr skápn- um," segir Kolbrún. Sæðingar Ætlarðu að verða rnamma? „Það er stefnan. Að eignast í það minnsta tvö börn um þrítugt." Hver á aó ganga með? „Ég eða minn maki. Ég vil samt allavega ganga með annað barnið." En máttu fá sœði úr einhverjum banka? „Nei. Ég get ekki farið í löglega sæðingu af þvi að ég er lesbía en ég hef heyrt að lesbíur hafi bara gert þetta sjálfar, heima hjá sér. Ég vona samt að lögin verði réttlátari þegar það kemur að mér. Þetta er voðaleg vitleysa svona," segir Kolbrún Edda Sigurhansdóttir. „Þetta fær þig ósjálfrátt til að skoða alla minnihlutahópa í öðru Ijósi og vekur auk þess samkennd með öðru fólki." Anna Sigríður Sigurjónsdóttir myndhöggvari: Samkennd með öðru fólki Eitt fyrsta parið sem skráði sig i staðfesta sambúð þann 27. júni '96 voru þær Anna Sigríður Jónsdóttir og Sólveig M. Jónsdóttir. Þær eru barnlausar, búa í Hafnarfirði, eiga hundinn Bjart og bíl. Hvenær komstu út úr skápnum? „'83 eða '84," segir Anna, 38 ára myndhöggvari og lesbía, sem var þá rétt rúmlega tvítug þegar hún tók stökkið. Draumarnir um börn Langar þig til aó veróa mamma? „Ég veit það ekki. Maður er náttúr- lega orðinn svoldið gamall en það er heldur aldrei hægt að vita hvað fram- tiðin ber í skauti sér." En dreymdi þig um að eignast börn þegar þú varst ung kona? „Þetta er svo innprentað i samfélag- ið. Maður á að ganga sama veg og hin- ir og eiga börn og það allt saman og auðvitað dreymdi mann um það." Holland og Tíbet Heldurðu aðforeldrar þínir telji sig hafa misst eitthvað af því aö þú ert lesbía? „Ég hugsa ekki. Þau hafa kannski bara grætt á því, hvað þroska varð- ar. Þetta fær þig ósjálfrátt til að skoða alla minnihlutahópa í öðru ljósi og vekur auk þess samkennd með öðru fólki." Hvar vœriröu til í aó vera eftir tíu ár? „Með Sólveigu, að sjálfsögðu, á ferða- lagi í einhverjum fjöllum í Tíbet," segir Sólveig, en eitt aðaláhugamál hennar er einmitt úti- vist í góðra vina hópi. Ekki í sértrúarsöfnuði „Þetta olli smá sálarkrisu þegar maður var unglingur," segir Guðni Kristinsson, 24 ára, nemi í stjómmálafræði en í sumar vinnur hann að verkefhi fyrir Nýsköpun- arsjóð námsmanna. „Og svo hopp- aði maður bara út úr skápnum 16 ára gamall. Það var svolítið mál og fólkið mitt hélt að ég væri að ganga í gegnum eitthvert tímabil eða hefði lent í vondum félags- skap." Vill ættleiða Guðni Kristinsson er einhleyp- ur, barnlaus og bíllaus en leigir íbúð í miðbænum og eyðir öllum peningunum sínum í ferðalóg. Hann stefhir þó að því að verða foreldri í náinni framtíð og bindur vonir sínar og drauma við lög um ættleiðingu homma og lesbía. En hefuröu orðió fyrir aðkasti af því þú ert hommi? „Nei. Allavega ekki líkamlegu en það hafa verið kölluð ýmis orð á eftir manni. Ég ólst líka upp á Selfossi og allir vissu að ég væri hommi og kipptu sér lítið upp við það. Ég held það sé verra ef maður er í felum með þetta og fólk grunar að maður sé hommi." Hvað meö kjaftasögur í svona smábœ? „Maður varð fljótt jákvæður," segir Guðni og á við HlV-jákvæð- ur. „En þetta er öðruvísi núna, held ég." Djammið Eru allir vinir þínir hommar? „Nei. Ég á marga hetró vini og hef búið með hetró strákum," seg- ir Guðni en hann upplifir sig held- ur ekki sem meðlim í einhverjum sértrúarsöfhuði af því hann er hommi. Þvert á móti telur hann að þetta sé bara mjög svipað og að vera gagnkynhneigður. Týpískur föstudagur í hans lífi er á þá leið að hann vaknar: „Fer i skólann og á kaffihús eða djammið um kvóld- ið. Fer þá á Spotlight, Sólon eða Brensluna." „Fólkið mitt hélt að ég væri að ganga ígegnum eftthvert tímabil eða hefði lent í vondum félagsskap." Læknir ástarinnar - með aðeins hærri greindar- vísitölu en maðurinn við hliðina „Ég er bara fúskari," segir Dr. Love og fer ekkert í felur með þá staðreynd að hann er með öllu ómenntað- fc ur í sálfræði. Samt treystir fólk honum fyrir dýpstu leyndar- m á 1 u m sínum og stólar á hjálp hans. PA örfáum vikum fhefur Dr. Love fengið send til sín 297 vanda- málabréf, flest tengd kynlífi. ' Bréfin eru birt í Fókusí á vefnum og þar svarar hann þremui bréfum á viku. [Svörin verða flest til að I næturlagi. Hann er nefni lega mjög upptekinn á daginn sem skemmtikraftur- inn Páll Óskar. FÓKUSMYND: JAK „ E i n - hverra hluta vegna hef ég lag á að lesa á milli linanna og á auðvelt með að setja mig inn í hin og þessi mál. Því miður virðist það vera allt of algengt að fólk geti ekki talað saman. Sumir hafa engan til að tala við og aðrir vita ekki hvernig þeir eiga að koma orðum að því sem þeir vilja segja. Ég svara líka á mannamáli enda kann ég ekki stakt orð i tungumáli sálfræð- inga," segir Dr. Love en tekur um leið fram að hann sé síður en svo að bjóða sálfræðingum byrginn. ,Sálfræðingur er ekkert öðruvísi en tannlæknir. Menn þurfa að láta at- huga sálina jafnt sem tennurnar öðru hvoru og oft hvet ég fólk sem skrifar mér til að panta sér tíma hjá sál- fræðingi. Ullendúll- endoff- aðferð- in Þegar þú hefur nokkur hundruö bréf úr a 6 moða, hvernig velur þú þau sem þú vilt svara? „Oft nota ég nú bara úllen- dúílendoff-aðferðina. Það er helst að ég sniðgangi bréf sem eru lík þeim sem ég hef þegar svarað. Með þvi að svara einu bréfi er ég kannski að af- greiða tíu önnur í leiðinni og vonandi líka að leysa úr vandamálahnútum einhverra sem sendu ekki einu sinni bréf," segir Dr. Love. Flestir sem skrifa þér eru ungir. Af hverju á allt þetta unga fólk i sálar- flœkju? „Hvað unglingana snertir segi ég það bara hreint út að mér finnst for- eldrarnir ekki standa sig nógu vel. Það er ekki nóg að gefa börnunum sínum að borða og seðja líkamlegt hungur þeirra. Andlegt hungur er oft miklu meira og enginn sinnir því. Hvernig er öðruvísi hægt að útskýra röðina fyrir utan „Húð og hitt", sext- án hundruð klamydíutilfelli, níu hundruð fóstureyðingar á ári, anor- exíu, unglingadrykkju og ég veit ekki hvað og hvað? Það er augljóst að einhver er ekki að vinna vinnuna sína." Dr. Love segir að níutíu prósent ís- lendinga séu ekkert nema gangandi kjötskrokkar. Tilfinningalega dofið lið sem hugsar aldrei um það sem skiptir máU og getur fyrir vikið hvorki út- skýrt fyrir sjálfu sér né öðrum hvern- ig því líður. „Það þarf að vekja fólk og ég er að gera mitt tU þess. Ég er ekki að reyna að vera dónalegur og vil ekki sjokkera einn eða neinn. Bara vera góður og hjálpa og ég vinn mikla rannsóknar- og heimUdavinnu tU að geta svarað sem best, enda er ég yfir- leitt í marga klukkutíma að afgreiða hvert bréf." Gay og ekki gay Eins ogfrœgt er orðið ertu samkyn- hneigður en gagnkynhneigt fólk leitar engu að síður til þín. Eru hlutirnir ekki aö breytast soldiðfrá því sem áóur var? „Sem betur fer hafa orðið drastískar breytingar á hugarfari landsmanna síðustu tíu árin. Fólk er almennt búið að átta sig á því að samkynhneigt fólk er ekki „annað fólk". Samkynhneigðir hafa sama litróf tUfmninga og gagnkynhneigð- ir og lenda í nákvæmlega sömu vandamálunum. Ástæðan fyrir því að fólk leitar tU mín er líklega fyrst og fremst sú að ég er með sjúklega sterka réttlætiskennd, tala tæpitungulaust og er með aðeins hærri greindarvísitölu en maðurinn við hliðina á mér." 25. júní 1999 f ÓkUS +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.