Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 4
22 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 1999 Sport DV -Cfe ,*raw«i *« HH h'M * V* p'v . Bjarki Gunnlaugsson sækir að marki Leifturs en Hlynur Birgisson, fyririiði Óiafsfirðinga, er til varnar. DV-mynd Anton Brink. Guðmundur Benediktsson og Páll Guðmundsson lögðu upp mörkin í Ólafsfirði í gær og eigast hér við. DV-mynd Anton Brink . Leiftur 1(1) - KR 1 (1) Leiftur: Jens Martin Knudsen @@ - Páll V. Gíslason Hlynur Birgisson Steinn V. Gunnarsson @, Þorvaldur Guðbjömsson - Sergio De Macedo, Gordon Forrest, Páll Guð- mundsson @, Alexandre Da Silva (Ingi H. Heimisson 76.) - Uni Arge, Örlygur Helgason (Alexandre Santos 76.) Gul spjöld: Jens Martin, Sergio. Kristján Finnbogason - Sigurður Öm Jónsson @, David Winnie, Þormóður Egilsson @@, Indriði Sig- urðsson - Þórhallur Hinriksson, Bjami Þorsteinsson @, Sigursteinn Gislason @ - Sigþór Júliusson (Bjöm Jakobsson 73.) Bjarki Gunnlaugs- son @, Guðmundur Benediktsson @. Leiftur- KR Markskot: 8 15 Hom: 6 5 Áhorfendur: 600. Leiftur- KR Völlur: Sæmilegur, norðan- átt og kalt. Dómari: Gylfi Þór Orrason, ansi mistækur. Maður leiksins: Jens Martin Knudsen, Leiftri Varði oft mjög vel í leiknum. Helga best í Portúgal Helga Torfadóttir úr Víkingi var í gærkvöld útnefnd besti markvörðurinn á alþjóðlegu móti kvennalandsliða sem þá lauk í Portúgal. Helga varði frá- bærlega á mótinu og kórónaði leik sinn í gær með því að verja fjögur vítaköst þegar ísland tap- aði, 21-20, fyrir Portúgal í mikl- um baráttuleik. Portúgal sigraði á mótinu en ísland varð í þriðja sæti, vann Grikkland, 25-18, en tapaöi fyrir Sviss, 15-25. „Leikurinn við Portúgal var frábær og gat endað á hvom veg- inn sem var. Stemningin og bar- áttan í liðinu voru til mikillar fyrirmyndar og þessar stúlkur eru á mikilli uppleið. Þær náðu sér ekki á strik gegn Sviss en hinir leikimir voru góðir, sér- staklega gegn Portúgal," sagði Anna Gísladóttir fararstjóri við DV í gærkvöld. Anna Blöndal og Ragnheiður Stephensen voru atkvæðamestar í leiknum í gær með 4 mörk hvor. Sonja Jónsdóttir skoraði mest gegn Grikkjum, 6 mörk, og Hrafnhildur Skúladóttir varð markahæst í leiknum við Sviss með 4 mörk. -VS m v Úrvalsdeild karla KR 7 4 2 1 14-6 14 ÍBV 7 4 2 1 12-5 14 Fram 7 2 4 1 8-6 10 Breiðablik 7 2 3 2 6-5 9 Leiftur 7 2 3 2 5-8 9 Grindavík 7 2 2 3 7-8 8 Keflavík 7 2 1 4 9-12 7 Víkingur R. 7 1 4 2 7-10 7 ÍA 6 1 3 2 2-4 6 Valur 6 0 4 2 6-12 4 - á betri markatölu en ÍBV eftir 1-1 jafntefli við Leiftur KR-ingar settust að nýju í topp- sætið í efstu deild knattspyrnunnar í gær eftir 1-1 jafntefli gegn Leiftri í Ólafsfirði. Þetta var frestaður leikur úr 1. umferð, og eftir jafnteflið em KR-ingar með jafnmörg stig og meistarar ÍBV, en betri markatölu. Liðin em með fjögurra stiga forskot á næstu lið og ekki ólíklegt að bar- áttan eigi eftir að snúast upp í ein- vígi þessara liða. KR-ingar byrjuðu leikinn í gær með miklum látum gegn norðanátt- inni og fengu tvö færi strax á fyrstu mínútunum og voru Bjarki Gunn- laugsson og Guðmundur Benedikts- son þar á ferðinni. KR-ingar náðu góðum tökum á leiknum, og það var ekki óvænt að þeir náðu forustunni á 18. mínútu með stórglæsilegu marki Þórhalls Hinrikssonar. Loks kom mark Ólafsflrðingar fengu sín færi og úr einu slíku jafnaði Uni Arge á 31. mínútu þegar KR-vömin svaf illi- lega eftir homspymu. Leiftursmenn voru þarna að skora sitt fyrsta mark í deildinni í heilar 348 mínút- ur og það var mikið fagnað í brekk- unni. Staðan því jöfn í hálfleik, en Guð- mundur Benedikts- son var ekki langt frá því að bæta við marki undir lok hálfleiksins, en Jens Martin sá við honum og varöi mjög vel. Sama sag- an endurtók sig snemma í síðari hálfleik, en á 67. mínútu dró til tíð- inda. Ekkert nema víti Þá fékk Örlygur Helgason send- ingu inn fyrir vöm KR-inga og komst einn inn í vítateig. David Winnie náöi þó að nlaupa hann uppi og hreinlega sparkaði hann niður. Brotið sáu allir, ekkert nema vítaspyma hefði átt að koma til greina en Gylfi Orrason dæmdi ekk- ert. Fjórum mínútum síðar áttu svo KR-ingar að fá vítaspymu þegar fót- unum var sparkað undan Guð- mundi Benedikts- syni í vítateign- um hinum meg- in. Enn dæmdi Gylfi ekkert, og nú var greinilega verið að bæta Leiftursmönnum upp ruglið hinum megin rétt áður. Tvenn afar slæm mistök dómarans, nánast óskiljanleg. Undir lok leiksins reyndu menn allt hvað þeir gátu að knýja fram úr- slit, bæði liðin fengu ágætisfæri en inn vildi boltinn ekki, og var Jens Martin, markvörður Leifturs, í miklum ham á lokamínútunum við að bjarga málunum. Leikurinn var sæmilegur, ekki allt of vel leikinn, en mikil barátta og bæði lið náðu að skapa sér tals- vert af færum. KR-ingar öllu að- gangsharðari og fengu fleiri færi, en menn geta velt því fyrir sér hvernig leikurinn hefði þróast ef Leifturs- menn hefðu fengið vítaspyrnuna sem þeim bar. „Það er kominn tími til að menn sem eru aö dæma fái sér gleraugu eða linsur ef þeir sjá ekki svona hluti,“ sagði Páll Guðlaugs- son, þjáifari Leifturs, eftir leikinn, alveg æfur. Bestu menn liðanna voru Jens Martin og Hlynur Birgisson hjá Leiftri, en Guðmundur Ben., Bjarki Gunnlaugsson og sérstaklega Þor- móður Egilsson hjá KR. „Ég er mjög ósáttur að fá ekki öll stigin hér, við fengum færin en náðum ekki að klára þetta. Við spiluðum vel á köfl- um, en svona fór þetta og nú er það bara næsti leikur sem við horfum á,“ sagði Þormóður eftir leikinn. -gk 0.0 Þórhallur Hinriksson (18.) v v með glæsilegum skalla í bláhomið eftir fyrirgjöf Guðmundar Benediktssonar. A.0 Vni Arge (31.) með hörku- " ” skalla frá markteig, efst í marknetið, eftir homspymu Páls Guö- mundssonar. „Drullusvekktur" „Ég er drullusvekktur að ná ekki öllum þremur stig- unum, við áttum að vinna þetta, fengum tn þess færin en náðum ekki að klára þau. Boltinn féll ekki fyrir okk- ur að þessu sinni,“ sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, eftir leikinn gegn Leiftri. „Ég er þó ánægður með að mínir menn voru að spila mjög vel á köflum og skapa sér tækifæri, það er mjög jákvætt. Við erum komnir í toppsætið og þar ætlum við að vera áfram, en nú er að huga að bikarleiknum gegn Fylki, það er næsta verkefni aö fara í hann.“ -gk Jafntefli sanngjarnt „Þetta var mikil barátta, færi á báða bóga og jafn- teflið sanngjamt," sagði Hlynur Birgisson, fyrirliði Leifturs, eftir leikinn gegn KR. „Við náðum loksins að skora, en það er mjög slæmt fyrir okkur að það nægði ekki til sigurs, og við eigum ekki að vera að tapa stigum í heimaleikj- um okkar. En við verðum bara að taka okkur betur saman, við erum ekki búnir að missa af lestinni og það er alveg hellingur eftir af þessu móti enn þá,“ sagði Hlynur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.