Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 8
26 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 1999 Sport Michael Johnson, tvöfaldur Ólympíu- meistari og heimsmeist- ari í 400 metra hlaupi og heimsmet- hafi í 200 metra hlaupi, lýsti þvi yfir um helgina að leikamir í Sydney á næsta ári yrðu hans síðustu Ólympíuleik- ar. Hann myndi leggja hlaupa- skóna á hilluna einu eða tveimur árum síðar. Johnson er þó hvergi nærri hættur og ætlar sér að bæta heimsmetiö sitt í 200 metrunum áður en langt um líður og stóra takmark- ið er að ná heimsmetinu í 400 metrunum af Butch Reynolds. Michael Johnson keppir þó ekki i 200 metrunum á HM í Sevilla í ágúst. Hann hætti við keppni á bandaríska meistaramótinu um helgina vegna meiðsla og náði sér þar með ekki í keppnisrétt- inn þar. Hann var þegar öruggur með sæti í 400 metrunum sem heimsmeistari. Margt óvcent gerðist á banda- ríska meistaramótinu í Eugene um helgina. Hinn 33 ára gamli Dennis Mitchell sigraði i 100 metra hlaupi karla á 9,97 sekúnd- um og Gail Devers, Ólympíu- meistarinn 1992 og 1996, keppti i fyrsta skipti í heilt ár og náði öðru sæti í 100 metra hlaupi kvenna á 10,97 sekúndum. Þau verða þar með bæði i Sevilla i sumar, en reyndar bíöur Mitchell niðurstöðu i lyfjamáli en hann mældist fyrir skömmu með of mikið magn af karlhorm- ónum í líkama sínum. Chris Hufftns sigraði i tugþraut- inni i Eugene með 8.350 stig, sem er nokkuð undir íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar. Dan O’Brien keppti ekki í þrautinni frekar en venjulega og bar við meiöslum að þessu sinni. Regina Jacobs náði besta tíma ársins í 1500 metra hlaupi á meistaramótinu þegar hún hljóp á 4:02,41. Á kanadíska meistaramótinu vann Bruny Surin sigur í 100 metra hlaupi á 9,88 sekúndum en fyrnun heimsmethafi, Donovan Bailey, varð að sætta sig við þriðja sætið á 10,19 sekúndum. Of mikill meðvindur var i hlaup- inu en Brad McCuaig varð ann- ar á 10,18 sekúndum. Trine Hattestad frá Noregi náöi á laugardag besta heims- árangri árs- ins í spjót- kasti kvenna þegar hún kastaöi 65,49 metra á móti í Finnlandi. Það er fimm sentímetrum lengra en Tanja Damaske frá Þýska- landi kastaði í París um fyrri helgi. Aki Parviainen frá Finnlandi náði besta heimsárangri karla í spjótkastinu á sama móti. Hjá honum sveif spjótið hvorki meira né minna en 93,09 metra. Stjórn þýska handknattleiksfél- agsins Dutenhofen hefur ákveðið að breyta nafni þess í HSG D/M Wetzlar til að koma til móts við sinn sterkasta stuðningsaðila. Nú er aðeins beöið eftir þvi að þýska handknattleikssambandið leggi blessun sína yfir gjörning- inn. -VS/ÓÓJ Úrslitakeppni NBA 1999 lokið: Valencia spænskur bikarmeistari Valencia varð spænskur bikarmeistari i sjötta sinn í sögunni þegar liðið vann Atletico Madrid 3-0 í úr- slitaleiknum i Sevilla á laugardag. Argentínski landsliðsmaðurinn Claudio Lopez skoraði tvö mörk og Gaizka Mendieta skoraði það þriðja á glæsilegan hátt eftir háloftaleik með knöttinn, en hann lagði upp fyrra mark Lopez. Það voru 20 ár síðan Valencia vann spænska bikar- inn með sigri á Real Madrid 1979 en þetta var enn fremur hefnd á Atletico Madrid sem vann bikarúslita- leik gegn Valencia fyrir 27 árum. Valencia er vel að titlinum komið, vann úrslitaleik- inn sannfærandi og sló stórliðin Barcelona og Real Madrid út á leiðinni í úrslitaleikinn, það síðamefnda með því að vinna fyrri leikinn 6-0 á heimavelli sínum en Real vann seinni leikinn 2-1.. Þjálfari Valencia-liðsins, Claudio Ranieri, var að stjórna kveðjuleik sínum en hann hefur gerbreytt málum hjá Valencia, sem lenti í 4. sæti í deildinni í vetur og komst í evrópsku meistaradeildina. -ÓÓJ Turnarnir tveir, David Robinson (til vinstri) og Tim Duncan, lyfta hér bikurunum eftirsóttu. David Robinson lyftir NBA-meistaratitlinum sem hann hefur beðið eftir að handfjatla í 10 ár og Duncan verðlauna- gripnum sem besti leik- maður úrslitakeppninnar. Reuters Wimbledonmótiö í tennis: Seles úr leik Sá þriðji yngsti Tim Duncan (hér að ofan) hjá San Antonio Spurs er sá þriðji yngsti í sögu NBA-deildarinnar til að vera valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Ervin „Magic" Johnson náði tvisvar, 1980 og 1982, að vera kosinn bestur í úrslitakeppni yngri en Duncan. Tim Duncan er 23 ára og 2 mánaða. Magic var 20 ára og 10 mánaða þegar hann var valinn eftir 4-2 sigur Los Angeles Lakers á Philadelphia 1980. -ÓÓJ Óþekktir tennisspilarar halda áfram aö komast í sviösljósið á Wimbledonmótinu í tennis. Nú síðast sló Svisslendingurinn Lorenzo Manta, sem er 196. á heimslistanum, sigurvegara Wimbledon frá 1996, Richard Krajicek, út í leik á velli tvö sem oft hefur verið nefndur „grafreitur meistaranna". Fyrrum meistarar, Andrei Agassi og Boris Becker, komust báðir í fjórðu umferð sem og Jim Courier, sá síðastnefndi eftir 4 og hálfs tíma leik við Sjeng Schalken. Tvær „stórar" úr leik Monica Seles varð að sætta sig við tap gegn Mirjana Lucic líkt og meistarinn frá 1994, Conchita Martinez sem tapaði fyrir Lisa Raymond. Þær bættust því í hóp stórra nafna sem dottið hafa út fyrir minni spámönnum á Wimbledonmótinu til þessa. -ÓÓJ Svisslendingurinn Lorenzo Manta fagnar innilega óvæntum sigri á Hollendingnum Richard Krajicek í 3. umferð Wimbledonmótsins í tennis. Reuters ;urnar hjá San Antonio of stórir fyrir New York San Antonio Spurs tryggði sér fyrsta NBA-titilinn í 26 ára sögu félagsins með þvi að vinna fimmta leikinn gegn New York, 78-77, og þar með einvígið 4-1. San Antonio vann þar með 15 af 17 leikjum í úrslitakeppni og 46 af síðustu 53 leikjum timabils- ins. Turnarnir tveir voru lykillinn og árangur þeirra sést í ramma til hægri. Tim Duncan var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar og leið líka vel eftir leikinn. „ Þetta er ótrúlegt og það er frábært að vera héma. Það verður erfitt að lýsa tilfinningunni eftir að vinna titiilinn, ekki síst fyrir stráka eins og Dave (Robinson), AJ (Johnson) og Sean (Elliot) sem hafa beðið eftir honum svo lengi," sagði Tim Duncan. David Robinson hefur beðið í tíu ár eftir þessum titli. „Svo lengi bað ég um hjálp. Hjálp, hjálp, sendiö einhvem hingað til að hjálpa mér. Og þá kom Tim (Duncan) og þrautagangan er loks á enda en hún hefur ver- ið hverrar minútu virði.“ Latrell Sprewell var frábær hjá New York í síðasta leiknum en það dugði ekki til sigurs. Stóru fjöllin „Ejallið Jordan var alltaf erfitt klifur en Qall- ið Duncan og Robinson er ansi erfitt klifur líka,“ sagði Jeff Van Gundy, þjálfari New York. Stig San Antonio: Tim Duncan 31, David Robinson 15, Jalen Jackson 11, Mario Ellie 10, Avery Johnson 8, Sean EUiot 2, Malik Rose 1. Stig New York: LatreU SpreweU 35, AUan Houston 16, Larry Johnson 7, Marcus Camby 7, Kurt Thomas 6, Charlie Ward 4, Chris ChUds 2. -ÓÓJ Turnarnir tveir Robinson - Duncan Stig skoruð Leikur 1 ............13 - 33 = 46 Leikur 2 ............16 - 25 = 41 Leikur 3 ........... 25 - 20 = 45 Leikur 4 ............14 - 28 = 42 Leikur 5 ............15 - 31 = 46 Að meðaltali .... 16,6 - 27,4 = 44,0 Fráköst tekin Leikurl..............9-16 = 25 Leikur 2 ............11 - 15 = 26 Leikur 3.............10 - 12 = 22 Leikur 4 ............17 - 18 = 35 Leikur 5 ............12 - 9 = 21 Að meðaltali .... 11,8 - 14,0 = 25,8 Carlos Roa, markvörður MaU- orca á Spáni og argentínska landsliðsins, tUkynnti um helg- ina að hann væri hættur í knatt- spyrnunni, aðeins 29 ára gamaU. „Guð hefur kallað mig til annarra starfa,“ sagði Roa sem er sjöunda dags aðventisti og hefur því aUtaf verið mótfaUinn því að leika knattspyrnu á laugardögum. Fernando Redondo, miðju- maðurinn snjaUi frá Real Ma- drid, leikur ekki með Argentínu í Suður-Ameríkubikarnum. Re- dondo var nýkominn í landsliðið á ný eftir fimm ára fjarveru en honum samdi ekki viö fyrrum landsliösþjálfara, Daniel Pass- arella. Sá nýi, Marcelo Bielsa, var fljótur að velja Redondo en gaf honum frí frá þessari keppni vegna þreytu og álags. Dynamo Kiev tapaði fyrir Karpaty Lviv, 2-1, í lokaumferð úkraínsku A-deUdarinnar í knattspymu um helgina og vann því deildina með „aðeins" níu stigum meira en næsta lið, Shakhtar Donetsk. Dynamo tap- aði þarna aðeins öörum leik sín- um á tímabUinu og markatala liðsins var 75 mörk gegn 17. Graham Taylor, framkvæmda- stjóri enska knattspyrnuliðsins Watford, gerði sumum stuðn- mgsmönnum félagsins gramt í geði á dögunum. Hann gaf 6.000 krónur í styrktarsöfnun fyrir ná- grannaliðið Luton Town, sem rambar á barmi gjaldþrots. „Fé- lög á borð við Luton mega ekki deyja,“ skrifaði Taylor í kveðju með gjöfínni, en víst er að ekki taka aUir Watford-menn undir það. Fiorentina festi kaup á tveimur sóknarmönnum um helgina, þeim Predrag Mijatovic frá Real Madrid og Enrico Chiesa frá Parma. Mijatovic er júgóslavnesk- ur landsliðs- maður sem tryggði Real Madrid Evr- ópubikarinn 1998 og skrifaði undir 3 ára samning en hann er talinn kosta Fiorentina 591 mUljón íslenskra króna. Enrico Chiesa, ítalskur lands- liðsmaður, sem skrifaði undir 4 ára samning, kostar rétt rúman milljarð. Þessi tvö kaup þykja auka likur á að Fiorentina spUi 3-4-3 á næsta tímabUi en fyrir hjá félag- inu er eins og kunnugt er argent- inski landsliðsmaðurinn Gab- riel Batistuta og er draumur Giovanni Trapattooni að útbúa úr þeim banvænt tríó. Claudio Ranieri, þjálfari Val- encia sem fagnaði bikarmeist- aratitli í kveðjuleik sínum hjá fé- laginu, hefur verið orðaður við tapliðið I úrslitaleiknum, At- letcio Madrid. Ranieri gæti orðið 23. þjálfari Madridarliðsins á síð- ustu 12 árum en Radomir Antic, þjálfari liðsins, er hættur með Atletico-liðið. Brasilia vann Lettland 3-0 í æf- ingarleik í BrasUíu á laugardag- inn. Alex, Roberto Carlos og Ronaldo skoruðu mörkin. -VS/-ÓÓJ £ I r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.