Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 1999 29 Sport Þjóðverjinn Heinz- Harald Frentzen veifar hér til áhorf- enda eftir sigur í franska kappakstr- inum í gær. Finninn Mika Hákkinen og Brasil- íumaðurinn Rubens Barrichello fylgja í kjölfarið líkt og i keppninni sjálfri. Reuters Hinn vaxandi þýski ökumaður Heinz Harald Frentzen náði að klára fyrstur á Magny-Cours braut- inni i gær eftir þá mest spennandi Formúlu 1 keppni sem háð hefur verið hin síðari ár. Vegna óvenjulegrar rásraðar og úrhellisrigningar, sem brast á um það leyti sem ökumenn óku sinn 20. hring, var mikið að gerast og marg- ir framúrakstrar sem breyttu stöð- unni margoft og ekki ljóst fyrr en á síðustu hringjum að hinn 32 ára Jordan-ökumaður næði að ræna sigrinum af Hákkinen. Hákkinen byrjaði 14. en vann sig upp og kláraði annar. Rubens Barrichello, sem ræsti fremstur, stóð sig mjög vel, var í forystu lengst af, en varð að játa sig sigraðan af akstri Hákkinen og keppnisáætlun Frentzens og náði sínu öðru verð- launasæti á árinu og kom 3. í mark. Maður keppninnar er þó sannar- lega Mika Hákkinen sem ók eins og sannur heimsmeistari og er því bú- inn að auka forystu sína í stiga- keppninni í átta stig á Michael Schumacher sem lenti í gírkassabil- un og mátti þakka fyrir þau tvö stig sem 5. sætið gaf honum. í fjórða sæti kom bróðir hans Ralf. Það var veðrið sem spilaði stærst- an hlut um þessa keppnishelgina. Bæði í tímatökum og i keppni gerðu úrhellisdembur og var þakkað fyrir að ekki urðu nein meiri háttar óhöpp við svo slæmar að- stæður. Eftir að him- inninn opnaði gáttir sínar á 20. hring varð brautin nánast óökufær og eftir að fjöldi öku- manna heltist úr lestinni var gert hlé á keppninni. Hákkinen, sem þá var strax farinn aö gera atlögu að Stewart-manninum, BarricheOo, gerði einu mistök sín við framúr- akstur, sneri bíl sínum og féU niður í sjöunda sæti. Þar missti hann sjáifsagt af öruggum sigri. Þá var eins og Schumacher tæki kipp, því hann geystist fram úr Frentzen og átti í snarpri baráttu við BarricheUo. Hann komst í fyrsta sætið og náði umtals- verðri forystu. En heiUadísir Þjóöverjans höfðu annað að gera i gær og bU- un í gírkassa neyddi hann inn á viðgerðasvæði tU að skipta um stýrishjól. En það dugöi ekki tU, þvi bUunin var ekki þar. Eftir að hafa enn og aftur unn- ið sig upp úr sjöunda i annað sætið, gerði Hákkinen aðra atlögu að BarricheUo, en í þetta sinn tókst það og var glæsilegur sigur Finnans í augsýn. Þegar Frentzen fór á viðgerða- svæðið á 20. hring, eftir að demban byrjaði, til að fara á rigningarhjól- barða tók hann einnig mikið elds- neyti. Það dugði honum til enda keppninnar og eftir öruggan og stöðugan akstur náði hann fram fyr- ir BarricheUo og Hákkinen á meðan þeir tóku sitt seinna hlé og kláraði fyrstur. Annar sigur Frentzens á ferli hans og annar sigur Jordan-liðsins er sönnun þess að ökumaður og lið eru í góðum gír og eiga svo sannar- lega eftir aö heyja harða baráttu við Ferrari og McLaren um verðlauna- sæti það sem eftir er af árinu. Hinn sívaxandi Frentzen er kominn með 23 stig og er fjórði í stigakeppni öku- manna og lið hans er með öruggt forskot í þriðja sæti keppnisliða, með 27 stig. -ÓSG Úrslitin í Frakklandi 1. Heinz-Harald Frentzen, Jordan 2. Mika Hakkinen, McLaren 3. Rubens BarricheUo, Stewart 4. Ralf Schumacher, WUliams 5. Michael Schumacher, Ferrari Staða ökumanna: 1. Mika Hakkinen, McLaren ... 40 2. Michael Schumacher, Ferrari 32 3. Eddie Irvine, Ferrari.....26 4. Heinz-Harald Frentzen, Jordan 23 5. Ralf Schumacher, WUliams .. 15 Staða ökuUöanna: 1. Ferrari ..................58 2. McLaren ................. 52 3. Jordan....................26 4. WUliams ..................15 5. Benetton .................14 Rubens Barrichello hjá Stewart keyrði mjög vel í gær og náði þriðja sætinu í annað skipti á tímabilinu. Hann var lengi vel í forustu í keppninni. U: Mika Hákkinen keyrði vel í gær og vann sig úr 14. sæti í rásmarki upp í 2. sæti í keppninin. Hér er Mika í beygju og sjá má vel bleytuna á brautinni í gær. Bensín- dropar / Damon Hill hætti\ / um miöja keppni ' / vegna vélarbilunar. \ / „Þetta gæti hafa verið \ / minn síðasti kappakst- \ / ur,“ sagði heimsmeistar- \ inn frá 1996. „Þegar ólukk- an skellur á kemur hún með fullu afli. Ég vona að þetta \ hafi ekki verði mín sið- / \ asta keppni en það er / \ hugsanlegt." / A loka- hringjunum náði Ralf Schumacher íjórða sætinu af bróður sínum Michael sem var kominn í mikil vandræði með hjólbarðana og átti líka i vélarbilun. Jean Alesi náði' í annað skiptið öðrum rásstað. Síðast var það í Austurríki og við sömu aðstæður. Hann stóð sig vel og hélt lengi vel í Frentzen og Barrichello. Hann missti bilinn út af brautinni eftir að rigningin hófst og viðurkenndi eigin mistök. David Coulhard er einn sá óheppnasti ekill sem sögur fara af því strax á 10. hring var hann úr leik vegna bil- unar, í fjóröa sinn á ár- inu. Hann hafði byrjað keppnina mjög vel. Á laug- ardag hafnaði Rubens Barri- chello, annað skiptið á ferlinum, á fremsta rás- stað. Og i fyrsta skiptið var Stewart Ford fremst allra liða við rásmarkið. Barrichello sagði að þetta væri því að þakka að þeir héldu þeirri/ áætlun að fara strax út og t tímatakan byrjaði. Einnig fóru Alesi og Oliver Panis út á sama tíma og Barrichello og högnuö- ust á því, þeir ræstu annar og þriðji. Aðrir ökumenn biðu til loka tímatökunnar í von um að rigningunni slotaði. Þaö gagnstæða gerðist og áttu flestir í vandræðum með að gera góða tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.